Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 53
Sýning og vorhátíð í Ísaksskóla Í TILEFNI af 75 ára afmæli Ísaks- skóla efna skólinn og foreldrafélagið til sýningar og vorhátíðar í skólanum, laugardaginn 25. maí kl. 12, en sýn- ingin er opin frá kl. 10–15. Nemendur og kennarar skólans hafa unnið að sýningunni í vetur og vor og kennir þar ýmissa grasa. Með- al annars verður yfirlitssýning í einni stofunni á kennslugögnum og verk- efnum frá gamalli tíð til dagsins í dag. Einnig verður til sýnis mikið safn af gömlum ljósmyndum ásamt kvik- mynd sem tekin var í skólanum rétt eftir 1960. Allir vinir og velunnarar skólans eru velkomnir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 53 debenhams S M Á R A L I N D Nýir litir - nýjar víddir. Pure Color augnskuggar Kaldir kubbar, kristaltærir, sem geyma ómótstæðilega freistingu - silkimjúka, litamettaða Pure Color augnskugga. Augu þín virðast stærri og skærari og öðlast nýjar víddir í tjáningu. Kubbarnir luma á ótal litbrigðum sem erfitt er að standast. Komdu í kubbaleik - því fleiri því betri! Ráðgjafar frá Estée Lauder verða í versluninni í dag og á morgun laugardag og aðstoða við val á nýju augnskuggunum. VEL á áttunda hundrað gesta kom á fjölskylduhátíð D-listans á Sel- tjarnarnesi, sem haldin var sl. þriðjudag á Eiðistorgi, að því er fram kemur í frétt frá sjálfstæð- ismönnum á Seltjarnarnesi. Frambjóðendur D-listans buðu gestum grillaðar pylsur og tilheyr- andi, börnin fengu blöðrur og and- litsmálun og síðan stjórnaði Sólveig Pálsdóttir hátíðinni. Fjöldi skemmtikrafta kom fram. Fjöldi gesta á Eiðistorgi Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á númers- lausa Nissan fólksbifreið við Tunguveg 22. maí sl. Atvikið varð fyrir kl. 19.33 og fór tjónvaldur af vettvangi án þess að tilkynna hlut- aðeigandi eða lögreglu um ákeyrsl- una. Ekki er talið ólíklegt að um sé að ræða BWM bifreið með eldri gerð skráningarnúmera. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir um að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Málfundur um stöðu bænda MÁLFUNDUR sósíalíska viku- blaðsins Militants um stöðu bænda verður haldinn í dag, föstudaginn 24. maí, kl. 17.30 á Skólavörðustíg 6b, Pathfinder-bóksölunni. Að fundinum stendur Skipulags- nefnd fyrir stofnun kommúnista- bandalags, segir í fréttatilkynn- ingu. Flóamark- aður í Hafnarfirði ÖRKIN hans Nóa verður með flóa- markað helgina 25.–26. maí kl. 13–16 að Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð. Til sölu verður m.a.: Boss jakkaföt, dragtir, kápur og jakkar, íþróttaföt, leikföng, línuskautar, snjóbretti, lampar og eldhúsdót og bækur, segir í fréttatilkynningu. Fjölskyldu- grill ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational stendur fyrir fjölskyldu- grilli laugardaginn 25. maí kl. 16. Samkoman verður í yfirbyggða skál- anum við Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk or er ætluð félögum og velunnurum Amnesty International. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Afhenti trúnaðar- bréf STEFÁN Haukur Jóhannesson sendiherra afhenti þriðjudaginn 21. maí hr. Milan Kucan, forseta Slóven- íu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Slóveníu með aðsetur í Genf, segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.