Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 1
135. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2002
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa
handtekið meintan hryðjuverka-
mann samtakanna al-Qaeda sem lagt
hafði á ráðin um að smíða og
sprengja geislavirka sprengju, að því
er John Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, greindi frá í gær.
Ashcroft sagði að maðurinn, Ab-
dulla Al Mujahir, væri í haldi banda-
ríska hersins og farið væri með hann
eins og óvinahermann. Benti það til
þess að í undirbúningi væru fyrstu
herréttarhöldin yfir meintum hryðju-
verkamanni.
Sagði Ashcroft að Mujahir hefði
verið handtekinn áttunda maí sl. á
O’Hare-flugvelli í Chicago er hann
var að koma frá Pakistan. Banda-
ríkjamenn hefðu „margar óháðar,
staðfestar heimildir“ um fyrirætlanir
Mujahirs. Allt frá árás-
inni á Bandaríkin 11.
september hafa sér-
fræðingar haft áhyggj-
ur af hugsanlegum
geislasprengjuárásum
hryðjuverkamanna.
Geislasprengja er ekki
kjarnorkuvopn en slík
sprengja gæti orðið
fjölda fólks að fjörtjóni í
nágrenni við sprengju-
staðinn og mengað
stórt svæði enda myndi
vígvélin innihalda
geislavirkan úrgang
þótt sjálf sprengju-
hleðslan væri hefðbundin.
Mujahir sat í fangelsi í Bandaríkj-
unum í byrjun tíunda áratugarins, að
því er fram kom í máli
Ashcrofts, fór síðan til
Afganistans og Pakist-
ans 2001 og hitti þar
fulltrúa al-Qaeda. Mu-
jahir hefði „hlotið þjálf-
un hjá óvininum, þ. á m.
í sprengjusmíð og
dreifingu geislavirkra
efna“.
Svo virtist sem al-
Qaeda hefði talið að
Mujahir myndi fá að
ferðast óáreittur um
Bandaríkin vegna þess
að hann er bandarískur
ríkisborgari og hefur
bandarískt vegabréf. Líklegt er að
skotmark Mujahirs hafi verið Wash-
ington, að því er bandarískur emb-
ættismaður, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, greindi frá.
Annar ónafngreindur embættis-
maður sagði að upplýsingarnar, er
leitt hefðu til þess að Mujahir var
handtekinn, hefðu komið fram við yf-
irheyrslu á Abu Zabaydah, leiðtoga í
al-Qaeda, sem situr í varðhaldi í
Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns
bandaríska varnarmálaráðuneytisins
hefur ekki verið ákveðið hvort eða
fyrir hvað Mujahir verði ákærður.
Mujahir gengur einnig undir nafn-
inu Jose Padilla. Hann er 31 árs,
fæddist í Brooklyn í New York en
flutti fjögurra ára til Chicago. Hann
var meðlimur í götugengi þar í borg
og snérist til múhameðstrúar þegar
hann var í Afganistan og Pakistan í
fyrra.
Bandarísk stjórnvöld handtaka meintan hryðjuverkamann al-Qaeda
Lagði á ráðin um smíði
geislavirkrar sprengju
Mujahir
Washington. AP.
ROHIT, sem er sex ára og á
heima í þorpi á landamærum Ind-
lands og Pakistans í Kasmírhér-
aði, horfir út um gat á hurðinni í
barnaskóla þorpsins, en skólinn
er nú notaður sem bráðabirgða-
heimili fyrir fólk sem hrakist hef-
ur frá heimilum sínum vegna
átakanna í héraðinu og spennunn-
ar milli ríkjanna undanfarnar vik-
ur og mánuði.
Heldur hefur þó horft til betri
vegar undanfarna daga og í gær
tilkynntu Indverjar að þeir hefðu
ákveðið að leyfa á ný að pakist-
anskar flugvélar flygju um ind-
verska lofthelgi. Tóku Pakistanar
þessum tíðindum vel og sögðu þau
„skref í rétta átt“.
Varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, Donald Rumsfeld, er
væntanlegur til Suður-Asíu síðar í
vikunni, og er vonast til að hann
geti enn frekar liðkað fyrir bætt-
um samskiptum Indverja og Pak-
istana, en bæði ríkin búa yfir
kjarnorkuvopnum.
AP
Slaknar á
spennunni
í Kasmír
Pakistönum leyft/20
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær að „vatnaskil“
þyrftu að verða í viðhorfum til vel-
ferðarríkisins, að því er breska rík-
isútvarpið, BBC, greindi frá. Ekki
væri lengur hægt að atvinnulausir
fengju umyrðalaust styrki. Öllum
væri skylt að taka nýjum atvinnu-
tækifærum, samkvæmt „sáttmála“
borgarans og samfélagsins.
Sagðist Blair vilja „hjálpa fólki að
hjálpa sér sjálft“, en Íhaldsflokkur-
inn gagnrýndi forsætisráðherrann
og sagði ekki vera samræmi í orðum
hans og gjörðum. Flóknu og dýru
skrifræði Verkamannaflokksins
hefði ekki tekist að fá einstæða for-
eldra og fatlaða til að fara út á vinnu-
markaðinn.
Blair hélt ræðu við opnun nýrrar
atvinnumiðlunarskrifstofu í London
í gær, en breytingar er gerðar hafa
verið á skipulagi atvinnumiðlunar-
skrifstofa fela m.a. í sér að þær ann-
ast líka félagslega aðstoð. Verður at-
vinnulausum meinað um bætur neiti
þeir að taka vinnutilboðum er talin
eru viðunandi.
Lagði Blair áherslu á að það væri
hneyksli að 2,7 milljónir manna
hefðu verið „skildar eftir“ á örorku-
bótum. Nauðsynlegt væri að ná til
þess fólks sem velferðarkerfið hefði
„afskrifað“.
Íhaldsmenn sögðu að ekkert nýtt
hefði komið fram í ræðu Blairs. Hún
hefði verið endurtekið efni sem ætl-
að væri að draga athyglina frá þeim
hneykslismálum sem plagað hefðu
ríkisstjórnina undanfarnar vikur.
Blair vill „vatnaskil“
í velferðarmálum
AP
ÞRÁTT fyrir úrhelli í Seoul í gær
fögnuðu þessar s-kóresku stúlkur
innilega þegar s-kóreska fótbolta-
landsliðið skoraði jöfnunarmarkið í
leiknum gegn Bandaríkjamönnum í
D-riðli HM í gær. Leikurinn, sem
lauk með jafntefli, 1–1, var spilaður
í borginni Daegu í S-Kóreu en sýnd-
ur á stórum sjónvarpsskjá í mið-
borg Seoul.
Fagnað í Seoul
Bandaríkjamenn/B11
ENSKAN sækir fram af ógnar-
þunga og nú virðast Frakkar af öll-
um mönnum vera að gefast upp við
að standa vörð um sína eigin tungu.
Franska vísindaakademían til-
kynnti nýlega, að framvegis yrði
enskunni gert hærra undir höfði í riti
hennar, Comptes Rendus, en frönsk-
unni og tilgangurinn sagður sá að ná
þannig til fleiri lesenda. Hingað til
hefur hins vegar verið lögð á það
mikil áhersla, að vísindamálið, inn-
anlands að minnsta kosti, sé franskt
og lögum samkvæmt verða vísinda-
ráðstefnur á vegum opinberra stofn-
ana að fara fram á frönsku.
Undanhaldið fyrir enskunni hefur
einnig teygt anga sína inn á franska
dagblaðið Le Monde en það olli fyrir
skömmu miklu uppnámi er það fór
að gefa út vikulega blaðauka með
fréttum upp úr The New York Times
og þá á ensku en ekki frönsku. Voru
rökin þau, að helmingur lesenda
blaðsins skildi ensku. Ekkert var
sagt um hinn helminginn.
Franskan hörfar
fyrir enskunni
Talið líklegt að hryðjuverkamenn hafi beint spjótum sínum að Washington