Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 11
Saman.“ Svo mörg voru þau athygl- isverðu orð. Því verður ekki á móti mælt að ým- islegt neikvætt er tengt knattspyrn- unni. Bullur, svokallaðar, hafa sett svartan blett á íþróttina þegar þær fara saman í flokkum, meiða og eyði- leggja – jafnvel drepa. Þegar grannt er skoðað virðist hins vegar ekki um að ræða einlæga áhugamenn um knattspyrnu, heldur skemmdarvarga sem nýta sér aðstæður hverju sinni. Knattspyrnan varð fyrir valinu, en hóparnir gætu líkast til eins tekið sig til og stundað þessa iðju sína á póli- tískum samkomum eða hefðbundn- um listviðburðum. Er þetta ekki ámóta og að margir koma óorði á vínið? Á heimasíðu heimsmeistarakeppn- innar í Japan og Suður Kóreu er að finna grein eftir blaðamanninn Serg- io Di Cesare hjá íþróttadagblaðinu La Gazzetta dello Sport í Mílanó. Þar segir hann frá kunnum ítölskum öld- ungi, sem býður spenntur eftir þeirri stundu þegar fyrirliði heimsmeistar- anna tekur við styttunni glæsilegu sem nafnbótinni fylgir, eftir úrslita- leikinn 30. júní. Ráðgert er að einn og hálfur millj- arður manna fylgist með úrslitaleik HM í sjónvarpi en Silvio Gazzaniga veit nú þegar að þegar styttan fer á loft tárast hann bæði og hlær. Hann er nefnilega hönnuður styttunnar og þykir því vænna um hana en flestum öðrum. Þýska goðsögnin Franz Becken- bauer varð fyrsti fyrirliðinn til að hampa styttunni, þegar Vestur- Þýskaland varð heimsmeistari 1974 og síðan hafa frægir kappar hand- leikið hana; Argentínumaðurinn Daniel Passarella 1978, Ítalinn Dino Zoff 1982, snillingurinn Diego Mara- dona frá Argentínu 1986, Þjóðverjinn Lothar Matthaus 1990, Brasilíumað- urinn Dunga 1994 og Frakkinn Did- ier Deschamps fyrir fjórum árum, í Frakklandi 1998. Einu sinni aftur… Gazzaniga – „meistarinn“ eins og hann er gjarnan nefndur í heima- landinu – býr enn í Mílanó þar sem hann fæddist í janúar 1921. Ríflega áttræður er hann enn í fullu fjöri og fylgist vel með knattspyrnu sem fyrr. Hann segist í samtalinu aldrei myndu hafa trúað því í gamla daga að íþrótt- in yrði jafnvinsæl og raun ber vitni í Bandaríkjunum, eða næði jafnmikl- um tökum á Suður-Kóreu og Japan og nú er orðið. „Þegar ég var yngri var orðið Kórea nánast skammaryrði í ítölsku, tákn taps og niðurlæging- ar,“ segir hann og rifjar upp svart- asta dag ítalskrar knattspyrnusögu. Margir urðu undrandi þegar Sen- egalar unnu Frakka í opnunarleik HM að þessu sinni og halda því jafn- vel fram að það séu óvæntustu úrslit í sögu HM, en tap Ítalíu fyrir Norður- Kóreu á HM í Englandi 1966 verður að teljast enn óvæntara. Það var hreint hneyksli fyrir þá miklu knatt- spyrnuþjóð, Ítali. Norður-Kórea! Sú þjóð gat beinlínis ekki neitt í fótbolta! Og þrátt fyrir að Ítalir hafi ekki enn gleymt tapinu fyrir Norður-Kór- eu, og geri líklega aldrei, fer Gazz- aniga fögrum orðum um íbúa Japans og Suður-Kóreu þar sem keppnin er haldin að þessu sinni. „Íbúar beggja landa eru ákaflega iðnir, tilbúnir að leggja á sig persónulegar fórnir með hagsmuni heildarinnar í huga. Það er einmitt grunnur þeirrar efnahags- legu uppsveiflu sem orðið hefur að veruleika í báðum löndum og ótrúlegt afrek þegar haft er í huga að bæði voru meira og minna lögð í rúst í síð- ari heimsstyrjöldinni.