Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ býst
við því að í dag og á morgun komi
hundruð Falon Gong-félaga til lands-
ins í þeim tilgangi að mótmæla Jiang
Zemin, forseta Kína.
Björn Friðfinnsson ráðuneytis-
stjóri segir þetta með þeim fyrirvara
að margir muni hugsanlega hætta við
að koma vegna ákvörðunar forsætis-
ráðherra, dómsmálaráðherra og ut-
anríkisráðherra um að synja Falun
Gong-félögum um landgöngu. Málið
verður rætt í ríkisstjórn í dag.
Ekki náðist í Sólveigu Pétursdótt-
ur dómsmálaráðherra í gær.
Björn segir að vitað sé til þess að
hundruð Kínverja og Taívana séu á
leið til landsins en hluti af þeim sé
eingöngu að koma hingað sem ferða-
menn. Hann hefur ekki upplýsingar
um hversu margir eru félagar í Falun
Gong en hann vonast til að þeir verði
ekki fleiri en 200–300. Margir þeirra
hafa fylgt Jiang Zemin eftir á ferða-
lagi hans um Rússland, Eistland og
Lettland en þá í smærri hópum en
hóparnir hyggjast sameinast hér á
landi. Aðspurður hvernig hægt verði
að þekkja Falun Gong-félaga frá öðr-
um farþegum segir Björn að lögregl-
an hafi lista með nöfnum félaga og
farþegar verði einnig spurðir hvort
þeir tilheyri félagsskapnum. Býst
hann við að flestir muni greina satt og
rétt frá enda sé sannleikurinn ein af
mikilvægustu kennisetningum Falun
Gong.
Aðspurður segir Björn að fulltrúar
kínverskra stjórnvalda hafi lýst yfir
ánægju sinni við lögreglu með ráð-
stafanir íslenskra stjórnvalda.
Haldið í Njarðvíkurskóla?
Komi eins margir Falun Gong-fé-
lagar til landsins og dómsmálaráðu-
neytið telur, er ljóst að þeim verður
ekki haldið í flugstöðinni þar til þeir
verða sendir til baka. Staðfestir
Björn að rætt hafi verið um að halda
þeim í Njarðvíkurskóla þar til þeir
verða fluttir til baka. Þá komi einnig
til greina að leigja flugvélar til að
flytja fólkið. Spurður um kostnað
vegna heimsóknarinnar segir Björn
að slíkt sé erfitt að meta, nú sé gert
ráð fyrir að kostnaður verði um og yf-
ir 20 milljónir.
Morgunblaðið hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að nafnalistarnir
sem lögregla styðst við séu að mestu
leyti komnir frá kínverskum stjórn-
völdum. Á listunum munu einkum
vera nöfn kínverskra og taívanskra
ríkisborgara og hafa Kínverjar kraf-
ist þess að öllum á listanum verði
meinaður aðgangur til landsins.
Aðspurður sagði Björn að listarnir
væru m.a. komnir frá kínverskum
stjórnvöldum en vildi ekki tjá sig
nánar um þetta atriði. Aðspurður
segir hann að aðgerðir stjórnvalda
beinist ekki sérstaklega að Kínverj-
um eða Taívönum heldur að öllum fé-
lögum í Falun Gong sem koma til
landsins. Björn segir að engin at-
hugasemd hafi borist frá öðrum
Schengen-ríkjum um þær ráðstafanir
sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til.
Aðspurður hvort stjórnvöld muni
falla frá þessum aðgerðum ef Falun
Gong heita því að fara eftir tilmælum
lögreglu, segir Björn að það verði
metið ef tilefni gefst til. Fulltrúar
Falun Gong ræddu við yfirmenn í
lögreglunni í Reykjavík í gær og
settu fram óskir um staði fyrir mót-
mælaaðgerðir og hétu því jafnframt
að hlíta fyrirmælum lögreglu í einu
og öllu. Aðspurður sagði Björn að
ekkert hefði komið fram á fundinum
sem gefi tilefni til þess að endurskoða
ráðstafanir stjórnvalda en hafa verði
í huga að hópnum geti fylgt óróa-
seggir.
