Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 17 R 227.800 m/vskIntel Celeron 1.06GHz örgjörvi Intel 830MP kubbasett 256MB vinnsluminni 30GB ATA-100 diskur Windows XP Professional 2ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum f a s t la n d - 8 1 4 4 - 1 1 0 6 0 2 14.1" XGA TFT skjár 16MB ATI Radeon skjákort, TV útgangur Innbyggt hljó›kort og hátalarar 16x CDRW/DVD S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell Inspiron 4100 er frábær vinnufélagi og öflug margmi›lunartölva, en fla› skemmtilegasta vi› hana er fló a› hún getur skipt litum. Árei›anleiki, afköst og frábær fljónusta fær›u Inspiron-línunni lesendaver›laun PC-Magazine á sí›asta ári. Félagi í leik og starfi                                !" #$  %& '()  * +      ,  -  . ,     /  0 .            1 212 34 13  50       ,  , #  1* 5#$    / /  #   6  /   /   / $ / 0 / 5    / 0  0 / ,   /   #    /#$   %&   * 5 7   * 1 86 #, * / 2 +* 999 /7  !" #$ %& '()  * :" +4* 11 86 #, * / 2+* 999 /7  HÓPUR fjárfesta hefur keypt 70,01% hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. af systkinunum Jóni Snorra- syni, Sturlu Snorrasyni og Sigur- björgu Snorradóttur auk Íslands- banka hf. á rúmlega 3,7 milljarða króna. Í kjölfarið verður gert yf- irtökutilboð í hlutabréf minnihluta í félaginu. Alls nam nafnverð hlutabréfanna sem keypt voru rúmum 196,5 millj- ónum króna að nafnverði og voru 19 krónur greiddar fyrir hverja krónu nafnverðs. Virði félagsins er samkvæmt þessu metið á rúma 5,3 milljarða króna. Kaupendur hlutarins eru Árni Hauksson, fjármálastjóri Húsa- smiðjunnar, og Hallbjörn Karlsson, starfsmaður á fyrirtækjasviði Kaupþings, fyrir hönd annarra fjárfesta. Árni Hauksson segist ekki geta gefið upplýsingar um hverjir meðfjárfestar þeirra séu, og segir óvíst að það verði gert. Fyrir liggi að gera yfirtökutilboð í hluti minnihluta í Húsasmiðjunni þegar endanlegur kaupsamningur hefur verið undirritaður í ágúst og stefnt sé að því að afskrá hlutafé félagsins á Verðbréfaþingi Íslands í haust. Telur Árni líklegt að minni hlut- hafar taki yfirtökutilboði meirihlut- ans vel enda sé hér um hagstætt verð að ræða, en lögum samkvæmt mun tilboðið hljóða upp á sama verð og meirihlutinn var keyptur á. Húsasmiðjan verður, að sögn Árna, áfram rekin í óbreyttri mynd. Líklega verði þó um ein- hverja stefnubreytingu að ræða, þ.e. stefnt verði að því að draga úr útþenslu fyrirtækisins og kröftun- um beint að bættum rekstri og aukinni hagkvæmni. Jón Snorra- son, einn seljenda, er stjórnarfor- maður Húsasmiðjunnar. Hann seg- ir það hafa verið ætlun og yfirlýsta stefnu fjölskyldunnar að draga úr eignarhlut sínum í félaginu, eins og fram hafi komið í útboðslýsingu Húsasmiðjunnar á árinu 2000 þeg- ar félagið var sett á markað. „Við fengum þarna viðunandi tilboð, sem reyndar var í allt okkar hlutafé, og ákváðum að taka því,“ segir Jón en eignarhlutur fjölskyld- unnar nam um 55%. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og fjár- mögnun kaupanna. Gengið verður frá kaupsamningi 1. ágúst nk. að fyrirvörunum uppfylltum. Ekki verður tekin ákvörðun um boðun hluthafafundar eða kosningu í nýja stjórn fyrr en í ágúst. Keyptu 70% hlut í Húsasmiðjunni FREMUR treg veiði hefur verið úr norsk-íslenska síldarstofninum síð- ustu daga en þau skip sem veiða í flottroll hafa þó fengið ágætis afla. Minna veiðist hinsvegar í nót, síldin stendur djúpt og erfitt að ná til hennar með nótinni. Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kem- ur til hafnar í Sortland í Noregi í dag með fullfermi, 530 tonn, af frystum síldarflökum úr norsk-íslenska síld- arstofninum. Aflinn, sem samsvarar um 1.100 tonnum upp úr sjó, fékkst að mestu í og við Jan Mayen lögsög- una á rúmum fjórum sólarhringum. Vilhelm landaði 525 tonnum á sama stað fyrir fimm dögum. Birkir Hreinsson, stýrimaður á Vilhelm, sagði við Fréttavef Morg- unblaðsins í gær að veiðin hefði gengið vel og haldist í hendur við vinnslugetuna um borð. Hann sagði að fyrsta sólarhringinn hafi þeir veitt inn í Jan Mayen lögsögunni, en síðan næsta dag austan við lögsög- una og síðan enduðu þeir við lögsögu Svalbarða. Nóta- og togveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE landaði 856 tonnum af frystum síldarflökum í Leknes í Noregi í síðustu viku. Það er mesti afli sem íslenskt skip hefur komið með að landi í einu af frystum síld- arflökum. Aflaverðmætið er áætlað um 70 milljónir króna. Þetta magn samsvarar um 1.700 tonnum af síld upp úr sjó. Ætla má að um 10 til 12 milljónir króna fáist fyrir 1.700 tonn af síld sé aflanum landað til bræðslu. Aflinn fékkst að mestu innan Jan Mayen-lögsögunnar og tók veiði- ferðin tvær vikur. Góð síldveiði í flottroll Aflaverðmæti Guðrúnar Gísla- dóttur KE 70 milljónir eftir tvær vikur Morgunblaðið/Jón Páll HÁSKÓLINN í Reykjavík og Tandur hf. fengu á föstudag við- urkenningu VR sem Fyrirtæki árs- ins 2002. Valið byggist á árlegri könnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla Íslands sem unnin er að frum- kvæði VR. Lagt er mat á viðhorf starfsfólks til nokkurra lykilþátta, s.s. starfsánægju, trúverðugleika stjórnenda og vinnuumhverfis, og fyrirtækjum raðað samkvæmt því. Háskólinn í Reykjavík, sem var að taka þátt í könnuninni í fyrsta skipti, varð hlutskarpastur í flokki stærri fyrirtækja með 50 starfs- menn eða fleiri. Í öðru sæti varð Teymi hf. og Anza hf. hafnaði í því þriðja. Tandur hf. varð hlutskarpast í flokki minni fyrirtækja þriðja árið í röð. Í öðru sæti varð Dressmann á Íslandi ehf. og í því þriðja hafnaði Amadeus Ísland hf. Minni fyrirtæki eru með 49 eða færri starfsmenn en að minnsta kosti 5 félagsmenn í VR eða VA. VR hefur staðið fyrir vali á Fyr- irtæki ársins undanfarin sex ár og í ár gafst félagsmönnum í Verslunar- mannafélagi Akraness kostur á að vera með í fyrsta sinn. Þátttakend- ur í könnuninni voru félagsmenn VR og VA sem höfðu greitt fé- lagsgjöld í a.m.k. þrjá mánuði. Félagsmönnum í 540 fyrirtækjum var sendur spurningalisti, auk þess sem þrjú fyrirtæki, Deloitte & Touche, PricewaterhouseCoopers og IMG, óskuðu eftir að allir starfs- menn þeirra fengju könnunina senda, óháð félagsaðild. Jafnframt tóku starfsmenn RÚV og ÍTR þátt í könnuninni. Fleiri fyrirtæki hafa nú þegar óskað eftir þátttöku allra starfsmanna í næstu könnun. Háskólinn í Reykjavík og Tandur valin fyrirtæki ársins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.