Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 26/5 –1/6
ERLENT
INNLENT
NÍTJÁN Rúmenar, þar
af nokkur ung börn, sem
komu til landsins í síðustu
viku og sóttu um pólitískt
hæli hérlendis drógu um-
sókn sína til baka á
mánudag og og fóru af
landi brott á fimmtudag.
RÍKISSTJÓRNIN
ákvað á fundi sínum á
þriðjudag að fara í al-
mennt útboð á hlutabréf-
um í Landsbanka Íslands.
Áformað er að salan hefj-
ist í júní og að seld verði
20% heildarfjár í bank-
anum í þessum áfanga.
KJARADÓMUR hefur
úrskurðað að laun æðstu
embættismanna þjóð-
arinnar skyldu hækka
miðað við 1. júní um 3%
frá síðustu ákvörðun
dómsins. Eftir hækkunina
verða mánaðarlaun for-
seta Íslands 1,4 milljónir
kr. og laun forsætisráð-
herra um 682 þúsund kr.
ÍSLENSKA kvenna-
landsliðið í knattspyrnu
sigraði lið Spánverja 3:0
á fimmtudag í undan-
keppni HM á Laugardals-
velli.
BOÐAÐ verður til hlut-
hafafundar í SR-mjöli hf.
í kjölfar kaupa Síld-
arvinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað og Samherja hf.
á Akureyri á ráðandi hlut
í félaginu í síðustu viku.
EISTNESKA og lett-
neska lögreglan telur sig
hafa öruggar upplýsingar
um að þarlendar nekt-
ardansmeyjar hafi stund-
að vændi hér á landi. Hafi
íslenskir vinnuveitendur
hótað þeim ofbeldi ef þær
segðu frá.
Meirihlutavið-
ræður í sveitarfélög-
um eftir kosningar
MEIRIHLUTAVIÐRÆÐUR í kjöl-
far sveitarstjórnakosninganna 25.
maí hafa farið fram víða um land
undanfarna daga. Fjarðarlistinn og
Framsóknarflokkur hafa myndað
meirihluta í Fjarðarbyggð og í
Skagafirði Sjálfstæðisflokkur og
Vinstrihreyfingin-grænt framboð. Í
Árborg mynduðu Framsóknarflokk-
ur og Samfylkingin meirihluta og
viðræður Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks standa yfir í Kópavogi.
Reykjavíkurlistinn sigraði í kosning-
unum í Reykjavík og Samfylkingin í
Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn
fékk hreinan meirihluta í Mosfellsbæ
og er Ragnheiður Ríkharðsdóttir
nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu.
Deilt um þjónustu-
samning Sólheima og
félagsmálaráðuneytis
RÍKISENDURSKOÐUN og stjórn
Sólheima í Grímsnesi eru ekki á einu
máli um það hvort þjónustusamn-
ingur Sólheima og félagsmálaráðu-
neytisins frá 1. mars 1996 hafi verið
í gildi síðustu árin eða ekki. Í
skýrslu ríkisendurskoðunar um
þjónustu Sólheima við fatlaða íbúa
staðarins segir að þjónustan á ár-
unum 2000 og 2001 hafi ekki verið í
samræmi við fyrrgreindan þjónustu-
samning. Segir ríkisendurskoðun
m.a. að ljóst sé að fjárframlögum
sem Sólheimar hafi fengið frá ríkinu
á undanförnumn árum hafi verið
ráðstafað með talsvert öðrum hætti
en samningurinn kveði á um. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra segir
ekki hægt að una þessari niðurstöðu
og segir að óskað verði eftir skoðun
á fjárframlögum til Sólheima aftur
til ársins 1996.
VAXANDI ótti er við stríðsátök milli
Indlands og Pakistans og hefur hvort
tveggja ríkið eflt viðbúnað sinn á landa-
mærunum. Halda Indverjar því fram,
að Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, hafi ekkert gert til að stöðva árásir
múslímskra aðskilnaðarsinna í Kasmír
en þeir gera þær frá búðum í Pakistan.
Musharraf ber á móti því og fullvissaði
meðal annars Jack Straw, utanríkisráð-
herra Bretlands, um að allt væri gert til
að halda aftur af þeim. Hann hefur hins
vegar flutt mikið lið frá landamærunum
við Afganistan til héraðanna næst Ind-
landi. George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, tilkynnti á fimmtudag, að
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, færi til viðræðna við
stjórnvöld í Indlandi og Pakistan eftir
helgi en minnti um leið Musharraf á, að
hann yrði að standa við orð sín og koma
í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna
inn í Indland. Fulltrúar annarra ríkja
reyna líka að bera klæði á vopnin.
Auknar friðar-
umleitanir
FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Evr-
ópusambandsins, ESB, hafa komið
hver af öðrum til viðræðna við stjórn-
völd í Ísrael og Palestínu síðustu daga.
