Vísir - 30.09.1980, Page 26
26
VÍSIR
Þriöjudagur 30. september 1980
... EF ÞAB
ERÞfl
FOLK
1728—1855 skrifar:
Ég veit ekki af hverju þessi
„Aðdáandi góðrar tónlistar
skrifar i Visi 15. og 23. septem-
ber, sennilega einhver útrás,
sem hann lætur bitna á poppinu.
Hann hlýtur að vera eitthvað
bilaður greyið að halda þvi
fram, að þessi hry llilegi
sinfóniuviðbjóður, sem þessi
hljóðfæri geta gefið frá sér sé
tónlist. Hann vill, að þessir fáu
poppþættir hætti i útvarpinu, og
þá kemur náttúrulega sinfóniu-
óþverrii staðinn. Þetta er klikk-
un. Að fara fram á annað eins.
Þetta urg og sarg, sem þessi
ofstopafulli, grobbni aðdáandi
hryllilegrar tónlistar kallar
góða tónlist er ekki annaö en
*»#
m.
Bréfritari er harla óhress meö
sinfóniugargiö i útvarpinu.
ógeðsleg óhljóð, sem enginn
botnar i, varla hann sjálfur né
annar skrill, sem hlustar á
þennan óþverra.
Það er auðsjáanlegt, að hann
veit ekkert, hvað hann er að
rausa. Ég skil ekkert i fólki,
sem hefur sömu skoðun og
hann, ef það er þá fólk. Svo er
hann tii i að beita ofbeldi, ef með
þarf og svo er verið að amast
yfir okkur unglingunum.
Þarf ekki leng-
ur að vinna
með námlnu
Námsmaður skrifar:
Mig langar að vekja athygli
allra námsmanna á stórgóðri
grein i siðasta helgarblaði Visis
varðandi ókeypis Ijósritunar-
þjónustu hjá þvi opinbera.Þarna
er komin lausnin, allavega á
minu vandamáli og vafalaust
margra annarra. Nú sé ég
nefnilega fram á að geta snúið
mér allshugar að náminu, en
þarf ekki að vinna með til að
hafa upp i námskostnað. Ljós-
ritun hefur verið með meiri
háttar útgjöldum hjá mér, en nú
munsá útgjaldaliður hverfa. Og
fyrst hægt er að fá ljósritað
ókeypishjá rikisstofnunum, ætli
sé þá ekki alveg eins hægt að
verða sér úti um ritföng,
pappirsblokkir og jafnvel ritvél-
ar hjá þessum stofnunum?- sér
að kostnaðarlausu að sjálf-
sögðu.
Kirkjuklukkurnar i Laugarneskirkju viröast valda ónæöi á sunnudagsmorgnum.
Lækkiö aöeins í kirkjuklukkunum!
Húsmóðir skrifar:
Þannig er mál með vexti, að
ég bý ásamt fjölskyldu minni i
nágrenni Lauganeskirkju, sem
alveg er gott og blessað, enda
við mjög trúrækin fjölskylda.
Það er bara eitt heljarstórt
vandamál, þar að lútandi.
Nefnilega það, að á hverjum
sunnudagsmorgni hrökkvum
við öll upp af værum blundi,
þegar kirkjuklukkurnar byrja
að hringja til messu. Og satt
best að segja er þetta afskap-
lega þreytandi að geta bókstaf-
lega aldrei fengið að sofa út.
Þvi langar mig i allri vinsemd
að biðja umsjónarmenn kirkj-
unnar að lækka örlitið niður i
kirkjuklukkunum.
Eru dagar rikisstjórnarinnar taldir?
FERD AN FYRIRHEITS
Guðmundur
Guðmundsson,
Flyðrugranda 4,
skrifar:
Erlendur stjórnmálafræðing-
ur, sem hér dvaldist um hrið nú
i sumar, til þess að kynnast
islensku þjóðlifi, komst þannig
aðorði um stjórnmálaástandið i
landinu:
„The government has no
strategy for anything. It just
rolls along fram day to day”.
(Rikisstjórnin hefur enga stefnu
i neinu máli. Hún lætur bara
reka á reiðanum frá degi til
dags).
Þarna hitti maðurinn naglann
á höfuöið. Vegna langvinnrar
stjórnarkreppu naut rikis-
stjórnin nokkurrar velvildar i
upphafi vega. En nú eru menn
teknir að þreytast á stjórnleysi
og stefnuleysi. Virðist nú sýnt,
að dagar núv. rikisstjórnar séu
senn taldir, ef svo heldur fram
sem horfir.
Vill ekki einhver eignast pennavin f Kóreu?
Hverjir vilja
pennavini?
