Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÍLSLYS varð í Bjarnarfirði á Ströndum um sjöleytið á sunnudags- kvöld. Subaru-bifreið skemmdist tölu- vert er hún lenti utan vegar og valt ofan í skurð. Slysið varð rétt við vegamótin við Bjarnarfjarðará. Var ökumaður að koma að norðan og hef- ur misst stjórn á bifreiðinni er hann beygði á vegamótunum. Ökumaður- inn, sem ekki var í bílbelti, er ekki mikið slasaður. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Gæta varð fyllstu varúðar við að rétta bílinn við til að ná öku- manninum út. Bílslys í Bjarnarfirði Drangsnes Í GÓÐA veðrinu undanfarna daga hefur fólk verið að taka fram grill- tækin og grillað. Hjónin Gunnar Jónsson og Bryndís Guðjónsdóttir á Fáskrúðsfirði hafa enn ekki getað grillað á sínu grilli. Á gaskútnum við grillið þeirra er þrastarhreiður og í því sex ungar. Þrastarhjónin hamast við fóðurgjöf og að koma ungunum sínum út í náttúruna. Morgunblaðið/Albert Kemp Þrastar- hreiður á gaskútnum Fáskrúðsfjörður VIÐ innganginn í Eden í Hvera- gerði er stór hortensía, sem vekur mikla athygli gesta. Þetta mun vera stærsta hortensía á landinu og þótt víðar væri leitað. Ummál hennar er 280 sentimetrar og knúpparnir eru hvorki fleiri né færri en 140 talsins. Hortensíur er hægt að hafa úti í görðum á sumrin. Að sögn Braga Einarssonar, framkvæmdastjóra Eden, getur hann ráðið lit blómanna. Hann ákvað því eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar, sem nú eru nýafstaðnar, að hafa blóm hortensíunnar bleik. Síðustu árin hafa blómin verið blá, því sjálfstæðismenn hafa farið með völd í bænum. Þetta breyttist núna og því var ákveðið að skipta út bláa litnum og hafa bleikan í staðinn. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Stærsta hortensía landsins, við inngang Eden. Landsins stærsta hortensía Hveragerði SAUTJÁN ára piltur keyrði ut- an í vegg í Vestfjarðagöngum í gærmorgun. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði var hann fluttur á Ísafjörð til aðhlynningar, en meiðsl hans voru minniháttar. Talið er að pilturinn hafi sofnað undir stýri en vegfar- andi kom þar að sem slysið hafði orðið. Bifreiðin, sem er jeppi, er mikið skemmd. Keyrði utan í vegg í göngunum Ísafjörður JARÐFRÆÐISTOFAN Stapi ehf, sem leitað hefur að jarðhita á köld- um svæðum í Fjarðabyggð frá árinu 1999, hefur fundið um 72 gráða heitt vatn í um 600 metra djúpri jarðhita- holu í Eskifirði. Um tilraunaholu er að ræða sem gefur vísbendingar varðandi frekari boranir en ætlunin er að nota vatnið til upphitunar húsa í Eskifirði. Þegar er búið að bora 56 holur í Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Á dögunum var ein holan á Eski- firði dýpkuð úr 405 m í 635 m. Hitinn í holunni var 56 gráður fyrir dýpkun en er nú í kringum 72 gráður. „Það má segja að þetta sé eins gott og við gátum búist við. Það er alveg möguleiki á því að koma niður á svip- að í öðrum fjörðum líka,“ segir Ómar Bjarki Smárason sem á og rekur Stapa ehf. Að sögn Ómars gengur jarðhita- leitin út á að kortleggja hitastigul. Svæðishitastigullinn á Austurlandi er í kringum 50–60 gráður að jafnaði og segir Ómar að þar sem svæðis- hitastigull gefi til kynna þrisvar sinnum þann hita megi gera ráð fyrir að nýtanlegt jarðhitakerfi fyrir hita- veitu sé að finna. Hitastigull á Eski- firði gerir ráð fyrir 145 gráða heitu vatni á 1 kílómetra dýpi. Að sögn Ómars verður næsta skref að bora vinnsluholu. Um 25–30 lítra þarf af 70–75 gráða heitu vatni