Er tilgangurinn tvíþættur: Annars veg-
ar, að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna hrindi umsvifalaust í fram-
kvæmd nauðsynlegum umbótum á
heimastjórninni og hins vegar, að und-
irbúningi undir friðarráðstefnu verði
hraðað. Þar eru enn ýmis ljón í veg-
inum en vonast er til, að af henni geti
orðið síðar í sumar og þá líklega í Tyrk-
landi. Nokkra athygli hefur vakið grein
eftir fréttaritara bandaríska stórblaðs-
ins Washington Post í Miðausturlönd-
um en þar er landtaka Ísraela sögð
undirrót átakanna og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, sakaður um að
styðja þá stefnu.
Óttast stríð
út af Kasmír LEIÐTOGAR aðild-
arríkja Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, og
Rússa skrifuðu á þriðju-
dag undir samkomulag
um nýtt samstarfsráð,
sem veitir Rússum aðild
að ákvörðunum banda-
lagsins. Var það gert á
fundi í Róm en áður hafði
verið samið um það á
fundi NATO og Rússa í
Reykjavík. Þeir George
W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, og Vladímír
Pútín, forseti Rússlands,
fögnuðu samkomulaginu
og sögðu það mundu
koma að gagni í barátt-
unni við sameiginlegan
óvin, hryðjuverkamenn.
KYNNTAR voru í síð-
ustu viku tillögur fram-
kvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, ESB, um
breytingar á sjávarútvegs-
stefnu bandalagsins. Er
stefnt að því að minnka
sóknina um 30 til 60% eft-
ir fisktegundum og fækka
fiskiskipum verulega. Það
getur þýtt, að um 28.000
sjómenn missi atvinnuna.
MÖRG Evrópuríkjanna
hafa á síðustu dögum ver-
ið að kynna stórhertar
reglur um innflytjendur
og hælisleitendur. Sem
dæmi má nefna Bretland
en þar verður öllum skil-
ríkjalausum hælisleit-
endum umsvifalaust vísað
burt. Í Austurríki verður
þeim hjálpað til að snúa
aftur til síns heima og
væntanlegir stjórnar-
flokkar í Hollandi ræða
nú svipaðar reglur og
kynntar hafa verið í Bret-
landi. Traust menntun í framsæknum skóla
Spennandi tækifæri
Byggingasvið Iðnskólans í Reykjavík er fjölbreytt og gefur mikla möguleika.
Í húsasmíði vinna nemendur fjölbreytileg smíðaverkefni.
Í húsgagnasmíði ljúka nemendur námi með smíði húsgagna sem þeir
hanna, teikna og smíða. Í málun læra nemendur bæði húsamálun og
skrautmálun, auk t.d. leturmálunar. Í múrsmíð læra nemendur að múra hús,
hlaða veggi og leggja flísar. Í veggfóðrun læra nemendur meðferð hvers konar
gólfefna, flísalagnir og teppalagnir. Í tækniteiknun er kennt á öll helstu
flatar- og þrívíddarforrit; mikil áhersla er lögð á fagteikningar, t.d. húsa-,
innréttinga-, véla- og raflagnateikningar;.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Byggingasvið
til að skapa
HAFRÓ leggur til samkvæmt afla-
reglu, að hámarksafli á þorski á
næsta fiskveiðiári verði 179 þúsund
tonn. Það er 11 þúsund tonnum
minna en í fyrra þegar aflamarkið
var 190 þúsund tonn. Hafrann-
sóknastofnun telur jafnframt æski-
legt að draga enn frekar úr sókn en
gert er ráð fyrir samkvæmt afla-
reglu, vegna aldurssamsetningar
stofnsins, óvissu í stofnmati og
fyrstu vísbendinga um stærð 2001-
árgangsins.
Hafrannsóknastofnun gerir til-
lögu um talsvert aukinn hámarks-
afla á ýsu, eða 55 þúsund tonn á
næsta fiskveiðiári miðað við 30 þús-
und tonna tillögu í fyrra. Ýsuafli á
fiskveiðiárinu 2001/2002 er áætlaður
45 þúsund tonn. Veiðistofn 2002 er
metinn 120 þúsund tonn og hrygn-
ingarstofn 69 þúsund tonn. Árgang-
urinn 1996 var lélegur og árgangur
1997 heldur undir meðallagi. Ár-
gangar 1998–2000 eru hins vegar
allir yfir meðallagi.
Ennþá of mikil sókn
Síðastliðin tvö ár hefur Hafrann-
sóknastofnun endurskoðað aðferða-
fræði sína „sem lyktaði með leiðrétt-
ingu á stofnmati á þorski á
síðastliðnu vori. Við höfum haldið
þeirri vinnu áfram“, sagði Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar m.a. á blaðamanna-
fundi í gær þar sem skýrsla Haf-
rannsóknastofnunar um ástand
fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiár-
ið 2002/2003 var kynnt.