Lesendasiðunni barst
nýlega eftirfarandi
bréf frá Seoul i Kóreu.
Ég er enskukennari i
menntaskóla i Seoul i Kóreu.
Nemendurnir eru á aldrinum 12
til 19 ára og byrja strax á fyrsta
ári að læra ensku.
Þannig er mál með vexti, að
nemendur .minir hafa mikinn
áhuga á að eignast pennavini á
Islandi. Þannig gætu þeir fræðst
um land og þjóð um leið og þeir
fengu góða æfingu i ritaðri
ensku. Og þetta gildir að sjálf-
sögðu einnig um Islendingana,
sem koma til með að svara
þessu.
Þeir, sem áhuga hafa eru vin-
samlegast beðnir að gefa upp
nafn, heimili, kyn, aldur og
áhugamál i fyrsta bréfi, svo og
að senda mynd.
öllum bréfum verður svarað.
Með fyrirfram vinsemd og
þakklæti.
Miss An-Soon Kim
Heimilisfangið er:
Central P.O. Box 8365
SEOUL, KOREA.
sandkorn
Sæmundur
Guövinsson
skrifar.
Lygar um
Gailara
Um leið og ég þakka Sigur-
jóni fyrir að hafa haldiö uppi
merki Sandkorns siðustu daga
langar mig til aö minnast á
þann hvimleiða ósiö sem nú er
rikjandi viöa, að gera grin af
Hafnfirðingum. Það er ekki
sist timaritið Fólk sem hefur
verið iðið við að segja brand-
ara á kostnað Hafnfirðinga og
ekki ætla ég að taka undir þá
iðju.
Hitt er annað mál, að sem
sýnishorn af óþokkabröndur-
um að Gaflaranaget ég nefnt
einn sem ég heyrði um daginn.
Knattspyrnulið frá
Hafnarfirði var að keppa aust-
ur á landi fyrir skömmu og
sóttu heimamenn ákaft en
markvörður Hafnfirðinga
varði af snilld. Ahangandi
heimaliðsins sá að við svo búið
mátt i ekki standa og hrópaði
þvi til markvarðarins
snjalla:
—Flýttu þérheim Óli. Húsið
þitt er að brenna. Markvörð-
urinn tók þegar á rás og var
kominn langt út fyrir völl þeg-
ar hann áttaði sig á þvi að
hann hét alls ekki Óli.
Fróður er
Rragi
Bragi Sigurðsson blaðamað-
ur á Dagblaðinu er maður fjöl-
fróður fyrir utan það að vera
skemmtilegur. Þegar honum
þótti dragast úr hófi að Þjóð-
viljinn birti áður boðaðan ætt-
fræðiþátt um ætt Sveins Niels-
sonar prófasts. gerðiBragi sér
litið fyrir og rakti í blaði sínu
skilmerkilega afkomendur
prófastsins og hverjum þeir
tengdust, án þess aðhafa mik-
ið fyrir.
Jafnframt segir Bragi að
það hafi heyrst að Einar
Olgeirsson hafi lagst gegn
þessari ættfræðslu Þjóðviljans
þar sem fornvinur hans,
Sveinn Valfells er einn af af-
komendum Svein Níelssonar.
•
Klipptogskorið
Þjóðviljinn var að gera grin
að þvi um daginn að það væri
létt verk að sjá um Staksteina
Morgunblaðsins. Þar væru
bara birtar úrklippur úr leið-
ara Vísis og greinum Svart-
höfða.
Svo hlálega vill til að siöustu
vikur hefur dálkurinn Klippt
og skorið i Þjóðviljanum verið
litið annað en endurprentun úr
leiðurum Vísis og skrifum
Svarthöfða með tilheyrandi
útleggingum.
Okkur á Visi er það að sjálf-
sögðu ljúft að hjálpa kollegun-
um á Mogga og Þjóðvilja að
fylla siður blaða sinna góðu
efni. ^
Lífsins línfl
Danskur biskup kom f
óvænta heimsókn til að hlýða
messu, i þorpskirkjunni.
Kirkjan var galtóm. Biskup-
inn settist niður og beið.
Svo heyrði hann raddir inn-
an úr skrúðhúsinu: ,,Þrjú
grönd.” „Fjórir spaðar.” ,,Ég
dobla það."
Biskupinn þekkti meðal
annara raddir prestsins og
meðhjálparans og ákvað að
koma þeim á óvart. Hann fór
upp f turninn og hringdi hátt
og ákveöið. Svo settist hann
aftur niðri i kirkjunni og beið
átekta með töluveðri eftir-
væntingu.
Það liðu áeinar mfnútur. Þá
kom sonur kaupmannsins
hlaupandi inn i kirkjuna með
hálfan kassa af bjór.