Vísir


Vísir - 30.09.1980, Qupperneq 36

Vísir - 30.09.1980, Qupperneq 36
Þriðjudagur 30. september 1980 síminner 86611 Lang var hinn hressasti að sjá i gær, þrátt fyrir erfitt flug frá Færeyjum og sagöist sannfærður um, að sér tækist að komast á leiðarenda. í 30 stundir á baki lljúgandi fiugvélar: Eg er bara að selja mei” - sagði vestur-Þvski ofurhuginn Lang ,,Af hverju ég er aö þessu? Bara til þess aö setja met. Þetta hefur enginn gert áöur,” sagði Liang.vesturþýéki skrifvélavirkinn og ofurhuginn, við komuna tii Reykjavlkurflugvallar I gær, en eins og kunnugt er, er hann að reyna að fijúga frá Evrépu til Ameriku, reyrður niður á þaki flugvélar. Hingað kom hann frá Vogum i Færeyjum og tók ferðin 6 tima, en i allt er áætlaö, aö hann verði 30 klukkustundir i allri ferðinni. Héöan heldur Lang siðan til Grænlands. Hann er bundinn með leðurólum á þak vélarinnar, sem er þannig fyrir komið, að hann getur bæöi setið og staðiö. Aðspurður sagði Lang, að þeir heföu flogiö i 1-6 þúsund feta hæð frá Færeyjum og hitastigið verið um 5 stiga frost. En hvað var erfiöast við feröina? „Flugtakið i Færeyjum,” svaraði Lang, „vegna þess að veörið var svo vont, um 40 hnút- ar, og sviptivindar miklir.” Var ekkert kalt á leiðinni? „Nei, ég get varia sagt það, ég er svo vel klæddur, en annars er mér dálitið kalt á fingrunum” Ertu búinn aö vera lengi að undirbúa þessa ferð? ,,Já, ég er iþróttamaöur og hef æft mig stöðugt i þrjú ár fyrir þetta.” Þreyttur? „Já,ég veröaðviðurkenna þaö, aö ég er örlitið þreyttur núna, en eftir svona 30 minútur verð ég alveg búinn aö ná mér,” sagði þýski ofurhuginn brosandi og hraðaði sér inn á Loftleiðahótelið. —KÞ veðurspá dagsins Austur af Jan Mayen er 978 mb. lægð, sem fjarlægist. Minnkandi lægðardrag á Grænlandshafi, en um 400 km suöur af Hvarfi er varasöm, vaxandi 990 mb. lægö, sem berst ófluga til íslands. Hiti breytist fremur litiö i dag, en fer fljótlega að kólna. Suðuriand til Breiöafjaröar: Suðvestan kaldi og skúrir framan af degi, en gengur sið- an í hvassa eða allhvassa sunnanátt með rigningu. Hvassteða allhvasst vestan til og gengur á meö rigningu eöa jafnvel slyddu i nótt. Vestfiröir, Strandir og Norð- urland vestra: Suðvestan kaldi og skúrir framan af degi, en gengur siöan í allhvassa suðaustan átt meö rigningu. Noröurland eystra og Austur- iand aðGlettingi:Hægviðri eða suövestan gola, sums staöar skúrir I fy rstu, en annars bja rt i bili, en þykknar upp siðdegis, viða rigning i kvöld og nótt. Austfirðir: Suðaustan gola og bjart I fyrstu, en þykknar sið- an upp. Allhvasst og rigning i kvöld og nótt. Suðausturland: Suðaustan kaldi framan af degi, en geng- ur siöan i allhvassa suðvest- anátt með rigningu. # I veðriðhér ■ ogpar Klukkan sex 1 morgun: Akureyri skýjað 6, Bergen skúr 10, Helsinki skýjað 6, Kaupmannahöfn rigning 12, Osló léttskýjað 8, Reykjavik skúr 6, Stokkhólmur rigning 11, Þórshöfn alskýjað 8. Klukkan 18 I gær: Aþena þrumuveður 20, Berlin þoka 15, Chicagoléttskýjaö 24, Feneyjar heiöskirt 19, Frank- furt þoka 13, Nuuk skýjað 1, London alskýjað 17, Luxem- burgmistur 16, Mallorcaskýj- að 25, Las Palmas léttskýjað 22, New York alskýjað 17, Paris léttskýjaö 19, Montreal léttskýjað 11, Róm þoka 22, Winnipeg skýjað 16. 