Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 25
við þá hugmynd. Láti prinsinn síð-
an verða af því að ganga í hnapp-
helduna að nýju eru fjórir fimmtu
hlutar Breta ósáttir við að Camilla
fái að titla sig sem drottningu. Sé
hins vegar borinn upp sú hugmynd
að afnema konungsveldið að fullu er
einungis fimmtungur landsmanna
því sammála.
Konungsfjölskyldan þykir líka,
þrátt fyrir þá gagnrýni sem hún
hlýtur, hafa sýnt af sér vilja til að
fylgjast með tíðarandanum, líkt og
ákvörðun drottningar um að greiða
skatta hin síðari ár þykir vera til
merkis um, sem og sú nýlunda að
opna Buckingham-höll fyrir al-
menningi í nokkra mánuði á ári
hverju til að drottning geti sjálf
fjármagnað viðgerðir á Windsor-
höll.
Viktoría drottning
langlífust í embætti
Frá því Normanir báru sigur af
Söxum í baráttunni um Hastings
1066 hafa einungis fjórir breskir
kóngar og drottningar, utan Elísa-
betar, náð að sitja fimmtíu ár í há-
sæti. Viktoría drottning var 63 ár í
embætti, Georg III 59 ár, Hinrik
III 56 ár og Eðvarð III 50 ár. Jakob
VI Skotakonungur var reyndar
konungur Skota í 58 ár, en einungis
konungur Englendinga frá 1603–
1625.
Það má því búast við miklum há-
tíðarhöldum nú um helgina og er
talið að hundruð þúsunda manna
geri sér ferð til nágrennis Bucking-
ham hallar ýmist til að fylgjast með
tónleikadagskrá sem í boði verða í
hallargarðinum 1. og 3. júní og sjón-
varpað verður í nærliggjandi
lystigörðum, eða til að fylgjast með
skrúðgöngunni miklu 4. júní er
drottningin heimsækir bæði St.
Paul’s dómkirkjuna, sem og West-
minister Abbey.
Krýningarafmæli virðast líka
eiga sér langa sögu, en þeim hefur
verið fagnað allt frá tímum forn
Egypta sem kröfust þessarar stað-
festingar á heilsufari faraóanna,
þótt hátíðarhöldin hafi efalítið verið
með öðru sniði en nú. Sé hins vegar
litið aftur til tíma Viktoríu drottn-
ingar, sem náði að fagna bæði 50 og
60 ára krýningarafmæli sínu, má
sjá að þótt margt hafi breyst, virð-
ist áhugi almennings vera samur
við sig. En Viktoría er sú breskra
kónga og drottninga sem hvað
lengst hefur setið við völd, enda var
hún krýnd aðeins 19 ára gömul. Há-
tíðarhöldin í tilefni af 50 ára krýn-
ingarafmæli hennar árið 1887 hóf-
ust þannig til að mynda með
morgunverði við gröf hennar ást-
kæra Alberts prins við Frogmore-
kastala, en að honum loknum hélt
drottningin til Lundúna þar sem
hún tók þátt í hátíðarverði með um
50 þjóðhöfðingjum Evrópu og rík-
isstjórum bresku nýlendnanna.
Daginn eftir fylgdi indverska ridd-
araliðið henni síðan til Westminster
Abbey og líkt og bandaríski rithöf-
undurinn Mark Twain punktaði hjá
sér þá teygðu fylkingar áhorfenda
sig „allt að endimörkum sjónlínu til
beggja átta“. Eftir komuna til
Buckingham var Viktoríu síðan
fagnað af fjöldanum þar sem hún
stóð á svölum hallarinnar.
Tíu árum síðar, er drottning
fagnaði 60 árum í embætti, var hins
vegar aðeins efnt var til stuttrar
þakkargjörðarmessu við St. Paul’s-
dómkirkjuna. Viktoría var þá orðin
svo hrum að hún gat ekki gengið
upp tröppurnar að kirkjuskipinu og
var messan því haldin fyrir utan
kirkjuna. Að því loknu ók hún í opn-
um vagni um götur Lundúna á leið
aftur til hallarinnar, en eftir öku-
ferðina skrifaði hún í dagbók sína:
„Enginn hefur nokkru sinni, að ég
held, mætt jafnmiklum fagnaðarlát-
um og biðu mín á þessum sex mílna
vegakafla … allt ætlaði um koll að
keyra og hvert andlit virtist lýsa
raunverulegum fögnuði. Ég var
verulega hrærð og þakklát.“
Ekki eru þó nema 25 ár liðin frá
því að Bretar efndu síðast til hátíð-
arhalda í tilefni krýningarafmælis,
en árið 1977 fögnuðu þeir 25 ára
setu Elísabetar II í hásæti og var
þá mikið um götuhátíðir og flug-
eldaveislur. Í ár eru hátíðarhöldin
öllu formlegri, tónleika og hersýn-
ingar ber þar hæst þó minni við-
burðir sem sveitarfélög, einstak-
lingar, stofnanir, félög og áhuga-
hópar standi fyrir setji einnig svip á
árið. Áhugi almennings á krýning-
arafmælinu hefur líka verið mun
meiri en bjartsýnustu menn gerðu
sér vonir um og eru skipulagðir við-
burðir mun fleiri en var 1977.
Það virðist því nokkuð ljóst að
Bretar eru upp til hópa ánægðir
með drottningu sína og konungs-
fjölskylduna, líkt og tregi þeirra til
að leggja konungsveldið niður
bendir skýrlega til. Konungsfjöl-
skyldan hefur enda mikið aðdrátt-
arafl fyrir erlenda ferðamenn og er
talið að henni beri að þakka millj-
ónir punda í ferðamannatekjur á ári
hverju. Stoltið nær þá líka dýpra
hagsýninni, því ekki eru margir
mánuðir frá því að eitt af bresku
blöðunum birti lista yfir 100 ástæð-
ur þess að það er frábært að vera
Breti og fyrir lát drottningarmóð-
urinnar var hún þar efst á blaði.
Elísabet II á brúðkaupsdag sinn 1947. Demantarnir í kórónu hennar eiga að
hafa verið í eigu konungsfjölskyldunnar frá dögum Georgs III.
annaei@mbl.is
Traust menntun í framsæknum skóla
Á rafiðnasviði Iðnskólans í Reykjavík er hægt að velja úr fjórum námsleiðum
eftir grunndeild; rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafeindavirkjun
og símsmíði.
Á öllum þessum námsleiðum er bæði bóklegt nám og verklegt og fást
nemendur við raunhæf verkefni, svo sem viðgerðir á hljómtækjum, heimilis-
tækjum og hönnun ýmiss konar stýringa.
Það sem einkennir störf rafiðnaðarmanna eru stöðugar breytingar og nýjungar.
Fáar greinar þurfa jafnmikla endur- og símenntun og gera jafnmiklar
kröfur til starfsmannaþróunar.IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Rafiðnasvið
Rafmögnuð
framtíðarsýn