Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 53 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 7. júní og laugardag 8. júní í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Hlíðarsmára 9, sími 564 6444 Xit býður Hafdísi Bridde velkomna til starfa NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN Lokað á laugardögum í sumar Verslun opin frá kl. 10-18 mánud.-föstud. Verslun Kays Austurhrauni 3 Gbæ/Hfj. s. 5552866 Hef opnað sálfræðistofu Sálfræðiþjónusta með hugrænni atferlismeðferð Albert Ellis Ph.D. Einnig ráðgjöf fyrir óvirka alkóhólista og aðstandendur til að gera gott líf betra. Viðtalsbeiðnir í síma 533 6325 frá kl. 9 til 17 virka daga. Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur, Selvogsgrunni 7, 2. hæð, 104 Reykjavík. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert frjór í hugsun og átt því auðvelt með að finna lausnir á vandamálum. Á þessu ári muntu taka mik- ilvæga ákvörðun sem mun breyta stefnu þinni í lífinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu það ekki koma þér á óvart ef gömul metnaðarmál skjóta upp kollinum að nýju. Þú hefur fengið tíma til að endurmeta hlutina og ert orðinn eldri og sjálfsörugg- ari. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er aldrei of seint að gera æskudrauma þína að veru- leika. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það hvarflar að þér að setj- ast aftur á skólabekk. Þar sem þú ert forvitinn að eðl- isfari er þetta kjörin leið til að örva hugann og ýta undir starfsframa þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu í gegnum þá hluti í fórum þínum sem tilheyra öðrum. Skilaðu öllu sem þú hefur að láni og eyddu allri óvissu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samtöl við aðra geta veitt þér skilning á því hvað fór úrskeiðis í sambandi. Þú þarft að prófa hugmyndir þínar með því að leggja þær fyrir aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til að íhuga gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika. Kannaðu hvaða leiðir standa þér opnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Láttu ekki tækifæri til að halda á ungbarni fram hjá þér fara. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gamlar hugmyndir um breytingar á heimilinu höfða til þín á ný. Vertu óhræddur við að íhuga nýstárlegar lausnir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Örlögin geta komið í veg fyr- ir að áætlanir þínar gangi eftir. Óvæntar fréttir af systkini eða nánum vini geta breytt stefnu þinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft ekki að óttast trufl- anir í vinnunni. Á næsta ári muntu örugglega uppskera viðurkenningu fyrir verk þín og hljóta meira frelsi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert uppreisnargjarn í eðli þínu og blóðið ólgar í þér í dag. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur þörf fyrir að losna undan höftum sem tengjast stórum stofnunum, sjúkra- húsum eða fangelsum. Gerðu það sem þú getur til að gera þetta að veruleika. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. YFIRLEITT eru það ekki góð vísindi að leggja niður óstuddan ás í útspili gegn geimsamningi, því „ásar eru til að drepa kónga, en ekki til að veiða tvista og þrista“. En allt á sinn tíma. Sig- urbjörn Haraldsson var vakandi fyrir rétta tímanum til að spila út ás frá Áxx. Spilið kom upp á landsliðsæfingu um síðustu helgi: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ KG1043 ♥ 75 ♦ 107 ♣ÁK32 Vestur Austur ♠ Á75 ♠ 862 ♥ KG4 ♥ 10 ♦ 862 ♦ Á943 ♣G1084 ♣D9765 Suður ♠ D9 ♥ ÁD98632 ♦ KDG5 ♣-- Feðgarnir Karl Sigurhjartar- son og Snorri Karlsson voru í NS, Sigurbjörn í vestur og bróð- ir hans Anton í austur. Brids er fjölskylduspil. