Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ er saltfiskur“ er fræg setning ííslenskum bókmenntum. Svo frægað manni kemur á óvart að saltfiskurskuli ekki hafa verið líf fólks í þess-um skilningi á Íslandi nema í tvö hundruð ár. Þessu komst ég að þegar ég las samantekt Jóns Þ. Ólafssonar sem hann birti í tímaritinu Ægi fyrir nokkrum árum. Þar segir að undir lok 19. aldar hafi salt- fiskverkun fyrst hafist að einhverju marki til útflutnings. „Elstu handbæru heimildir um saltfiskverk- un hér á landi eru frá 16. öld, en þá kærðu þýskir kaupmenn til fulltrúa Hansakaup- manna í Brugge að enskt herskip hefði ráðist á skip frá Hamborg sem var að koma hlaðið salt- fiski frá Íslandi,“ segir Jón er ég ræði við hann um þær heimildir sem hann hefur dregið sam- an um þetta efni. Jón Þ. Ólafsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1941. Faðir hans stundaði heildsölu fyrir stríð, verslaði mikið við Þýskaland, en svo kom stríð- ið og þá réðst hann til starfa hjá Lýsi hf. „Afi hafði verið umsjónarmaður með lýsis- bræðslu Geirs Zoëga úti í Örfirisey. Sjálfur kom ég mest lítið nálægt neinu sem laut að fiski eða sjó fyrr en ég réðst til starfa hjá Fisk- mati ríkins 1962,“ segir Jón. Hann hafði þá lokið námi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni og varð nú gjaldkeri og bókari fyrst en var skipaður skrifstofustjóri hjá Fiskmati ríksins 1966. Á árunum 1975 til 1983 var hann skrifstofu- stjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða og svo skrifstofustjóri hjá Ríkismati sjávarafurða til 1992, eftir það hefur hann verið starfsmaður Fiskistofu. „Ég fékk árið 1989 árs leyfi til þess að draga saman heimildir um fiskmat og vöruvöndun. Samhliða því sá ég margt annað sem mér þótti merkilegt, svo sem ýmislegt sem laut að salt- fiski og frystingu fisks,“ heldur Jón áfram. Jón er raunar þekktari fyrir önnur afrek en að draga saman heimildir um fiskverkun. Hann var á árum áður þekktur íþróttamaður, fyrst lék hann knattspyrnu með Víkingi en hóf svo frjálsíþróttaiðkun hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og setti á þriðja tug Íslandsmeta í stökkgreinum. Átti Norðurlandamet í hástökki innanhúss í aldarfjórðung „Ég fór á námskeið hjá ÍR 1957 í frjálsum íþróttum. Þá tók við ferill sem stóð til 1970 samfellt. Síðan hef ég keppt af og til sem „old boys“ og haft gaman af því,“ segir Jón. Hann er óvenjulega hávaxinn maður og ég spyr hvort hann hafi getað „stokkið hæð sína í fullum herklæðum“. „Þú ert þarna að vísa í Gunnar á Hlíðarenda. Ég trúi því að hann hafi getað stokkið þetta, enda eflaust ekki verið stór maður – sjálfur var ég lítið í að stökkva í jakkafötum,“ segir hann og brosir. En í sannleika sagt þá stökk Jón meira en hæð sína, hann sigraði m.a. glæsta íþrótta- menn í hástökki í Þýskalandi með því að stökkva 2,03 m meðan þeir stukku þetta 1,90 m. „Jarðvegurinn var gljúpur og þeir áttu erfitt með að ná viðspyrnu en þá kom mér til góða að hafa vegna aðstöðunnar hér heima æft stökk með þriggja skrefa atrennu,“ segir Jón hæversklega. Hann keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1964 í Tókýó og 1968 í Mexíkó, þremur Evr- ópumeistaramótum og þremur Norðurlanda- meistaramótum, fyrir utan landsmót og alls konar keppni hér og þar út um