Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
f
í
t
o
n
/
s
í
a
www.bi.is
Þú fellur
aldrei á tíma
í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans
besti lagasmiðurinn og fyrir besta
lagið, „Why Does It Always Rain On
Me“. Í fyrra fékk plata hljómsveit-
arinnar, „The Invisible Band“,
TOTP verðlaunin sem besta platan.
Árið 2001 vann Travis kosningu
STAÐFEST hefur verið að breska
hljómsveitin Travis muni halda tón-
leika í Laugardalshöll 4. júlí. Travis
hefur hlotið fjölda verðlauna og við-
urkenninga og tvívegis verið kosin
besta breska hljómsveitin af Brit
Awards. Nýlega var hljómsveitin til-
nefnd til Ivor Novello-verðlaunanna
fyrir besta lagið, „Side“, en árið 1999
fékk einn hljómsveitarmeðlimanna,
Fran að nafni, þessi verðlaun sem
MTV áhorfenda sem „Best MTV
performance“.
Hljómsveitin kemur fram sem að-
alhljómsveitin á Hróarskelduhátíð-
inni í sumar og fer þaðan til Noregs
og kemur síðan hingað til lands.
Travis spilar
í Laugardals-
höll 4. júlí
LÍFSGÆÐI á borð við vináttu verða seint met-
in til fulls og mismunandi er hvernig þessum
eftirsóttu gæðum er skipt niður á milli mann-
fólksins. Ljóst er þó að þessar hnátur hafa
fengið dágóðan skerf enda kemst varla hníf-
urinn á milli þeirra þar sem þær beina allri
sinni athygli að sápukúlum svífa út í sumarið,
sem kannski bera kveðjur til vina í fjarlægum
löndum. Papillon-hundurinn fríði er í öruggum
höndum og fylgist með umferð dýra og manna,
svona til öryggis, eða kannski sá hann bara
lúguna opnast hjá pylsusala handan við götuna!
Morgunblaðið/RAX
Með sápukúlukveðjum
FYRSTI lax sumarsins, 11 punda
hrygna, veiddist í Norðurá klukkan
kortér í átta í gærmorgun. Það var
Gylfi Gautur Pétursson varafor-
maður Stangaveiðifélags Reykja-
víkur sem veiddi laxinn á Brotinu á
fluguna Snældu. Skilyrði til veiða
voru afleit, mikið vatn í ánni og
mikill kuldi bæði í lofti og vatni.
Menn höfðu þó séð til laxa dagana á
undan og vænta góðs þegar hlýnar
aftur. Um miðjan morgun var lax
Gylfa eini fiskurinn sem hafði
veiðst. Á myndinni hefur Gylfi land-
að laxinum með aðstoð Bjarna Óm-
ars Ragnarssonar formanns SVFR.
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
Fyrsti laxinn
kominn á land
SAMKVÆMT aflareglu leggur
Hafrannsóknastofnun til að há-
marksafli á þorski verði 179 þús-
und tonn á næsta fiskveiðiári og er
það samdráttur um 11 þúsund tonn
frá í fyrra. Hafrannsóknastofnun
telur jafnframt að frekari sam-
dráttur í þorskveiðum sé nauðsyn-
legur, en sem nemur aflareglunni.
Hámarksafli á ýsu eykst úr 30 þús-
und tonnum í 55 þúsund tonn, sam-
kvæmt tillögum Hafrannsókna-
stofnunar og einnig eykst há-
marksafli á ufsa. Árni M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra segir
tíðindin um ýsuna og ufsann já-
kvæð og að skýrslan feli almennt í
sér góð tíðindi.
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar
um ástand fiskistofna og tillögur
um aflahámark á næsta fiskveiðiári
var kynnt í gær. Þar kemur einnig
fram að Hafrannsóknastofnun vill
takmarka sókn í djúpkarfa þar sem
ástand stofnsins sé enn talið slæmt.
Hámarksaflinn dregst saman úr 30
þúsund tonnum í 25 þúsund tonn,
skv. tillögunum.
Sjávarútvegsráðherra gerir þann
fyrirvara að hann sé ekki búinn að
kynna sér skýrsluna til fulls, en
Morgunblaðið náði tali af honum
þar sem hann var á leið til Rúss-
lands. „Mér sýnist að þetta sé allt
saman frekar jákvætt; að þorsk-
stofninn hafi náð botninum og hann
sé að styrkjast á ný. Sérstaklega
eru tíðindin um ýsuna og ufsann já-
kvæð, en kannski síðri hvað varðar
djúpkarfann,“ segir hann.
Árni segir að hann eigi eftir að
skoða ýmislegt betur í skýrslunni.
Aflareglan segi að skera skuli niður
þorskaflann í samræmi við tillögur
Hafrannsóknastofnunar. „Engar
fyrirætlanir eru uppi um annað, en
ég á eftir að skoða málið betur í
heild sinni,“ segir hann.
Síðastliðin tvö ár hefur Hafrann-
sóknastofnun endurskoðað að-
ferðafræði sína og síðastliðið vor
var stofnmat á þorski leiðrétt og
lagt til að hámarksafli yrði 190 þús-
und tonn. „Endurbættar aðferðir
okkar staðfesta niðurstöðu okkar
frá síðasta vori. Þær benda til þess
að þorskstofninn sé heldur að
styrkjast en það er engu að síður
staðreynd og nokkurt áhyggjuefni
að staða stofnsins er veik ennþá og
við erum ennþá að veiða af of mikl-
um þunga og of mikilli sókn í þenn-
an stofn,“ sagði Jóhann Sigurjóns-
son, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, m.a. á blaðamannafundi í
gær.
Jóhann lagði einnig áherslu á að
brýnt væri að nefnd, sem sjávar-
útvegsráðherra hefur skipað til að
endurskoða aflareglu sem gilt hef-
ur síðastliðin ár, lyki sínu starfi
sem fyrst. Breytt aflaregla síðustu
misseri væri meðal þess sem vegið
hefði þungt í of mikilli sókn í þorsk-
stofninn, að mati Hafrannsókna-
stofnunar.
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um ástand fiskistofna við Ísland
Vill meiri samdrátt í þorsk-
veiðum en nemur aflareglunni
Jákvæð tíðindi af ýsu og ufsa
STEFÁN Ólafsson prófessor,
formaður stjórnar Háskóla-
bíós, segir að líklega komi til
uppsagna hjá stofnuninni. Ver-
ið sé að kanna möguleika til að
bæta afkomu kvikmyndahúss-
ins, sem ekki hafi verið full-
nægjandi að undanförnu. Þar
komi til greina að leigja rekstur
kvikmyndasala til annarra að-
ila. Stefán fundaði með starfs-
mönnum Háskólabíós í fyrra-
dag.
Viðræður við tvo aðila
Stefán segir að valkostur
sem helst hafi komið til greina
sé að leigja út kvikmyndasýn-
ingar. „Við höfum átt í viðræð-
um við tvo aðila sem hafa sýnt
þessu áhuga og þær viðræður
standa yfir,“ segir hann. Hann
vill ekki gefa upp hverjir það
séu.
„Ég vildi upplýsa starfsfólkið
um að þetta væri í gangi, enda
er alltaf hætta á að sögusagnir
fari af stað. Ef til þessa kemur
er útlit fyrir að grípa verði til
uppsagna. Raunar eru allar lík-
ur á því að svo verði, hvernig
sem niðurstaðan verður,“ segir
hann.
Háskólabíó
Útlit fyrir
uppsagnir