Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SINNISBATI, hagsmunafélag geð-
sjúkra í Færeyjum, hélt upp á 20 ára
afmæli sitt á dögunum og voru
fulltrúar Geðræktar, þau Héðinn
Unnsteinsson verkefnisstjóri Geð-
ræktar og Elín Ebba Ásmundsdóttir,
forstöðumaður iðjuþjálfunar Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, heiðurs-
gestir afmælishátíðarinnar. Á hátíð-
inni fluttu þau erindi og kynntu
starfsemi Geðræktar og hugmynda-
fræðina sem liggur að baki verkefn-
inu.
„Við vorum á vegum Sinnisbata en
áttum einnig fund með fulltrúum
landlæknisembættisins í Færeyjum.
Sá fundur gekk mjög vel og þeir voru
hrifnir af Geðræktarverkefninu,“ seg-
ir Héðinn og bendir á að Færeyingar
séu skammt á veg komnir með heilsu-
eflingu. Þar sé áherslan lögð á með-
ferð og endurhæfingu og þessi hug-
myndafræði sé þeim alveg ný þrátt
fyrir að hún hafi komið fram fyrir
meira en tuttugu árum.
Elín Ebba segir að ekki sé langt
síðan Færeyingar byrjuðu að annast
geðsjúklinga sína, fyrir þann tíma
voru þeir ávallt sendir til Danmerkur
og óvíst var hvort þeir ættu aftur-
kvæmt. Héðinn bætir við að geð sé
ennþá tengt sjúkdómum í Færeyjum
líkt og hér heima, en annars staðar í
Evrópu þýði geðheilsa vellíðan. „Það
þarf að hamra það inn í fólk að geð-
heilsa er eitthvað sem allir eiga,“ seg-
ir hann.
Aðspurður hvort tekist hafi að
breyta hugarfari á Íslandi, telur hann
að Geðrækt hafi vakið fólk til vitundar
um geðheilsu og breytt hugarfari í
garð geðsjúkdóma.
Sjúklingar hafa hlutverki
að gegna í Færeyjum
Að sögn Héðins stóðu Íslendingar
framar í umönnun geðsjúkra heldur
en Færeyingar fyrir tuttugu árum, en
á þeim tíma voru þeir nýbyrjaðir að
sjá sjálfir um sína geðsjúklinga. Hann
álítur hins vegar að nú stöndum við
þeim aftar, þar sem við höfum lagt
höfuðáherslu á lyfjameðferð en í Fær-
eyjum sé mikil áhersla lögð á sam-
félagsmeðferð.
„Á Íslandi á allt að lækna með lyfj-
um, en Færeyingar hafa setið svolítið
eftir í þeim efnum, sem er kannski af
hinu góða. Hins vegar borða þar allir
saman, skjólstæðingar og starfs-
menn. Þar sjá sjúklingar um að fara
út í búð og elda matinn. Með öðrum
orðum allir hafa einhverju hlutverki
að gegna. Hér heima hefur verið
strikað yfir allt slíkt og þar af leiðandi
höfum við farið aftur á bak. En þó að
þeir hafi staðið í stað þá erum við
samt á vissan hátt fyrir aftan þá
núna,“ segir Héðinn og bendir á að
hér á landi hafi sjúklingar ekki hlut-
verk. Þeir borði til að mynda ekki með
læknum eða öðru starfsfólki, en eitt af
þeim málum sem Héðinn hefur barist
fyrir er að allir borði saman, þar sem í
því felist viss jafnaðar- og mannúð-
arnálgun. sElín Ebba segir að hér sé
til vísir að þessu fyrirkomulagi sem
Héðinn lýsir en það sé ekki forgangs-
atriði. „Í forgangi er bráðaþjónustan
og auðvitað þurfum við að hlúa vel að
henni. En það þarf að gera svo miklu
meira úti í samfélaginu. Til dæmis
eiga atvinnutækifæri að vera réttindi
fólks. Það á að vera réttur hvers og
eins, þó að hann sé fatlaður, að geta
tekið þátt í samfélaginu,“ bætir hún
við.
Að sögn Elínar Ebbu hefur áhersla
verið lögð á það í Geðræktarverkefn-
inu að það sé hluti af heilsu og heilsu-
eflingu að geta haft áhrif á umhverfið.
Allir verða að geta haft áhrif á nán-
asta umhverfið í stað þess að vera allt-
af þiggjendur. „Þetta snýst um það að
hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft,“ bend-
ir Héðinn á.
