Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Of mikið spjall
ÉG VIL koma á framfæri
óánægju minni með Rás 2
um helgar. Finnst mér of
mikið um svokallaða
spjallþætti, ég get ekki
ímyndað mér að fólk hafi
gaman af að hlusta á þetta
á frídögum.
Hlustandi.
Tapað/fundið
Geisladiskakassi
í óskilum
PLASTKASSI með 10
geisladiskum, m.a. óperu-
diskum, fannst í garði við
Bárugötu. Kassinn hefur
legið þar í nokkuð langan
tíma. Upplýsingar í síma
552 5953.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND frekar
breitt týndist um síðustu
helgi, líklega í miðbænum.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 551 0657.
Filma fannst
í Seljahverfi
FILMA fannst í Selja-
hverfi fyrir a.m.k. mánuði.
Filman var framkölluð og
myndirnar virðast vera úr
fjölskyldusamkomu, af-
mæli eða fermingarveislu.
Uppl. í síma 557 2664.
Vínrautt kven-
veski týndist
VÍNRAUTT leðurkven-
veski með lakkbryddingu
á hlið og hliðaról týndist
úr bíl við Elliðaárdal á
þriðjudagskvöldið milli
20:30 og 21:30. Veskisins
er sárt saknað ásamt skil-
ríkjum. Fundarlaun í boði.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 551 5287.
Dýrahald
Kanína í óskilum
BRÚN kanína fannst við
Kvarnaborg, Ártúnsholti.
Uppl. hjá Sigrúnu í síma
567-3199 (milli kl. 8-17).
Posi er enn týndur
POSI týndist af heimili
sínu á Vatnsstíg hinn
8.maí. Hann er 4 ára stein-
grár högni með eyrna-
merkinguna 375 en því
miður engin ól. Posa er
mjög sárt saknað. Hann er
mjög gæfur og sérstak-
lega forvitinn. Getur verið
að hann hafi laumast inn í
bílskúr, geymslu, þvotta-
hús eða kjallara hjá þér?
Fundarlaun. Birgitta S:
869 3093 – 5512144.
Nala er týnd
5 MÁNAÐA, mjög smá-
vaxin læða sem hlýðir
nafninu Nala, týndist frá
Baldursgötu 25 sl.
fimmtudag. Hún er marg-
lit, ólarlaus og ómerkt.
Hún er mjög kelin og er
hennar sárt saknað. Fólk
er beðið að athuga skúra á
svæðinu. Ef einhver hefur
orðið hennar var vinsam-
lega hafið samband við Jó-
hönnu í síma 552 5859 eða
847 1064.
Kettlingar fást gefins
TVEIR kettlingar, læður,
fást gefins. Kassavanar.
Upplýsingar í síma 849-
0579.
Læða fæst gefins
TVEGGJA mánaða læða
fæst gefins. Kassavön og
vel upp alin. Upplýsingar í
síma 557 1346.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
KONRÁÐ Lúðvíksson læknir hef-ur varpað fram hugmyndum um
markaðssetningu á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja innan lands og utan.
Í fróðlegu viðtali við Konráð – sem
hellti sér út í bæjarmálapólitíkina fyr-
ir kosningarnar um síðustu helgi og
var á lista sjálfstæðismanna í Reykja-
nesbæ – í nýjasta tölublaði Víkur-
frétta, er m.a. haft eftir Konráði að
sérfræðiþjónusta á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja hafi getið sér gott orð
og reglulega heyrist af einstaklingum
utan svæðisins sem komi þangað til
að sækja sér þjónustu.
Hann segir að fyrst þurfi að skapa
umhverfi á stofnuninni en starfsum-
hverfi skurðstofunnar sé t.d. óviðun-
andi nú.
„Við viljum oft bera okkur saman
við aðra. Akranes er ágætt dæmi. Þar
hefur heilbrigðisþjónustan byggst
upp mun markvissara. Þar hafa
margir eldhugar starfað. Á meðan við
vorum að kljást við óeiningu innan
stofnunarinnar, ríkti þar tíðarandi
sem ég finn fyrir að er að byggjast
upp hér í dag. Akurnesingar eru
ófeimnir að segja að þeir ætli að
byggja bestu fæðingardeild á land-
inu. Þeir eru stoltir af skurðstofunum
sínum. Þetta getum við líka gert,“
segir hann í viðtalinu og bætir við:
„Þegar þessari uppbyggingu er lokið
þá förum við út í umheiminn. Þá bjóð-
um við bandarískum þegnum að
koma til Íslands og fá bót meina
sinna. Það er ekkert sem hindrar
okkur. Það eru óendanleg tækifæri í
þessa átt. Við getum markaðssett
okkur eins og Bláa lónið. Við erum
samkeppnishæf en á lægra verði. Við
fáum fleira menntað fólk hingað og
mannauður mun aukast.“
x x x
Í SAMA viðtali kemur fram að Kon-ráð hefur komið með nýstárlegar
hugmyndir er varða fæðingardeildina
í Reykjanesbæ.
