Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 37
Samtökin saka Ísraelsher um að
hafa haft óbreytta borgara sem
skjöld fyrir sér þegar farið var inn í
búðirnar, en svipaðar ásakanir hafa
reyndar verið fram bornar á hendur
palestínskum skyttum, sem feli sig á
bak við börn og unglinga.
Hvað er annars á bak við þessar
tölur: 23 ísraelskir hermenn og 48
Palestínumenn? Aldrei hefðu slíkar
tölur komið út úr árásum Rússa á
höfuðborg Tsjetsjena, Groznij eða
hernaði Bandaríkjamanna í Afgan-
istan. Vegna þess að þau stórveldi
spara líf sinna hermanna með því að
varpa sprengjum úr lofti á þá sem
andóf veita og senda helst ekki menn
sína á vettvang fyrr en þaggað hefur
verið niður í vopnum með gífurlegu
sprengjuregni sem enginn veit hve
marga hæfir. Ísraelsher hefur vafa-
laust gert margt af sér í Jenín og víð-
ar – en hann beitti ekki lofthernum,
heldur barðist hús úr húsi. Engu að
síður hafa menn hátt um að annan
eins glæp hafi heimurinn ekki séð
lengi. Franskir hershöfðingjar
sögðu það við fréttaritara Le Monde
fyrir skömmu, að það sem Ísr-
aelsmenn gerðu í Jenin hefði verið
verra en nokkuð sem Frakkar gerðu
í Alsír meðan þar var barist. Frétta-
ritarinn var víst nokkuð hissa á þeim
samanburði, því í því stríði voru um
miljón Alsírmenn drepnir.
Víða um Evrópu er semsagt látið
eins og Ísraelar séu að gera eitthvað
hliðstætt og Þjóðverjar gerðu Gyð-
ingum eða Frakkar Alsírbúum og
haldi svo hver áfram. Menn spyrja
sig hvernig á þessu stendur. Sum
svör athyglisverð eru á þessa leið:
Margir Evrópumenn finna til ónota í
sálinni vegna útrýmingar evrópskra
gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari.
Vegna þess að margir urðu með
nokkrum hætti meðsekir: menn
horfðu í aðra átt, lokuðu landamær-
um fyrir flóttafólki, aðstoðuðu þýska
hernámsliðið beint og óbeint. Þá
kemur upp einskonar þörf fyrir að
menn teygi sig út fyrir alla skynsemi
og réttsýni í dómum sínum um Ísr-
aela til að segja: sjáiði bara, gyðingar
geta líka drepið fólk. Þeir eru engu
betri en við. Og þá sýnist það sem við
Evrópumenn gerðum, kristnir og
siðaðir, einhvern veginn ekki alveg
eins skelfilegt og einstakt. Það er
eftir því tekið, að hinn nýi gyðinga-
fjandskapur (með hatursskrifum og
hermdarverkum á samkomuhúsum,
grafreitum og víðar) er sérlega út-
breiddur í Frakklandi (samanber
einnig orð frönsku hershöfðingjanna
sem áður var vitnað til). Og einmitt í
Frakklandi hafa menn verið mjög
seinir til að fjalla um ýmsar smán-
arhliðar furðu náinnar samvinnu
franskrar lögreglu, íhaldsmanna og
fleiri aðila við þýskt hernámslið á
stríðsárunum – og þá ekki síst við
framkvæmd Helfarar.
Að hafa rétt fyrir sér
Grein um þessi efni getur orðið
óendanlega löng, ekki síst ef rekja
ætti sögu einstakra þátta málsins.
Látum nægja að geta þess hér, að
hver sá sem les sér af þolinmæði til
um sögu átaka í Miðjarðarhafsbotn-
um á von á mörgu óvæntu – og kemst
helst að þeirri niðurstöðu að þau séu
á margan hátt engum öðrum deilum
og stríðum lík. Ekkert er sem sýnist.
Allan málflutning verður að taka
með fyrirvara. Og í því ástandi sem
nú ríkir skiptir mestu að hver og
einn fylli sína litlu teskeið með vatni
til að stökkva á ófriðarbál eins og sá
ágæti höfundur Amos Oz kemst að
orði. Og þá er ekki ráðlegt að láta þá
sem fylgja fram sínum málstað af
mestri hörku halda að þeir einir hafi
rétt fyrir sér. Þeir sem Ísraelar
hlusta á þurfa að brýna það sem
rækilegast fyrir ráðamönnum að
Palestínuríki hljóti að verða til og
landtökubyggðir að víkja. Þeir sem
Arafat og hans menn hlusta á þurfa
að vita að sættir munu aldrei takast
nema hægt sé að kveða niður í raun
og veru þau samtök, herská og vopn-
uð, sem ekki vilja unna sér hvíldar
fyrr en búið er að tortíma Ísrael.
Yezid Sayigh, fyrrum einn af samn-
ingamönnum Palestínumanna, segir
í nýlegri grein, að þeir Sharon og
Arafat hafi hvorugir til að bera hug-
rekki eða pólitíska framsýni til að
fást við þá menn í sínum eigin röðum
sem berjast gegn hverri málamiðlun
af mestri hörku. Þeir haldi því áfram
að treysta á vopnaðan þrýsting í von
um að einhver ófyrirséð framvinda
mála verði til þess að skera þá niður
úr þeirri snöru sem þeir hafa flækt
sig í. Mestu varðar að hafa slíka hluti
til hliðsjónar – en taka ekki hugs-
unarlaust undir einföld heróp þeirra
sem eru strax búnir að finna sér
sökudólg í hverju máli. Heróp sem í
þessu dæmi hér bera sorglega sterk-
an keim af gyðingahatri sem er
sterkari þáttur í evrópskum hugsun-
arhætti en flestir kæra sig um að við-
urkenna.
Höfundur er rithöfundur.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 37
Stiga sláttuvélar
Hjá okkur er mikið úrval af hinum vel
þekktu Stiga sláttuvélum.
Aðalsmerki Stiga eru gæði og góð ending.
Ef þú vilt hafa garðinn þinn grænan í sumar
komdu þá til okkar og skoðaðu úrvalið.
Askalind 4
Vetrarsól er flutt að
í Kópavogi
Vetrarsól - Askalind4 - Kópavogi - Sími 5641864
A
U
G
L
Ý
S
I
N
G
A
S
E
T
R
I
Ð