Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 13
Þarftu að ná tökum á tölvunni? Rafiðnaðarskólinn kynnir fjölbreytt tölvunám á haustönn 2002 Tölvunám Tölvu- og rekstrarnám Grunnnám í tölvum og bókhaldi. Um er að ræða krefjandi starfsnám sem hannað er með þarfir atvinnulífsins í huga. Þetta er nám fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og læra mikið á stuttum tíma. Að námi loknu eru þátttakendur orðnir öruggir með að nota tölvur við dagleg störf og geta fært bókhald. Vinsæl námsbraut sem hefur verið kennd í átta ár. ➾ 280 kennslustundir. Tölvur og vinnuumhverfi 1 Hnitmiðað nám fyrir byrjendur þar sem farið er vandlega í grunnatriði tölvunotkunar. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum tökum á Windows, Word, Excel og Internetinu og að þeir noti rétt vinnubrögð við tölvuna. Þetta er námsbrautin fyrir þá sem vilja fá trausta og góða undirstöðu og/eða eru að stíga sín fyrstu skref á tölvubrautinni. Frekar hæg yfirferð. ➾ 120 kennslustundir. Einnig í boði sem fjarnám. Tölvur og vinnuumhverfi 2 Framhaldsnám fyrir þá sem hafa lokið Tölvum og vinnuumhverfi 1 eða þá sem hafa grunnþekkingu í Windows, Word og Excel en vilja auka hæfni sína og læra meira. Þetta er nám sem veitir þátttakendum góða tölvuþekkingu og kunnáttu til að leysa flóknari vandamál með hjálp Office forritanna. ➾ 120 kennslustundir. Einnig í boði sem fjarnám. Tölvunotkun 1. hluti Stutt hagnýtt tölvunám fyrir byrjendur. Nemendur ná valdi á grunnatriðum Windows, Word, Internetsins og notkun tölvu- pósts. Ekki er reiknað með heimavinnu. ➾ 60 kennslustundir. Tölvunotkun 2. hluti Stutt hagnýtt tölvunám fyrir lengra komna. Word framhald, Excel og PowerPoint. Í tímum eru unnin raunhæf verkefni sem stuðla að þjálfun í notkun allra forritanna. Engin heimavinna. ➾ 60 kennslustundir. Tölvunotkun 3. hluti Stutt hagnýtt tölvunám fyrir þá sem vilja kennslu í sérhæfðari hlutum. Forritin Word og Excel notuð til að leysa flóknari viðfangsefni. Gerð eru verkefni þar sem fleiri en eitt forrit koma við sögu. Ekki er reiknað með heimavinnu. ➾ 60 kennslustundir. Ertu kennari og viltu verða tölvukennari? Ætlað kennurum sem vilja bæta tölvuþekkingu sína og/eða sinna tölvukennslu. Farið er yfir Windows umhverfið og flest Office forritin. Einnig vefsíðugerð, gagnagrunna, netumsjón, kennslufræði tölvukennslu, hugbúnað/vélbúnað og mynd- vinnslu. Öflugt nám sem gefur þátttakendum tækifæri til að öðlast mikla þekkingu og ná góðu valdi á tölvunni. ➾ 580 kennslustundir. Morgunhópur. Tölvur og kennsluumhverfi - fjarnám Fjarnám ætlað kennurum sem vilja öðlast góða tölvukunnáttu en vilja/geta ekki sótt hefðbundin námskeið. Þátttakendum er kennt að nota tölvur við dagleg störf og vinna verkefni sem tengjast störfum þeirra. ➾ 160 kennslustundir. Tölvunámskeið Access 1, 2 og 3 Á námskeiðinu lærir þú að hanna og búa til gagnasöfn, útbúa innsláttarform, prenta skýrslur, skoða gögn út frá mismunandi forsendum og gera fyrirspurnir (queries). Þátttakendur verða færir um að setja upp einfalda gagnagrunna og vinna með þá. ➾ 20 kennslustundir hvert námskeið. Excel 1, 2 og 3 