Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 23
ÉG HELD að flestir á mínureki, að minnsta kostikarlkynið, kannist við aðhafa spurt sjálfan sigþeirrar spurningar hvort
þeir gætu staðið sig á sjó. Sumir
fara alla leið og gerast sjómenn að
atvinnu, mun fleiri fara einn eða
fleiri túra á togara eða öðrum fleyj-
um til að afla tekna á námsárunum,
en flestir eru líklega þeir sem aldrei
koma neitt nálægt raunverulegri
sjómennsku.
En innra með
okkur öllum býr
hinn íslenski
sjómaður, sem
horfist af einurð
og festu í augu
við raunveru-
legan lífsháska og er söngvinn og
kátur þegar hann kemur í land,
færandi hendi. Í mínu tifelli er þessi
maður afi minn, sem var lengst af
skipstjóri á eigin báti á Ólafsfirði.
Þegar ég var um það bil ellefu
ára fór ég ásamt móður minni með
Drangi sáluga fram og tilbaka frá
Hrísey til Grímseyjar, sem var um
fimm tíma sigling hvora leið.
Ég harðneitaði að gleypa sjó-
veikipillur eins og mamma, sem
vissi af fyrri reynslu að sjóhreysti
hennar voru veruleg takmörk sett.
Á mína eigin sjóhreysti hafði ekki
reynt fram að þessu. Þetta var próf.
Meðan við sigldum út fjörðinn
dundaði ég mér við spil í farþega-
salnum milli þess sem ég fór upp á
dekk til að litast um og fannst afi
nálægur þegar saltur úðinn frá
stefninu vætti vangann.
Fyrstu klukkustundirnar gekk
allt vel. Það var ekki fyrr en við vor-
um komin út úr Eyjafirðinum og út
á opið haf, að skipið tók að hreyfa
sig með þeim hætti að ég gat ekki
leitt það hjá mér. Ég varð spor-
þungur og undi mér jafnvel betur í
útiloftinu á dekki en hægindunum
undir þiljum. Myndin af afa varð
samt einhvern veginn óskýrari með
hverri mínútu, hverri veltu. Ég var
farinn að fylgjast dálítið óþreyju-
fullur með klukkunni og rýna af
áfergju fram fyrir stefnið í von um
að sjá glitta í Grímsey framundan.
Mér var líka orðið kalt.
Ég spilaði nokkur spil við jafn-
aldra minn um borð og reyndi að
fylgja honum eftir á ferðum hans
um innviði Drangs, þar sem hann
var hagvanur. Þótt mér væri orðið
dálítið illt í maganum, var vel hægt
að lifa með því, sérstaklega með því
að styrkja sig á kóki annað veifið.
Um þetta leyti hafði ég algerlega
misst sjónar á afa enda hugur minn
fanginn af því einu að láta ekki á
neinu bera.
Tíminn og skipið siluðust áfram
með hraða snigilsins, en þó kom að
því að ég heyrði einu orðin sem ein-
hverju máli skiptu bæði fyrir mig
og Leif og Kólumbus og svo marga
aðra sæfara: Land fyrir stafni. En
það var enn ósegjanlega langt í
burtu.
Eftir þetta var ég mjög vær og
lítt uppnuminn yfir spilum eða tíð-
indum. Sat bara einrænn og hljóður
úti í horni og beið eftir að geta stig-
ið fæti á eitthvað sem ekki væri á
hreyfingu.
Þá spilaði félagi minn út stóra
trompinu. Stýrimaðurinn vildi endi-
lega bjóða okkur upp í brú. Ég gat
ekki hafnað þvílíku kostaboði, þótt
ég væri meira að segja hættur að
nenna að teygja mig í kókflöskuna.
Ég reis upp og labbaði sæmilega
uppréttur og með djúpum og yfir-
veguðum loftsogum inn eftir rugg-
andi göngum og rangölum og loks
upp mjóa vaggandi stiga, alla leið
upp í brú. Og sjá: Höfnin í Grímsey
blasti við í allri sinni landföstu dýrð.
Ferðinni var nánast lokið og ég var
að vísu fölur og fáskiptinn, en þó
uppistandandi og hneisulaus.
En einmitt þá, þegar allt stefndi í
að ég myndi hafa það af að ná í land
án þess að gubba eins og hver ann-
ar landkrabbaræfill, brast vörnin.
Veltingurinn hafði verið töluverður
niðri í sal, en hér í brúnni var allt
gersamlega á fleygiferð eins og
risavaxin róla og um leið og Drang-
ur smeygði sér inn fyrir brimbrjót-
inn í Grímsey, varð ég að játa mig
sigraðan, beina sjónum mínum að
prýðilegri salernisaðstöðu hinna
gestrisnu skipstjórnarmanna og
leyfa meltingarfærunum að end-
urskipuleggja reksturinn.
Ég hafði gert heiðarlega tilraun
til að standa í stykkinu og nánast
klikkað á marklínunni. Það tók mig
nokkurn tíma að manna mig upp í
að horfast í augu við minn innri sjó-
mann, en það má hann afi eiga, að
hann hvorki vék sér undan né gerði
lítið úr mér. Hann brosti bara,
þurrkaði sér um nefið og deplaði
öðru auga.
Ég man ekki margt frá þessari
hálfsdagsdvöl í Grímsey og enn
minna um ferðina til baka. Mamma
þurfti ekki nema að nefna pillurnar.
Sjómennskuprófið
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Teikning/Andrés
Stál og eðalmálmar
Málmtæknisvið Iðnskólans í Reykjavík býður upp á tvær námsbrautir;
málmtæknibraut og gull- og silfursmíði.
Á málmtæknibraut er námið undirbúningur undir sérnám í bifvéla-
virkjun, bílasmíði, bílamálun, pípulögnum, rennismíði, stálsmíði og
vélsmíði. Margbreytilegt nám og hagnýt viðfangsefni í fjórar annir.
Gull- og silfursmíði er samningsbundið nám, verklegt og bóklegt,
þar sem mikil áhersla er lögð á hönnun skartgripa, efnisfræði, teikningar
og smíði skartgripa af öllu tagi.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Málmtæknisvið
Traust menntun í framsæknum skóla
Stangarhyl 3A
110 Reykjavík
Sími: 591 9000
terranova.is