Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 24
„ÉG tel að breska konungsveldið hafi mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn, sérstaklega þá gesti sem eiga ekki slíku að venjast,“ seg- ir John Culver, sendiherra Breta á Íslandi. „Ferðamennirnir velta því þá gjarnan fyrir sér hvernig eitthvað sem virst getur svo gamaldags eigi sinn stað í nútímanum. Maður þarf þó ekki annað en að ganga niður Whitehall að morgni til og sjá þann mikla fjölda fólks sem fylgist með varðaskiptunum til að sannfærast um aðdráttaraflið sem konungs- fjölskyldan hefur. Og persónulega þá vona ég að heimsókn þeirra fái þá líka til að velta fyrir sér þeim gildum sem við Bretar tengjum konungs- fjölskyldunni.“ Aðdráttarafl konungsfjölskyld- unnar verkar þó ekki síður sterkt á heimamenn, en að sögn Culver hef- ur sá mikli áhugi sem almenningur hefur sýnt krýningarafmælinu kom- ið breskum fjölmiðlum verulega í opna skjöldu. „Það er greinilega mjög mikill áhugi meðal almennings sem virðist telja fulla ástæðu til að fagna krýningarafmælinu og að 50 ára stjórnartíð þessarar drottningar sé hið besta mál.“ Culver bætir við að þótt þær raddir heyrist stundum í breskum fjölmiðlum að þingbundin konungsstjórn eigi lítið erindi á 21. öldinni sýni skoðanakannanir að al- menningur sé á allt öðru máli.„Ég tel líka að kongungsríkið sem slíkt hafi, undir stjórn drottningar þróast í takt við tíðarandann. Það má að sjálf- sögðu alltaf rökræða um það hvort nokkur nái að fylgja tíðarand- anum fullkomlega, en drottningin og kon- ungsfjölskyldan hafa sannarlega verið mjög meðvituð um að reyna slíkt,“ segir Culver og bendir á sem dæmi að hin síðari ár hafi El- ísabet tekið upp á því að borga skatta líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Elísabet er sögð vel að sér í málefnum sam- félagsins og má sem dæmi nefna að drottn- ingin les daglega öll stóru dagblöðin sem gefin eru út í Bretlandi. „Þeir tíu forsætisráðherrar sem farið hafa með stjórn landsins á þeim tíma sem drottningin hefur setið í hásæti hafa allir minnst þessa sérstaklega. Drottningin er þá ekki bara vel lesin í þeim skilningi að hún hafi kynnt sér ríkismálin og viti hvað dagblöðin segi, heldur virðist hún líka geta haldið betur í við hugsanagang þjóð- arinnar en sumir stjórnmálamann- anna hafa getað.“ Tímar nýrra vona Culver var aðeins fjögurra ára gamall er Elísabet tók við af föður sínum, en hann segir andrúmsloftið engu að síður hafa verið minnis- stætt. „Þetta var tími nýrra vona og það skilaði sér jafnvel til þeirra sem voru jafnungir og ég. Stríðinu var lokið, miklar þjóðfélags- breytingar voru að eiga sér stað í Bret- landi og ég tel að krýn- ing drottingarinnar hafi náð þeim anda vel. Hér vorum við við upphaf hinnar nýju aldar Elísabetar eins og það var gjarnan kallað. Fólk minntist þá þess gróskutíma sem ríkti á tímum Elísabet- ar I, nú gafst annað tækifæri til að upplifa slíkt og ég minnist þessa sem spennandi tímabils.“ Culver segir fylgismenn drotting- ar jafnt sem lýðveldissinna þá sam- mála um að Elísabet hafi allt frá fyrstu árum verið hún sjálf. Bæði stöðug og samviskusöm. „Einn af þeim fréttabútum sem sýndir hafa verið hjá breskum sjónvarpsstöðv- um undanfarið í tengslum við krýn- ingarafmælið sýna drottninguna halda ræðu rétt rúmlega tvítuga að aldri og þar segir hún: „Ég mun til- einka líf mitt því að þjóna þegnum mínum.“ Þetta hjómar sérkennilega í dag og ekki hvað síst úr munni ungrar konu, en hún hefur svo sannarlega staðið við orð sín og gert það sem hún hét fyrir öllum þessum árum og fyrir það nýtur hún óneitanlega virð- ingar.