Í viðtalinu í Víkurfréttum, sem
komu út síðastliðinn fimmtudag, er
haft eftir honum:
„Útávið hefur fæðingardeildin ver-
ið það sem talað er um á sjúkrahús-
sviðinu. Umönnun á sjúkradeild er
hins vegar til mikillar fyrirmyndar en
störfin þar eru unnin hljóðlátlega.
Þau eru annars eðlis. Mikill sómi er af
umönnun hjúkrunarfólks við lok lífs,
enda ósjaldan sem því berst þakklæti
fyrir.“
Konráð upplýsir að fæðingar hafi
flestar verið 306 á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja á einu ári en þeim hafi
farið fækkandi undangengin ár. „Ég
vil gjarnan sjá 350 til 400 fæðingar
hér á ári. Það myndi skapa minni
sveiflur, því fæðingastarfsemin er
sveiflukennd. Við höfum jú ekki
fengitíma! Við viljum stöðugleika og
minni sveiflur. Sú hugmynd hefur
komið fram að við ættum að markaðs-
setja deildina og horfum til Hafnar-
fjarðar. Við þurfum að skapa okkur
orðstír þar og tengsl við Hafnarfjörð.
Hvernig væri að bjóða hverjum
Hafnfirðingi 10.000 kr. fyrir að fæða á
Suðurnesjum? Eitt hundrað konur úr
Hafnarfirði kosta eina milljón. Það er
ekki neitt. Hvað fáum við í staðinn?
Við fáum jákvætt umtal, ef vel tekst
til. Margfeldisáhrifin eru mikil. Við
erum ekki að gera Hafnfirðinga að fé-
þúfu, heldur bjóða þjónustu af gleði.
Markmiðið er að gera okkar stöðu
sterkari.“
Spennandi hugmyndir og gaman
verður að sjá hvort einhverjar þeirra
komast í framkvæmd.
ÞEGAR sjálfstæðismenn í
Hafnarfirði , sumir hverj-
ir, telja að flokkurinn hafi
aukið fylgi sitt í nýaf-
stöðnum kosningum þar í
bæ, fékk 40,6%, verður að
hafa í huga að við kosn-
ingarnar 1998 komu fram
tveir listar sjálfstæð-
ismanna, en Hafnarfjarð-
arlistinn undir forystu
Ellerts Borgar, fyrrv.
bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, hlaut þá 6,3%
atkvæða. Þar sem ætla
má að fylgi þess lista frá
1998 hafi nú að mestu
skilað sér til Sjálfstæð-
isflokksins væri nær að
tala um 3% tap hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
Og þegar gumað er af
því að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi nú fengið í
Hafnarfirði eina bestu út-
komu í sögu flokksins er
farið með vægast sagt
villandi mál og óbeint
kastað rýrð á þá sem áður
fóru í forystu fyrir flokk-
inn í Hafnarfirði. Þannig
fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn 42,1% atkvæða
1954, 44,5% 1962 og 41,5%
1974, allt byggt á upplýs-
ingum í blaði flokksins,
Hamri, fyrr á þessu ári.
Ætíð skal kappkostað
að fara með sem réttast
mál og því er þessum
skrifum komið hér á
framfæri.
Hafnfirskur
eldri borgari.
Um fylgi Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði
LÁRÉTT:
1 skemmtitæki, 8 skrifuð,
9 vondur, 10 starf, 11 rík,
13 kona, 15 metta, 18
refsa, 21 næstum því, 22
skarpskyggn, 23 ólyfjan,
24 hafnaði.
LÓÐRÉTT:
2 visnar, 3 kyrrðin, 4 vaf-
inn, 5 hátíðin, 6 espum, 7
skjóta, 12 sár, 14 klauf-
dýr, 15 saga, 16 áræðin,
17 hryggja, 18 grikk, 19
illkvittið, 20 siga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 husla, 4 sarga, 7 fatli, 8 líðan, 9 nam, 11 reif, 13
barr, 14 ryðja, 15 nóló,17 Krít, 20 sal, 22 semja, 23
úruga, 24 iðnar, 25 aftra.
Lóðrétt: 1 hæfir, 2 sótti, 3 alin, 4 sálm, 5 riðla, 6 asnar,
10 auðna, 12 fró, 13 bak, 15 nisti, 16 lómur, 18 raust, 19
tjara, 20 saur, 21 lúga.
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur til
Straumsvíkur á morgun,
Rán fer á morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl 9 vinnustofa, kl 13
vinnustofa, kl 14 spila-
vist. Ferð á Langjökul:
Miðvikud. 10. júlí.
Kirkjuferð farið verður í
Grensárskirkju mið-
vikud. 5. júní farið frá
Aflagranda 40 kl 13.30,
skráning í ferðir í af-
greiðslu s. 562 2571
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30–16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30, félagsvist, kl. 16
myndlist. Bingó er 2. og
4. hvern föstudag. Dans
hjá Sigvalda byrjar í
júní. Púttvöllurinn er
opin alla daga.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerð. Ekið um borgina
þriðjudaginn 11. júní.
Lagt af stað kl.13.
Skráning í s. 568 5052
fyrir kl. 12, föstud. 10.
júní. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð
og myndlist, kl. 10 versl-
unin opin, kl. 11.20 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 9
böðun.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Á mánu-
dag félagsvist kl. 13.30.
