Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 51
FASTEIGNIR Á COSTA BLANCA Á SPÁNI
Símar á Íslandi: 699 0044, 696 1450. Sími á Spáni 00 34 65990 6690
EUROFORMA S.L.
OG FOLD
FASTEIGNASALA
KYNNA UM HELGINA
Vandaðar og fallegar eignir
- Allt að 80% kaupverðs lánað til 20 ára
Íslenskir sölumenn á Spáni
og hér heima
bjóða ykkur velkomin
á kynningarfund í dag,
sunnudag, 2. júní
á Hótel Loftleiðum
milli kl. 13-17.
Kaffi á könnunni.
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
Nýnemar sem hyggja á nám við Háskóla Íslands í haust
geta sótt um húsnæði á stúdentagörðum fyrir næsta
skólaár, frá og með 1. júní á www.studentagardar.is.
Eldri stúdentar geta sótt um allt árið.
Umsóknir um vist á Stúdentagörðum
Allar frekari upplýsingar, myndir
og umsóknir er að finna á heimasíðunni:
Kíktu í heimsókn og kynntu þér málið!
ÁGÆTI verðandi bæjarstjóri, Árni
Sigfússon. Um leið og við hjónin ósk-
um þér til hamingju með kosningarn-
ar vil ég minnast á málefni varðandi
stjórnsýsluna í Reykjanesbæ sem ég
tel betra að þér sé kunnugt um þegar
þú tekur við yfirverkstjórn Reykja-
nesbæjar á núverandi kjörtímabili.
Ekki það að við hjónin vantreystum
þér til verksins. Heldur hitt, að bæj-
arstjóraembættið virðist snúið og í
embættismannakerfi bæjarins eru
misjafnir sauðir, sem og annars stað-
ar. Þá vil ég reifa hugmynd þess efnis
að þú komir upp tvöföldu eftirlits-
kerfi með stjórnsýslunni í Reykja-
nesbæ þannig að tryggt verði að
þröngir einkahagsmunir embættis-
eða bæjarráðsmanna blandist ekki
málefnum stjórnsýsluákvarðana og
geri umsýslu og lagasetningar tor-
tryggilegar.
Sendi þér tvö dæmi sem betur
mættu fara:
Að komast upp með að hirða lóðir
af fólki, án bóta.
Fyrrverandi meirihluti og emb-
ættismannakerfi Keflavíkur notaði
tækifærið þegar við keyptum húsið
okkar fyrir 10 árum og hirti til sín,
með einhliða þinglýstri yfirlýsingu,
sneið af eignarlóð okkar við Hafnar-
götu 18 upp á 122 fm, – sagði það
vegna skipulagsbreytinga á svæðinu.
Þegar leitað var leiðréttinga eða bóta
var svarið að „þetta hafi verið fram-
kvæmt með löggjörningi, rétt áður
en við eignuðumst hús og lóð og
kæmi okkur því ekki við“. Þó keypt-
um við eignina með þeim formerkj-
um „að henni fylgdi það sem fylgja
bar“, þar með taldir umræddir fer-
metrar. Við höfum ítrekað reynt að
fá þessum gjörningi aflýst án árang-
urs. Þess skal getið að bærinn á ekk-
ert afsal eða annan eignarnáms-
gjörning fyrir þessum fermetrum.
Einungis áðurnefnda yfirlýsingu.
Þá vil ég greina þér frá samflokks-
manni þínum. Köllum hann hr.
Grandvar. Hr. Grandvar Guðjóns-
son, bæjarstjórnar- og bæjarráðs-
maður, hyggst byggja sér hús við
Hafnargötuna í Keflavík. „Deili-
skipulag í almannaþágu.“
Á útmánuðum síðasta árs fékk
Grandvar þá hugmynd að fá úthlutað
lóð sem er í eigu bæjarins. Lóðin er
staðsett við hliðina á okkar lóð. Á lóð
Grandvars skal rísa allt að þriggja
hæða hús. Húsið passaði ekki inn í
skipulagið vegna stærðar, útlits og
krafna um næg bílastæði. Umsókn
Grandvars var samt meðhöndluð hjá
byggingaryfirvöldum með sérstakri
vandvirkni og lét byggingarnefnd
bóka eftir sér röksemdir þess efnis,
að deiliskipuleggja þyrfti miðbæjar-
svæðið til að fyrirbyggja andstöðu
við áform Grandvars og hugsanlega
lögsókn á hendur stjórnsýslunni.
