Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 33
að þeim tímum þar sem skilningur stjórnenda
fyrirtækja virðist vera að aukast á mikilvægi
þess að atvinnulífið rækti félagslegar skyldur
sínar í samfélaginu, en eins og Tessa Blackstone
bendir á er mikilvægt að sú viðleitni haldi áfram
að þróast. Í Bretlandi þar sem upphafið að sam-
starfi atvinnulífs og menningar var með líkum
hætti og hér, segir hún fyrstu tilraunir hafa snú-
ist um að „fá atvinnulífið til að styðja við listir
með því að taka þátt í kostnaði við sviðsetningar
eða uppsetningar á nýjum sýningum og þess
háttar. Helsta markmiðið þá var að fá meira fjár-
magn inn í listastarfsemi. Nú hefur þessi viðleitni
þróast út í annað og meira; hún snýst um að
koma á varanlegri tengslum á milli einstakra
listastofnana og atvinnufyrirtækja […], þar sem
samstarf á sér stað um lengri tíma í stað þess að
snúast um eitt verkefni.“
Íslensk atvinnufyrirtæki munu því vonandi sjá
hag sinn í frekara samstarfi við listirnar í fram-
tíðinni og reyna að nýta sér þann sköpunarkraft
sem þar er að finna á jákvæðan hátt, þannig að
báðir aðilar hafi gagnkvæman hag af. Í öllu
menningarstarfi býr mikil og dýrmæt menntun
sem fyrirtæki geta án efa notfært sér til að auka
áræði, hugmyndaauðgi og skapandi þætti innan
fyrirtækjanna, ekki síst með tilliti til þeirrar
miklu skörunar sem er að verða á öllum sviðum
samfélagsins í samtímanum.
Mikilvægt
frumkvæði
Það vekur nokkra eft-
irtekt að Listahátíð í
Reykjavík er í aukn-
um mæli farin að sýna
frumkvæði í því að óska eftir verkum frá íslensk-
um listamönnum. Slíkt frumkvæði sýnir aukinn
styrk hátíðarinnar við að skapa listum frjóan
jarðveg og afhjúpar jafnframt möguleika
Listahátíðar til að vera atvinnuskapandi, enda er
þetta tilvalin leið til að gefa þeim íslensku lista-
mönnum sem fram úr skara tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Jafnframt má líta á pantanir á
verkum listamanna sem tækifæri fyrir stjórn-
endur Listahátíðar til að miðla þeirri þekkingu
sem þar safnast á samtímamenningu þjóðarinnar
til listahátíðargesta, hvort sem þeir eru skapandi
þátttakendur eða áhorfendur. Sem dæmi um
þessa ánægjulegu þróun á hátíðinni í vor má
nefna hljóðverk Finnboga Péturssonar mynd-
listamanns, sem tileinkað var Halldóri Laxness,
og afhjúpað í Borgarleikhúsinu við opnunarat-
höfnina. Einnig má nefna tónverk Jóns Nordals,
sem dæmi um verkefni af þessu tagi, en hann
samdi það að beiðni Kammersveitar Reykjavíkur
til að frumflytja á Listahátíð, en fjárstyrkur fyrir
verkinu fékkst úr Menningarborgarsjóði. Vonir
standa til að Sigur Rós semji á næstunni verk í
samvinnu við Kronos-kvartettinn eins og fram
kom á síðari tónleikum kvartettsins fyrir nokkr-
um dögum, en Kronos hélt hér tvenna tónleika á
hátíðinni og flutti þá m.a. tvö þekkt verk Sigur
Rósar sem hann hafði látið útsetja sérstaklega
fyrir sig, en Listahátíð á heiður af því að koma
þessu samstarfi fyrir sjónir okkar hér. Í þessu
síðastnefnda dæmi skarast íslensk listsköpun og
erlend með einkar áhrifamiklum hætti, því flutn-
ingur hins heimsfræga Kronos-kvartetts mun án
efa auka enn á hróður Sigur Rósar erlendis og
væntanlega verða til að víkka út hlustendahóp
þeirra enn frekar.
En þessi ánægjulega skörun á milli íslenskrar
listsköpunar og erlendrar á sér fleiri hliðar en þá
sem lýsir sér í samstarfi Sigur Rósar og Kronos-
kvartettsins.
Fleiri íslenskir listamenn hafa skapað sér
starfsgrundvöll og vakið eftirtekt erlendis á und-
anförnum árum og eru myndlistarmennirnir Sig-
urður Guðmundsson og Ólafur Elíasson lifandi
dæmi um það að Íslendingar eiga fullt erindi við
hinn alþjóðlega listheim. Báðir sóttu þeir Ísland
heim til að taka þátt í Listahátíð að þessu sinni,
Sigurður til að afhjúpa fjöruverk sitt við Sæ-
brautina og Ólafur með sýningu í myndlistargall-
eríinu i8. Að auki vildi svo skemmtilega til að
formleg kynning á verki því sem Íslensk erfða-
greining pantaði af Ólafi var möguleg á sama
tíma og sýning hans var opnuð í i8, en það verk er
vissulega einnig vísir að vaxtarbroddi í samstarfi
atvinnulífs og samtímalista.