Þrátt fyrir að Íslandi hafi verið lok-
að fyrir félögum í Falun Gong gera
lögregluyfirvöld fastlega ráð fyrir því
að allmargir komist í gegn. Örygg-
isgæsla verður því hert og því hefur
þurft að kalla allmarga lögreglumenn
úr sumarfríi en Björn hefur þó ekki
upplýsingar um fjölda þeirra.
Auk þess verður myndað öryggis-
svæði um Hótel Sögu þar sem Jiang
Zemin mun gista og götum í ná-
grenninu verður lokað. Björn segir
að ríkislögreglustjóri hafi veitt heim-
ild fyrir þeim 29 vopnuðu öryggis-
vörðum sem fylgja forsetanum og
hefur jafnframt eftirlit með þeim, en
slíkt sé jafnan gert við opinberar
heimsóknir. Stjórnvöld hafa nokkrar
áhyggjur af viðbrögðum þeirra ef
mótmælin fara úr böndunum. Að-
spurður segir Björn að þeir njóti
diplómatískrar friðhelgi og verði ekki
sóttir til saka hér á landi.
Vandlega skipulagðar aðgerðir
Eins og kom fram í Morgunblaðinu
á laugardag eru mótmæli Falun
Gong ekki ofbeldisfull en þau eru
sögð aðgangshörð. Björn segir að
þetta sé m.a. byggt á skýrslu frá lög-
reglunni í Wiesbaden í Þýskalandi en
þar var Falun Gong með talsverðar
mótmælaaðgerðir meðan Jiang Zem-
in var þar í opinberri heimsókn í apríl
sl.
Þýska lögreglan segir augljóst að
mótmælaaðgerðirnar hafi verið vand-
lega skipulagðar. Þátttakendur voru
frá Evrópu og víðar.
Í skýrslunni segir m.a. að Falun
Gong hafi mótmælt á friðsamlegan
hátt með leyfi yfirvalda en auk þess
fóru fram ýmsar minniháttar aðgerð-
ir og vökur sem lögregla hafði fulla
stjórn á. Forseti Kína og fylgdarlið
hans voru aldrei í hættu en örygg-
isgæsla var afar ströng. Ýmsir Falun
Gong-félagar gerðu á hinn bóginn
hvað þeir gátu til að ná athygli kín-
verska forsetans eða nálgast hann við
ýmis tækifæri, s.s. við brottför af hót-
eli eða á blaðamannafundum.
Kínversk fréttakona með fullgild
fréttamannaskilríki hrópaði t.d. slag-
orð á kínversku meðan Jiang Zemin
var í móttökuathöfn hjá kanslara
Þýskalands og hún reyndi síðar að
komast inn á blaðamannafund. Þessi
kona mun vera stödd hér á landi og
hefur hitt fulltrúa dómsmálaráðu-
neytisins.
Björn segir að eftirfarandi hegð-
unarmynstur Falun Gong-félaga hafi
verið áberandi, skv. skýrslu lögregl-
unnar í Wiesbaden: Falun Gong-fé-
lagar skráðu sig inn á hótel forsetans
fyrir komu hans til að vera inni á ör-
yggissvæðum áður en þeim var lokað.
Þeir héldu sig í anddyri hótelsins og
töfðu starfsfólk í móttöku með sam-
tölum og símtölum. Aðrir földu sig við
þær leiðir þar sem von var á forset-
anum s.s. bak við hús, í verslunum og
veitingastöðum. Höfðu þeir klæðst
stuttermabolum með merki hreyfing-
arinnar undir venjulegum fötum og
sýndu þá þegar forsetinn fór fram hjá
og hrópuðu að honum slagorð. Þá
höfðu þeir falið mótmælaspjöld og
borða, bæði innanklæða og í ílátum
og lyftu þeim upp þannig að forsetinn
sæi. Studdust mótmælendur við út-
gefna dagskrá heimsóknarinnar en
Björn gerir ekki ráð fyrir að dagskrá-
in verði gefin út opinberlega hér á
landi.
Björn segir að slíkar aðgerðir séu
ekki hættulegar en geti engu að síður
valdið vandræðum. Þá verði að hafa í
huga að Kínverjar hafa önnur viðhorf
gagnvart slíkum mótmælum. Íslensk
stjórnvöld hafi áhyggjur af því að
heimsókn Jiang Zemin muni falla í
skuggann af mótmælendum en slíkt
geti haft alvarleg áhrif á samskipti
landanna.