allan heim. Hann varð Íslandsmeistari nær 50 sinnum, auk meistaratitla í stökk- og kastgreinum í öld- ungaflokki. Jón setti heimsmet unglinga í há- stökki án atrennu (1,70 m) 1961 og Norður- landamet í hástökki innanhúss (2,11 m) 1962. Það met stóð í aldarfjórðung. Að fengnum þessum upplýsingnum vísar Jón mér inn í annað herbergi þar sem eru ótal verðlaunapeningar og ýmsir góðir gripir. Meðan ég skoða þetta sækir Jón pappaöskju og sýnir mér. „Þetta er nú eitt af því sem mér þykir mikils um vert,“ segir hann og opnar öskjuna. Meðan hann blaðar í pappírum sem hún hef- ur að geyma segir hann mér í stuttu máli frá Ingólfi Esphólín, hvers pappíra askjan geymir. „Hann var lykilmaður í frystingu fisks á Ís- landi. Hann átti sæti í stjórn Sænska frysti- hússins og var helsti frumkvöðull þess að það tók til starfa, ásamt sænskum aðilum. Þetta var nokkru fyrir kreppuna, en um það leyti sem Sænska frystihúsið var í byggingu þá sinnaðist Ingólfi við samstarfsmenn sína og hætti þátttöku í undirbúningi að starfrækslu umrædds frystihús, en stofnaði nokkru síðar sjálfur frystihús þar sem hann m.a. frysti skyr og fleira til útflutnings. Minna varð þó úr þessu en efni stóðu til. Hér í öskjunni er m.a. umsókn hans um einkaleyfi til frystingar á skyri og drög að umbúðum utan um hið frysta skyr sem selja átti erlendis. Ingólfur var afar óvenjulegur maður og hugmyndaríkur,“ segir Jón. „Þegar ég var að draga saman heimildir um fiskmat og vöruvöndun þá rakst ég hvað eftir annað á nafn Ingólfs Esphólín, en svo hvarf hann allt í einu og ekkert var hægt að sjá hvað olli því. Ingólfur varð því að miklu spurning- armerki í mínum huga þar til ég fór eitt sinn til Guðmundar í Klausturhólum sem stundaði m.a. fornbókasölu. Ég var áður búinn að tala við ýmsa fornbókasala um Ingólf en án árang- urs. En hjá Guðmundi var ekki komið að tómum kofanum. Hann gróf upp þessa öskju og hringdi í mig til þess að láta mig vita og leynd- ardómurinn um Ingólf var leystur.“ Naglakulið var hræðilegt Jón býður að svo mæltu kaffi og fer að tala um saltfiskverkunina og þær breytingar allar í íslensku samfélagi sem hún kom af stað. „Saltfiskverkunin veitti konum áður óþekkt atvinnutækifæri,“ segir hann. „En það var ekki tekið út með sitjandi sældinni. Aðbúnaður þeirra var hreint hræðilegur oft á tíðum. Ég talaði við konur sem unnið höfðu við að vaska fisk, og mér eru þær lýsingar ógleymanlegar, og las viðtöl við þær. Ein þeirra starfaði fyrr- um í Oturstöðinni. Þeir Halldór í Háteigi og Bjarni sem kall- aður var blikk, áttu þessa stöð. Vinnutíminn var frá kl. 7 á morgnana og framúr. Í þessari stöð var vatninu alltaf hellt niður á kvöldin milli þess sem vaskaður var fiskur en sums staðar þurftu stúlkurnar að byrja vinnuna á því að berja sig í gegnum klakann. „Við vöskuðum á stóru bretti og ef mjög kalt var í veðri fraus allt á því meðan við vorum í kaffi. Besta aðferðin við að ná áhöldunum úr klakanum var að berja burstann fyrst upp og nota hann síðan við að ná hnífnum. Vatnið rann iðulega niður eftir svuntunum okkar og í mikl- um kuldum urðum við allar klambraðar af frosti. Á vorin vorum við fyrst í vaskinu og síðan sendar á reit að breiða, svo fórum við aftur í körin. Það var heilt víti að fara aftur með hend- urnar ofan í ískalt