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður Sigurbjörn Snorri Anton Karl 1 grand * Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * 9-12 punktar. Bræðurnir spila svokallað „minigrand“ á þessum hættum (utan hættu gegn á), en Karl lét það ekki trufla sig og stökk beint í fjögur hjörtu. Útspilsbækur mæla með lauf- gosa frá vesturhendinni. Afleið- ingin af því er augljós: Sagnhafi hendir tveimur spöðum niður í ÁK í laufi og vinnur sitt spil. Sigurbjörn kom hins vegar út með spaðaásinn. Útspilið er mjög rökrétt í samhenginu. Vestur horfir á þrjá slagi og þarf aðeins einn frá makker. Hann veit að sagnhafi er með mikla skiptingu og vafalítið einspil eða eyðu í einhverjum lit. Því er þýð- ingarmikið að taka strax sitt og nota janframt frumkvæðið sem vörnin hefur með útspilinu til hins ýtrasta. Anton vísaði spaðanum frá og Sigurbjörn spilaði tígli í öðrum slag: Einn niður áður en sagn- hafi komst að. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 2. júní, er sjötugur Trausti Björns- son, Smáratúni 40, Kefla- vík. Eiginkona hans er Ás- laug Hilmarsdóttir. Þau hjónin verða að heiman. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 3. júní, verður níræður Þorkell G. Sigurbjörnsson, fv. verslunarmaður. Þorkell var m.a. fyrsti formaður Gídeonfélagsins á Íslandi og er heiðursfélagi KFUM. Hann sat lengi í stjórn Hins íslenska Biblíufélags og var safnaðarfulltrúi Laugarnes- safnaðar. Kona hans er Steinunn Pálsdóttir. Eiga þau 40 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þeim sem vildu gleðja þau er bent á heillaóskakort Biblíusjóðs Gídeonfélagsins. Á NÁMSÁRUM mínum fyrir miðja síðustu öld lögðu móðurmálskennarar áherzlu á, að nemendur not- uðu smáorðið að í sambandi við margar samtengingar, enda væri það upprunalegt í íslenzku máli, en hefði svo fallið niður í almennu tali. Má þar nefna sem dæmi samtengingar eins og því að, af því að, svo að o.s.frv. Þetta var einnig tekið skýrt fram í málfræðibókum. Býst ég raunar við, að svo sé enn gert. Hins vegar veit ég ekki, hversu mikil áherzla er nú lögð á að benda nemendum á þennan mun. Hitt sé ég aftur á móti við blaðalestur, að bæði blaðamenn og aðrir, sem skrifa í blöðin, sleppa mjög oft þessum hluta tengingar- innar. Sama hygg ég, að sjá megi einnig oft í bókum og tímaritum. Virðist þetta óneitanlega benda til þess, að þessu atriði sé lítið sinnt í kennslu og nemendur hafi hér frjálst val. Eru þá dæmi sem svo: Hann gerði þetta af því hann mátti til. Hann verður kyrr svo þú getir farið. Í þessum dæmum og mörgum öðrum er komm- unni síðan sleppt á undan tengingunni samkv. þeim að mínum dómi þarflausu kommureglum, sem komið var á 1974 og hafa í reynd lítið gert annað en rugla marga herfilega í ríminu. Samkv. því, sem gilti í þess- um efnum lengst af fram eftir síðustu öld, hefðu menn ritað ofangreindar setningar þannig: Hann gerði þetta, af því að hann mátti til. Jafnvel má breyta hér aðeins um og skrifa: Hann gerði þetta af því, að hann mátti til. Hér kemur greinilega fram áherzlu- munur, sem síður kemst til skila, ef menn sleppa að. Hér vil ég einungis benda lesendum á þetta til um- hugsunar. Svo er aftur ann- að atriði, sem sjálfsagt er að minna á í þessum pistlum og er gagnstætt því, sem hér hefur verið fjallað um. Er það notkun smáorðsins að með samtengingum, þar sem það á alls ekki heima. Verður það til umræðu í næsta pistli. – J.A.J. ORÐABÓKIN Því – því að 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 3. júní, er sjötugur Páll Hreinn Pálsson, útgerð- armaður, Efstahrauni 34, Grindavík. Páll og eigin- kona hans, Margrét Sig- hvatsdóttir, verða stödd hjá dóttur sinni í Þýzka- landi á afmælisdaginn. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 a6 5. Rf3 b5 6. Bd3 Rd7 7. e5 c5 8. Be3 Bb7 9. Be4 Dc8 10. Bxb7 Dxb7 11. dxc5 dxe5 12. Dd5 Dxd5 13. Rxd5 Hc8 14. Rb6 Rxb6 15. cxb6 e4 16. Re5 Bxe5 17. fxe5 e6 Staðan kom upp á fyrsta bikar- móti FIDE sem haldið var í Dubai. Alexander Grischuk (2651) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2649). 18. Bc5! Re7 19. Bd6 Hxc2 20. b7 Rc6 21. O-O f5 22. exf6 Kf7 23. Hac1 Hc4 24. b3 Hxc1 25. Hxc1 Rd4 26. Hc8 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT VORVÍSUR Sólin kyndir klakatind, kætir vinda-bragur. Dregur í skyndi dýrðarmynd dagur yndisfagur. – – – Sólin hellir geislaglóð. Gleður kellu ljóminn, þegar Elli yfir fljóð er að fella dóminn. Guðlaug Guðnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.