8 I I 8 I 8 1 1 I I I I Lang veifar til mannfjöldans við komuna til ReykjavikurflugvaUar, en nokkur fjöldi hafði safnast þar saman til að taka á móti kappanum. (Vísismvndir:KAE) ALBERTSMENN STOFNA „MAL- FUNDASAMTÖKl — Timinn verður að leiða í Ijós, hvað gerist, ef ályktanir gerðar á fund- um Albertsmanna fá ekki hljómgrunn. Það er ekki útilokað að reynt verði að fylgja þeim eftir, var megininntak svars Þor- valdar Mawby við spurn- ingu Vísis um, hvort stofnaður verði stjórn- málaflokkur af stuðn- ingsmönnum Alberts Guðmundssonar. A laugardaginn var komu stuðningsmenn Alberts saman til ráðstefnu, borðuðu saman kvöldmat og dönsuöu á eftir. A ráðstefnunni var borin fram til- laga um stofnun málfundasam- taka og samþykkt. 1 stjórn voru kosnir 10 menn, 3 úr Reykjavik og 1 úr hverju hinna kjördæm- anna. Tilgangur samtakanna er aö taka virkan þátt i almennri stjórnmálaumræðu. Visir spurði Þorvald, hvort þetta væri ekki fyrsta skref að stofnun stjórnmálaflokks, en hann neitaði þvi. Þá var Þor- valdur spurður, hvað mundi gerast ef svo færi aö ályktanir gerðar á fundum samtakanna fengju ekki hljómgrunn. „Það verður timinn að leiöa i ljós. Það er ekki útilokaö að reynt verði að fylgja þeim eftir. Þvierekkiaðleyna, aö margir I þessum hópi vilja að stofnað verði til stjórnmálaflokks, en það er ekki i minum huga og Al- bert Guðmundsson hefur aftekið það opinberlega.” — SV Jóhanna Tryggvadóttir. stjórnartormaður isporto: UNDIRB0D SÍF SAMÞYKKT AF VIDSKIPTARADUNEYTI? „Nei, frá viðskiptaráðuneytinu berast engin svör, en ég hef upp- lýsingar um það, að meðalverð á blautverkuöum þorski, sem SIF seldi til Portúgals I ár, var 2050 dollarar á tonniö, á sama tima og meðalverö Isporto var sam- kvæmt samningum 2600 dollarar tonnið”, sagði Jóhanna Tryggva- dóttir i samtali viö VIsi, er hún var innt eftir þvi hvort nýjar upp- lýsingar lægju fyrir varöandi um- sókn hennar um útflutningsleyfi á þorski til Portúgal. Þá benti Jó- hanna á, að samkvæmt ágústhefti Hagtfðinda, væri sala SIF, á tæp- um 20 þúsund tonnum af blaut- verkuðum þorski til Portúgals að verðmæti 17,3 milljarðar, aö á- lögðum flutningsgjöldum, þegar Isporto fengi 10 milljarða fyrir aöeins 7 þúsund tónn.,,Auk þessa fær svo umboðsmaðurinn þeirra i Portúgal 1% af heildinni, sem eru þvi 170 milljónir króna fyrir ómakiö”, sagði Jóhanna. „Þaö er vonandi, að augu ráða- manna fari nú að opnast fyrir hin- um hagstæðu samningum Isporto, sem þýða hundruö mill- jóna I aukinn hlut til sjómanna og útgerðarmanna, en meiniö er það, að fulltrúar SIF virðast vera ráöamenn þjóðarinnar á þessum sviðum”, sagði Jóhanna enn- fremur. „Þá er ýmsu ennþá ósvarað frá viöskiptaráðuneytinu, sem ekki er hægt að þegja i hel, til dæmis hvaö varö um telexskeytiö sem birti upplýsingar um meint undir- boð SIF, þar sem meðalverð vör- unnar var 2100 dollarar á sama tima og Isporto fékk ekki útflutn- ingsleyfi þrátt fyrir 2600 dollara meðalverð á tonnið. Getur verið að viöskiptaráðuneytið hafi sam- þykkt útflutningsleyfi visvitandi um, að þetta þýddi undirboð? Þessum hlutum hlýtur ráðuneyt- inu að bera skylda til að svara”, sagöi Jóhanna Tryggvadóttir, stjórnarformaður lsporto. —AS. Loki j segir i 1 Helmingur rikisstjórnarinnar munhafa veriö erlendis á dög- ; i unum. Hvernig væri aö hinn ;;; helmingurinn kæmi sér út lika?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.