Vel tekið á afmælishátíð
Sinnisbata
Elín Ebba lýsir því að þeim hafi
verið afar vel tekið á afmælishátíð
Sinnisbata. Hún segir að í fyrirlestri
sínum hafi hún rætt um hvernig atriði
í umhverfi okkar hafi áhrif á heilsuna
og hvernig ábyrgðin hafi smátt og
smátt verið tekin af einstaklingunum
og sett í hendurnar á sérfræðingun-
um. „Það eru sérfræðingarnir sem
segja okkur hvað er að okkur og hvað
við eigum að gera. Ég er aðeins að
reyna að fá fólk til að hugsa um hver
ber ábyrgðina í þessu neyslusam-
félagi en það erum við sjálf. Við þurf-
um að hlusta á það sem líkami okkar
segir okkur,“ segir hún.
Að sögn Héðins var fyrirlestur
hans meira byggður upp sem leik-
þáttur. Hann segir erindið byggjast
mikið á frumspeki orða. Hann leiki
sér með orð, auk þess að miðla af
reynslu sinni og endi síðan í hugleið-
ingum um lífið og tilveruna. „Ég hafði
ekki velt því fyrir mér fyrr en það
kom til mín maður eftir fyrirlestur úti
á landi og benti mér á að boðskap-
urinn í fyrirlestrinum væri umfram
allt kristnifræði. Kristilegt siðfræði
er rauði þráðurinn án þess að ég hafi
nokkurn tímann gert mér grein fyrir
því.“
„Færeyingarnir voru mjög hrifnir
af Héðni. Þá vantar einhverja svona
fyrirmynd,“ segir Elín Ebba og bend-
ir á að í raun hafi enginn rutt þessa
braut þar. Það hafi áhrif á fólk þegar
það hitti venjulega manneskju sem
hafi þorað að koma fram og viður-
kenna að hún hafi verið veik.
Héðinn segir fyrirlestur sinn vera
fyrir alla, jafnt heilbrigða sem geð-
sjúka. Hann segir að með honum sé
jafnframt reynt að brjóta niður
ákveðna staðlaða mynd af geðsjúkum.
„Héðinn er að breyta ásýnd hins
geðsjúka manns. Héðinn er kraftmik-
ill maður sem hefur mikið að segja.
Hann gefur fólki von og breytir mörg-
um af þeim ranghugmyndum sem
tengjast geðsjúkdómum,“ segir Elín
Ebba.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Héðinn Unnsteinsson og Elín Ebba Ásmundsdóttir.
Fulltrúar Geðræktar heiðursgestir á
afmælishátíð Sinnisbata í Færeyjum
Mikil áhersla lögð á
samfélagsmeðferð í
umönnun geðsjúkra
FORELDRAR og aðstandendur
þeirra, sem starfa í Ásgarði, hand-
verkstæði fatlaðra, skora á bæjaryf-
irvöld í Kópavogi að veita bygging-
arleyfi fyrir nýju handverkstæði í
Kópaseli í Lækjarbotnum í stað þess
sem brann í desember síðastliðnum.
Átelja foreldrarnir Kópavogsbæ fyrir
framgöngu hans í málinu. Bæjar-
stjóri segir ekkert því til fyrirstöðu
að veita leyfi fyrir byggingu færan-
legs tréhúss, líkt og húsið var sem
brann – hins vegar komi ekki til
greina að veita byggingarleyfi fyrir
steinhúsi eins og rekstraraðilar stað-
arins hafi sótt um.
Um tuttugu fatlaðir einstaklingar
starfa í Ásgarði, sem hefur verið rek-
inn frá árinu 1993 samkvæmt þjón-
ustusamningi við ríkið. Rekstraraðili
staðarins, Ásmegin, rekur einnig
grunnskóla sem kenndur er við Wal-
dorfstefnuna og leikskóla í Lækjar-
botnum þar sem vinnustofan var
einnig staðsett þar til hún brann.
Ekki hefur verið hafist handa við
endurbyggingu vinnustofunnar held-
ur hefur starfsemin haft bráða-
birgðaaðstöðu í gamla Kópavogshæl-
inu. Í bréfi forstöðumanns
vinnustofunnar til bæjarráðs kemur
fram að það húsnæði hafi Ásgarður til
afnota út júní. Því sé mjög alvarlegt
ástand að skapast vegna óvissu um
framtíð Ásgarðs.
Undir þetta taka foreldrar og að-
standendur þeirra sem starfa í Ás-
garði eins og fram kemur í áskorun
sem samþykkt var á fundi þeirra 3.
júní síðastliðinn. „Nú eru liðnir 6
mánuðir frá því Ásgarður brann og
enn hefur ekki fengist byggingar-
leyfi. Okkur finnst það mjög alvarlegt
hvernig Kópavogsbær hefur staðið í
vegi fyrir þessari nauðsynlegu þjón-
ustu fyrir fatlaða og skorum því á
Kópavogsbæ að veita Ásgarði bygg-
ingarleyfi nú þegar,“ segir í áskor-
uninni sem tæplega 30 manns skrifa
undir.