á sekúndu til húshitunar í Eskifirði. „Ég reikna með að við freistum þess að bora þá holu síðar á þessu ári,“ segir Ómar. Jarðboranir hafa séð um hitastig- ulsboranirnar en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um borun á hol- unni í Eskifirði. Leitað að jarðhita á köldum svæðum í Fjarðabyggð Fundu um 70 gráða heitt vatn í Eskifirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Ómar Bjarki Smárason við vinnu við holuna sem boruð var í Eskifirði. Fjarðabyggð HVALASKOÐUNARBÁTURINN Haukur, í eigu Norðursiglingar ehf. á Húsavík, hefur gengið í gegnum miklar breytingar í vet- ur. Þær eru fólgnar í því að bátn- um hefur verið breytt í skonnortu eins og þær sem gerðar voru út hér fyrir Norðurlandi fyrir rúm- um 100 árum. Jafnframt var skipt um aðalvél og útbúnaður hennar gerður þannig úr garði að hávaði verði sem minnstur þegar siglt verður undir vélarafli. Nú hillir undir að Haukurinn verði tilbúinn. Heimir Harðarson hjá Norðursiglingu vonast til að það verði innan tveggja vikna. „Annars er aldrei að vita hvað það það tekur langan tíma að klára þetta, það eru svo mörg störfin sem við rennum blint í sjó- inn með hvað tímalengd varðar. Þau hafa kannski ekki verið unn- in hér í 50–100 ár. Við eigum eft- ir að kom upp seglunum og fáum hjálp til þess hjá norskum manni sem tengist fjölskyldunni, en hann teiknaði fyrir okkur allar breytingar á bátnum og fylgir þeim eftir með okkur núna,“ seg- ir Heimir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skonnortan Haukur í reynslusiglingu. Skonnortan Haukur senn tilbúin til siglinga Húsavík SLÖKKVILIÐ Hornafjarðar var kallað út um kvöldmatarleytið á föstudag að einbýlishúsi við Voga- braut á Höfn, en þar var eldur laus í eldhúsi. Að sögn lögreglunnar á Höfn tók um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins og var húsið þá reykræst. Málsatvik eru ókunn en ekkert bendir til íkveikju eða annarra óeðli- legra orsaka. Lögreglan segir að engin slys hafi orðið á fólki en talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Eldur laus í eldhúsi á Höfn Hornafjörður BJÖRGUNARSVEITIN Káraborg á Hvammstanga fékk afhenta björgunarbifreið á sjómannadag- inn. Bifreiðin er af gerðinni IVECO og er fimm ára gömul, keypt af Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hún er búin öllum björgunar- og fjarskiptabúnaði og því tilbúin til notkunar. Leysir hún af hólmi tvo bíla, sem eru um 35 ára gamlir. Björgunarsveitin á nú þrjá björgunarbíla, snjóbíl og tvo vél- sleða. Einnig rekur deildin líkbíl, til þjónustu fyrir héraðið. Sr. Sig- urður Grétar Sigurðsson blessaði bifreiðina við guðsþjónustu við Hvammstangahöfn og var talsverð- ur mannfjöldi viðstaddur. Björgunarsveitina skipa um 25 manns og er hún deild í Hvamms- tangadeild RKÍ. Rauðakrossdeildin stóð þennan dag fyrir hefðbundn- um hátíðahöldum á Hvammstanga og fékk til liðs við sig Borgarkvart- ettinn, sem söng í Félagsheimilinu, ásamt gestasöngvara, Kristjönu Thorarensen. Var þeim ákaft þakk- að gott framlag og allir settust síð- an að kaffikræsingum. Samkoman var liður í fjáröflun til kaupa á nýju bifreiðinni. Ný björgunarbifreið Hvammstangi Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Vilberg Sigurjónsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja- vík, Gunnar Örn Jakobsson, formaður Káraborgar, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur og Páll Magnússon frá Fbsv. í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.