Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 15
Myndlistasmiðjur
fyrir börn
í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík,
1.–15. júlí, tvo tíma á dag
fyrir 7–8 ára – kl. 13 til 15
Krakkarnir búa til hljóðfæri úr ýmsum efnivið (t.d. pappamassa),
spreyta sig á munsturgerð o.fl.
fyrir 9–10 ára – kl. 10 til 12
Krakkarnir kynnast grímugerð á liðnum öldum fram á okkar dag
og búa til grímur úr ýmsum efnivið og skreyta.
fyrir 11–14 ára – kl. 16 til 18
Krakkarnir læra ýmsar aðferðir við þrykkmyndagerð t.d.
límþrykk, mónóþrykk, pappaþrykk o.fl. og prenta sínar eigin
myndir.
Kennarar eru Íris Jónsdóttir og Vignir Jónsson.
Verð kr. 4.500, allt efni innifalið.
Skráning er hjá Írisi Jónsdóttur í síma 699 4775
fyrir 15. júní 2002.
Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ.
FISKUR og kross eru helstu tákn-
in sem glerlistakonan Halla Har-
aldsdóttir vann með þegar hún
gerði steinda glugga fyrir kór safn-
aðarheimilisins í Sandgerði. Glugg-
arnir eru gefnir af Jóhönnu Sig-
urjónsdóttur til minningar um
eiginmann hennar, Jón Erlingsson
framkvæmdastjóra, en hann hefði
orðið 69 ára í gær.
Jóhanna afhenti Reyni Sveins-
syni, formanni sóknarnefndar
Hvalsneskirkju, gjafabréf fyrir
gluggunum sjö í upphafi messu síð-
astliðinn sunnudag. Gluggarnir
voru þá komnir á sinn stað. Gat
Reynir þess að Jóhanna hefði átt
langt og farsælt starf við Hvals-
neskirkju, í sóknarnefnd og kirkju-
kór, og voru henni þökkuð störf í
þágu kirkjunnar.
Halla Haraldsdóttir listakona í
Keflavík hefur gert fjölda steindra
glugga og annarra glerlistaverka í
kirkjur, kapellur, fyrirtæki og
stofnanir hérlendis og erlendis,
meðal annars í Þýskalandi. Hún
vann gluggana í safnaðarheimilið,
eins og önnur glerverk sín, á gler-
verkstæði dr. H. Oidtmann í Linn-
ich í Þýskalandi.
Algengt
kristið tákn
Halla segir að Jóhanna hafi kom-
ið að máli við sig fyrir ári og óskað
eftir hugmynd að steindum glugg-
um í kór safnaðarheimilisins og síð-
ar samþykkt tillögur sínar. Hún
fékk hugmyndina að gluggunum úr
gríska orðinu yfir fisk, ikþys. Hún
segir að fiskurinn hafi oft verið not-
aður sem kristið tákn og sé eitt
elsta táknið um nafn Krists enda
hafi fiskar með ugga og hreistur
verið álitnir hreinir, auk þess sem
margir af lærisveinum Jesú hafi
verið fiskimenn. Í gluggunum er
einnig myndaður kross, tákn um
dauða Krists og upprisu, algeng-
asta tákn kristinnar trúar.
Halla segist hafa haft mikla
ánægju af því að gera gluggana fyr-
ir Sandgerði, eins og alltaf þegar
hún sé beðin um slík verkefni. Það
sé spennandi að fá tækifæri til að
spreyta sig á því að útfæra hug-
myndir sínar á þennan hátt.
Fiskur kveikti
hugmyndina
Einstaklingur gefur sjö steinda glugga í kór safnaðarheimilisins
Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Halla Haraldsdóttir glerlistakona og Jóhanna Sigurjónsdóttir í kór
safnaðarheimilisins í Sandgerði, með steindu gluggana í baksýn.
METÞÁTTAKA var í Bláa-
lónskeppninni í fjallahjólreið-
um sem fram fór í fyrradag
þrátt fyrir að veður hafi ekki
verið með besta móti. Fimmtíu
og tveir komu í mark.