Rætt um að halda Falun Gong-félögum í Njarðvíkurskóla
Búist við miklum fjölda til
landsins í dag og á morgun
Reuters
Á NÆRFELLT öllum pólitísku vef-
ritunum er ákvörðun íslenskra
stjórnvalda að meina félögum í Fal-
un Gong um að koma til landsins
harðlega gagnrýnd og er sums stað-
ar hvatt til þess að fólk safni liði og
mótmæli komu Jiang Zemins hingað
til lands.
Á vefritinu Frelsi.is sem gefið er
út af Heimdalli, félagi ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, er fram-
koma íslenskra stjórnvalda sögð
ámælisverð. „Ef íslensk stjórnvöld
treysta sér ekki til að tryggja öryggi
gesta, sem kalla á svo mikla andúð
umheimsins, þá á að sleppa því að
bjóða þeim í stað þess hefta tján-
ingar- og ferðafrelsi tiltekinna
hópa,“ segir þar. „Við hvetjum alla
til að mótmæla komu forsetans
hingað til lands og um leið berjast
fyrir mannréttindum í Kína. Ofsókn-
ir, manndráp og pyntingar eru að-
alsmerki þessarar ríkisstjórnar sem
Zemin leiðir. Slíkir menn eru ekki
virðulegir gestir á Íslandi. Söfnum
liði og mótmælum,“ segir á vefritinu.
Stjórn Vöku, félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta við Háskóla Íslands
mótmælir því að Jiang Zemin, sem
fulltrúa þeirra stjórnvalda sem
stóðu fyrir fjöldamorðunum á Torgi
hins himneska friðar, skuli vera boð-
ið til landsins og honum tekið með
kostum og kynjum. Þá er harmað að
ríkisstjórn Íslands skuli gangast við
þeim kröfum forsetans að mótmæl-
endur megi ekki verða fyrir hans
augum. „Það er með öllu óafsakan-
legt ef frelsið, mannréttindin og lýð-
ræðið sem okkur eru tryggð í stjórn-
arskránni skuli vera notað sem ódýr
skiptimynt við heimsókn erlendra
harðstjóra,“ segir í ályktun frá
Vöku.
Formaður Vöku, Guðfinnur Sig-
urvinsson, hefur sent öllum forystu-
mönnum ungliðahreyfinga stjórn-
málaflokkanna, formanni Röskvu
samtaka félagshyggjufólks við Há-
skóla Íslands og formanni Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands skeyti þar sem
óskað er eftir því að þessi aðilar eigi
frumkvæði að því að samræmd og
þverpólitísk mótmæli fari fram í til-
efni af heimsókninni. Í fréttatilkynn-
ingu segir að það skýrist síðar í vik-
unni með hvaða hætti af þessu
verður.
Aumar og veigalitlar skýringar
„Tjáningarfrelsið fótum troðið,“
ritar Guðjón Ólafur Jónsson, for-
maður kjördæmisráðs framsóknar-
félaganna í Reykjavíkurkjördæmi-
suður á vef framsóknarfélaganna í
Reykjavík, Hrifla.is. Hann segir
ástæður sem undirmenn dómsmála-
ráðherra hafa gefið fyrir því að
synja félögum í Falun Gong um
vegabréfsáritanir „aumar og veiga-
litlar“. Hann segir íslensk stjórnvöld
komin inn á mjög varhugaverða
braut ef þau ætla að meina erlendu
fólki að njóta sjálfsagðs tjáningar-
frelsis hér á landi. „Það á ekki að
hlífa kínverskum stjórnvöldum við
mótmælum gegn síendurteknum
mannréttindabrotum þar í landi. Og
auðvitað verður mótmælt þótt engir
verði útlendingarnir. Íslenskur al-
menningur mun láta vanþóknun sína
á kínverskum stjórnvöldum í ljós og
þau mótmæli fær forseti Kína ekki
umflúið,“ segir Guðjón.
Ómar R. Valdimarsson, ritstjóri
Pólitíkur.is, sem ungir jafnaðar-
menn skrifa, segir ákvörðun stjórn-
valda hneisu. Þetta sé þó ekki í
fyrsta skipti sem stjórnvöld ákveði
að taka skellinn sem fylgi því að
taka ólýðræðislegar ákvarðanir.
