Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 14

Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Innbæinn. Okkur vantar líka afleysingablaðbera í sumar víðsvega í bænum. LISTAMAÐURINN Jóhann Ingi- marsson, betur þekktur sem Nói, opnaði myndlistarsýningu í Gall- erí Gersemi sl. laugardag. Gallerí Gersemi er nýr sýningarsalur að Hafnarstræti 96, París. Þar sýnir Nói 36 verk, 25 málverk og 11 skúlptúra og eru tveir skúlptúrar staðsettir utandyra. Sýninguna kallar hann; „Svona glöð er jörð- in.“ Nói, sem verður 76 ára í næsta mánuði, er þarna með sína fyrstu einkasýningu en hann hefur tekið þátt í 5 samsýningum. Öll verkin á sýningunni hefur Nói unnið á þessu ári. Nói fór að sinna lista- gyðjunni af miklum krafti eftir brauðstritið, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hannaði þó hús- gögn á árum áður fyrir hús- gagnaverksmiðjuna Valbjörk, sem starfaði á Akureyri á sínum tíma. Einnig rak hann húsgagnaversl- unina Örkin hans Nóa til fjölda ára. Sýningin í Gallerí Gersemi er opin frá kl. 14-18, alla daga vik- unnar og stendur út júnímánuð. Nýtt gallerí opnað í göngugötunni Morgunblaðið/Kristján Jóhann Ingimarsson, Nói, við verkið Sameindir, sem stendur utan við Gallerí Gersemi en þar sýnir hann 36 verk, málverk og skúlptúra. Nói sýnir málverk og skúlptúra STÓRBÆNDURNIR á Hrafnagili og Ytra-Laugalandi hófu slátt um helgina og er sprettan ágæt. Mikil hlýindi hafa verið undanfarna daga og er rekja næg, þannig að gróðri hefur fleygt fram. Á Hrafnagili er rekið lang- stærsta kúabú landsins, með fram- leiðslurétt upp á 800.000 lítra. Kýrnar eru um 170 og annað eins af geldneytum. Þeir bræður Jón Elvar og Grettir Hjörleifssynir, ásamt mági sínum Ívari Ragnarssyni, hafa nú rekið búið um þriggja ára skeið og náð mjög góðum árangri. Þeir eru til að mynda vel yfir landsmeð- altali í afurðum eftir hverja kú, með 5.375 lítra á ársgrundvelli, þrátt fyrir hinn mikla kúafjölda. Aðspurður um þennan góða ár- angur, taldi Jón Elvar það fyrst og fremst góðum heyjum að þakka og einnig að kýrnar ganga frjálsar all- an ársins hring. Sláttur hafinn á stórbúinu Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Grettir Hjörleifsson við slátt á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. DÓMNEFND sem skipuð var til að fjalla um tillögur í alútboði leik- skóla við Hólmatún í Naustahverfi á Akureyri hefur lagt til að tillaga frá Hyrnu ehf. verði valin til frek- ari úrvinnslu. Tillögur frá Hyrnu og SS Byggi fengu hæstu einkunn- irnar frá matsnefnd en tilboð Hyrnu í verkið var um 11 millj- ónum króna lægra en tilboð SS Byggis. Alls sendu fimm byggingafyrir- tæki tillögur og tilboð í byggingu leikskólans en auk Hyrnu og SS Byggis, voru það P. Alfreðsson, Fjölnir og Íslenskir aðalverktakar. Hyrna bauð rúmar 129 milljónir króna í verkið en SS Byggir bauð 140,6 milljónir króna. Hæsta til- boðið átti Fjölnir en það hljóðaði upp á tæpar 173 milljónir króna. Hinn nýi leikskóli við Hólmatún verður tæplega 700 fermetrar að stærð en um er að ræða fjögurra deilda skóla með 96 rými. Örn Jó- hannsson framkvæmdastjóri Hyrnu sagði ráðgert að hefja bygg- ingarframkvæmdir næsta haust. Hyrna byggir nýjan leikskóla ELDUR kom upp í spenni- stöð sem er á milli Hvanna- valla og Sólvalla á Oddeyri á Akureyri um kl. 19.20 á laug- ardagskvöld. Þegar komið var á staðinn var mikill reykur í stöðinni og kváðu við tvær öflugar sprengingar. Spennistöðin stendur milli húsanna í göt- unum og þurfti að rýma húsin sem næst stóðu spennistöð- inni. Slökkvliðsmenn héldu að sér höndum þar til starfs- menn Norðurorku komu og tóku strauminn af en raf- magnið var þegar farið af hluta Oddeyrar. Í þessari stöð er 11.000 volta spennir en það var 400 volta lág- spennufelt sem brann. Reykræsta þurfti hús sem næst stóðu áður en fólk gat snúið heim. Rafmagn fór af hluta hverfisins og var raf- magnslaust fram á nótt. Eldur í spenni- stöð LJÓÐATÓNLEIKAR Þuríðar Vilhjálmsdóttur sópransöng- konu og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara verða í Dalvíkurkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júní, kl. 20:30, en ekki annað kvöld eins og áður hafði verið auglýst. Fluttir verða ljóðasöngvar eftir Johannes Brahms og Edvard Grieg og verður miða- sala við innganginn. Ljóðatón- leikar í Dal- víkurkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.