Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 57

Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 57 Opti L Zinc FRÁ FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Öflugt gæðasink 30 mg. með kopar með gæðaöryggi Í MH er boðið upp á almenna menntun til stúdentsprófs á þremur bóknáms- brautum: Málabraut, náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut. Meðal kjörsviða er tónlistarkjörsvið í samvinnu við tónlistarskóla og listdans- kjörsvið í samvinnu við listdansskóla. Námsskipulag er sveigjanlegt og gefur m.a. möguleika á að ljúka námi á skemmri tíma en 4 árum. Ennfremur býður skólinn, einn skóla á Íslandi, IB-námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB nám er 3 ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Nemendur sem sækja um IB-námsbraut eiga að panta viðtal við umsjónarmann IB-náms í vikunni 3. til 7. júní. Tekið verður á móti umsóknum frá kl. 8:30 - 19:00 dagana 10. og 11. júní og verða stjórnendur og námsráðgjafar þá til viðtals. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófsskírteini, fylgiseðill mennta- málaráðuneytis og passamynd. Almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is Rektor Menntaskólinn við Hamrahlíð Innritun fyrir haustönn 2002 verður dagana 10. og 11. júní. ÞEIR Birgir Hilmarsson og Kjartan Friðrik Ólafsson skipa rafdúettinn Ampop. Dúettinn var stofnaður árið 1998 af þeim félögum og tveimur ár- um síðar leit fyrsta breiðskífan dags- ins ljós, Nature is not a Virgin. Á dög- unum kom svo út hér á landi smáskífan Made for Market. Þeir drengir ætla þó ekki að láta þar við sitja heldur gefa þeir hana einnig út í Bretlandi á sama tíma í samvinnu við útgáfufyrirtækið Static Caravan. „Við gefum smáskífuna út á vínyl- plötu í Bretlandi en á geisladiski hér heima. Á disknum eru fleiri lög og fleiri hljóðblandanir,“ byrjar Kjartan. „Þetta er okkar fyrsta útgáfa á efni okkar utan Íslands og það er auðvitað ákveðið fagnaðarefni fyrir okkur.“ Nú hefur smáskífan þegar fengið fínar viðtökur erlendis, ekki satt? „Jú, jú, við höfum fengið prýðilegar viðtökur,“ svarar Kjartan. „Þar ber kannski hæst að John Peel hjá BBC hefur tekið diskinn til spilunar í út- varpsþætti sínum.“ „Já, svo er einhver útvarpsstöð í Dublin, XFM Dumblin, sem hefur líka verið að spila okkur,“ bætir Birg- ir við. „Platan er líka svo nýkomin út að það er ekki komin nein almennileg reynsla á þetta. Það eru ekki nema tvær vikur síðan hún kom út í Bret- landi. Við erum allavega ekki að sigra heiminn ennþá,“ segir Kjartan. Er stefnan tekin á frægð og frama erlendis? „Nei nei, en draumurinn er að búa sér til aðstöðu til að vinna tónlist og verja meiri tíma í það,“ segir Kjartan. „Til þess þarf maður samt að fá borg- að í peningum fyrir að spila. Maður þarf helst að vera í nokkrum vinnum með því að spila í hljómsveit.“ Teljið þið að gott gengi Bjarkar og Sigur Rósar hafi greitt gengi ís- lenskra tónlistarmanna á erlendri grund? „Já, alveg tvímælalaust,“ svarar Kjartan um hæl. „Það hefur hjálpað allri íslenskri tónlist, nema kannski sveitaballa- hljómsveitunum, enda held ég að fólk sem er í því sé aðallega að einblína á markaðinn hérna heima,“ segir Kjartan. „Já, ég vil meina að þau hafi opnað markaðinn fyrir okkur sem erum að gera tilraunakennda tónlist,“ segir Birgir og Kjartan bætir við: „Það er ekki það stór markaður fyrir það hérna heima.“ Ný breiðskífa tilbúin Næstkomandi þriðjudag munu Ampop-menn svo blása til tónleika á Gauki á Stöng í tilefni af nýútkominni smáskífu sinni. Ásamt þeim koma fram Skurken og Prince Valium sem munu taka rafdúett og kynna nýtt efni af væntanlegri plötu sinni. Birgir segir svo óvæntan gest ætla að heiðra þá með nærveru sinni. Hvaða efni ætlið þið svo að flytja á tónleikunum? „Efni af smáskífunni og svo væntanlegri breiðskífu. Þetta verður því nær engöngu nýtt efni sem við flytjum,“ svarar Birgir. „Já, við höfum verið að taka upp nýja breiðskífu sem stefnt er að að gefa út á þessu ári þótt það sé enn svolítið óljóst. Hún er allavega tilbúin og eiginlega löngu tilbúin,“ segir Kjartan. „Við erum reyndar tiltölulega ný- búnir að hljóðblanda hana. Hún kem- ur svo vonandi út á þessu ári, við þurf- um bara að finna henni farveg,“ segir Birgir og bætir við: „Nú þekkja kannski einhverjir gömlu plötuna okkar og þetta er ekki beint framhald af henni. Í þessari nýju einbeitum við okkur meira að tónlist án söngs og erum kannski orðnir rólegri.