Eitthvað
fyrir alla
Menningarborgarárið
2000 gaf nýjan tón í
skipulagningu listahá-
tíðarhalda hvað alþýð-
leika varðar og þeirri þróun var fylgt eftir á
Listahátíð nú þar sem boðið var upp á viðburði
við allra hæfi. Óróaseggirnir, fjöllistamenn sem
léku loftfimleika fyrir landsmenn þrátt fyrir
kulda og trekk í miðbænum, vöktu mikla ánægju,
ekki síst þar sem aðgangseyrir var enginn og því
á allra færi að fylgjast með. Örleikverkin, sem
flutt voru víða um borgina og þar að auki útvarp-
að til landsmanna, voru áhugaverð, öllum að-
gengileg, og byggðust þar að auki á afhjúpandi
samruna leiklistar og myndlistar sem vel mætti
þróa áfram. Sápukúlusýning spænskra trúða
vakti einnig áhuga margra fjölskyldna og leik-
verkið Týndar mömmur og talandi beinagrindur
var verðugt framlag til barnamenningar sem nú
er sinnt af vaxandi þrótti hér á landi.
Þótt stórviðburðir af sígildu tagi á borð við tón-
leika Maxim Vengerov og June Anderson og
flutning Hollendingsins fljúgandi hafi að sönnu
sett svip sinn á hátíðina var einnig mikið úrval
viðburða af öðrum toga – nægir að nefna Hrafna-
galdur, sígaunasveitina Taraf De Haïdouks og
Vocal Sampling í því sambandi. Óhætt er að
segja að með þessari breidd í framboði á list eða
menningartengdum viðburðum sinni Listahátíð
með sóma því hlutverki sínu að mennta þjóðina á
sviði menningar og færa það sem listir hafa upp á
að bjóða „hvað varðar skilning, gleði og fagur-
fræðilega tilfinningu, til mun fleiri þjóðfélags-
hópa – og helst til allrar þjóðarinnar“, svo enn sé
vitnað í orð Tessu Blackstone.
Reglulegur
þáttur í
þjóðlífinu
Ef litið er yfir þró-
unina í sögu Listahá-
tíðar kemur í ljós að
íslenskt menningarlíf
hefur eflst mjög mikið
á þeim tíma sem hún
hefur verið reglulegur þáttur í þjóðlífinu. Það má
að sjálfsögðu fyrst og fremst rekja til þess
hversu mikill og stór hópur vel menntaðra at-
vinnulistamanna er nú starfandi hér á landi, en
þó má ekki gleyma því hversu mikilvægt það er
að skapa þeim frjóan jarðveg til að stunda sinn
skapandi starfa og þar hefur Listahátíð án efa
leikið stórt hlutverk.
Í viðtalinu við Svein Einarsson, sem vísað var
til hér að ofan, ítrekar hann hversu mikilvægt
það var að gera sér grein fyrir hlutverki lista í
samfélaginu fyrir rúmum þrjátíu árum, og jafn-
framt hversu persónuleg tengsl Ashkenazys
voru mikilvæg til þess að koma Íslandi í tengsl
við umheiminn í því sambandi. Ef til vill eru þau
straumhvörf sem nú hafa orðið í starfsháttum
Listahátíðar vitnisburður um að flestir séu orðn-
ir meðvitaðir um hlutverk listanna í samfélaginu,
og jafnframt að við þurfum ekki lengur að reiða
okkur á persónuleg tengsl velunnara á borð við
Ashkenazy til að fá hingað fólk erlendis frá. Sú
þekking sem nauðsynleg er til að koma Íslandi í
tengsl við umheiminn er án efa til staðar meðal
þeirra sem nú stýra Listahátíð og því afar for-
vitnilegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í
þessu sambandi. Hver veit nema Listahátíð eigi í
framtíðinni eftir að verða farvegur til þess að ís-
lenskir listamenn hleypi heimdraganum í aukn-
um mæli svo þeir geti átt frjóan og framsækinn
orðastað við umheiminn í alþjóðlegu samstarfi.
Morgunblaðið/Ásdís
Frá ylströndinni í Nauthólsvík.
Jafnframt má líta á
pantanir á verkum
listamanna sem
tækifæri fyrir
stjórnendur
Listahátíðar til að
miðla þeirri þekk-
ingu sem þar safn-
ast á samtímamenn-
ingu þjóðarinnar til
listahátíðargesta,
hvort sem þeir eru
skapandi þátttak-
endur eða áhorf-
endur.
Laugardagur 1. júní