Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
göngustígum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgað, þeir lengst og verið tengdir
saman. Það hefur fólk kunnað að
meta og á góðviðrisdögum eru
hundruð manna sem nota stígana sér
til ánægju og heilsubótar. Sú leið
sem mér finnst einna skemmtilegust
er gönguleiðin fyrir Seltjarnarnes. Á
þeirri leið er margt að sjá og hefur,
Lionsklúbbur Seltjarnarness víða
komið fyrir smekklegum skiltum
með upplýsingum um dýralíf og sögu
viðkomandi staða.
Utarlega á nesinu var mikið og
gamalt innsiglingamerki sem hrundi
í miklu sjávarróti fyrir nokkru. Hét
það Suðurnesvarða. Þessi varða var
úr grjóti, á að giska fjögurra metra
há og tel ég að grunnflötur hennar
hafi verið um sjö fermetrar. Senni-
lega hefur þetta verið ein stærsta
varða landsins. Á þessum stað höfðu
verið innsiglingamerki öldum sam-
an, sem oft hrundu í foráttubrimum
en voru ætíð hlaðin að nýju.
Legg ég til að Seltjarnarnesbær
láti endurreisa Suðurnesvörðu. Með
nútíma vinnuvélum og tækni ætti
það ekki að vera tímafrekt eða erfitt.
Að sjálfsögðu fylgir því nokkur
kostnaður en e.t.v. væri hægt að fá
nokkra útgerðarmenn (sægreifa) til
að styrkja verkefnið.
Trúlega eru einhverjir í þeirra
röðum sem hafa áhuga á minjum
sem tengjast sjávarútvegi.
Nokkru norðar við þennan stað
stendur stórt steinsteypt varðskýli
frá stríðsárunum, sem staðist hefur
ótrúlega vel tímans tönn. Frá því var
fylgst með skipaferðum um sundin.
Við skýlið er ekkert skilti með
upplýsingum um það.
Sjórinn er farinn að grafa undan
skýlinu og ef ekkert er að gert, er
bara dagaspursmál hvenær það
hverfur í hafið.
Auðvelt er að bjarga varðskýlinu
með því að hlaða stórgrýti fyrir
framan það.
Frá varðskýlinu lá símalína í virki
efst á Valhúsahæð. Þar höfðu Bretar
komið fyrir tveimur stórum fall-
byssum, en með þeim átti að verja
innsiglinguna til Reykjavíkur. Þegar
Bretar fóru í stríðslok, skildu þeir
fallbyssurnar eftir.
Íslendingar vildu að sjálfsögðu
hafa eitthvert gagn af fallbyssunum
og kom ekkert gáfulegra í hug en að
losa þær af undirstöðunum, með
mikilli fyrirhöfn, og steypa þeim síð-
an í Reykjavíkurhöfn til uppfyllingar
í hafnargarðinn út í Örfirisey.
Við höfnina í Þórshöfn í Færeyj-
um settu Bretar upp sams konar fall-
byssu.
Eftir því sem ég best veit er hún
þar enn og vekur mikla athygli
ferðamanna.
Það væri ekki úr vegi að tækni-
menn Seltjarnarnesbæjar verði sér
úti um málmleitartæki og leiti að
fallbyssunum.
Ef þær finnast, verði þær grafnar
upp og reynist þær í góðu ástandi,
verði þeim komið fyrir að nýju á Sel-
tjarnarnesi.
ÞÓRIR HALLGRÍMSSON,
Holtagerði 49, Kópavogi.
Fallbyssur á
Seltjarnarnes
Frá Þóri Hallgrímssyni:
SAMKVÆMT alþjóðalögum er her-
námsríki óheimilt að reka íbúa af
hernumdum svæðum og einnig er
hernámsríki óheimilt að nema land
á slíkum svæðum. Í Palestínu hefur
Ísraelsríki þverbrotið þessa laga-
bálka gróflega.
Í alþjóðalögum er skýrt kveðið á
um að óbreyttir borgarar hafi fullan
rétt til að berjast gegn erlendu her-
námsliði. Mikilvægt er að ljáð sé
máls á þessu vegna átakanna sem
nú eru fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hernám Ísraels í Palestínu hefur
nú staðið í 35 ár. Síðan það hófst
hafa Ísraelar notað hernumdu
svæðin undir ólöglegar byggðir gyð-
inga.
Í Palestínu eru um 400 ólöglegar
gyðingabyggðir og í þeim búa um
400.000 manns. Þessum byggðum
fjölgar stöðugt þrátt fyrir gefin fyr-
irheit og margundirritaða samn-
inga.
Útlit er fyrir að núverandi rík-
isstjórn í Ísrael hafi í hyggju að
halda þessu landráni áfram fremur
en að hætta því. Efraim Sneh, sam-
gönguráðherra Ísraels, hefur stað-
hæft að ef byggðunum fjölgi mikið
meira muni það útiloka sjálfstætt
ríki Palestínumanna. Sneh hefur þó
fullyrt að hann sé andvígur frekari
landvinningum.
Í skýrslu mannréttindasamtak-
anna Amnesty International frá
árinu 1999 um Ísrael og hernumdu
svæðin kemur fram að Ísraelsher
eyðilagði a.m.k 2.650 palestínsk
heimili á Vesturbakkanum og í
Austur-Jerúsalem það ár. Afleiðing-
ar þess voru að 16.700 Palestínu-
menn misstu heimili þ.m.t 7.300
börn. Þessi níðingsverk voru framin
löngu fyrir palestínsku uppreisnina
gegn hernáminu og mánuðum áður
en sjálfsmorðsárásir hófust í Ísrael.
Ísraelsk kona, Neta Golan að
nafni, hefur búið í palestínsku borg-
inni Ramallah í rúmt hálft ár. Hún
fullyrðir að hernámið hafi skapað
ógnina sem ísraelska þjóðin búi við
nú. Hún segir að sjálfsmorðsárásir
Palestínumanna hjálpi ekki málstað
þeirra og séu fordæmanlegar. En
bíðum við, segir hún, ef maður króar
af kött út í horni og ræðst síðan á
hann veit maður hvernig kötturinn
bregst við.
Því miður eru þessi orð Netu Gol-
an raunhæf lýsing á þeim átökum
sem nú eru fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON,
Selvogsgrunn 22, Reykjavík.
Hernám og ólöglegir
landvinningar
Frá Sigurði Þórarinssyni: