Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Audi A4 1.8T, f.skr.d. 23.03. 2001, ek. 20 þ. km, 4 d., bsk., 17“ álf., leðurinnrétting o.fl. Verð 3.290.000.- Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is STJÓRNARMENN í Byggðastofn- un, sem Morgunblaðið ræddi við og vildu tjá sig, aðrir en formaður og varaformaður stjórnar, segja að deil- urnar sem ríkt hafa að undanförnu milli Kristins H. Gunnarssonar stjórnarformanns og Theodórs A. Bjarnasonar forstjóra hafi óhjá- kvæmilega skaðað stofnunina og ímynd hennar útávið. Bréfaskipti Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Theodórs hafi heldur ekki verið til að bæta þar úr en stjórnarmennirnar vilja flestir ekki taka afstöðu til innihalds bréf- anna. Búist er við að þessi mál verði til umræðu á stjórnarfundi sem fram á að fara á Sauðárkróki á fimmtudag, þeim síðasta fyrir ársfund Byggða- stofnunar á Ísafirði í næstu viku, 21. júní. Allt starfsfólk unnið gott starf Örlygur Hnefill Jónsson, lögmað- ur á Húsavík og varaþingmaður fyrir Samfylkinguna á Norðurlandi eystra, segir að deilurnar í Byggða- stofnun að undanförnu hafi skaðað stofnunina og brýnt sé að vinda lægi um hana þannig að hún geti starfað vel og í þágu allrar landsbyggðarinn- ar. Hann segist ekki ætla að blanda sér inn í bréfaskriftir á milli manna eða stjórnsýslusviða innan Byggða- stofnunar, hann vilji ekki taka af- stöðu til þeirra eða draga neina ályktun af þeim. „Ég hef bent á að starfsfólk Byggðastofnunar er að vinna gott starf. Stofnunin var flutt norður á Sauðárkrók og hana þurfti að endur- manna að stærstum hluta. Þar tókst vel til. Starfsfólk allt hefur mitt traust, og undanskil ég þar engan. Mér hefur líkað vel að vinna með starfsfólkinu og forstjórinn er þar meðtalinn. Flutningurinn norður tókst vel en auðvitað geta komið upp tímabundnir erfiðleikar. Stofnunin er vel virk og skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni, sem henni ber að styrkja og efla. Lands- byggðarfólk horfir til þessarar stofn- unar og auðvitað gerir það kröfu um að hún sé starfhæf. Miklir hagsmun- ir þess fólks eru undir,“ segir Örlyg- ur Hnefill. Ekki tilefni til athugasemda Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, segist vel geta tekið undir með Guð- jóni Guðmundssyni, varaformanni stjórnar, sem í Morgunblaðinu á sunnudag lýsti yfir fullu trausti á störf Theodórs og sagðist hafa orðið undrandi á svarbréfi Valgerðar til forstjór- ans. Arnbjörg segir að þau atriði sem fram hafi komið í svarbréf- inu hafi ekki verið það stórvægileg að þau hafi verið tilefni til athuga- semda. Að öðru leyti vill hún ekki taka afstöðu til innihalds bréfanna en segir augljóst að deilur stjórnarformanns og forstjóra skaði ímynd Byggðastofnunar og séu ekki til góðs. Hún segir að aðfinnsla ráðherra um drátt á að skila ársreikningi stofnunarinnar sé meira „praktískt“ atriði sem ekki hafi verið hægt að ráða við. Skýringar hafi verið gefnar á þeim drætti sem Arnbjörg telur að hafi verið eðlilegar, sem og fleiri skýringar sem gefnar hafi verið af hálfu forstjórans. „Ég hef ágæta reynslu af sam- skiptum mínum við Theodór. Hann hefur unnið af mikilli samviskusemi og ég hef ekkert út á hans störf að setja. Það hefur tekið tíma fyrir hann að setja sig inn í mál, sem er eðlilegt í ljósi þess að hafa komið hingað beint frá útlöndum,“ segir Arnbjörg. Persónuleg deila stjórnar- formanns og forstjóra Orri Hlöðversson, fráfarandi