Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 2. JÚNÍ 2002 128. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Mikil óvissa ríkir um þessar mundir fyrir botni Miðjarðarhafs. Engin leið er að segja til um frið- arhorfur í deilu Ísraela og Palestínumanna, sem virðist föst í vítahring hryðjuverka og hernaðar- aðgerða. Í skugga þessara átaka heldur mann- lífið áfram í rústunum.  10 Í skugga átaka Með fána í hendi. Þessi piltur heitir Muhamed og segist taka palestínska fánann með sér allra sinna ferða. Hann býr í Nablus á Vesturbakkanum og á sér þann draum eins og margir ungir Palestínumenn að verða píslarvottur í baráttunni við Ísraela. ferðalögSögusetrið á HvolsvellibílarHonda CRVbörnGunni og FelixbíóAtli Örvarsson Sælkerar á sunnudegi Að gera sér glaðan dag Samskipti eru lykillinn að tungu- málinu. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 2. júní 2002 B Listahátíð knatt-spyrnumanna hafin 10 Þegar lífið var saltfiskur 12 Trúði og vissi að ég myndi ná langt 20 „ÍSLANDS Hrafnistumenn“ halda hátíð sína í dag, sjómannadaginn. Sjómannadagurinn var fyrst hald- inn í Reykjavík árið 1938 en á fáum árum breiddist hann út um öll sjávarpláss og er þar víða mestur hátíðisdagur að jólum und- anskildum. En íslenskir sjómenn hafa síðan þá lifað tímana tvenna. „En þó tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt – eins og ætl- unarverkið er sjómannsins beið,“ eins og segir í ljóði Arnar Arn- arsonar „Hrafnistumenn“ sem er óbeinn einkennissöngur sjó- mannadagsins. Morgunblaðið/Alfons Til ham- ingju með daginn, sjómenn ÍSRAELAR hafa verið með viða- miklar aðgerðir á Vesturbakkanum síðustu daga, ráðist inn í borgir og bæi, einangrað ákveðin landsvæði og handtekið fjölda manna. Er aðgerð- unum líkt við skipulegar lögregluað- gerðir með það að markmiði að lama allt daglegt líf. Ísraelskt herlið hefur verið sent aftur inn í Nablus og Betlehem og þar og í Tammun hafa margir verið handteknir. Ísraelar segjast aðeins vera að halda uppi „reglubundnu eft- irliti“ en Palestínumenn segja, að til- gangurinn sé að eyðileggja alla stjórnsýslu á heimastjórnarsvæðun- um. „Þessi aðferð er runnin undan rifj- um Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og henni er ekki aðeins ætlað að eyðileggja heimastjórnina, heldur stjórnsýsluna á öllum stigum,“ sagði Mustafa Barghuti, kunnur baráttu- maður fyrir réttindum Palestínu- manna. Barghuti benti á, að Ísraelum hefði tekist að beita umheiminn blekkingum, þóst hafa dregið herinn frá borgum og bæjum að lokinni sex vikna herför en aldrei flutt hann lengra en út fyrir borgarmörkin. Þaðan væri síðan sótt inn í borgirnar á ný. Líkt við aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku Amos Gilad, yfirmaður ísraelska hersins á Vesturbakkanum, kynnti fyrir skömmu áætlun um að skipta honum upp í átta svæði í kringum borgirnar Jenin, Nablus, Tulkarem, Qalqilya, Ramallah, Jeríkó, Betle- hem og Hebron. Til að fara á milli svæðanna í sínu eigin landi verða Pal- estínumenn að fá vegabréf frá Ísr- aelum, sem gildir í mánuð, og mega aðeins vera á ferðinni frá klukkan fimm á morgnana til sjö á kvöldin. Palestínumenn segja, að þetta sé enn eitt dæmið um aðskilnaðarstefnu Ísraela og nákvæm eftirmynd af framkomu hvítra manna við blökku- menn í Suður-Afríku á sínum tíma. Jean Breteche, sendimaður Evr- ópusambandsins á Vesturbakkanum og Gaza, sagði í fyrradag, að áætlun Ísraela, sem væri raunar þegar kom- in til framkvæmda að sumu leyti, myndi lama allt daglegt líf meðal Pal- estínumanna. Sagði hann, að sér- stakt leyfi þyrfti fyrir hvert einstakt svæði og benti á, að bílstjórar hjálp- arsamtaka þyrftu 25 leyfi frá Ísr- aelum en hefðu aðeins fengið 20. Vesturbakkanum skipt upp í vegabréfssvæði Jerúsalem. AP, AFP. Palestínumenn segja tilganginn að lama daglegt líf og eyðileggja stjórnsýsluna SANNKALLAÐ fótboltaæði hefur gripið um sig í Kabúl, höfuðborg Afganistans, vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu en í tíð talibana- stjórnarinnar var bannað að horfa á slíka skemmtun. Raun- ar var sjónvarpið sjálft bannað á valdatíma þeirra. Síðustu daga hefur verið ríf- andi sala í gervihnattadiskum enda treystir fólk því varlega, að afganska ríkissjónvarpið, vanbúið og í sundursprengdri byggingu, geti haldið uppi áfallalausum útsendingum. „Við erum í hátíðarskapi. Salan hefur rokið upp. Í síðustu viku seldi ég átta móttakara og diska en 16 á fyrstu dögum þessarar viku,“ sagði Abdul Tawab, kaupmaður á rafeinda- vörumarkaðinum í Kabúl, og Shah Mahmoud, þjálfari ung- lingaliðsins í knattspyrnu, sagði að áhuginn á heimsmeist- arakeppninni væri óskaplegur. „Ég er viss um, að 80% íbú- anna vildu fylgjast með en lík- lega hafa aðeins um 20% tök á því vegna rafmagnsleysis og truflana,“ sagði Mahmoud. Afganir kunna margir skil á helstu knattspyrnuhetjunum en svo virðist sem franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane sé í sérstöku uppáhaldi. Fótbolta- æði í Kabúl Kabúl. AFP. INDVERJAR vísuðu í gær á bug yf- irlýsingum Pakistana um að þeir hefðu hert tökin á íslömskum öfga- mönnum og kváðust vera að íhuga viðbrögð við því. Sagði varnarmála- ráðherra Indlands, að engin lausn væri í sjónmáli. Lal Krishna Advani, innanríkis- ráðherra Indlands, sagði í gær, að ekkert benti til, að Pakistanstjórn reyndi að koma í veg fyrir árásir inn í Kasmír. Sagði hann, að Pakistanar hefðu í raun haldið uppi hernaði gegn Indverjum í tvo áratugi og nú væru Indverjar að hugleiða alvarlega hvernig því skyldi svarað. George Fernandes, varnarmálaráðherra Indlands, sagði að ekkert benti til, að lausn fyndist á deilunni í bráð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að vísbendingar væru um, að Pakistanstjórn væri að láta til skarar skríða gegn íslömskum öfgamönn- um. Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralir, Kanadamenn og Nýsjálendingar hafa ráðlagt þegnum sínum að yfir- gefa Indland og Pakistan og í gær bættust Frakkar í þann hóp. Hefur flestum stjórnarerindrekum þessara ríkja verið sagt að fara heim og Sam- einuðu þjóðirnar ákváðu í gær að senda heim fjölskyldur starfsmanna sinna í ríkjunum. Kasmír-deilan Engin lausn í sjónmáli Nýju-Delhi, Washington. AP, AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.