Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 18
TVÖ ný félög koma inn í úr-
valsvísitölu aðallista hinn 1.
júlí næstkomandi, Bakkavör
og Skeljungur. Koma þau í
stað Marels og SÍF. Alls eru
50 hlutafélög skráð á aðallista
þingsins, utan hlutabréfasjóða,
og vega þau 15 félög sem
verða í úrvalsvísitölunni sam-
tals 71,2% af markaðsverð-
mæti þeirra. Velta þessara fé-
laga sem valin hafa verið í
vísitöluna er 87% af kauphall-
arveltu hlutabréfa á aðallista á
síðastliðnum 12 mánuðum Af
þeim 20 félögum á aðallista
þingsins sem tíðust viðskipti
eru með á þinginu á 12 mán-
aða tímabili eru það 15
stærstu félögin að markaðs-
verðmæti í lok tímabilsins sem
mynda úrvalsvísitöluna næstu
6 mánuði. Hlutabréfasjóðir
eru þó undanskildir við val
þetta.
Bakkavör og
Skeljungur ný
inn í úrvals-
vísitöluna
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPÞING banki hf. hefur gert
samning um kauprétt og sölurétt um
kaup á allt að 7,8 milljón hlutum í
sænska bankanum JP Nordiska AB.
Ef rétturinn verður nýttur eignast
Kaupþing rúmlega 40% í JP Nord-
iska AB og skapast þá yfirtökuskylda
samkvæmt sænskum lögum. Kaup-
þing á nú 28% í JP Nordiska eftir
samruna sænska bankans við Arag-
on, verðbréfafyrirtæki í eigu Kaup-
þings.
Kaupréttinn getur Kaupþing banki
nýtt á tímabilinu frá 15. ágúst 2002 til
15. janúar 2003 og söluréttinn er unnt
að nýta gagnvart Kaupþingi banka á
sama tíma. Verði sölu- eða kaupréttur
nýttur að fullu innan samningstímans
mun Kaupþing banki eiga allt að
24.776.461 hlut í JP Nordiska banka
sem samsvarar rúmlega 40% eignar-
hlut í bankanum, að því er fram kem-
ur í tilkynningu til Verðbréfaþings Ís-
lands.
Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðar-
forstjóri Kaupþings, segir í samtali
við Morgunblaðið að engin endanleg
ákvörðun hafi verið tekin um hvort
stefnt sé að sameiningu Kaupþings og
JP Nordiska en Kaupþing hafi viljað
tryggja sér kauprétt á bréfum næst-
stærsta hluthafa í JP Nordiska, Lars
Magnusson. Kaupþing er nú lang-
stærsti hluthafinn með 28% og útlit er
fyrir að eignarhluturinn muni enn
stækka. „Þetta er í samræmi við það
sem við höfum lýst yfir áður um fyr-
irhugaðan vöxt á Norðurlöndunum,“
segir Hreiðar Már.
Varðandi samruna Aragon og JP
Nordiska segir Hreiðar Már að mark-
miðið með þeirri sameiningu sé að
mynda öflugan fjárfestingarbanka í
Stokkhólmi. „Áætlun okkar gerir ráð
fyrir að JP Nordiska verði meðal
fimm stærstu aðilanna í Kauphöllinni
í Stokkhólmi með um 6% hlutdeild.
Eigið fé sameinaðs banka er um 6,5
milljarðar íslenskra króna. Ef af sam-
einingu við Kaupþing verður í fyll-
ingu tímans yrði eigið fé slíks banka
um 16 milljarðar.“
Jákvætt ef Kaupþing eignast meira
Í samtali við Morgunblaðið segir
Lage Jonasson, forstjóri JP Nord-
iska, að aðkoma Kaupþings að
sænska verðbréfamarkaðnum sé
ánægjuleg og samruni Aragon og JP
Nordiska sé hagstæður. Að hans mati
er það jákvætt að Kaupþing muni
jafnvel eignast stærri hlut í JP Nord-
iska, eins og samningar um kaup- og
sölurétt gera ráð fyrir.
