Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 01.10.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Miðvikudagur 1. október 1980. Bílvelta I Kópavogi Bflvelta varð á Borgarholts- braut i Kópavogi aðfaranótt laugardagsins er Willys'jeppi lenti þar út af veginum. Fjórir ungir menn voru i bilnum og voru þeir allir fluttir á slysa- deild Borgarspitalans með skrámur en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Grunur leikur á að Bakkus hafi veriö með í ferðum. —Sv.G. ðk á Ijðsastaur bað slys varð á Hliðarvegi i Kópavogi um kvöldmatarleyt- iö i fyrradag, að Fiat-bifreið lenti á ljósstaur með þeim af- leiðingum að ökumaður og farþegi sem meö honum var voru fluttir á slysadeild Borgarspitalans. Grófur malarvegur er þar sem slysið átti sér staö og er talið að öku- maður hafi misst stjórn á bíln- um á holóttum veginum. Mennirnir tveir slösuðust töluvert og bfllinn er talinn gjörónýtur. —Sv.G. Eldur (bragga I Hafnarflrði Talsvert tjón varð af eldi sem upp kom i geymslu- bragga Hvals h.f. við Reykja- vikurveg i Hafnarfirði aðfara- nótt mánudags. t bragganum voru geymdar umbúðir sem eyðilögðust i eldinum en bragginn sjálfur skemmdist litið. Grunur leikur á, aö um ikveikju hafi verið að ræða og er málið i rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu rfkisins. —Sv.G. „Nýjar rannsðkn- Ir á Hraln- kels sdgu” „Nýjar rannsóknir á Hrafn- kels sögu” nefnist fyrirlestur, sem Hermann Pálsson, kennari i Islensku við Edin- borgarháskóla flytur I boði Heimspekideildar Háskóla tslands föstudaginn 3. október næstkomandi. Hermann er I röð mikil- virkustu fræðimanna, er fást við islenskar bókmenntir, og hefur unnið ötullega að kynn- ingu islenskra bókmennta i hinum engflsaxneska heimi. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, veröur í stofu 201 i Arnagarði og hefst klukkan 17.15. —Kb Hluthafafundur um Ameríkuflugið hjá Fluglelðum Stjórn Flugleiöa samþykkti á sjö klukkustunda löngum fundi sinum aö mæla með þvi /ið hluthafafund f félaginu, að áframhald verði á flugi Flug- leiða á Norður Atlanshafi milli Luxemborgar og Bandarikj- anna með viðkomu á Islandi. Samþykktin var gerð með hliösjón af þeirri aöstoð sem stjörnvöld i Luxemborg og herlendis hafa boðið Flugleið- um til að halda fluginu áfram. Gert er ráö fyrir að fyrir hlut- hafafundinn, sem haldinn veröur miðvikudaginn 8. októ- ber, liggi fyrir niðurstaöa um þaufjárhagslegu atriði sem til umræðu eru milli Flugleiða og rikisstjórnarinnar. Byggist stjórnarsamþykktin á að svo veröi. Fari svo að þessu flugi verði haldiö áfram er gert ráð fyrir minnst þremur feröum á viku yfir veturinn milli Luxem- borgar og Bandarikjanna með viðkomu á Keflavikurvelli. Næsta sumar veröi síöan sjö ferðir I viku milli Lux og New York auk tveggja ferða i viku milli Luxemborgar og Chicago og verði höfö viökoma á Islandi i öllum feröunum. —SG i ÖTíuvérð" h ækkár sióí"-' ] ilega á Ronerdammarkaði; Vegna strfösins við Persaflóa hefur olfuverö á Rotterdam- markaöi hækkaö stórlega. Sam- kvæmt uppiýsingum önundar Asgeirssonar, forstjóra Olíu- verslunar tsiands, var verö á gsoliu siðast iiöinn fimintudag 306-315 dollarar tonniö en var hins vegar I um 280 dollurum áöur en striöiö hófst. „bá má búast viö aö veröiðsé komiö upp i