Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR ́í efsta sæti efstu deildar karla / B2 Ragnar Óskarsson í liði ársins / B1 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra setti velferð barna á oddinn á leið- togafundi Eystrasaltsráðsins í Sankti Pétursborg í gær. Á fund- inum var meðal annars rætt um inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Evrópusambandið (ESB), og taldi forsætisráðherra að samhliða henni þyrfti að efla samstarf ESB og Rússlands. Landsvæði Rússlands við Kaliníngrad var einnig til um- ræðu í tengslum við stækkun ESB, en Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, sagði nauðsynlegt að tryggja íbúum Kaliníngrad örugg tengsl við Rússland ef af inngöngu ríkjanna í ESB yrði. Davíð Oddsson lagði til í ræðu sinni að samstarf ríkjanna í Eystra- saltsráðinu um öryggi barna yrði eflt og komið yrði á fundi ráðherra sem fara með málefni barna í ríkj- unum. Stofnað var til samstarfsins eftir fund ríkjanna í Riga í Lett- landi árið 1998, og beindist það fyrst gegn misnotkun og sölu barna, en forsætisráðherra lagði til að farið yrði inn á fleiri svið barna- verndar, til dæmis málefni heim- ilislausra barna. Á fundinum var almannaöryggi í Eystrasaltsríkjunum einnig rætt, og má þar nefna samstarf þar- lendra við íslensk fyrirtæki um uppsetningu sambærilegrar neyð- arlínu í Eystrasaltslöndum og þekkist í númerinu 112 í Evrópu. Samstarf af þessum toga þykir til marks um þann árangur sem náðst hefur af starfi Eystrasalts- ráðsins, en í því sitja Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Finn- land, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland, Pólland og Þýskaland. Reuters Leiðtogar Eystrasaltsráðsins f.v.: Anders Fogh Rasmussen forsætisráðh. Danmerkur, Siim Kallas forsætisráðh. Eistlands, Paavo Lipponen forsæt- isráðh. Finnlands, Davíð Oddsson forsætisráðh. Íslands, Andris Berzins forsætisráðh. Lettlands, Gerhard Schröder kanslari Þýskalands, Vladimir Pútín forseti Rússlands, Mikhail Kasyanov forsætisráðh. Rússlands, Brazauskas forsætisráðh. Litháen, Kjell Magne Bondevik forsætisráðh. Noregs, Leszek Miller forsætisráðh. Póllands og Göran Persson forsætisráðh. Svíþjóðar. Efla þarf samstarf ESB og Rússlands Davíð Oddsson ávarpar leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Sankti Pétursborg HAGKAUP hafa farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að fá leyfi til að flytja inn 20 tonn af frosnum kjúkling- um frá Svíþjóð, að sögn Finns Árna- sonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. „Skortur á kjúklingum í landinu er orðinn viðvarandi og hefur farið stig- vaxandi, til dæmis fengum við einung- is 20–30% af því magni sem þarf til að anna eftirspurn viðskiptavina okkar í liðinni viku og útlitið er ekki betra nú,“ segir Finnur. Hagkaup óskar eft- ir því að landbúnaðarráðherra felli niður aðflutningsgjöld á kjúklingum en að sögn Finns er innflutningur ekki mögulegur núna vegna þess hve gjöldin eru há, sú vara myndi ekki vera samkeppnishæf á markaðnum. „Gjaldlaus innflutningur myndi hins vegar gera okkur kleift að bjóða kjúk- linga á mjög góðu verði til neytenda,“ segir Finnur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist ekki hafa heyrt um að skortur sé á kjúklingum í landinu. „Það hafa engar aðrar kvartanir komið enn í landbúnaðarráðuneytið um skort á kjúklingum þannig að við þekkjum ekki vandamálið sem Hag- kaup eru að tala um. Hins vegar er málið farið í vinnslu hjá okkur og við munum skoða hvernig staðan er,“ segir landbúnaðarráðherra. Hagkaup vilja flytja inn 20 tonn af kjúklingum FJÓRIR menn eru í varðhaldi lög- reglu í Kópavogi og Reykjavík vegna falsaðra peningaseðla, sem hafa verið í umferð á höfuðborg- arsvæðinu að undanförnu, og við húsleit í Kópavogi í gær fannst búnaður til peningaframleiðslu. Lögreglan í Reykjavík handtók mann í gærkvöldi vegna þessa máls. Síðastliðinn föstudag var maður úrskurðaður í gæsluvarð- hald fram á miðvikudag, að kröfu lögreglunnar í Kópavogi, vegna rannsóknar á peningafölsun. Þá voru tveir menn handteknir að- faranótt mánudags eftir að hafa framvísað fölsuðum peningaseðl- um. Annar