Excel töflureiknirinn hefur mikla möguleika varðandi vinnu með tölulegar upplýsingar og gagnasöfn. Farið er í gerð formúla, útlitsstillingar, útprentanir, myndritsgerð og möguleika Excel við flóknari úrvinnslu. Það getur borgað sig að kynnast Excel og láta hann sjá um vinnuna fyrir sig. ➾ 15 - 20 kennslustundir hvert námskeið. AutoCAD 1, 2 og 3 Þátttakendur læra að teikna og málsetja hluti í AutoCAD. Einnig er farið í að málsetja og ganga frá flóknum tvívíðum teikningum hvort sem er á skjá eða í útprentun. Á lokanámskeiðinu eru kynntar hinar ýmsu þrívíddaraðgerðir í AutoCAD. ➾ 20 - 40 kennslustundir hvert námskeið. FrontPage 1 og 2 Fyrir þá sem vilja læra vefsíðugerð með FrontPage. Kennt er að búa til samtengdar vefsíður til notkunar á veraldarvefnum eða á innanhússvef. ➾ 20 kennslustundir hvort. HTML Þekking á HTML er forsenda fyrir því að ná valdi á vefsmíði og skilja það sem gerist þegar vefsíða er birt á tölvuskjá. Nemendur læra að búa til vefsíðu með því að rita HTML texta. ➾ 20 kennslustundir. Internet Explorer Hér lærir þú hvernig Internetið virkar og hvernig þú getur nýtt þér það. Helstu forrit til að hafa samskipti við Netið eru kynnt. Farið yfir helstu stillingar Explorer, öryggismál og hjálparkerfi. ➾ 10 kennslustundir. Outlook Með Outlook getur þú haldið utan um helstu þætti vinnunnar: verkefnalista, dagbók, samskipti við aðra og tölvupóst. Á nám- skeiðinu læra þátttakendur helstu grunnaðgerðir forritsins. ➾ 20 kennslustundir. PowerPoint 1 og 2 PowerPoint er notað við gerð glæra, kennslugagna og rafrænna kynninga. Þátttakendur læra að búa til kynningarefni bæði til að prenta út og nota sem glærusýningu. Það kemur flestum á óvart hversu einfalt forritið er í notkun og eftir stutt námskeið hafa þátttakendur öðlast færni til að gera glæsilega glærusýningu. ➾ 15 kennslustundir hvort. Publisher Publisher er einfalt umbrotsforrit sem hentar þeim sem sjá um kynningarrit eða fréttabréf í fyrirtækjum og skólum. Einnig fyrir þá sem vilja gera eftirtektarverðar tilkynningar af ýmsu tagi. Geysilega skemmtilegt forrit sem býr yfir ótal möguleikum. ➾ 20 kennslustundir. Windows Margir tölvunotendur eru óöruggir í samskiptum við tölvuna því þeir þekkja ekki undirstöðuatriðin í Windows stýrikerfinu. Námskeiðið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem ætla sér að vinna í þessu umhverfi og nota Windows forrit s.s. Word og Excel. ➾ 20 kennslustundir. Word 1, 2 og 3 Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér rétt vinnubrögð og læri að nýta sér kosti forritsins. Farið er í uppsetningu texta og útprentun. Einnig er farið yfir ýmsa flóknari möguleika, kennd vinnusparandi vinnubrögð og ýmsar sjálfvirkar aðgerðir. ➾ 20 kennslustundir hvert námskeið. Rafiðnaðarskólinn mun standa fyrir öflugu námskeiðahaldi á næsta skólaári. Í boði verða fjölbreytt tölvunámskeið og nám ætlað byrjendum og þeim sem lengra eru komnir á tölvusviðinu. Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · skoli@raf.is · www.raf.is Skráning og nánari upplýsingar í síma 568 5010 og á www.raf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.