Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 49 ÞEGAR ég var í barna-skóla á Siglufirði, í tíueða ellefu ára bekk,sem þá hét, var okkureinhverju sinni uppá- lagt að skrifa ritgerð um það, hvað við ætluðum að verða þeg- ar við yrðum stór. Ég man að ég ætlaði að verða sjómaður. Afi minn hafði verið útvegsbóndi í Grímsey, faðir minn einnig verið sjómaður um tíma, og bræður mínir líka, á hinum ýmsu bátum og skipum. Ég var ákaflega stoltur af þeim. Og ég ætlaði sko ekki að verða eftirbátur þeirra. Þetta var á þeim tíma, þegar aðalskip Siglfirðinga var Hafliði SI 2, gamli síðutogarinn. Þangað skyldi ég fara og vera. En svo liðu árin. Maður hafði um annað að hugsa, og sjó- mennskan varð að bíða. Og ein- hvern veginn æxlaðist það svo, að ég fór aðra leið en ég hafði ákveðið forðum, þarna á harða stólnum í litlu kennslustofunni hjá Sigþóri kennara. Allt þetta flaug um huga minn nú fyrir skemmstu, þegar ég var að hugleiða texta sjómannadags- ins, um bátinn í öldurótinu. Inn í það blandaðist mynd af altaris- töflu Siglufjarðarkirkju, verk Gunnlaugs Blöndal listmálara, þar sem Jesús gengur á vatninu, segjandi: „Það er ég, óttist eigi.“ Fjölskylda mín var heppin. Alltaf komu þeir heim, afi minn, faðir og bræður, þótt litlu mun- aði stundum. Ekki hafa allir get- að fagnað slíku láni í gegnum aldirnar, að heimta ástvinina lif- andi úr greipum sjávarins, eftir dimm veður og ill. Margar eru þær fjölskyldur, sem eiga um sárt að binda eftir þau viðskipti, og hafa mátt sjá á eftir feðrum og börnum, án þess að hafa get- að komið þeim til bjargar. En baráttan við náttúruöflin og harðneskju lífsins efldi mann- kosti, þolgæði, kjark og dugnað þessa fólks – með hjálp trú- arinnar á almættið, sem breiddi líkn og frið yfir hverja raun. Vegna staðhátta á þessu harð- býla eylandi sem við byggjum, eigum við að mörgu leyti auð- veldara með að setja okkur inn í frásögu Matteusarguðspjalls (8: 23–27) heldur en margar aðrar þjóðir. Við getum að nokkru leyti hermt eigin reynslu og um- hverfi upp á hana, getum sett okkar hyrndu klettaborgir og fjöll í stað hæðanna í Galíleu í Palestínu, og firði okkar og djúp í stað Genesaretvatnsins. Og skip okkar í stað bátsins litla, sem lærisveinarnir velktust á. Og þá erum við nánast komin með þennan atburð hingað, yfir 2000 ára víðáttu í tíma. Veðrið og hafið þarf ekki að túlka eða heimfæra. Þau hafa ávallt verið tákn fyrir allt hið villta og eyðandi, hið ótamda og óræða. Óskapnaðinn sjálfan. Þann hluta veraldarinnar, sem Guð setti lausar skorður, þegar hann bjó lífinu skilyrði á jörð- unni. Vindur og haf voru á dög- um Jesú, eins og í dag, utan þess, sem menn fá hamið. Þau voru samnefnari allra þeirra ógnarafla, er steðjuðu að mann- heimi. Þess vegna er frásagan um björgunina sterkur vitn- isburður til okkar um það, að við þurfum ekki að óttast, ef við trú- um. Orðin, sem Jesús sagði forð- um við Matteus tollheimtumann og síðar guðspjallamann, voru ekki mörg, heldur einungis þrjú: „Fylg þú mér.