“ „Það er ákveðinn rokkkafli á nýju breiðskífunni,“ skýtur Kjartan inní. „Þetta er samt svona frekar mel- ódískt og tilraunakennt,“ segir Birg- ir. Hvað er svo framundan hjá Am- pop? „Það er fyrirhuguð tónleikaferð til Frakklands í september. Við verðum í slagtogi með fleiri íslenskum hljóm- sveitum á borð við Maus, Lo-Fi, Lúna og fleiri,“ segir Birgir. „Já, þetta er fyrirtæki sem hefur verið að einbeita sér að því að fá ís- lenska listamenn til að koma og spila í Frakklandi,“ segir Kjartan að lokum. „Það er auðvitað gaman að fá tæki- færi á borð við þettta.“ Tónleikarnir verða haldnir sem áð- ur sagði á Gauk á Stöng næstkomandi þriðjudag og opnar húsið klukkan 21. Áhugamenn um tónlist ættu að sjálf- sögðu ekki að láta fram hjá sér fara að hlýða á nýtt efni frá hinum tilrauna- kenndu rafbræðrum. „Erum ekki að sigra heiminn…ennþá“ birta@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Kjartan F. Ólafsson og Birgir Hilmarsson skipa rafdúettinn Ampop. Dúettinn Ampop heldur tónleika á Gauk á Stöng á þriðjudaginn ÉG ER ekki alveg farinn að skilja hvað rekur Michael Bolton áfram í tónlistariðkuninni. Allt frá fyrsta degi hefur þetta dufl hans aðeins snúist um að verða frægur og græða peninga – hvernig svo sem hann fari að því. Hann virðist stjórnast af krónískri sviðsljóssþrá, því ekki er það ... uuu ... metnaðurinn til að gera góða tónlist sem rekur hann áfram (segðu okkur annan Arnar). Dæmi: Maðurinn hefur á ferlinum sungið m.a. þessi lög: „Your Love“, „If I Had Your Love“, „You Make Me Feel Like Lovin’ You“, „ You’ve Got the Love I Need“, „Save Our Love“, „Hot Love“, „Wait on Love“, „That’s What Love Is All About“, „You Wouldn’t Know Love“, „Love Cuts Deep“, „ Stand up for Love“, „Love Is a Wonderful Thing“, „ We’re Not Makin’ Love Anymore“ og „New Love“. Já, af þessu sést að hann er ástleit- inn maður hann Bolton. Og smekk- laus. Og smekklaus. Og smekklaus. Var ég búinn að segja að hann væri smekklaus? Til hamingju, Bolton. Þér tókst það enn eina ferðina. Ein ömurleg platan til viðbótar á þínu nafni er komin í búðir. Við verðum bara að vona ... heimsins vegna ... að enginn leggi sig eftir að kaupa hana. Versta plata ársins, jafnvel verri en hörm- ungin hennar Victoriu Beckham sem út kom í fyrra. Þetta á fjandakornið ekki að vera hægt! 0 stjörnur Tónlist Bolton! Þú ert nú alveg … Michael Bolton Only A Woman Like You Jive Jæja, Michael minn. Eigum við nú ekki að fara að hætta þessu? Arnar Eggert Thoroddsen Stríð Foyles (Foyle’s War) Sakamálamynd Bretland, 2001. Skífan VHS. (104 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Jeremy Silberston. Aðalhlutverk: Michael Kitch- en, Edward Fox, Robert Hardy og Joanna Kannska. MYND þessi gerist árið 1940, þeg- ar stríðsrekstur Breta er í fullum gangi, en allt virðist ganga á aftur- fótunum og útlitið ekki beinlínis gæfulegt fyrir bandamenn. Mið- aldra lögreglumað- ur, Christopher Foyle, á sér þann draum heitastan að þjóna ættjörðinni á vettvangi átaka en verður að sætta sig við að halda uppi lögum og reglu í ró- legum smábæ við ströndina. Blikur eru þó á lofti. Þýsk eiginkona auðugs landeiganda er myrt og í kjölfarið er hulunni svipt af ýmiskonar spilling- armálum og áður en Foyle veit af er hann kominn á spor svika og land- ráða. Hér er á ferðinni afar vel gerð sakamálamynd þar sem framúrskar- andi leikur blandast trúverðugri mynd af róstusömum tíðaranda og einkar haganlega smíðuðu handriti. Sérlega áhrifamikil er sú mynd sem dregin er upp af stríðinu „heima fyr- ir“ og hvernig líf allra sögupersón- anna litast af ófriðnum. Úrvalsmynd sem óhætt er að mæla með.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Eins manns orrusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.