“ Fylgist vel með tíðarandanum John Culver 24 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR bastarður(1066–1087) hertogi afNormandí vann sigur íorrustunni við Hastings 1066 og var síðan Englandskonung- ur til dauðadags. Með sigri hans var stjórnartíð Saxa, sem byggðu Eng- land, að fullu lokið og í þeirra stað kominn afkomandi norrænna vík- inga sem sest höfðu að í norðvest- urhluta Frakklands. Töluverð átök voru þó áfram um ensku krúnuna næstu aldir, eða allt þar til Tudor-ættin komst til valda undir lok 15. aldar. Hinrik VIII (1509–1547) og dætur hans Blóð- María (1553–1558) og Mey- drottningin Elísabet I (1558–1603) eru Bretum enda einkar minnis- stæðir þjóðhöfðingjar. Það var jú Hinrik VIII sem bar ábyrgð á siða- skiptum Englendinga og dóttir hans María I, strangtrúaður kaþ- ólikki, sem ofsótti síðar mótmæl- endur og loks systir hennar Elísa- bet, gjarnan nefnd Meydrottningin, sem sat við stjórnvölin á þeim árum sem England varð leiðandi afl með- al nýlenduvelda Evrópu. Eftir lát Elísabetar, sem ekki skildi eftir sig neinn erfingja, sameinuðust Eng- lendingar og Skotar síðan um einn þjóðhöfðingja, Jakob VI Skotlands- konung (1603–1625), sem varð við sameininguna Jakob I Englands- konungur árið 1603. Töluverðar breytingar hafa óneitanlega orðið á konungsríkinu og hefðum þess á þeim 400 árum sem liðin eru frá sameiningunni. Það var til að mynda strax undir lok 17. aldar sem konungur tapaði framkvæmdavaldi sínu til þing- heims, eftir að þingið setti Jakob II (1685–1688) af í kjölfar einræðistil- burða hans og bauð þess í stað tengdasyni hans, Vilhjálmi af Ór- aníu (1689–1702), að taka við krún- unni árið 1688. En frá þeim tíma hefur krúnan heyrt undir breska þingið og valdahlutföllin sífellt færst þingheimi meira í vil, enda búa Bretar í dag við þingbundna konungsstjórn. Saxe-Coburg-Gotha verður Windsor Konungsfjölskyldan sem nú fer fyrir Bretum á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Eftir að Anna drottning (1702–1714) lést barnlaus árið 1714, var leitað til Hannover eftir nánasta ættingja sem væri mótmælendatrúar og við krúnunni tók fjarskyldur ættingi, Georg I (17-14-1727), sem stjórnaði Eng- landi að mestu frá heimaslóðum sín- um í Hannover. Sú breyting hafði nefnilega orðið á árið 1701 að þing- heimur lögfesti að þjóðhöfðinginn yrði að vera mótmælendatrúar. Það var hins vegar fyrir tilstilli Alberts prins, eigimanns Viktoríu drottningar (1837–1901), sem þýska ættarnafnið Saxe-Coburg-Gotha tengdist krúnunni. Ættarnafninu var þó ekki haldið lengi, heldur var því breytt í Windsor strax á dögum Georgs V (1910–1936), sem taldi þýska forfeður óheppileg tengsl í heimsstyrjöldinni fyrri. Það var einmitt sonur hans, Eð- varð VIII, sem síðar afsalaði sér krúnunni við dauða föður síns til þess að giftast hinni bandarísku Wallace Simpson og í kjölfarið var faðir Elísabetar (1952–), Georg VI (1936–1952), krýndur. Georg hafði aldrei búist við, né óskað eftir, að verða konungur og vó ábyrgðin þungt. Hann var að eðlisfari tauga- óstyrkur og óframfærinn og hafði lágt sjálfsmat auk þess sem hann stamaði. Eiginkona hans, Elizabeth Bowes-Lyon, betur þekkt sem drottningamóðirin heitin og einn af afkomendum Stuart-konunganna, átti svo sinn þátt í að konungur sigraðist á þessum erfiðleikum og er þeirra Georgs VI og Elísabetar helst minnst fyrir þátt sinn í heims- styrjöldinni síðari. En konungs- hjónin dvöldu í Englandi öll styrj- aldarárin, eyddu deginum í Buckingham-höll en óku síðan til Windsor-hallar er tók að kvölda til að forðast sprengjuárásir Þjóð- verja. Og þótt ekki séu allir á eitt sáttir um þátt konungshjónanna í stríðinu og sumir t.d. bent á að konungur hafi verið á sveif með þeim stjórn- málamönnum sem töldu réttast að semja við Hitler, vakti vera fjöl- skyldunnar í Bretlandi á stríðstím- um engu að síður bæði aðdáun og virðingu almennings. Þau höfnuðu því enn fremur að flytja til Banda- ríkjanna árið 1940 er innrás Þjóð- verja var yfirvofandi. Drottningin sagði þá þessi fleygu orð, og end- urtók nokkru sinnum síðar: „Börnin vilja ekki fara án mín, ég mun ekki fara án konungsins og konungurinn mun aldrei fara.