maðurinn var handtek- inn á skemmtistað en hinn á bens- ínstöð. Báðir hafa þeir komið við sögu lögreglunnar áður og hefur lögreglan gert kröfu um gæslu- varðhald yfir þeim sem og mann- inum sem handtekinn var í gær- kvöldi til föstudags. Lögreglan í Kópavogi gerði hús- leit í húsi í bænum í gærkvöldi og fann tækjabúnað til peningafram- leiðslu sem talið er að tengist öll- um mönnunum fjórum en ekki fundust neinir peningar við leitina. Hins vegar er rannsóknarlögregl- an í Kópavogi með í rannsókn 10 5.000 króna seðla, sem höfðu verið notaðir við kaup á varningi. Fjórir menn í haldi Falsaðir seðlar í umferð Náðu 200 e-töflum við götueftirlit FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði á föstudagskvöld hald á um 200 e-töflur og þakkar Ás- geir Karlsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn það auknum mannskap sem deildin hefur fengið, m.a. til að sinna eftirliti á götum úti. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins, en við skoðun á bifreið þeirra í miðborginni á föstudagskvöld fannst hluti efnanna og afgangurinn við húsleit heima hjá þeim í kjölfarið. Að sögn Ásgeirs voru mennirnir á aldrinum frá tæplega tvítugu til þrí- tugs og hafa sumir þeirra áður komið við sögu fíkniefnamála. Var þeim sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst mál þeirra upplýst. Vegna magnsins má telja víst að mennirnir hafi ætlað e-töflurnar til sölu en ekki einkanota, samkvæmt heimildum blaðsins. Götuverð á e- töflu er um 2.500 krónur. „Við höfum fengið aukinn mannskap til fíkniefna- deildarinnar til að sinna eftirliti, eink- um á götum úti. Það var við eftirlit af því tagi sem bíllinn var stöðvaður og mennirnir gripnir,“ sagði Ásgeir og vísar til þess að fimm mönnum var bætt við deildina fyrir rúmlega ári. Aukinn mannskapur fíkniefnadeildar skilar árangri Allt að 70% afsláttur í nýrri lyfja- verslun APÓTEKARINN, ný lágvöruverðs- keðja á smásölumarkaði lyfja, opnaði þrjár lyfjabúðir í gær. Einkunnarorð Apótekarans eru lyf á lægra verði og segir Ingólfur Garðarsson talsmaður fyrirtækisins gert ráð fyrir, að afslátt- ur Apótekarans taki mið af aðstæðum í samfélaginu á hverjum tíma og þörf- um almennings. Nú séu frjókornaof- næmi og heymæði til að mynda að ná hámarki og því bjóði verslanirnar allt að 70% afslátt af tveimur ofnæmis- lyfjum fyrstu vikuna. Apótekarinn er í eigu Hagræðis sem einnig á Lyf og heilsu. Afsláttur af umræddum lyfjum, Histal og Loradin NM Farma, er 44– 71%, eftir því hvort um er að ræða lyf- seðilsskylt lyf til almennings eða líf- eyrisþega og tekur hann til greiðslu- hluta sjúklings, að Ingólfs sögn. Hámarksverð á 100 töflum af Hist- al er 1.446 krónur til lífeyrisþega og greiðir hann því 423 krónur fyrir lyfið á tilboðsverði, sem er 71% afsláttur. Hámarksverð til almenns sjúklings fyrir sama skammt af sama lyfi er 4.748 krónur og greiðir hann 2.266 krónur með 52% afslætti, samkvæmt útreikningum Apótekarans fyrir Morgunblaðið.  Áhersla á lífeyrisþega/19 Annmarkar á umfjöllun dómnefndar STÖÐUNEFND, sem fjallaði um álit dómnefndar á umsækjendum um stöðu lektors í fornleifafræði við heimspekideild Háskóla Íslands, komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir annmarkar væru á áliti dómnefndar og greindi meðal annars hlutdrægni í umfjöllun hennar, að sögn Vilhjálms Árnasonar, deildarforseta heimspeki- deildar. Umsækjendur um stöðuna voru fornleifafræðingarnir dr. Bjarni F. Einarsson, dr. Margrét Hermanns- Auðardóttir, dr. Orri Vésteinsson og Steinunn Kristjánsdóttir. Dómnefnd- in taldi að Orri væri hæfur til að gegna stöðu lektors og dósents í forn- leifafræði og að Margrét væri hæf til að gegna stöðu lektors en að hún upp- fyllti ekki kröfur til að gegna stöðu dósents. Bjarni og Steinunn voru ekki talin hæf til að gegna stöðunni og vakti athygli hve stór orð voru höfð um þau í dómnefndarálitinu. Vilhjálmur Árnason segir að bókun stöðunefndar hafi verið samþykkt samhljóða. Sagnfræðiskor fjallar um málið í dag, en svo verður það tekið fyrir á deildarfundi, sem verður vænt- anlega í næstu viku. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.