Skilyrði að húsið
sé færanlegt
Ekki liggur fyrir samþykkt deili-
skipulag af svæðinu. Í umsögn skipu-
lagsstjóra og framkvæmdastjóra
fræðslu- og menningarsviðs Kópa-
vogs, sem rituð var vegna erindis for-
stöðumanns Ásgarðs, segir að í
skipulags- og byggingalögum sé
bráðabirgðaákvæði sem gefi sveitar-
stjórn heimild fyrir einstökum fram-
kvæmdum þó ekki liggi fyrir sam-
þykkt deiliskipulag en það sé bundið
því skilyrði að húsið sé færanlegt. Þá
telja þeir að einnig komi til greina að
Kópavogsbær kanni hjá Ríkisspítöl-
um hvort ekki sé möguleiki á að koma
starfseminni fyrir á Kópavogshæli
tímabundið, þar til búið sé að sam-
þykkja deiliskipulag fyrir Kópasel
eða þar til samningur Kópavogsbæj-
ar og Ásmegin um starfsemi hinnar
síðarnefndu í Lækjarbotnum rennur
út.
Í minnispunktum skipulagsstjóra,
bæjarverkfræðings og bæjarlög-
manns frá því í apríl kemur fram að
þeir leggi til að ekki verði heimiluð
frekari uppbygging eða framkvæmd-
ir á umræddu svæði án undangeng-
innar endurskoðunar á samningi Ás-
megin og Kópavogsbæjar, sem
deiliskipulag svæðisins tæki síðan
mið af.
Óvíst með
framtíðarstarfsemi
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogs, segir það mikinn misskiln-
ing að staðið hafi á Kópavogsbæ með
að byggja nýtt hús. „Þetta er óskipu-
lagt svæði og þeir fengu samning um
Bæjarstjóri segir ekki standa á bænum varðandi
endurbyggingu vinnustofu fatlaðra í Lækjarbotnum
Fá að byggja tréhús
en ekki steinhús
Kópavogur
SKIPULAGSSTOFNUN mælir
ekki með staðfestingu Svæðisskipu-
lags höfuðborgarsvæðisins hvað
varðar stefnu sem þar er sett fram
um flugsamgöngur. Stofnunin fellst
ekki á að sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu geti tekið bindandi
ákvörðun í svæðisskipulagi um að
leggja Reykjavíkurflugvöll niður í
áföngum á meðan afstaða ríkisins er
önnur. Þetta kemur fram í greinar-
gerð Skipulagsstofnunar með tillögu
að afgreiðslu umhverfisráðherra á
Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis-
ins 2001–2024. Er þar lagt til að ráð-
herra staðfesti skipulagið með fyrir-
vara um ofangreint atriði.
Öll sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu hafa samþykkt umrætt
svæðisskipulag og í apríl síðastliðn-
um sendi samvinnunefnd sveitarfé-
laganna það til staðfestingar um-
hverfisráðherra. Skipulagsstofnun
hefur haft svæðisskipulagið til um-
fjöllunar og í greinargerðinni eru
settar fram athugasemdir í ellefu lið-
um. Sú veigamesta þeirra varðar
stefnu svæðisskipulagsins varðandi
flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni en
þar er gert ráð fyrir að svæði NA-SV
brautarinnar verði tekið undir byggð
og að N-S flugbrautin verði lögð af
eftir árið 2016 og sömuleiðis tekin
undir byggð. Svæði A-V flugbrautar-
innar er síðan hugsað til uppbygg-
ingar fyrir blandaða byggð eftir árið
2024.
Ósamræmi milli stefnu
borgar og ríkis
Í greinargerð Skipulagsstofnunar
eru tíundaðar athugasemdir í um-
sögn Flugmálastjórnar Íslands um
svæðisskipulagstillöguna þar sem
lagst er gegn áætlunum um að leggja
niður umræddar flugbrautir. Sömu-
leiðis er greint frá stefnu samgöngu-
yfirvalda á landsvísu um Reykjavík-
urflugvöll en í Flugmálaáætlunum
Greinargerð Skipulagsstofnunar um Svæðisskipulag
höfuðborgarsvæðisins sem bíður staðfestingar ráðherra
Sveitarfélög geta
ekki ákveðið að
flytja flugvöllinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekki liggur annað fyrir af hálfu ríkisins en að miðstöð innanlandsflugs verði á Reykjavíkurflugvelli, segir í
greinargerð Skipulagsstofnunar með tillögu hennar að afgreiðslu umhverfisráðherra á svæðisskipulaginu.
Vatnsmýri