framkvæmdastjóri Fjárvaka á Sauð- árkróki og verðandi bæjarstjóri í Hveragerði, segir að sér finnist mið- ur hvernig málum sé komið innan Byggðastofnunar og hvernig deilur manna hafi magnast stig af stigi. Hann segist líta svo á að um per- sónulega deilu sé að ræða milli stjórnarformannsins og forstjórans sem aðrir stjórnarmenn hafi verið áhorfendur að en ekki beinir þátttak- endur. Orri segist hafa átt farsælt samstarf við bæði Kristin og Theo- dór, hann hafi heilshugar stutt ráðn- ingu þess síðarnefnda á sínum tíma. Þrátt fyrir það séu þeir ekki yfir gagnrýni hafnir, frekar en aðrir menn. Orra finnst það ennfremur miður að bréfaskrif innan stofnunarinnar hafi farið fram á síðum dagblaðanna, það hafi ekki verið til að auðvelda lausn deilunnar. Um innihald bréf- anna vill Orri ekki tjá sig að öðru leyti en því að þar hljóti að vera um ákveðna viðleitni ráðherrans að ræða til að komast til botns í málinu, a.m.k. annarri hlið þess. Vonast hann til að ráðherra finni farsæla lausn á næstu dögum. Deilurnar veikja stofnunina Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og bóndi að Keldum, segist ekki vilja taka afstöðu til bréfaskrifanna þar sem hún hafi ekki séð þau vegna fjar- veru sinnar í útlöndum að undan- förnu. Hún tekur fram að hún beri fullt traust til Theodórs í starfi for- stjóra án þess að hún vilji hvorki gefa honum né Kristni eitthvað sérstakt „vottorð“. „Það hefur verið ömurlegt að sitja undir þeim deilum sem hafa verið milli Kristins og Theodórs. Nauð- synlegt er í öllum stofnunum og fyr- irtækjum að traust ríki á milli for- stjóra og stjórnarformanns. Því miður hafa þessar deilur ekki góð áhrif á Byggðastofnun, þær veikja hana. Annaðhvort verða þeir að taka á þessu eða ráðherra. Í öllu falli get- ur þetta ekki haldið svona áfram,“ segir Drífa. Gunnlaugur tjáir sig ekki Gunnlaugur Stefánsson, sóknar- prestur að Heydölum og varaþing- maður Samfylkingarinnar á Austur- landi, segist ekki vilja tjá sig opinberlega um þær deilur sem verið hafa innan stofnunarinnar að undan- förnu. Hann segist fyrst ætla að tjá sín viðhorf meðal stjórnarmanna á næsta fundi. Stjórnarmenn í Byggðastofnun um deilurnar milli formanns og forstjóra Gunnlaugur Stefánsson Drífa Hjartardóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Hafa óhjákvæmilega skaðað stofnunina og ímynd hennar Síðasti stjórnarfundur fyrir ársfund haldinn á Sauðárkróki á fimmtudag Örlygur Hnefill Jónsson Orri Hlöðversson EINAR Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að fjárveitingar hér á landi til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, sé mjög hátt, sér í lagi með tilliti til þess hversu þjóðin sé ung. Þrátt fyrir það sé skipulagi á heilbrigðisþjónustunni af hálfu lög- gjafans ábótavant, efla þurfi grunn- þjónustu eins og heilsugæslu og eft- irlit, frekar en að færa alla þjónustu upp á hæsta stig með hátækniað- gerðum. Áherslu þurfi að leggja á sem ódýrasta þjónustu og vill Einar Oddur í því sambandi skoða mögu- leika á einkarekstri þar sem því verði við komið. „Ég fullyrði að það getur ekki vantað peninga inn í heilbrigðiskerf- ið. Við höfum læknalið og starfsfólk sem er fullkomlega sambærilegt á við það sem gerist annars staðar í Evrópu. Við höfum fleiri sjúkrarúm á hvern íbúa heldur en nokkur önn- ur þjóð í Evrópu, aðeins Japan er með sambærilega tölu. Það vantar ekki húsnæði og ég veit að það vant- ar ekki tæki. Við