Í karlaflokki sigraði Haukur
Már Sveinsson, annar varð
Guðmudur Guðmundsson og
Jóhann Leósson í því þriðja.
Marleen Van Geest varð fyrst í
kvennaflokki, Þóra Elín Ein-
arsdóttir í öðru sæti og Kristín
B. Helgadóttir þriðja.
Haukur Már varð jafnframt
sigurvegari í flokki 16 til 18 ára
karla, Guðmundur í flokki 19 til
34 ára og Jóhann í flokki karla
35 ára og eldri. Marleen sigraði
í flokki kvenna 19 til 34 ára og
Alda Jónsdóttir í flokki kvenna
35 ára og eldri.
Hjólað var úr Hafnarfirði að
Bláa lóninu.
Sigruðu í
Bláalóns-
keppninni
Reykjanes
NÝKJÖRNIR bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
nesbæ hafa óskað eftir því að
fulltrúar minnihlutaflokkanna taki
að sér tiltekin ábyrgðarstörf við
stjórnun bæjarins, Jóhann Geirdal,
oddviti Samfylkingarinnar, verði
annar varaforseti bæjarstjórnar og
Kjartan Már Kjartansson fulltrúi
Framsóknarflokks verði áfram for-
maður nefndar um Staðardagskrá
21.
Árni Sigfússon, oddviti bæjar-
fulltrúa sjálfstæðismanna sem hafa
hreinan meirihluta í bæjarstjórn,
hefur lýst því yfir að hann vilji
nýta hæfileika allra ellefu bæjar-
fulltrúanna, eins og mögulegt sé.
Hann segir að ósk hans til Jó-
hanns og Kjartans sé liður í þessu.
„Við teljum að þetta geti skapað
betri starfsmöguleika fyrir bæjar-
fulltrúana sem vinna í þágu bæj-
arins og bæjarbúa og vona að það
skapi góðan samstarfsanda,“ segir
Árni.
Kosið verður í trúnaðarstöður á
fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar-
stjórnar síðdegis í dag.
Minnihlut-
inn fær
embætti
Reykjanesbær
TVEIR varðstjórar úr lögreglunni
á Keflavíkurvelli hafa lokið nám-
skeiði hjá rannsóknarlögreglu
bandaríska sjóhersins í aksturs-
tækni og viðbrögðum við óvæntum
aðstæðum í akstri. Ætlunin er að
þeir kenni þetta síðan félögum sín-
um í lögregluliðinu.
Haraldur Sigurðsson varðstjóri
segir að leiðbeinandi frá rann-
sóknadeild sjóhersins komi reglu-
lega hingað til lands til að þjálfa
hermenn og lögreglumenn sjóhers-
ins á Keflavíkurflugvelli. Fyrir orð
góðra manna fái liðsmenn úr lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli að
taka þátt í námskeiðunum. Nú hafi
maðurinn, Ronald Schott Hoyle,
gefið kost á að þjálfa menn í akstri
lögreglubifreiða við sérstakar að-
stæður. „Við gripum þetta tæki-
færi fegins hendi, ekki er hægt
annað en að þiggja aðstoð sérþjálf-
aðra manna,“ segir Haraldur.
Hann og Einar Ásbjörn Ólafsson
fóru á námskeiðið og er ætlunin að
þeir kenni öðrum lögreglumönnum
það sem þeir lærðu. Fengu þeir
lánaðan bíl frá VÍS og lögreglu-
bifreið og æfðu sig á ónotaðri flug-
braut vallarins. Haraldur segir að
farið hafi verið yfir aksturstækni,
til dæmis við fylgd háttsettra emb-
ættismanna sem til landsins koma,
og hvernig bregðast skuli við
óvæntum aðstæðum, til dæmis
vegna hryðjuverkaógnar. Varð-
andi síðarnefnda atriðið segir Har-
aldur að þótt slík starfsemi hafi
ekki náð til landsins vilji lögreglan
vera við öllu búin, ekki síst eftir at-
burðina í Bandaríkjunum 11. sept-
ember.
Þjálfa sig í
akstri við
hættulegar
aðstæður
Keflavíkurflugvöllur
Haraldur Sigurðsson og Ronald Schott Hoyle á æfingu.