“ Eftirminnilegasta augnablik Gazz- aniga í sögu HM var þegar Ítalir hrepptu styttuna hans; þegar Dino Zoff lyfti henni í Madríd 11. júlí 1982. „Ég var reyndar enn hrærðari þegar forseti Ítalíu [Alessandro] Pertini hóf styttuna á loft í heiðursstúkunni.“ Hann segir sigur í heimsmeistara- keppninni hafa eflt þjóðarvitund Ítala um tíma, þjóðin hafi sameinast. „Mér fannst ég óvenju mikill Ítali þennan dag.“ Og Gazzaniga á sér eina ósk: „Það yrði ánægjulegt ef ég yrði svo hepp- inn að finna þess tilfinningu einu sinni aftur áður en ég dey.“ Þetta snýst sem sagt ekki bara um 22 leikmenn og einn bolta. skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 11 KNATTSPYRNA HM í Japan og Suður-Kóreu A-RIÐILL Danmörk – Úrúgvæ 2:1 Mörk Dana: Jon Dahl Tomasson 44., 82. Mark Úrúgvæ: Dario Rodriquez 46. Markskot: Danmörk 7 - Úrúgvæ 10 Horn: Danmörk 8 - Úrúgvæ 7 Gul spjöld: Jan Heintze, Danmörk 34., Martin Laursen, Danmörk 51. - Gustavo Mendez, Úrúgvæ 25. Dómari: Saad Mane, Kúveit. Áhorfendur: 30.157. Lið Dana: Thomas Sörensen, Stig Töfting, Rene Henriksen, Martin Laursen, Jan Heintze (Nicolas Jensen 47.), Thomas Helveg, Thomas Gravesen, Jesper Grønk- jær (Martin Jørgesen 69.), Jon Dahl Tom- asson, Ebbe Sand (Christian Poulsen 88.), Dennis Rommedahl. Lið Úrúgvæ: Fabian Carini, Gustavo Mendez, Paolo Montero, Pablo Garcia, Dario Rodriguez (Federico Magallanes 87.), Gianni Guigou, Gustavo Varela, Dario Silva, Sebastian Abreu (Richard Morales 88., Gonzalo Sorondo, Alvaro Recoba (Mario Regueiro 78.). Staðan: Danmörk 1 1 0 0 2:1 3 Senegal 1 1 0 0 1:0 3 Úrúgvæ 1 0 0 1 1:2 0 Frakkland 1 0 0 1 0:1 0 E-RIÐILL Írland – Kamerún 1:1 Mark Íra: Matt Holland 52. Mark Kamerún: Patrick Mboma 39. Markskot: Írland 10 - Kamerún 10 Horn: Írland 8 - Kamerún 8 Gul spjöld: Jason McAteer, Írland 30., Steve Finnan, Írland 50., Stephen Reid, Írland 82. - Raymond Kalla , Kamerún 89. Dómari: Toru Kamikawa, Japan. Áhorfendur: 34.000. Lið Írlands: Shay Given, Ian Harte (Ste- ven Reid 72.), Steve Staunton, Jason McA- teer (Steve Finnan 46.), Matt Holland, Da- mien Duff, Robbie Keane, Kevin Kilbane, Mark Kinsella, Gary Breen, Garry Kelly. Lið Kamerún: Boukar Alioum, Bill Tchato, Pierre Wome, Rigobert Song, Raymond Kalla, Geremi, Samuel Etoo, Patrick Mboma (Patrick Suffo 68.), Laur- en, Marc-Vivien Foe, Salomon Olembe. Þýskaland – S-Arabía 8:0 Mörk Þýskalands: Miroslav Klose 20., 25., 69.,Michael Ballack 40., Carsten Jancker 45., Thomas Linke 73., Oliver Bierhoff 84., Bernd Schneider 90. Markskot: Þýskaland 14 - S-Arabía 1. Horn: Þýskaland 10 - S-Arabía 1. Gul spjöld: Christian Ziege 43., Dietmar Hamann 83. - Mohammed Noor 90. Dómari: Ubaldo Aquino, Paraguay. Áhorfendur: 32.218. Lið Þýskalands: Oliver Kahn, Thomas Linke, Christoph Metzelder, Carsten Ramelow (Jens Jeremies, 46.), Christian Ziege, Dietmar Hamann, Michael Ballack, Bernd Schneider, Torsten Frings, Kar- sten Janker (Oliver Bierhoff, 67.), Mir- oslav Klose (Oliver Neuville, 77.). Lið S-Arabíu: Mohammed Al Deayea, Redha Tukar, Abdullah Sulaiman Zubr- omawi, Ahmed Dukhi Al Dossary, Huss- ein Sulimani, Mohammed Noor, Khamis Alowairan Al Dosari (Ibrahim Al Shahr- ani, 46.), Abdullah Alwaked Al