Öryggismálin eru skálkaskjól
Á Múrnum sem er gefinn út af
Málfundafélagi úngra róttæklinga
segir Sverrir Jakobsson að þetta sé
aðeins „eitt dæmi af mörgum um
ruddaskap gagnvart útlendingum
sem hafa ekkert til saka unnið á
grundvelli „öryggismála“.
„Þessi öryggismál eru skálkaskjól
til þess að veita ríkisvaldinu meiri
rétt gagnvart einstaklingum en það
hefur almennt í lýðræðissamfélög-
um. Og ríkisvaldið þarf ekki að út-
skýra aðgerðir sínar, né bera ábyrgð
á þeim gagnvart stofnunum sem
gætu veitt því lýðræðislegt aðhald,“
segir þar.
Aðgerðir stjórnvalda harðlega gagnrýndar á pólitískum vefritum
Hvatt til mót-
mæla gegn
Jiang Zemin
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun frá
þingflokki Samfylkingarinnar:
„Þingflokkur Samfylkingar-
innar mótmælir harðlega þeirri
dæmalausu aðgerð íslenskra
stjórnvalda að meina félögum
alþjóðlegu hreyfingarinnar Fal-
un Gong að koma inn í landið.
Tilgangur farar þeirra til Ís-
lands var að mótmæla friðsam-
lega við komu forseta Kína til Ís-
lands og vekja athygli á
mannréttindabrotum kín-
verskra stjórnvalda gegn fé-
lögum í Falun Gong í Kína.
Dómsmálaráðherra, forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra
ákváðu að heimila meðlimum
Falon Gong ekki að koma til
landsins og á sú ákvörðun sér
engin fordæmi á Vesturlöndum
og vekur bæði furðu og reiði.
Ísland hefur um árabil verið í
brjóstvörn lýðræðisríkja um all-
an heim og málsvari mannrétt-
inda. Þingflokkur Samfylking-
arinnar mótmælir því harðlega
að land og þjóð skuli niðurlægt
með þessum hætti á alþjóðavett-
vangi. Meðlimum Falun Gong
hefur ekki verið meinaður að-
gangur að neinu öðru vestrænu
ríki, enda um afar friðsama
hreyfingu að ræða. Því er þessi
aðgerð íslenskra stjórnvalda
dæmalaus og þingflokkur Sam-
fylkingarinnar krefst þess að
hún verði afturkölluð nú þegar.“
Þingflokkur
Samfylkingarinnar
Dæmalaus
ákvörðun
stjórnvalda
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun frá
þingflokki VG:
„Þingflokkur Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs
leggur áherslu á að gestkom-
andi fólk til Íslands verði ekki
flokkað eftir skoðunum á
stjórnmálum eða lífsviðhorfum
og að ekki verði settar skorður
við friðsamlegum aðgerðum í
landinu. Ákvörðun íslenskra
stjórnvalda um að meina and-
ófsmönnum gegn kínverskum
stjórnvöldum að heimsækja Ís-
land vegna heimsóknar forseta
Kína er ekki í samræmi við ís-
lenskar hefðir um opna og lýð-
ræðislega stjórnarhætti.
Á undanförnum mánuðum og
misserum hefur verið hert
margvísleg löggjöf sem lýtur að
meintu öryggi íslenska ríkisins,
m.a. í tengslum við Schengen
samkomulagið um sameiginleg
landamæri okkar og Evrópu-
sambandsríkja.
Ástæða er til að vara við því
að hert öryggiseftirlit af þessu
tagi snúist upp í andhverfu sína
á kostnað lýðræðis og mann-
réttinda.
Þingflokkur Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs telur
mikilvægt að skýrar reglur
verði settar um komu fólks til
landsins og allt sem lýtur að ör-
yggisbúnaði og öryggisgæslu í
landinu, þar á meðal vopnabún-
að erlendra lífvarðasveita. Þá
er mikilvægt að erlendum gest-
um verði jafnan gerð grein fyr-
ir því að hingað komi þeir á for-
sendum Íslendinga.“
Þingflokkur Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs
Gestir ekki
flokkaðir
eftir skoð-
unum