Deiliskipulagið var síðan samþykkt
undir þeim formerkjum að um fram-
tíðar deiliskipulag Hafnargötunnar
væri að ræða. Og nú eru allir lóð-
arhafar í nágrenni við fyrirhugað hús
Grandvars réttindalausir. Þeir geta
mótmælt, – en hafa engin áhrif á
framgang byggingaráforma hans.
Hvernig verða menn réttindalausir?
Gætir þú spurt. – Jú, húsin sitt hvoru
megin við hús Grandvars eru gerð
„víkjandi“ Þau skal rífa og ekki nóg
með það: Nærliggjandi lóðir eru
gerðar að kvaðalóðum með gegnum
akstri og opnum bílastæðum fyrir
svokallað framtíðar miðbæjarsvæði.
Þetta hlýtur þó að vera bótaskylt?
Spyrð þú væntanlega. – Nei, alls ekki
segja byggingaryfirvöld Reykjanes-
bæjar. Þau senda mér svohljóðandi
yfirlýsingu við mótmælum: „Með
breyttu deiliskipulagi er heimilað að
rífa núverandi hús, ef viðkomandi
eigandi óskar eftir því, og heimilað
verður að byggja allt að 465 fm í stað
þeirra 258 fm sem eru á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd fær
ekki séð að breytt skipulag valdi á
nokkurn hátt verðrýrnun á viðkom-
andi eign.“ Hér eru byggingaryfir-
völd að tala um húsið sem ég end-
urbyggði á sl. ári. Ég má rífa það og
byggja stærra. – Þökk sé þeim! – Var
ég annars að biðja um leyfi fyrir
stærra húsi?
Þetta eru ekki tilvísanir í ævintýr-
ið um Lísu í Undralandi, hr. Árni Sig-
fússon, það getur þú kynnt þér á
heimasíðu minni: http://www.net-
verslun.com/hafnargata sem hefur
að geyma afrit af öllum gjörningum
varðandi lóðina og húsið.
Með bestu kveðju og óska þér far-
sældar í starfi sem bæjarstjóri
Reykjanesbæjar.
GUNNAR GEIR
KRISTJÁNSSON,
Hafnargötu 18, 230 Keflavík.
Opið bréf til Árna Sigfússonar
Frá Gunnari Geir Kristjánssyni:
MIG langar aðeins að vekja athygli
nýkjörinna sveitarstjórnarmanna á
ákveðnu vinnulagi sem gerir þá
sýnilega, ekki aðeins rétt fyrir
kosningar. Þannig er að eftir kosn-
ingar skipta menn með sér verkum
og setu í málefnanefndum. Þetta er
auðvitað mismikið starf og umfang.
Í stærstu sveitarfélögunum er hafa
yfir 12 þúsund íbúa er jafnan litið
svo á að sá sveitar- eða bæjar-
stjórnarfulltrúi geri setu sína að
aðalstarfi. En eitt finnst mér á
vanta í verklagi. Þessir fulltrúar
eru ekki mjög sýnilegir. Þar sem
ég þekki til telst það til undantekn-
inga að t.d. fulltrúar skólanefndar
sjáist á kennarafundum skólanna.
Ef þeir koma þá er það rækilega
auglýst fyrirfram og fjallað um eitt
afmarkað málefni. Reyndar man ég
ekki eftir slíku tilefni á sl. kjör-
tímabili. Eitt er að halda skóla-
nefndarfundi í ákveðnum skóla
sem er í sjálfu sér ágætt. Þá er far-
ið um skólann í fylgd skólastjórn-
enda og ekki gert ráð fyrir að fleiri
séu í för. Það sem vantar er að
fulltrúinn í málefnanefndinni komi
á starfsmannafund og fylgist með
umræðum og jafnvel sé reiðubúinn
að taka þátt í umræðum. Ég hef
reyndar rætt þetta við nokkra
sveitarstjórnarmenn en þeir bera
því við að slíkir fundir séu ekki
markvissir. Þegar sveitarstjórnar-
fulltrúinn birtist sé strax farið að
skammast og gagnrýna það sem
illa hefur verið gert. Sjaldan sé
fjallað um málefnið á jákvæðan og
uppbyggilegan hátt. Ég held að
þetta sé misskilningur og bið ykk-
ur nýkjörna fulltrúa að kynna ykk-
ur og sjást í fyrirtækjum og stofn-
unum sveitarfélagsins.
GÍSLI BALDVINSSON,
náms- og starfsráðgjafi.
Gerið ykkur sýnileg!
Frá Gísla Baldvinssyni:
MOGGABÚÐIN
mbl.is