Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 5
Mánudagur 13. október 1980 5 Fjöldi fóiks hefur lokast inni f hrundum byggingum I G1 Asnam, en þessi mynd sýnir nýlega byggt hús.sem hrundi i landskjálftanum. úttast um líf 20 úús. eftir iarðskjálfta í Alsír Heilir flotar herbila fluttu hjálpargögn og vinnuvélar til E1 Asnam, sem öflugir jaröskjálftar lögðu að mestu leyti i rúst um helgina. A meðan unnu sjúkrabilar og þyrlur við að flytja út úr rústun- um fjölda fólks, sem fundist hefur slasaður i rústunum. Þegar siðast fréttist af hjálpar- starfinu i morgun, höföu björg- unarsveitir fundiðlik 1.500 manna en þeir kviða þvi, að svo margir sem 20.000 hafi farist i jarð- skjálftunum i gær. — Ibúar borgarinnar voru 100.000. Sjúkrahús i norðvesturhluta Alsir, næsta nágrenni viö E1 Asnam, yfirfylltust strax og eru engan veg fær um aö sinna þeim þúsundum slasaðra, sem bjargað hefur verið úr rústunum. Bráða- birgðasjúkraskýlum hefur veriö komið upp umhverfis borgina. Hörgull er á mat, vatni og lyfjum fyrir þær 250 þúsundir, sem talið er, að hafi misst heimili sin á jaröskjálftasvæðinu. Seint i gærkvöldi kom fyrsta lestin með slasaða menn frá E1 Asnam til höfuðborgarinnar, Alsir, en þar höföu sjúkrahús rýmt heilu deildirnar til þess að taka á móti fólkinu. Alsirbúar hafa brugöið fljótt og vel við aðstoðarbeiðnum, og t.d. hafa fleiri boðist til blóögjafar en blóðbankar spitalanna geta tekiö við. Fjöldi landa brá við strax i gær og hóf að senda hjálpargögn, en mikill skortur er á tjöldum. Um 75% allra bygginga i E1 Asnam og nágrenni eru talin hafa lagst i rúst i jarðskjálftunum, sem voru feikiöflugir. Oflugasti kippurinn mældist 7,5% stig á Richterkvarða, en þrem klukku- stundum á eftir fylgdi annar, sem mældist 6,2 stig á Richter. Nóbels- verðlaun Norska Nóbelsnefndin tilkynnir i dag, hver hljóta mun íriðarverð- laun Nóbels, en þar hafa helst verið tilnefndir þeir, sem komu i kring samningum milli blökku- manna og hvitra i Ródesiu. Sænska akademfan tilkynnti fyrir helgi, aö Nóbelsverð- laununum í læknisfræði yrði skipt milli tveggja Bandarikjamanna og eins Frakka. Þeir eru George Snell (76 ára) frá Maine, Baruj Benacerraf (60 ára) prófessor við Harvardháskóla og prófessor Jean Dausset (63 ára). Þeir hafa hver i sinu lagi unnið að merki- legum rannsóknum i ónæmis- fræði. Sprengjutilræöi við Tyrki í USA Hópur Tyrkja-fjenda hefur lýst á hendur sér sprengjutilræðum. sem særðu sex manns i Los Angeles og New York i gær. 1 New York sprakk sprengja i bifreið, sem komið var fyrir utan við skrifstofur fastanefndar Tyrklands hjá Sameinuðu þjóð- unum. Slösuðust fimm, rúður brotnuðu i húsum og i nærliggj- andi bilum kom upp eldur. i Los Angeles sprakk sprengja sem olli miklu tjóni á ferðaskrif- stofu og aðliggjandi prentsmiðju. t nafnlausri simhringinu var þvi lýst yfir að þarna hefðu verið aö verki hefnendur þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum. GYÐINGAR RÁÐAST Á NASISTA Leiðtogi samtaka öfgafullra hægrimanna var stunginn hnifi og barinn með kylfum i áras, sem neðanjarðarsamtök gyðinga stóðu fyrir i hefndarskyni fyrir sprengingarnar utan við bænahús gyðinga i Paris á dögunum Um 30 unglingar vopnaðir kylf- um og hniíum réðust á Marc Frederiksen, leiðtoga evrópskra nasista, þarsem hann var á gangi ásamt sjö öðrum nasistum skammt frá Rambouillet- járn- brautarstöðinni i Paris. Marc og annar voru lagðir inn á sjúkra- hús, en eru taldir úr allri hættu. Árásarmennirnir flúðu, áður en lögreglan kom á staðinn, og náðist enginn þeirra. Nafnlaus maður i sima tilkynnti lögregl- unni siðar, að „gyðingahersveit- irnar” stæðu að árasinni, og væri hún viðvörun til nýnasista um, að þeim héldist ekki uppi heíndar- laust sprengjutilræði við gyðinga. 1 siðustu viku lýstu þessi sömu ókunnu samtök á hendur sér ábyrgðinni af þvi, að sýru var skvett framan i mann, sem tekinn var i misgripum fyrir einn af leið- togum nasista. „Herinn” ætiar að ráðast inn í Kina Hjálpræöisherinn býr sig nú undir innrás i Kína, þrjátiu árum eftir að hann flúði þaöan, eftir þvf sem leiðtogi Hjálpræðishersins, Arnold Brown hershöfðingi upp- lýsir. Hershöfðinginn var nýlega f heimsókn í Hong Kong og sagöi þá frá þvi, að yfir stæðu viðræöur við yfirvöid Rauða-KIna um endurkomu hjálpræðishersins þangað. Karólína skllln Skiinaðarrétturinn i Mónakó hefur leyst upp hjónaband þeirra Karólinu prinsessu og'Filipusar Junot, sex dögum eftir aö þau sóttu um skilnað. Þau gengu I hjónaband 29. júnf 1978, en slitu opinberlega sam- vistum i ágúst i sumar. —Prins- essan er sögö dvelja i Paris um þessar mundir, en eiginmaöurinn fyrrverandiá stöðugum ferðalög- um heimshorna á milii með hina og þessa einkaritara i för, flestar frægar diskódisir. Garter ætiar að gæta betur tungu slnnar í tramtíðinni Carter forseti hefur tilkynnt að siöustu fjórar vikur kosningabar- áttunnar muni hann héiga sig fremur málefnum en mönnum, og þykir ýmsum það af sem áöur var. Forsetinn, sem nú keppir um almenningshylii við Ronaid Reagan, viðurkenndi fyrir frétta- mönnum, að hann heföi tekiö rangan pól i hæðina gagnvart andstæðingnum. „Þaö er nóg um slúöur allt I kringum mann”, sagði forsetinn. „Reagan hefur sagt ýmislegt um mig, sem betur hefði veriö ósagt iátið og ég sömuleiðis, og þess vegna óska ég þess helst, að ég gæti tekið þetta allt aftur", bætti hann við. Fréttamaður einn sagði við Carter, að hann hefði orö á sér fyrir að vera óvæginn I oröum um fólk. Þessu mótmæiti forsetinn og sagði rangt. ,,En sagmt sem áður mun ég gæta tungu minnar I framtíðinni”, sagöi arter. Banna svifdreka austantjaids A-Þýskaland hefurbannað meö lögum svifdrekafiug þar i landi, og er það lagt út sem ótti við, að fólk sæi sér leik á borði að flytja vestur yfir járntjald þá leiðina. Svifdrekaflug er raunar lítt þekkt fþrótt austantjalds, og út- búnaöur til hennar hefur aldrei veriö þar á boðstóinum. Frægur kvlkmynda tramieiðandi tlækist I ellurluljamál Dómstóll setti hinum fræga kvikmyndaframleiðanda Robert Evans tvo kosti á dögunum, annað hvort að gera kvikmynd sem varaöi unglinga viö eiturlyfj- um eliegar verða settur á saka- skrá vegna eiturlyfja. Tildrög þessa voru þau, aö upp komst um Evans og tvo félaga hans, að þeir hefðu staöiö i ein- hverjum eiturlyfjaviöskiptum. Dómarinn féllst þó á að láta máliö niður falla ef sæst væri á máliö með gerð slikrar kvikmyndidar. Meöal þeirra mynda, sem Evans hcfur framleitt má nefna Love Story, Serpico og Godfather 1 og 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.