Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 59
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 2.
Vit 379.
150 kr. í boði VISA
ef greitt er með VISA kreditkorti
Sýnd kl. 2. Ísl tal.
Vit 370.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
Sánd
RadioX
/
i i i
i
Sýnd Kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Vit 385.
STUART TOWNSEND AALIYAH
FRUMSÝNING
This time there are no interviews
Frá Anne Rice, höfundi Interviewwitha Vampire, kemur
þessi magnaða hrollvekja með Stuart Townsend og
Aaliyahí aðalhlutverki, en þetta var jafnframt
hennar seinasta mynd.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
421 -1170
1/2
kvikmyndir.is
1/2
kvikmyndir.com
Sánd
SV Mbl
Sýnd kl. 2, 4.40 og 8.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 10.30. B.i 16 ára.
1/2
Kvikmyndir.is
Sánd
RadioX
/
i i i
i
Sýnd kl. 2.
Vit 379.
150 kr. í boði VISA
ef greitt er með VISA kreditkorti
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is
Miðasala opnar kl. 13.30
5 hágæða bíósalir
Stærsta bíóupplifun ársins er hafin
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4 Íslenskt tal.
Power-
sýning
kl. 10.50
i
l. .
Yfir 25.000 áhorfendur
Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 10.50. Mán kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B. i. 10.
kl. 4, 7 og 10.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.30. Mán kl. 5, 8 og 10.30. B. i. 10.
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl Rás 2
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i 16 ára.
Hversu vel þekkir þú maka þinn?
Allt sem þú treystir á
Allt sem þú veist
Gæti verið lygi
Magnaður spennutryllir með frábærum leikurum.
FRUMSÝNING
Yfir 42.000áhorfendur!
Sánd DV
1/2 RadioX
1/2 kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
www.laugarasbio.is
Yfir 25.000
áhorfendur
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl Rás 2
BRJÁLAÐUR HASAR OG GEGGJAÐ GRÍN Í
ICE CUBE MIKE EPPS
1/2 kvikmyndir.is
1/2 RadióX
kvikmyndir.com
DV
Yfir 42.000
áhorfendur!
Sánd
FRUMSÝNING
Þeir eru á
höttunum eftir
60 milljón
dala lottómiða
og helling af
demöntum!!
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10. Mán kl. 5.30, 8 og 10.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15.
Mán kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 10.Sýnd kl. 3, 6 og 9. Mán kl. 6 og 9.
betra en nýtt
Sýnd kl. 5.50.
B. i. 10.
Sýnd kl. 4.
Ísl. tal.
„Fylgist með á www.borgarbio.is“
Sýnd kl. 3 og 10.10. B. i. 10.
FORSÝNING kl. 8 B. i. 16.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16.
1/2
kvikmyndir.is
1/2
kvikmyndir.com
Sánd
SV Mbl
FRUMSÝNING
FORSÝNING
FYRSTA breiðskífa rafkvartettsins múm,
Yesterday was dramatic – today is ok, kom út í
blálok 1999 og aflaði þeim orðunnar „bjartasta
vonin“ sem hengd hefur verið með misvel
ígrunduðum væntingum á hinar og þessar ís-
lenskar hljómsveitir. Raftónlistarmarkaðurinn
hér heima er svo agnarsmár að menn virðast
dæmdir til að berjast áfram í sínu hugsjóna-
herbergi fram á elliár, en sem betur fer eru raf-
miðin stærri í útlöndum og múm hefur getið sér
gott orð þar. Þessi upphefð í útlöndum endur-
speglast í því að nýja platan þeirra, sem ber hinn
furðulega titil Loksins erum við engin, kemur út
bæði á íslensku og ensku (þ.e. með enskum
titlum og textum en er að öðru leyti eins).