vatnið og naglakulið var hræðilegt meðan hendurnar voru að dofna að nýju,“ stendur í einu slíku viðtali. Pauf og strit í glórulausu myrkri Karlarnir sem stunduðu veiðarnar voru heldur ekki ofsælir af sinni vinnu. Á meðan róið var til fiskjar á opnum bátum var það ekki til siðs að sjómenn tækju með sér nesti í róður. Sýrudrykkur var þó jafnan hafð- ur með og stundum vatnskútar og sumir höfðu með sér zink- eða beintölur sem menn veltu í munni sér þegar á þá sótti þorsti. „Það er langur vegur frá sjósókn á opnum áraskipum til skuttogara nútímans,“ segir Jón. „Menn stóðu við færið von út viti meðan nokkur branda fékkst á öngul. Síðan tók fisk- aðgerðin við, stöðugt pauf og strit, oft og einatt í glórulausu myrkri. Það var ekki fyrr en eftir aldamót (1900) sem tekið var að nota karbítljós á fiskiskipum, og sú breyting þótti mjög til batnaðar, þar eð fiskiaðgerðin fór alltaf fram að næturlagi,“ segir í bók um Geir Zoëga sem Gils Guðmundsson skráði. Auðvitað áttu menn góðar stundir á sjónum hér áður, en erfiðu stundirnar hafa staðið undir nafni. Þessi lýsing leiðir tal okkar Jóns að fiskmati. „Þorsteinn Guðmundsson er annað stórt nafn í sögu fiskverkunar á Íslandi. Þorsteinn var skipaður fiskmatsmaður 1904 og svo vel gekk hann fram í starfi sínu að það dugði er- lendum kaupendum að sjá nafn hans á vottorði um fiskinn, þá höfðu þeir ekki efasemdir um gæði vörunnar,“ segir Jón. Hann hefur sem fyrr sagði dregið saman margvíslegar heimildir sem ekki er áformað að gefa út sem slíkar en menn hafa notað við út- gáfu bóka um þetta efni. M.a. notuðu þeir Sveinn Þórðarson höfundar bókarinnar Fæða fryst og Ólafur Hannibalsson og Jón Hjaltason í afmælisriti SH heimildir Jóns við ritun bóka sinna. „Þeir sem vilja geta fengið að líta í þetta hjá mér, ég er með þetta allt í möppum og vildi gjarnan að þetta yrði mönnum að sem mestu gagni,“ segir Jón. Þess má geta að höfundar Saltfisks í sögu þjóðar (saga SÍF) fengu líka aðgang að heimildum Jóns. Sjálfur hefur hann sinnt útgáfumálum nokk- uð. Hann hafði m.a. umsjón með útgáfu frétta- bréfs á vegum Fiskmats ríksins í upphafi og sýnir mér þessi blöð þar sem margan fróðleik- inn er að fá sem varðar íslenskan sjávarútveg. Loks ræðum við nokkuð um helstu saltfisk- framleiðendur fyrri tíma. „Með verkun saltfisks opnuðust mönnum möguleikar á að selja fisk í stórum stíl til út- landa og þar með að safna auði,“ segir Jón. „Áður seldu menn vissulega hertan fisk en varla nándar nærri í þeim mæli sem saltfiskur var seldur í t.d. til Spánar eftir að verkun hans hófst. Frá Spáni fengu menn salt, hvernig sem leið þess var til landsins, eitthvað var framleitt af salti hér á fyrri tíð en það var sjávarsalt og framleiðslan ekki mikil Um tvær söltunaraðferðir fisks var að ræða. Önnur var kennd við Kaupmannahöfn en hin við Nýfundnaland, þ.e. „Terraneufs-aðferðin“. Fyrstur Íslendinga til að senda eigið skip með saltfiskfarm utan mun hafa verið Ólafur Thorlacius kaupmaður á Bíldudal um aldamót- in 1800. Fyrstir til að hefja saltfiskverkun hér voru Vestfirðingar og Sunnlendingar. Saltfisksalan fór fram úr skreiðarsölu um 1840 og eftir 1880 varð saltfiskverkunin umtalsverð í Reykjavík og um tíma á Álftanesi og eyjunum hér í kring. Mest var selt til Danmerkur, Spánar, Eng- lands