Shahrani, Nawaf Al Temyat (Abdulaziz Al Khathr- an, 46.) Sami Al Jaber, Al Hassan Al Yami (Abdullah Jumaan Al Dosary, 77.) Staðan: Þýskaland 1 1 0 0 8:0 3 Kamerún 1 0 1 0 1:1 1 Írland 1 0 1 0 1:1 1 Sádi-Arabía 1 0 0 1 0:8 0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags: Austurdeild: Boston - New Jersey...........................88:96  New Jersey vann austurdeildina og leik- ur við Sacramento eða LA Lakers um sig- urinn í NBA deildinni. Vesturdeild: Sacramento - LA Lakers ................102:106  Staðan í einvíginu er jöfn, 3:3. ÚRSLIT Þjóðverjar kjöl- drógu Sádi-Araba ÞJÓÐVERJAR voru ekki langt frá því að jafna markametið í lokakeppni HM er liðið skellti slöku liði Sádi-Araba, 8:0, í fyrsta leik liðanna í E-riðli sem fram fór í Sapporo í Japan. Markametið er í eigu Ungverja sem lögðu El Salvador að velli á Spáni árið 1982, 10:1. Árið 1954 skoraði Ungverjaland níu mörk gegn Kóreu og 1974 gerði Júgóslavía slíkt hið sama gegn Zaire. Þetta er stærsti sigur Þjóðverja til þessa en árið 1954 lagði liðið Tyrki, 7:2, og lið Mexikó, 6:0, í Argentínu árið 1978. Lærisveinar Rudi Völlers verða ekki dæmdir út frá þessum leik því lið Sáda var með eindæmum slakt. MIROSLAV Klose skoraðiþrennu og öll með skalla, en þeir Michael Ballack, Carsten Jancker, Thomas Linke, Oliver Bierhoff og Bernd Schneider bættu við mörkum. Reyndar skor- aði Jancker mark í upphafi leiksins sem var dæmt af, en að flestra mati gerði dómari leiksins mistök í því tilviki. Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í hvorum hálfleik fyrir sig og áttu Sádar eitt skot að marki í öllum leiknum. Rudi Völler sagði fyrir keppnina að liðið ætlaði sér í átta liða úrslit. „Leikmenn liðsins voru ótrúlega einbeittir frá upphafi til enda og það leyndi sér ekki að allir voru tilbúnir í verkefnið. Við vorum reyndar aldrei í vafa að okkur tækist að leggja Sáda að velli,“ sagði Völler. Nasser Al Johar þjálfari Sádi- Araba tók á sig alla ábyrgð. „Ég er vonsvikinn en ég ber ábyrgðina á þessum úrslitum. Hinsvegar eig- um við enn möguleika og við ætl- um að sýna hvað í okkur býr í næstu leikjum,“ sagði Al Johar. Tomasson skellti Úrúgvæ Danski landsliðsmaðurinn Jon Dahl Tomasson var í aðalhlutverk- inu þegar Danir lögðu Úrúgvæ að velli í fyrsta leik liðanna á HM, en Tomasson skoraði bæði mörk Dana í 2:1 sigri þeirra. Dario Rodriguez jafnaði metin á 47. mín- útu, með viðstöðulausu skoti utan af velli og má búast við að mark Rodriguez sé nú þegar líklegt til þess að verða valið glæsilegasta mark keppninnar. Tomasson kom Dönum yfir á 44. mínútu og hann skallaði knöttinn af krafti í slá og inn á þeirri 82., og tryggði Dönum sigur. Tomasson er á leið til ítalska liðsins AC Milan í haust eftir áralanga dvöl hjá Feyenoord í Hollandi. Leikur Dana var yfirvegaður og gefur góð fyrirheit um framhaldið á meðan lið Úrúgvæ virtist ekki í jafnvægi. Alvaro Recoba átti besta færi þeirra í fyrri hálfleik. Morten Olsen þjálfari Dana var að vonum ánægður með sigurinn en hann var í liði Dana sem sigraði Úrúgvæ, 6:1, á HM í Mexíkó árið 1986. „Við náðum tökum á leiknum eftir 25 mínútur. Það er mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í fyrsta leik á stórmóti. Slíkt eykur sjálfs- traust leikmanna. Að mínu mati var sigur okkar sanngjarn og við sýndum það að leikmenn okkar eru í betra líkamlegu ásigkomulagi.