“ En þessi orð voru áhrifarík. Og þau hrifu fleiri. Þar á meðal nokkra fiski- menn. Hann vildi fá þá í lið með sér, vildi hafa þá í áhöfn sinni. Þetta var fyrir margt löngu. Hvaða erindi skyldi hann eiga við íslenska sjómannastétt í dag? Á öld tækni og framfara, sem varla og ekki hefur rúm fyrir Guð? Vill hann nokkuð með sjómenn hafa að gera, deyjandi stétt, eða þeir hann? Ég svara þessu hiklaust ját- andi. Að sjálfsögðu vill Kristur enn sem fyrr munstra þá á lífs- skútuna, sem hefur inni að halda þriðjung allra jarðarbúa, alls um tvö þúsund milljónir ein- staklinga, tvo milljarða. Og hann vill svo gjarnan fá þá í áhöfnina vegna þess, að hann veit, að í þeirra röðum á hann marga sína dyggustu liðsmenn, eins og fyrr- um daga og alla tíð þaðan. Og auðvitað vill hann alla hina líka, okkur sem vinnum í landi eða annars staðar, en ég nefni sjó- mennina hér alveg sérstaklega vegna dagsins þeirra. Eins og ég gat um hér í upp- hafi, varð lítið úr sjómanns- draumum mínum frá barna- skólaárunum. En ég hef alla tíð hugsað vel til sjómanna, litið upp til þeirra fyrir þau verk, sem þeir inna af hendi, oftast víðs fjarri heimahögum og ást- vinum, langtímum saman. Og þeir munu halda áfram að eiga hug minn og bestu óskir, alla tíð. Ef grannt er skoðað, er ég – eins og reyndar við öll, kristið fólk – þó ekkert annað en sjó- maður, og þeir aftur bræður mínir og systur, ef athuguð er táknræn merking skútunnar, en hún er kirkjan, sem hið trausta fley okkar mannanna á siglingu um mislyndan veraldarsjóinn, til ákvörðunarstaðarins á himnum. Þetta er með elstu táknum krist- inna manna, á sér rætur allt aft- ur til 2. aldar e.Kr. og jafnvel dýpra en það. Til hamingju með daginn, sjó- menn. Þeir sem aldrei náðu til hafn- ar séu Guði vígðir um eilífð. Sjómaður sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sjómannadagurinn er í dag. Víða er hon- um fagnað, einkum í sjávarplássunum, en þó ekki alls staðar af jafn miklum krafti og á árum áður. Því miður. Sigurður Ægisson lítur hér til íslenskra sjómanna fyrr og nú, og tekur ofan fyrir þeim. Að sjálfsögðu. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Breidd 60 sm. Verð frá kr. 29.880,- Breidd 90 sm. Verð frá kr. 44.820,- w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifan 2 • 108 Reykjavík S. 530 5900 • Fax 530 5911 www.poulsen.is Baðinnréttingar Spegill m. ljósi fylgir. Hvítt eða viðarlitt. Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil RC Hús, Sóltún 3, 105 Rvík. s. 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Vegna nýrra samninga á efni og hönnun tilkynnum við nú allt að 1,5 millj. króna VERÐLÆKKUN á sumarhúsum, frá og með 13. maí 2002. Höfum yfir 60 teikningar af sumarhúsum og á annað hundrað teikningar af íbúðarhúsum. VERÐLÆKKUN! Þetta hús lækkar um kr. 1,500,000.- Ármúla 36 • 108 Reykjavík Sími 568 8866 NÝLEGA var haldin svokölluð stóra Blackpool-keppnin, eins og hún er nefnd á Íslandi. Þetta er ein sterkasta danskeppni sem haldin er í heiminum í dag og þar áttu Íslend- ingar 2 pör. Keppt var í flokki ung- menna, áhugamanna, atvinnu- manna og í flokki fullorðinna. Karen og Adam Reeve frá ÍR kepptu í flokki atvinnumanna og Robin og Elísabet Sif Haraldsdóttir frá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi kepptu í flokki áhugamanna. Í flokki atvinnumanna í Rising Star-keppninni komust Karen og Adam í undanúrslit, segir í frétta- tilkynningu. Karen og Adam í und- anúrslit FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.