um 330 dollara I dag” sagði önundur Asgeirsson i samtali við VIsi á mánudag. Verðiö á Rotterdammarkaði nálgast þvi mjög ört verð það sem íslendingar sömdu um við BNOC, en það mun vera um 340 dollarar tonnið, en sem kunnugt er hefur reynst ógerlegt aö fá þá verðtölu staðfesta. Ef fer sem . horfir á Rotterdammarkaði, er | e'.tki óliklegt að samningar H BNOC reynist Islendingum hag- | stæðir þegar upp veröur staðið ■ eftir áramót. —AS jj A GJðRGÆSLUDEILD EFTIR UMFERDARSLYS Tvitug stúlka slasaðist alvar- lega er ekið var á hana fyrir utan skemmtistaðinn Sigtún aðfara- nótt sunnudags. Stúlkan hafði verið að skemmta sér i veitinga- húsinu þá um kvöldið en atvikið átti sér staö skömmu eftir að dansleik lauk. Stúlkan var á gangi austur Suðurlandsbraut á syðri veg- kannti er að kom bifreið sem ekiö var i austurátt. Lenti bifreiðin á stúlkunni með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og var hún þegar flutt á gjörgæsludeild Borgarspitalans. Stúlkan mun hafa komist aftur til meðvitundar um hádegi á sunnudag en er blað- iö frétti siðast lá hún hálf rænu- laus á gjörgæsludeild spitalans. —SV.G. örn Arason. Rannsókn loklö á skðlasljðramállnu I Grlndavík: SAKSÚKNARI SÉR EKKI ASTÆÐU TIL AÐGERÐA Rikissaksóknari hefur tilkynnt aö ekki sé efni til frekari aögeröa i skólastjóramáiinu svonefnda 1 Grindavík. Opinber rannsókn fdr fram á þessu máli aö kröfu Arn- mundar Bachmans, lögmanns Friöbjarnar Gunnlaugssonar, fyrrverandi skólastjóra, sem taldi sig hafa veriö flæmdan burtu meö ólögmætum aögerö- um. Mikil blaðaskrif uröu um þetta mál á siðasta ári og var Bogi Hallgrimsson yfirkennari borin þeim sökum af Friðbirni og Ragnari Arnalds þáverandi menntamálaráðherra, aö hann hafi hindraö Friðbjörn i að taka aftur við starfi skólastjóra aö af- loknu ársleyfi frá störfum. Arnmundur Bachman lögmaö- ur Friöbjarnar og núverandi aö- stoöarráðherra Svavars Gests- sonar, ritaði saksóknara bréf og krafðist rannsóknar ,,á þeim ástæðum og atburöum sem valdiö hafa þvi að opinberum starfs- manni er meinaö að rækja starf sitt og flæmist að lokum á brott og sér sig knúinn til að segja af sér embætti.” Rannsóknarlögregla rikisins framkvæmdi þessa rannsókn og var niðurstaöa hennar send menntamálaráðuneytinu til um- sagnar. Að fenginni þeirri um- :sögn tilkynnti saksóknari að ekki væri ástæða til aðgerða i málinu. Eins og Visirskýrði frá á sinum Itima var orðið mjög slæmt ástand li Grunnskólanum i Grindavik undir stjórn Friðbjarnar. Af hálfu 'bæjaryfirvalda i Grindavik var igerður leynilegur samningur við Friðbjörn og konu hans um að þau færu i ársleyfi frá störfum og fengju greidda allháa peninga- upphæð gegn þvi að þau kæmu ekki aftur til starfa við skólann. Friðbjörn vildi hins vegar taka við fyrra starfi eftir orlofsárið en fékk ekki og sauð þá upp úr. —SG Nýstárlegur gít- arskóli helur göngu sína Nýstárlegur gítarskóli er aö hefja göngu sina f Hafnarfiröi nú f liaust. Hann ber nafniö „Tarrago” og veröur til húsa aö Hverfisgötu 25 i Hafnarfiröi. Nemendur munu sækja tvo tima i viku. Fyrri timinn, sem tekur 25 minútur, er einkatimi, þar sem nemandinn fær tæknileg- ar leiöbeiningar. Sá siðari stend- ur I 45 mínútur og þar eru þrir nemendur i einu, og verður valiö i þessa hópa meö tilliti til