“ Olsen bætti því við að Frakkar væru enn sigurstranglegir þrátt fyrir áfallið gegn Senegal. „Við megum búast við gríðarlega erfiðum leik nk. fimmtudag gegn Frökkum.“ Þjálfari Úrúgvæ var upplits- djarfur þrátt fyrir tapið en margir spekingar telja að liðið fari ekki langt án þess að grafa fyrst upp hinn kunna „grófa“ leikstíl liðsins. „Við lékum vel í dag en Danir skoruðu þegar mest á reyndi. Við höfum hinsvegar ekki gefist upp og æltum að berjast í næstu tveim- ur leikjum,“ sagði Victor Pua. Þess ber að geta að Jon Dahl Tomasson á ættir sínar að rekja til Íslands, afi hans var Íslendingur, fæddur í Hafnarfirði, og sonur hans, Bjarne, er faðir Jon Dahls. Líf í Írum án Roy Keane Leikmenn írska landsliðsins og hinn umdeildi Mick McCarthy þjálfari liðsins sýndu að það er líf í liðinu þrátt fyrir fjaðrafokið í kjöl- far þess að fyrirliði liðsins, Roy Keane, var sendur heim á leið áður en keppnin hófst. Írar áttu í höggi við Kamerún í fyrsta leik E-riðils í gær og lyktaði leiknum með jafn- tefli, 1:1. Lið Kamerún sýndi ágæta takta og sýndi á köflum að þar fer lið sem getur náð langt í keppninni, en leikur þess þótti kraftmikill en að sama skapi lipur. Patrick Mboma skoraði fyrra mark leiksins á 39. mínútu fyrir Kamerún eftir undirbúning Sam- uel Eto. Shay Given markvörður Íra mátti hafa sig allan við á 18. mínútu er hann varði glæsilega frá Eto. Matt Holland jafnaði metin fyrir Íra á 52. mínútu með bylmings- skoti eftir að Raymond Kalla varn- armanni Kamerún mistókst að hreinsa frá marki sínu. Írar voru mun sterkari í síðari hálfleik og aðeins tréverkið á marki Kamerún kom í veg fyrir að Robbie Keane skoraði á 82. mínútu en knötturinn small í stöng. Mick McCarthy sagði eftir leik- inn að þungu fargi hafi verið létt af sér og leikmönnum sínum. „Síðasta vika var okkur erfið. Það var gott að fara með eitt stig í farteskinu úr þessum leik. Viður- eignin var góð auglýsing fyrir íþróttina og við náðum að sýna mun betri leik í síðari hálfleik. All- ir leikmenn liðsins eiga hrós skilið og fá klapp á bakið frá mér,“ sagði McCarthy. „Ég skoraði tvö mörk í und- ankeppninni sem voru svipuð þessu marki. Það var því gott að sjá knöttinn í netinu. Við erum með eitt stig og það skipti öllu máli að tapa ekki þessum leik. Núna sjáum við bara til hvað við getum gert í framhaldinu,“ sagði Matt Holland markaskorari Íra. Winfried Schafer þjálfari Kamerún var vonsvikin í leikslok, sérstaklega í ljósi þess að lið hans átti gott færi á 51. mínútu en skömmu síðar skoraði Matt Hol- land jöfnunarmarkið. „Við stýrðum fyrri hálfleik en Írar þeim síðari þannig að jafntefli eru kannski sanngjörn úrslit. Aftur á móti fengum við tækifæri til þess að komast í 2:0 en þess í stað gerum við varnarmistök og fáum á okkur mark. Ég var órólegur í síðari hálfleik er Írar sóttu í sig veðrið. Lið þeirra á eftir að koma á óvart,“ sagði Schafer. AP Miroslav Klose fagnaði með lipurlegu heljarstökki eftir að hann skoraði annað mark sitt af þremur í stórsigri Þjóðverja, 8:0, á Sádi-Arabíu á HM í knattspyrnu í Sapparo í Japan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.