Vísir


Vísir - 30.09.1980, Qupperneq 34

Vísir - 30.09.1980, Qupperneq 34
Þriðjudagur 30. september 1980 Útboð — uppsteypa Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir til- boðum i að steypa upp nýbyggingu v/ Eiríks- götu. Gögn verða afhent hjá Arkitektastofunni sf., Ármúla 11, Rvík. frá og með30. sept. nk. Tilboð verða opnuð 14. október nk. ÚTBOÐ Tilboð óskast í jarðvinnu og frágang sökkla vegna stækkunar verksmiðjuhúss Álafoss hf. í Mosfellssveit. útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistof unni hf. Fellsmúla 26 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 8. okt. 1980. Almenna verkfræðistofan hf. HÚSNÆÐI ÓSKAST Vantiar 300 til 400 ferm. á leigu sem fyrst. Lofthæð þarf að vera 4-5 metrar. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og dyr séu a.m.k. 3,65 á hæð. Allar nánari uppiýsingar í síma 19960. |I| TILKYNNING Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku" á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. október nk. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslu- mann „Vöku" að Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvör- unar. Reykjavik, 29. september 1980 GATNAMÁLASTJÓRINN I REYKJAVÍK Hreinsunardeild. Kópavogur — Kópavogur Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur félagsfund i Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1 í kvöld þriðjudaginn 30. sept. kl. 20.30. Fundarefni: „Störf og stefna Sjálf- stæðisflokksins## Frummælendur: Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og Jón Magnússon, formaður S.U.S. Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. i-mnMv 111 i ' i t 34 Þessi mynd er tekin á Borgarspltalanum I Reykjavik, en þar rekur Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ nýjustu sölubú&sina. Á myndinni eru fjórir sjálfboöaliðar deildarinnar að störfum. GÁFU ÞRJÁR MILLJÓN- IR í AFRÍKUSÖFNUNINA Kvennadeild Reykjavikur- deildar Rauða Kross tslands hefur gefið 3 milljónir króna i sjóð Afrikuhjálparinnar og afhenti formaður deildarinnar gjöfina á aðalskrifstofu RKt. Kvennadeildin var stofnuð árið 1966 og hefur æ siðan látið mjög að sér kveða. A verkefna- skrá deildarinnar er m.a. rekst- ur sölubúða á sjúkrahúsum, og starfa konurnar þar i sjálfboða- vinnu. Þá hafa þær ennfremur tekið að sér að aka með mat til þeirra, sem ekki geta dregið sér björg i bú sjálfir, og fleira mætti nefna af mannúðarmálum hér innanlands, sem konurnar i deildinni hafa látið sig varða. Nú hefur kvennadeildin lagt fram fé handa bágstöddum i A-Afriku og sagði formaður deildarinnar, Helga Einarsdótt- ir, að konurnar vildu þannig sýna hug sinn i verki með þess- ari gjöf. —Sv.G. Frá fyrstu gróðursetningarferðinni að Freyjulundi. MÁLFREYJUR PLANTA TRJÁM Aiþjóðasamtökum málfreyja á tslandi var Uthlutað tveimur hekturum iands I sumar sem leið I Heiðmörk , undir umsjón Skóg- ræktarfélags Reykjavikur og var fyrsta gróðursetningarferðin farin i júli. Um 30 málfreyjur, fulltrúar þeirra 6deilda, sem eru skráðar á íslandi i dag, ásamt eiginmönn- um og börnum, voru viðstaddar. Það var Sigrún Sigurðardóttir, forseti 1. ráðs, sem opnaði „Freyjulund”, en svo nefna þær svæði þetta. Fyrsta málfreyjudeildin á ts- landi var stofnuð i janúar 1973. — KÞ Skarphéðinn ( spurningaleik ÖII aðildarfélögin, 29 að tölu, munu.taka þátt i spurningakeppni Héraðssambandsins Skarphéðins I tilefni 70 ára afmælis þess. Sambandssvæöið er Árnes- og Rangárvallasýslur og verður keppnin háð viðs vegar um svæðið I október og nóvember. Jafnframt spurningakeppninni verður starf sambandsins kynnt, spilað verður bingó og önnur skemmtiatriði verða höfð i frammi og að lokum dansað. Stjörn Skarphéðins skipa nú: Einar Magnússon, form. Helgi Stefánsson ritari og Kjartan Lárusson, gjaldkeri. SV 22. bing síbs: Lungnasjúkl- ingum fjölgar t stað þess að auka þjonustu við lungnasjúklinga á eina lungna- sjúkrahúsi landsins, Vifilsstöð- um, hefur hún verið skert, segir I fréttabréfi frá SIBS, þar sem greinir frá 22. þingi þess, sem var haldið 20.—21. sept. sl. Þar segir einnig, að meö breyttum atvinnu- háttum i vaxandi mengun andrúmsloftsins fjölgi nú lungna- sjúklingum. A þinginu voru gefnar upplýs- ingar um byggingaráform SÍBS um nýtt verksmiðjuhús, sem nú rls af grunni hjá háhýsum öryrkjabandalagsins I Hátúni. Meðal ályktana, sem þingið sendi frá sér, var ein þar sem stjórn StBS er hvött til að ýta undir heilbrigðisyfirvöld um að veita almenningi fyllri fræðslu um astma og ofnæmissjúkdóma en nú er. önnur ályktun er um að komið veröi upp fullkbmnum deildum fyrir öndunarfærasjúklinga á A- sjúkrahúsum landsins. Stjórn SIBS skipa nú: Kjartan Guðnason, formaður, Oddur Ólafsson, Garðar P. Jónsson, Guðmundur Guðmundarson, Július Baldvinsson, Hjörtþór Agústsson og Björn ólafur Hall- grimsson. SV

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.