getu hvers og eins, þannig aö nemend- ur á svipuðu stigi i gitarnámi og á svipuöum aldri verði saman. I lok hvers mánaðar verða siöan allir nemendur skólans kallaöir sam- an til aö spila hvor fyrir annan og gefst þá foreldrum og öðrum að- standendum tækifæri til að koma og fylgjast með. Kennari i skólanum verður einn, Orn Arason. Upplýsingar um skólann eru i sima 53527 milli klukkan 9 og 13 og 17 og 21 dag- lega. —Kb Ræða indriða á Stokk- hólmsráðstefnunni: Síðari niut- inn f Vísi á morgun Vegna þrengsla i blaöinu i dag veröur siöari hluti ræöu Indriöa G. borsteinssonar, rithöfundar, af menningarmálaráöstefnunni f Stokkhólmi, sem ráögert var aö birta í Visi I dag, ekki birtur fyrr en i blaöinu á morgun. Aöstandendur „Stundarfriös”, sem hefur veriö mjög vel tekiö á leik- listarhátfö i Belgrad. „Stundarlriði” vel tekið í Júgósiavíu Leikritinu „Stundarfriöur” eft- ir Guömund Steinsson var mjög vei tekiö þegar bjóöleikhúsiö sýndi þaö á leiklistarhátíðinni BITEF i Júgóslaviu. Leikritiðvar sýnt dagana 18. og 19. september i bjóöleikhúsinu I Belgrad við góðar viötökur áhorf- enda. 1 frétt frá bjóðleikhúsinu segir aö „tvær sýningar hafi vak- ið lang mesta athygli og var önn- ur þeirra frá Dusseldorf i býska- landi, en hin sýningin var ,Stundarfriður”. bá voru atriði úrStundarfriði sýnd i sjónvarpinu i Júgóslaviu”. bessmágeta.að árið 1976vakti Inúk-leikhópurinn mikla athygli á sömu leiklistarhátið. „Stundarfriður” verður nú einnig sýndur i Helsinki og Stokk- hólmi, en hópurinn kemur heim mánudaginn 29. september. -P.M. DEÐIÐ EFTIR SVARI RÍKISSTJðRNARINNAR Kaupir ríKið og Akureyrardær Hið- ursuðuverksmiðju K. Jönssonar? „Þaö er meö þetta mál eins og Flugleiöamáliö, menn eiga ekki aö taka ákvaröanir fyrr en þeir vita hvernig máiiö er vaxiö. Ég tel þvi rétt aö fá umsögn rlkis- endurskoðunnar, áöur en ég segi nokkuð um málefni verk- smiöjunnar”, sagöi Svavar Gestsson, sem gegnir störfum iönaöarráöherra I fjarveru Hjörleifs Guttormssonar, I sam- tali viö Visi, aöspuröur um mál- efni niöursuöuverksmiöju K. Jónssonar & Co hf. á Akureyri. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, hefur sent bréf til Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, þar sem sú hugmynd er reifuð, að rlkið og Akureyrarbær kaupi núverandi eigendur niöursúöuverksmiöj- unnar út úr fyrirtækinu og stofni nýtt félag um reksturinn. Er beðið eftir svari Hjörleifs hjá Akureyrarbæ. Er bréfið skrifaö I framhaldi af störfum nefndar, sem bæjar- stjórn Akureyrar setti á laggirnar, til aö finna leiðir til að leysa rekstrarerfiðleika K. Jónssonar, að beiðni eigenda fyrirtækisins. Hefur komið fram I störfum nefndarinnar, að 400- 600 m.kr. af nýju fjarmagni þurfi inn i reksturinn til að hann sé tryggur. A meöan verið er i „kerfinu” aö finna lausn á vanda fyrirtækisins, hefur Landsbankinn fjármagnaö reksturinn frá degi til dags. En er lausn i sjónmáli? „Ég hef það á tilfinningunni, að það sé enginn áhugi hjá stjómvöld- um til aö leysa vandamál verk- smiðjunnar. Það kæmi mér þvi ekki á óvart, þótt hún yröi látin fara á hausinn, án þess að nokk- uö verði gert” sagöi einn heimildarmaöur Visis, er sæti á i nefnd þeirri, sem bæjarstjóm Akureyrar skipaöi. G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.