höfum mjög hátt menntunarstig starfsfólks og við verjum miklum peningum í heil- brigðiskerfið. Ég fullyrði þess vegna að það hljóti að vera skipulagið sem sé vandamálið hjá okkur,“ segir Ein- ar Oddur en tekur fram að hann sé ekki að gagnrýna stjórnendur stóru sjúkrahúsanna, vandinn liggi í heild- arskipulaginu sem löggjafinn leggi til. Hann hafi margsinnis bent á þetta á Alþingi. Horfa má til Frakklands og Belgíu Aðspurður hvernig eigi að taka á þessu segir Einar Oddur að Íslend- ingar eigi að horfa til þjóða eins og Frakklands og Belgíu, þar sem fram hafi farið mikil vinna í að endur- skipuleggja heilbrigðiskerfið. Þar hafi verið sérstök áætlun í gangi til að komast framhjá stighækkandi kostnaði við heilbrigðisþjónustuna. „Frakkar og Belgar hafa komið stórum hluta þjónustunnar inn í einkarekstur og þannig tekist að lækka kostnaðinn. Þeir hafa gert þetta án þess að hverfa frá sam- hjálpinni og opinberum greiðslum, enda er ég ekki að leggja til að við gerum það. Ég hef margsinnis bent á þetta á Alþingi,“ segir Einar Odd- ur. Hann segir að þjónustunni sé meira þrýst inn í hátæknigreinar um leið og verið sé að vanrækja grunn- þjónustu á borð við heilsugæslu- stöðvar og ungbarna- og mæðraeft- irlit. „Við megum ekki að láta undan endalausum þrýstingi á meiri pen- inga. Það væri hægt að eyða öllum fjármunum ríkisins í hátækniað- gerðir ef menn vildu,“ segir Einar Oddur. Djarflega mælt að sameining hafi ekki skilað árangri Í samtali við Morgunblaðið um helgina sagði Einar Oddur að við fjárlagagerð undanfarin ár hefði verið gengið út frá því að sameining stóru sjúkrahúsanna myndi skila mikilli hagræðingu en það hefði ekki gengið eftir. Spurður um viðbrögð við þessum ummælum sagði Magn- ús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, að sameining skilaði sér ekki með ákvörðunum, hún skilaði sér með breytingunni sem hún kallaði á. Sameining stóru sjúkrahúsanna stæði enn yfir en á þeim deildum sem henni væri lokið, hefði árangurinn verið góður. Nefndi Magnús þar sem dæmi æða- og þvagfæraskurðlækningar og þjónustu við geðfatlaða. „Ég staðhæfi að sameiningin er farin að skila sér á sumum stöðum en alls ekki á öllum. Þess vegna finnst mér djarflega mælt að sam- einingin hafi ekki skilað neinum ár- angri. Árangur hefur átt sér stað en hagræðingin er ekki öll komin fram ennþá,“ sagði Magnús og benti á að raunkostnaður við rekstur spítalans í fyrra hefði verið minni en árið áður og ívið minni en árið þar áður. Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis Efla þarf grunnþjónustu frekar en hátækniaðgerðir SKIPT var um turn á Akra- neskirkju nýlega en gamli turninn var farinn að láta á sjá, enda um 40 ára gamall. Trésmiðjan Akur smíð- aði nýja turninn, sem var unninn í heilu lagi á verkstæði þeirra, og er hann nákvæm eftirlíking af þeim gamla. Guðni Hannesson, sem býr við Skólabraut gegnt kirkjunni, óskaði eftir því að fá gamla turninn í sína umsjá og hefur nú reist hann í garði sínum. Guðni sagði að sér hefði brugðið nokkuð er hann sá turninn koma niður úr háloftunum, en turninn er rúmlega átta metra hár. Akraneskirkja var vígð árið 1896 og hafa margvíslegar endurbætur verið gerðar á turninum, sem í fyrstu var gluggalaus. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Gamli turninn þjónar nú hlut- verki garðskála. Gamli kirkjuturn- inn fær nýtt hlutverk Akranesi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.