Hljóðheimi plötunnar má best lýsa sem smá-
gerðum: yfir lágværum vafningum af takt-
grunnum og trommum, suði og rispum svífa „líf-
ræn“ hljóðfæri eins og selló, harmónikka,
klukkuspil, gítar o.fl. Í melódískum línum og inn
á milli er skeytt hversdagslegum umhverfis-
hljóðum sem stundum trufla mann í að hlusta á
lagið því maður fer ósjálfrátt að hugsa: „Hvaða
hljóð er þetta aftur?“ Oftar en ekki er innbyggð
stígandi og aukinn þungi eftir því sem líður á
lögin sem gefur þeim dáleiðandi yfirbragð. Eins
konar nútímasveitarómantík svífur hér yfir og
ef til vill seytla þarna inn áhrif frá verunni í hin-
um afskekkta Galtarvita þar sem hluti tónlistar-
innar var saminn. Það er eins og maður sé kom-
inn í gamlan sveitabæ; afaklukka tikkar í
kyrrðinni, einhver fiktar við stofuorgelið, suð í
fiskiflugu í gluggakistunni. Eins og Gyrðir El-
íasson hafi pantað tónlistina sérstaklega fyrir
bækur sínar. Fleiri lög eru sungin en áður og
textarnir eru undirfurðulegar náttúrusælu-
myndir út frá barnslegu sjónarhorni í „skrúbba
hrossaflugur og klemma þær á snúru“-andan-
um. Næstum því smábarnalegar raddir systr-
anna Kristínar og Gyðu, sem sjá um sönginn,
auka á þessa hrekklausu stemmningu. Það er
öruggt að þessi plata á ekki eftir að draga úr
þeirri ímynd að Íslendingar séu allir smáskrítin
náttúrubörn í félagsskap við álfa og drauga.
Eitt besta lag plötunnar, „Grasi vaxin göng“,
er melódískt lag með nettri undiröldu og popp-
vænleiki þess kemur nokkuð á óvart. Þetta er
fyrsta smáskífan af plötunni og ekki að undra,
svo grípandi sem það er. „Ekki vera hrædd, þú
ert bara með augun lokuð“ er heldur ekkert til
að vera hræddur við, leikið lag með óvenjuleg-
um taktpælingum þar sem hrynjandin er stund-
um brotin niður og bjöguð meðan glaðlegar nót-
ur skoppa yfir og gott ef einhver trallar ekki
með eftir því sem stígandin eykst – upplífgandi
og hér um bil auglýsingavænt lag. Í „Held fast í
hjólið mitt“ er farið mjög skemmtilega með tvær
raddir sem blandast saman og renna sundur og
gera það sem yfirleitt er alveg bannað, renna sér
upp og niður á nóturnar, og fylgja eftir harm-
ónikkuhljóðum meðan bassinn leggur trausta
braut undir þennan háskalega hjólatúr. Tvö
áhugaverð „sundlaugarlög“ er að finna á plöt-
unni, reyndar ekki beinlínis lög heldur hljóð-
myndir með vatnsdropalegum hljóðum, stutt en
gera sitt til að fylla út í þennan bernska fantasíu/
náttúrusæluheim sem tónlistin í heild sinni vek-
ur upp. Aðeins eitt lag fannst mér heldur leiði-
gjarnt og einhæft („K/hálft óhljóð“) og stundum
verður of mikið af því smáa – þegar hlutirnir
verða bara einum of sætir og barnalegir – en það
er sjaldan. Flest lögin hafa sterka melódíska
taug sem heldur athyglinni og fjölbreytileg og
frumleg notkun óhefðbundinna hljóðfæra og
hljóða, ásamt markvissri uppbyggingu, veldur
því að lögin hverfa aldrei inn í veggfóðrið.
Múmliðar hafa nú fastari tök á sínum sérstæða
og heillandi hljóðheimi, sem virðist glitrandi ein-
faldur á yfirborðinu en býr yfir óræðara dýpi
undir niðri, og færa okkur samþjappaðri, heil-
steyptari og ívið aðgengilegri tónlist án þess að
fórnað sé hinum múmísku sérkennum og til-
raunagleði.
Tónlist
Suð hins smáa
Múm
Loksins erum við engin
Fatcat/Smekkleysa
Hljómsveitina múm skipa Gunnar Örn Tynes, Gyða
Valtýsdóttir, Kristín Anna Valtýsdóttir og Örvar Þór-
eyjarson Smárason. Samuli Kosminen leikur á
trommur í nokkrum lögum og Eiríkur Orri leggur einn-
ig til trompet í völdum lögum.Upptökustjórn og
hljóðblöndun: múm og Valgeir Sigurðsson.
Morgunblaðið/Þorkell
„Eins og Gyrðir Elíasson hafi pantað tónlist-
ina sérstaklega fyrir bækur sínar,“ segir
Steinunn Haraldsdóttir m.a. um vel heppn-
aða plötu múm, Loksins erum við engin.
Steinunn Haraldsdóttir