“ Með sigri Bandamanna jukust vinsældir konungsfjölskyldunnar síðan enn frekar og er Georg VI lést úr krabbameini árið 1952 og dóttir hans Elísabet II tók við völd- um var sigurvíman enn slík að rætt var um Elísabetaröldina hina nýju og þar með vísað til farsællar stjórnartíðar Meydrottningarinnar. Elísabetaröldin hin nýja Elísabet II var aðeins 26 ára gömul er hún var krýnd í Westmin- ister Abbey 2. júní 1952. Aðeins nokkrum árum áður, eða 1947, hafði hún gifst Filipusi prins, hertoga af Edinborg, og höfðu þau eignast börnin Karl, krónprins Breta, og Önnu er drottningin settist í há- sæti. Síðar bættust við drengirnir Andrés og Eðvarð og varð Elísabet þar með eini þjóðhöfðingi Breta frá dögum Viktoríu drottningar sem átt hefur börn á meðan hún gegndi embætti. Þau fimmtíu ár sem liðin eru frá krýningu Elísabetar hafa spannað tímabil mikilla og stundum róstu- samra breytinga í Bretlandi. Árið 1952 var Breska heimsveldið til dæmis enn við lýði, enda Breska samveldið ekki stofnað fyrr en á ár- unum 1953–1966, ekki bjuggu nema rúm 30% Breta þá í eigin húsnæði og hefur þessi tala risið upp í 70% á tímabilinu, skilnaðir voru þá fimm- falt færri og konur einungis um þriðjungur vinnuafls í stað helm- ings nú. Lífslíkur voru líka átta ár- um skemmri og kolaframleiðsla og stáliðnaður ráðandi atvinnugreinar enda hátækniiðnaður nútímans ekki enn kominn til sögunnar. Ein- ungis 35% ungmenna héldu þá áfram skólagöngu eftir að skyldu- námi lauk í stað 70% nú og áhrifa sjónvarps- og netmiðla átti enn eft- ir að verða vart í þeim mikla mæli sem nú er. Þótt þjóðfélagsbreytingarnar hafi verið miklar á tímabilinu þykir drottningin hafa sýnt af sér mikla festu. Staða hennar er að vísu ólík forverum hennar í embætti, fólki á borð við Hinrik VIII, Vilhjálm bast- arð og Blóð-Maríu, enda hlutverk þjóðhöfðingjans í dag að stórum hlut táknrænt – hún er holdgerv- ingur þjóðarímyndarinnar. Tákn- ræn staða kemur þó ekki í veg fyrir að konungsfjölskyldan sé gagnrýnd af almenningi sem virðist almennt hafa nokkuð sterkar skoðanir á málefnum fjölskyldunnar. Er hjónaband Karls Bretaprins og lafði Díönu Spencer, sem í fyrstu hafði virst eins og klippt út úr æv- intýrabókum, endaði með bitrum skilnaði og hjónabönd þeirra Önnu prinsessu og Andrésar brustu líka, töldu margir slíkt hafa neikvæð áhrif á ímynd krúnunnar þó dregið hafi úr gagnrýni á síðustu árum. Enn eimir þó af slíkum skoðunum, sem kemur hvað skýrast fram í við- horfi almennings til ástkonu Karls prins, Camillu Parker-Bowles. Vikuritið Economist bendir þannig á að lengi vel hafi þótt óásættanlegt að erfingi krúnunnar giftist ást- konu sinni og þó Bretar hafi haft nokkur ár til að venjast tilhugsun- inni bendi skoðanakannanir til þess að þriðjungur þeirra sé enn ósáttur Lengi lifi drottningin Bretar fagna nú um helgina því að 50 ár eru liðin frá því að Elísabet II var krýnd drottning, þá að- eins 26 ára gömul. En Elísabet er 40. þjóðhöfðing- inn sem fer fyrir Englendingum frá dögum Vil- hjálms bastarðs. Anna Sigríður Einarsdóttir stiklaði á stóru í sögu krúnunnar og komst að því að þótt breskir fjölmiðlar séu gjarnan gagnrýnir á konungsfjölskylduna nýtur hún enn óneitanlega mikillar hylli meðal almennings. Buckingham-höll. Mikið verður um dýrðir í nágrenni hallarinnar nú um helgina og setur tónleikahald svip á hátíðarhöldin. Búast má við að hundruð þúsunda gesta leggi leið sína þangað til að fagna 50 ára krýningarafmæli drottningarinnar. Elísabet við eina þeirra fjölmörgu opinberra athafna sem hún er við ár hvert. Hlutverk þjóðhöfðingjans í dag er að mestu leyti táknrænt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.