Við samruna Aragon og JP Nord-
iska er nauðsynlegt að fækka starfs-
fólki um hundrað manns og verða
starfsmenn sameinaðs banka, sem
ber heitið Bankaktiebolaget JP
Nordiska, þá 240 talsins. Starfsmenn
JP Nordiska eru nú 230 og starfs-
menn Aragon um 110. Jonasson
bendir á að JP Nordiska hafi nú þeg-
ar nokkra reynslu af samruna en fyr-
irtækið sameinaðist fjármálafyrir-
tækinu Matteus á síðasta ári og hafði
það nokkra hagræðingu í för með sér,
m.a. uppsagnir starfsfólks. „Það má
því segja að JP Nordiska sé í aðeins
meira jafnvægi en Aragon að því
leyti, en það er óhjákvæmilegt að
hagræða og fækka starfsfólki við
samruna af þessu tagi. Við teljum að
það muni ganga vel,“ segir Jonasson.
Hagræðing á sænskum
fjármálamarkaði
JP Nordiska er eitt af þeim fjár-
málafyrirtækjum á sænska markaðn-
um sem talið var að væri á leið í sam-
runa, þessi fyrirtæki verða fjögur,
eftir samruna JP Nordiska og Arag-
on, en sérfræðingar telja ákjósanlegt
að þeim fækki í þrjú þannig að fleiri
samrunar gætu verið í sjónmáli, eins
og fréttavefur Dagens Industri bend-
ir á. Hin þrjú eru Erik Penser Fond-
kommission, Öhmans og Hagströmer
& Qviberg.
JP Nordiska starfar á sviði einka-
bankaþjónustu, fjárfestingarþjónustu
og verðbréfaviðskipta. Bankinn starf-
ar í Stokkhólmi, Gautaborg og
Malmö. Aragon hefur sérhæft sig í
miðlun og ráðgjöf í verðbréfaviðskipt-
um.
Í Dagens Industri kemur einnig
fram að þeir sem sagt verður upp
verði aðallega miðlarar og starfsfólk í
einkaráðgjöf. Þar segir einnig að
sameinað félag muni eiga samvinnu
við Kaupþing, t.d. um greiningar og
fyrirtækjaviðskipti.
Á fréttavef Svenska Dagbladet
kemur fram að eigendur 45% hluta-
fjár í JP Nordiska hafi lýst yfir stuðn-
ingi við samrunann við Aragon en
hluthafafundur verður haldinn 28.
júní nk. og þar verður samruninn bor-
inn undir hluthafa. Meðal hluthafa í
JP Nordiska eru fjárfestingarfélag
IKEA og sparisjóðir í Svíþjóð. Næst-
stærsti hluthafinn, Lars Magnusson,
mun eiga 12,8% hlutafjár í JP Nord-
iska þegar gefnir hafa verið út nýir
hlutir í JP Nordiska og þriðji stærsti
hluthafinn, Ikano, mun eiga 9,22%.
Búist er við að kostnaður vegna
sameiningarinnar nemi 55 milljónum
sænskra króna eða um 500 milljónum
íslenskra króna. Varanlegur sparnað-
ur og afkomubati er áætlaður um 75
milljónir sænskra króna á ári frá og
með síðasta fjórðungi þessa árs.
Kaupþing getur eignast
40% í JP Nordiska AB
Morgunblaðið/Ásdís
Verði kaupréttur nýttur að fullu
skapast yfirtökuskylda en hún
myndast við 40% eignarhlut
samkvæmt sænskum lögum
ÞRÓUN í utanríkisviðskiptum bendir
ótvírætt til þess að þjóðarbúskapur-
inn sé að færast í átt til aukins jafn-
vægis, að því er fram kemur í vefriti
fjármalaráðuneytisins. Þar segir að
nýjustu tölur Hagstofunnar um utan-
ríkisviðskipti staðfesti þau miklu og
jákvæðu umskipti sem orðið hafi í
efnahagsmálum á síðustu missserum.
Afgangur á vöruskiptajöfnuði fyrstu
fjóra mánuði þessa árs hafi verið rúm-
ir 8 milljarðar króna en á sama tíma í
fyrra hafi hallinn verið rúmlega 5½
milljarður á sama gengi.
