Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 19
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 19
APÓTEKARINN, ný lág-
vöruverðskeðja á smásölumark-
aði lyfja, opnaði þrjár lyfjabúðir
í gær. Tvær verslananna eru í
Reykjavík og ein á Akureyri og
segir Ingólfur Garðarsson tals-
maður Apótekarans að lífeyr-
isþegum og barnafólki verði
sinnt sérstaklega með afslátt-
artilboðum. Apótekarinn er í
eigu Hagræðis sem einnig á Lyf
og heilsu.
Einkunnarorð Apótekarans
eru lyf á lægra verði og segir
Ingólfur að verslanirnar geti
boðið lægra verð til við-
skiptavina með sérstökum samn-
ingum við birgja og heildsala,
markvissu vöruúrvali, styttri
opnunartíma og einfaldari lausn-
um í innréttingum.
Allt að 70% afsláttur
af ofnæmislyfjum
Þessa vikuna veitir Apótek-
arinn til að mynda allt að 70% af-
slátt af ofnæmislyfjum og segir
Ingólfur að tilboð muni taka mið
af aðstæðum á hverjum tíma og
þörfum almennings, einkum
þeirra hópa sem fyrr greinir.
Hlutfall afsláttar er mismun-
andi eftir því hvort um er að
ræða lausasölulyf eða lyfseð-
ilsskyld lyf og hvort um er að
ræða lyfseðilsskyld lyf til al-
mennings eða lífeyrisþega.
Segir Ingólfur að afsláttur sá
sem nú er í gildi sé um 30% af
útsöluverði lausasölulyfs, um
45% af greiðsluhluta sjúklings af
lyfseðilsskyldu lyfi til almenn-
ings og 70% af greiðsluhluta
sjúklings á lyfseðilsskyldu lyfi til
lífeyrisþega.
Undirbúningur að opnun Apó-
tekarans hefur tekið talsverðan
tíma og segir Ingólfur aðspurður
að ein ástæða þess að farið var
út í þennan rekstur sé meðal
annars umræða um lyfjaverð á
undanförnum mánuðum. „Einnig
höfum við heyrt af fólki sem þarf
aðstoð við að leysa út lyf og þá
er eitthvað um að einstaklingar
bíði eftir mánaðamótum til þess
að geta sótt lyf,“ segir hann.
Fólk hvatt til þess
að fylgjast með verðinu
Eitt markmiða með rekstri
Apótekarans er að taka vel á
móti þeim sem vilja auka ráð-
stöfunartekjur heimilanna og
verða hagstæð tilboð í öllum
helstu vöruflokkum með reglu-
legu millibili að Ingólfs sögn.
Fólk er hvatt til þess að sækja
verslanirnar reglulega til þess
að fylgjast með auglýstum til-
boðum.
Gefin hefur verið út sérstök
viljayfirlýsing þar sem mark-
miðum með rekstrinum er komið
á framfæri. Þar óskar Apótek-
arinn eftir aðstoð fólks við að
fylgjast með almennu lyfjaverði
og „aðstoða hann þannig við að
standa við það yfirlýsta markmið
sitt að bjóða lyf á lægra verði.
Með þessu vonast Apótekarinn
til að vera vinur í raun,“ segir í
yfirlýsingunni.
Litir Apótekarans eru gult og
bleikt og segir Ingólfur að engar
verslanir eigi einkarétt á þeirri
litasamsetningu. Kannanir hafi
sýnt að almenningur tengi slíka
liti við lágvöruverðsverslanir.
Verslanir Apótekarans eru við
Nóatún 17 og Hraunberg 4 í
Reykjavík og Hafnarstræti 95 á
Akureyri. Afgreiðslutíminn er
10–18 í Reykjavík og 10–17 fyrir
norðan.
Tegund lyfs Skammtar Hópur Tilboðs-
verð
Hámarks-
verð
Afsl.
kr.
Afsl.
%
Histal 10 mg 30 stk. Almenn. 998 1780 782 44%
Lífeyrisþ. 357 1211 854 71%
10 mg 100 stk. Almenn. 2266 4748 2482 52%
Lífeyrisþ. 423 1446 1023 71%
Loradin NM 10 mg 30 stk. Almenn. 997 1821 824 45%
Farma Lífeyrisþ. 357 1225 868 71%
10 mg 100 stk. Almenn. 2208 4045 1837 45%
Lífeyrisþ. 397 1375 978 71%
Hér má sjá dæmi um hvernig afsláttur af ofnæmislyfjum sem nú stendur
yfir í Apótekaranum birtist, samkvæmt útreikningum frá fyrirtækinu.
Áhersla lögð á þjónustu við
lífeyrisþega og barnafólk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Apótekarinn er ný keðja verslana í lyfsölu sem ætla að
selja lyf á lægra verði og bjóða afslátt af vöruflokkum.
Ný lágvöruverðs-
keðja með þrjár
verslanir á smá-
sölumarkaði lyfja