„Endurbættar aðferðir okkar
staðfesta niðurstöðu okkar frá síð-
asta vori. Þær benda til þess að
þorskstofninn sé heldur að styrkjast
en það er engu að síður staðreynd
og nokkurt áhyggjuefni að staða
stofnsins er veik ennþá og við erum
ennþá að veiða af of miklum þunga
og of mikilli sókn í þennan stofn,“
sagði Jóhann m.a. „Hins vegar er
því ekki að leyna að afleiðing þess að
við ofmátum stofninn á allra síðustu
árum hefur leitt til of þungs veiði-
álags.“ Þetta er bagalegt, að mati
Jóhanns. Komið hefur verið á fót
sérstakri verkefnastjórn sem er ætl-
að að hafa með höndum stofnmat á
þorski og samhæfa allar þær rann-
sóknir sem Hafrannsóknastofnun og
aðrir gera sem styrkt geta áreið-
anleika stofnmats á þorski. „Þetta
er okkar viðleitni til að bæta okkur,“
sagði Jóhann m.a.
Brýnt að endurskoðun afla-
reglu ljúki sem fyrst
Jóhann sagði að Hafrannsókna-
stofnun teldi brýnt að sú nefnd sem
sjávarútvegsráðherra hefur skipað
til þess að endurskoða aflareglu sem
gilt hefur síðastliðin ár, ljúki sínu
starfi sem fyrst. „Meðal annars
breytt aflaregla síðustu misseri hef-
ur vegið þungt í of mikilli sókn í
þorskstofninn, að því er við teljum.
Það er mikilvægt að þessi mál séu
tekin til sérstakrar meðferðar og
endurskoðunar hið fyrsta.“
Jóhann benti á að loðnustofninn
stendur með ágætum en bakslag er í
síldarstofnum sem m.a. helgast af
erfiðleikum við að ná bergmálsmæl-
ingum á síldinni. „Almennt má segja
að jákvæð teikn séu á lofti varðandi
nokkra okkar mikilvægustu botn-
fiskstofna, sérstaklega ýsu. Einnig
gullkarfa, grálúðu og ufsa.“
Of hátt hlutfall ungs þorsks
Hvað varðar þorskstofninn kom
fram í máli Björns Ævarrs Stein-
arssonar, sérfræðings hjá Hafrann-
sóknastofnun og formanns verkefn-
ishóps, að afli fiskveiðiárið
2001/2002 sé áætlaður um 215 þús-
und tonn. Veiðistofn í ársbyrjun
2002 er áætlaður um 680 þúsund
tonn, miðað við 640 þúsund tonn í
fyrra og hrygningarstofn um 280
þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að
veiðistofn í ársbyrjun 2003 verði um
756 þúsund tonn. Veiðidánartala var
0,81 á árinu 2001 sem er tvöfalt
hærra en upphafleg aflaregla gerði
ráð fyrir og þriðja hæsta gildi sem
mælst hefur. Björn sagði þetta gildi
allt of hátt og mun hærra en stefnt
var að með aflareglunni. Veiðidán-
artala á árinu 2002 er áætluð um 0,7.
Hann benti einnig á að 6 ára fisk-
ur og yngri væri 83% aflans í fjölda
á árinu 2002 og áætlað hlutfall 6 ára
fisks og yngri væri um 90% á árinu
2003. Þetta eru slæm teikn, að mati
Björns, þar sem mikilvægi eldri
fisks í hrygningarstofni væri nú við-
urkennt og svo hátt hlutfall ungs
fisks væri ekki jákvætt.
Áætlun Hafrannsóknastofnunar
gerir ráð fyrir að veiðistofn þorsks
muni vaxa úr 680 þúsund tonnum í
ársbyrjun 2002 í 940 þúsund tonn í
ársbyrjun 2004 en hrygningarstofn
úr 280 þúsund tonnum í 425 þúsund
tonn árið 2004.
Tillögur um hámarksafla á ufsa
breytast úr 25 þúsund tonnum í
fyrra í 35 þúsund tonn nú. Tillögur
um hámarksafla á loðnu eru
óbreyttar, 690 þúsund tonn og á út-
hafskarfa 120 þúsund tonn, skv. til-
lögum Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Hámarksafli á síld úr íslenska sum-
argotsstofninum er miðaður við
kjörsókn skv. tillögum Hafrann-
sóknastofnunar og samsvarar það
105 þúsund tonna hámarksafla á
vertíðinni 2002/2003. Það er sam-
dráttur frá í fyrra þegar hámarks-
aflinn var 125 þúsund tonn. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið hefur lagt til að
leyfilegur hámarksafli norsk-ís-
lenskrar síldar verði 710 þúsund
tonn árið 2003 sem er samdráttur
frá í fyrra þegar tillagan hljóðaði
upp á 850 þúsund tonn og koma 132
þúsund tonn í hlut Íslendinga.
Tillögur Hafrannsóknastofnunar
um hámarksafla á næsta fiskveiðiári
Morgunblaðið/Þorkell
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir enn of mikla sókn í þorskstofninn.
179 þús. tonn af þorski
samkvæmt aflareglu