Brids á þriðjudag 13.30
pútt á Hrafnistuvelli og
verður í sumar á þriðju-
og föstudögum kl 14–16.
Dagsferð að Skógum
miðvikud.19. júní Lagt
af stað frá Hraunseli kl.
10, skráning í Hraunseli
s. 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Sunnud:
Dansleikur kl. 20 Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Mánud: Brids kl. 13.
Danskennsla framhald
kl. 19 og byrjendur kl.
20.30. Dagsferð í Krísu-
vík, Þorlákshöfn, Eyr-
arbakka, Stokkseyri 6.
júní. Vestmannaeyjar
11.–13. júní, 3 dagar,
nokkur sæti laus vegna
forfalla. Söguferð í Dali
25. júní, dagsferð, skrán-
ing í ferðir á skrifstof-
unni s. 588-2111. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá kl.
10–12. Skrifstofa félags-
ins er flutt í Faxafen 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið sunnu-
daga frá kl. 14–16 blöðin
og kaffi. Á morgun kl.
9–16.30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
14 félagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, 9.30
sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug, frá há-
degi spilasalur opinn, kl.
15.30 dans. Veitingar í
Kaffi Berg. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl.11
hæg leikfimi, kl. 13
lomber.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun og
kortagerð, kl. 10 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla. Miðvikudaginn
10. júlí verður farin ferð
á Langjökul þar sem
snæddur verður hádegi-
verður, uppl. í s.
587 2888. Miðvikudag-
inn 5. júní verður leir-
námskeið, innritun á
skrifstofu.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 13.30 gönguferð.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð. Allir vel-
komnir.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13.30
ganga. Landsbanki Ís-
lands verður með al-
menna bankaþjónustu
mánud. 3. júní kl.13.30–
14. Mósaiknámskeið
hefst miðvikud. 5. júní
kl. 9. 15–12, skráning í
s.562 7077.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13. Bridsdeild FEBK í
Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Kvenfélag Bústað-
arkirkju. Sumarferðin
verður laugardaginn 15.
júní. Miðar seldir í kirkj-
unni mánudaginn 3. júni
kl. 17–18. Uppl. í s.
861 6049 Sigurlín eða
568 0075 Sigríður.
Púttklúbbur Ness, pútt-
að verður á Rafstöðv-
arvelli þriðudaginn 4.
júní kl. 13.
Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík. Nokkur
pláss laus í eftirtaldar
ferðir. Laugar í Sælings-
dal 4.–9. júní, Stóru
Tjarnir í Þingeyjarsýslu
20.–23. júní, og til Ruh-
polding í Þýskalandi 5.–
11. júlí. Uppl. í s.
864 2617 og 897 6608 og
á skrifstofunni Hverf-
isgötu 69 mánu- til
fimmtudaga kl 17–19, s.
551 2617
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: Í
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vest-
mannabraut 23, s. 481-
1826. Á Hellu: Mosfelli,
Þrúðvangi 6, s.487-5828.
Á Flúðum: hjá Sólveigu
Ólafsdóttur, Versl.
Grund s. 486-6633. Á
Selfossi: í versluninni Ír-
is, Austurvegi 4, s. 482-
1468 og á sjúkrahúsi
Suðurlands og
heilsugæslustöð, Árvegi,
s. 482-1300. Í Þorláks-
höfn: hjá Huldu I. Guð-
mundsdóttur, Odda-
braut 20, s. 483-3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga, fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi. Í
Grindavík: í Bókabúð
Grindavíkur, Víkurbraut
62, s. 426-8787. Í Garði:
Íslandspósti, Garða-
braut 69, s. 422-7000. Í
Keflavík: í Bókabúð
Keflavíkur Pennanum,
Sólvallagötu 2, s. 421-
1102 og hjá Íslandspósti,
Hafnargötu 89, s. 421-
5000. Í Vogum: hjá Ís-
landspósti b/t Ásu Árna-
dóttur, Tjarnargötu 26,
s. 424-6500, í Hafn-
arfirði: í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
s. 565-1630 og hjá Penn-
anum-Eymundsson,
Strandgötu 31, s. 555-
0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu LHS Suð-
urgötu 10, s. 552-5744,
562-5744, fax 562-5744,
Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, s. 552-
4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd
2, Seltjarnarnesi, s. 561-
4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi: Á
Akranesi: í Bókaskemm-
unni, Stillholti 18, s. 431-
2840, Dalbrún ehf.,
Brákarhrauni 3, Borg-
arnesi og hjá Elínu Frí-
mannsd., Höfðagrund
18, s.431-4081. Í Grund-
arfirði: í Hrannarbúð-
inni, Hrannarstíg 5, s.
438-6725. Í Ólafsvík hjá
Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s. 436-
1177.
Í dag er sunnudagur 2. júní, 153.
dagur ársins 2002. Sjómannadag-
urinn. Orð dagsins: Ég hefi losað
hendur hans við byrðina, hendur
hans eru sloppnar við burðarkörfuna.
(Sálm. 81, 7.)