Fram kemur í vefritinu að síðustu
spár bendi til þess að afgangur á
vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu
2002 geti numið allt að 3–4% af lands-
framleiðslu. Samkvæmt því yrði lítill
sem enginn viðskiptahalli á árinu sem
yrðu að teljast ótrúlega snörp um-
skipti á tveimur árum, en árið 2000
hafi viðskiptahallinn numið 10% af
landsframleiðslu sem svarar til tæp-
lega 80 milljarða króna á núgildandi
verðlagi. Segir í vefritinu að skýringin
á þessum umskiptum sé tvíþætt; ann-
ars vegar mikill samdráttur í inn-
flutningi og hins vegar umtalsverð
aukning í útflutningi. Eftirtektarvert
sé þó að frá því í febrúar sl. sýnist sem
þessi þróun hafi snúist við hvað inn-
flutning varðar. Þannig hafi almenn-
ur innflutningur, þ.e. án skipa og flug-
véla, smám saman farið vaxandi.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins seg-
ir að bráðabirgðatölur um innheimtu
virðisaukaskatts af innflutningi í maí
bendi til þess að innflutningur hafi
haldið áfram að vaxa. Annan mánuð-
inn í röð aukist almennur innflutning-
ur að raungildi eftir fjórtán mánaða
samfellt samdráttarskeið.
„Þótt vissulega sé of snemmt að
draga þá ályktun af þessum tölum að
botni hagsveiflunnar sé náð gefa þær
óneitanlega vísbendingu um að sam-
dráttur sé í rénun, ef ekki beinlínis að
baki,“ segir í vefritinu. „Í þessu felst
þó ekki að framundan sé tímabil óhóf-
legrar uppsveiflu og vaxandi misvæg-
is í efnahagslífinu. Þvert á móti. Fátt
bendir til þess að vöxtur útflutnings
sé á undanhaldi og nýlegar ákvarð-
anir um aflakvóta á næsta ári gera
ráð fyrir að sjávarvöruframleiðsla á
næsta ári muni standa sem næst í
stað frá því í ár.“
Segir í vefritinu að að öllu saman-
lögðu virðist því mega gera ráð fyrir
hægfara bata og auknum hagvexti í
efnahagslífinu á næstu árum eftir
kyrrstöðu á þessu ári. „Gangi þetta
eftir mun hagkerfið lenda svokallaðri
mjúkri lendingu áður en það hefur sig
til lofts á nýjan leik. Það verður að
teljast viðunandi árangur,“ segir í vef-
riti fjármálaráðuneytisins.
Aukið jafnvægi í
þjóðarbúskapnum
Hlutabréfa-
eign Burðar-
áss færð á
markaðsverði
STJÓRN Eimskips hefur ákveðið
að framvegis verði hlutabréfaeign
dótturfélagsins Burðaráss færð við
markaðsverði í ársreikningum fé-
lagsins, en fram til þessa hefur
hlutabréfaeignin verið færð við
framreiknuðu kaupverði. Breyting-
in tekur gildi miðað við 1. janúar
2002.
Í tilkynningu til Verðbréfaþings
kemur fram að rekstur Eimskipa-
félagsins byggist nú á þremur
sjálfstæðum rekstrareiningum,
flutningum, sjávarútvegi og fjár-
festingum.
Í ársreikningum félagsins verður
gerð grein fyrir hverri þeirra fyrir
sig. „Ákvörðun um breytta reikn-
ingsskilaaðferð, það er að færa
hlutabréf við markaðsverði, er tek-
in með hliðsjón af þessu og einnig
er alþjóðleg tilhneiging í þá átt að
bókfæra skráð hlutabréf við mark-
aðsverði.“
Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2001 kemur fram að markaðsverð
hlutabréfa, sem skráð eru á mark-
aði, nam rúmum 1.100 milljónum
króna umfram bókfært verð þegar
tekið hefur verið tillit til tekju-
skattsskuldbindingar þeirra vegna.
Við þessa breytingu verða óskráð
hlutabréf jafnframt metin reglu-
lega til verðs, að því er fram kemur
í tilkynningunni.