og Þýskalands. En laust fyrir síðari heimstyrjöld varð sú breyting (1938) að óverk- aður fiskur (blautfiskur) var meira seldur og hefur svo verið allar götur síðan. Raunar datt saltfisksalan nánast alveg niður í stríðsárunum en fór svo vaxandi aftur, en vegna frystingar fisks varð verkun saltfisks aldrei eins mikil aft- ur og hún hafði verið fyrir seinni heimstyrjöld- ina. Ekki hlustað á aðvaranir úr draumi Ýmsir menn stunduðu saltfiskverkun hér. H.P. Duus rak t.d. fiskverkunarhús við Sörla- skjól. Fyrst átti þar bara að fara fram fisk- breiðsla en svo var ákveðið að fiskurinn skyldi einnig vera vaskaður. Þá þurfti að leggja frá- rennsli til sjávar. Fara þurfti með frárennslið gegnum klöpp og sprengja fyrir því. Verkstjóri fiskverkunarinnar hafði þungar draumfarir vegna þessar ráðagerða og sagði yfirmönnum sínum frá viðvörun sem hann fékk í draumi. Því var ekki sinnt og klöppin sprengd. Skipti þá mjög til hins verra með rekstur fyrirtækisins, hvert óhappið rak annað. Menn dóu voveiflega og skip strönduðu og fékk loks fiskverkunarstöðin í Sörlaskjólinu á sig nafnið Draugastaðir. Veldi H.P. Duus tók nú mjög að hnigna og hætti fyrirtæki hans störfum 1930. Mikil framför í vöruvöndun Ýmsir fleiri þjóðþekktir menn stunduðu saltfiskverkun í fyrirtækjum sínum og er of langt mál að telja þau öll upp hér. Nefna má þó fyrirtækin Hæng, Alliance, Dverg og Bæjarút- gerð Reykjavíkur, BÚR. Hjá því síðast nefnda vann í æsku Guðmundur J(aki) Guðmundsson. Á þeim árum báru menn spírur (hjallaefni) tveir saman, en sagt er að Guðmundur hafi oft- ast verið einn við þennan burð – honum gekk þó ekki síður en öðrum því hann tók alltaf tvær spírur í ferð. Ekki er hægt annað en minnast Kveldúlfs hf. sem um áratugaskeið rak mjög umfangs- mikla útgerð, fiskverkun og síldarbræðslur víðs vegar um landið. Kveldúlfur var eign Thors Jensens og sona hans, og byggði fyr- irtækið glæsilegustu saltfiskverkunarhús sem byggð höfðu verið hér á landi. Húsin voru tvö en samtengd og voru byggð á svokallaðri Móa- kotslóð í Skuggahverfi. Þar fór fram fiskþvott- ur, söltun og vélvædd inniþurrkun auk ýmissa annarra verka.“ Jón getur þess saltfiskverkun hafi verið og sé enn í stöðugri þróun. „Og sú þróun að gera æ ríkari kröfur til vöruvöndunar hefur m.a. orðið fyrir störf manna eins og Þorsteins fiskmatsmanns og Ingólfs Esphólíns. Oft var pottur brotinn í þessum efnum, það veit ég, því sjálfur hef ég afgreitt ótrúlegan fjölda af vottorðum um gæði fisks – ég þekki þessi mál jafnt úr starfi sem úr heimildum þótt í því síðarnefnda sé ég hreint ekki sérfræðingur heldur aðeins áhugamaður um grúsk,“ sagði Jón Þ. Ólafsson að lokum. Þegar lífið var saltfiskur! Lífið var saltfiskur hjá miklum fjölda karla og kvenna á árum áður. Jón Þ. Ólafsson hefur tekið saman margvíslegar heimildir um þetta efni og segir hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá þessum aðdráttum og einnig nokkuð frá ferli sínum í íþróttum en hann átti mörg met í frjálsum íþróttum. Morgunblaðið/Þorkell Jón Þ. Ólafsson blaðar í öskju með pappírum Ingólfs Esphólíns fyrir framan nokkra af verð- launagripunum sem hann fékk á farsælum frjálsíþróttaferli sínum. Fiskþurrkunarhús í Reykjavík 1925—1930.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.