Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 20

Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ INDVERJAR sögðust í gær ætla að leyfa flug pakistanskra véla í ind- verskri lofthelgi á ný og fögnuðu Pakistanar þessari ákvörðun, sögðu hana „skref í æskilega átt“. Á hinn bóginn hyggjast Indverjar ekki láta sendiherra sinn hverfa aftur til höf- uðstaðar Pakistans, Islamabad, en vonir vöknuðu um að þeir myndu gera það í liðinni viku eftir fund Rich- ards Armitage, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjamanna, með deiluaðilum. Vonast er til að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, takist að ýta undir frið í deilum ríkjanna tveggja en hann er vænt- anlegur í heimsókn til landanna síðar í vikunni. Pakistanar gegna lykilhlut- verki í baráttu bandamanna gegn al- Qaeda samtökunum í Afganistan, grannríki Pakistans. Undanfarna mánuði hefur hvað eftir annað verið talin hætta á styrjöld milli Indlands og Pakistans sem bæði ráða yfir kjarnorkuvopnum. Skotið hefur ver- ið af fallbyssum yfir landamærin og tugir manna hafa fallið. Alls er nú um milljón hermanna á landamærum ríkjanna og þúsundir óbreyttra borg- ara í grennd við þau hafa flúið heimili sín. Fimm indversk herskip eru enn á Arabíuhafi en vangaveltur hafa verið um að indversk stjórnvöld hygðust senda þau austur til Bengalflóa til að sýna þannig vilja til að draga úr spennu milli ríkjanna og afstýra styrjöld vegna deilnanna um Kasmír. Indverjar saka pakistönsk stjórnvöld um að gera of lítið til að hefta ferðir íslamskra hermdarverkamanna frá Pakistan inn í indverska hluta Kasm- ír-héraðs. Það er að mestu byggt múslímum en er undir stjórn Ind- verja þótt hluti þess lúti stjórn Pak- istana. Hermdarverkamenninrir krefjast þess að indverska Kasmír fái að sameinast Pakistan eða fái sjálf- stæði. Talsmaður indverska utanríkis- ráðuneytisins, Nirupama Rao, sagði í gær að ákvörðunin um að leyfa flug væri „mikilvægt skref“ en neitaði að tjá sig um næstu skref. Hún sagði stjórnina bíða þess að fá traustar vís- bendingar um að Pakistansstjórn hefði í raun reynt að hefta ferðir hermdarverkamanna til Kasmír. „Nokkuð hefur dregið úr starfsemi þeirra en erfitt að sjá hvort staða mála hefur með vissu breyst. Við munum halda áfram að meta ástand- ið. Við teljum að ekki sé hægt að velja annan kost en frið,“ sagði Rao. Pakistanar hafa lengi farið fram á viðræður við fulltrúa Indverja um deilur ríkjanna en Indverjar segja að fyrst verði að stöðva hryðjuverka- mennina. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hét því í liðinni viku að ekki yrði liðið að hryðjuverkamenn herjuðu á Indland frá Pakistan og ítrekaði í gær vilja sinn til að semja. Indverjar saka leyniþjónustu Pakist- ans um að styðja árásarhópana. Pakistönum leyft að fljúga í indversku lofthelginni Vonir um að Donald Rumsfeld takist að ýta undir friðarviðræður Nýju-Delhí. AP. ÞJÓÐIR heims mega engan tíma missa ætli þær að standa við stóru orðin og minnka fjölda þeirra, sem líða hungur, um helming fyrir árið 2015. Kom þetta fram í ræðu Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, er hann setti Mat- vælaráðstefnu SÞ í Róm í gær. Sitja hana leiðtogar og aðrir fulltrúar rúmlega 180 ríkja og þar á meðal Ro- bert Mugabe, forseti Zimbabwe, þótt honum hafi verið bannað að koma til Evrópusambandsríkjanna. „Meira en 800 milljónir manna, þar af 300 milljónir barna, þjást dag hvern af hungri og þeim sjúkdómum, sem vannæringin veldur. Áætlað er, að allt að 24.000 manns deyi daglega af þessum sökum,“ sagði Annan í setningarræðu sinni en ráðstefnan stendur í fjóra daga. „Fátt er meiri svívirða við mann- lega reisn en hungur. Í þessum heimi allsnægtanna ætti okkur að vera í lófa lagið að útrýma því og við skul- um ekki láta þá skömm henda okkur að sitja auðum höndum,“ sagði Ann- an og bætti við, að draga mætti úr hungrinu með bættum landbúnaðar- háttum og aðstoð við bændur og landbúnaðarsamfélög í þróunarlönd- unum. Lagði Annan áherslu á, að sérstaklega yrði hugað að hlutverki kvennanna, sem oft ynnu miklu lengri vinnudag en karlarnir og væru í raun burðarás fjölskyldunnar í matvælaöflun. Rík lönd styrkja sinn landbúnað með 27.000 milljörðum kr. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítal- íu, hvatti til meiri aðstoðar við fátæk ríki en Jacques Diouf, yfirmaður Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, benti á, að ríku þjóðirnar styrktu sinn landbúnað með 27.000 milljörð- um ísl. kr. árlega og það samsvaraði tæplega 1,1 milljón kr. í styrk við hvern bónda. „Til samanburðar má nefna, að að- stoð ríku þjóðanna við þróunarlöndin er um 720 milljarðar kr. árlega og það gerir 540 kr. á hvern bónda,“ sagði Diouf. Angelo Sodano, kardináli og utan- ríkisráðherra Páfagarðs, flutti ráð- stefnunni yfirlýsingu frá Jóhannesi Páli páfa II en í henni er lögð áhersla á, að fátækt og hungur séu oft upp- spretta hryðjuverkastarfsemi. Mugabe á ráðstefnuna Mugabe, forseti Zimbabwe, fór frá Harare, höfuðborg landsins, á föstu- dag og ætlaði að vera kominn til Rómar í gær þótt Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri ríki hafi bannað komu hans vegna alls kyns mann- réttindabrota. Ríki, sem halda ráð- stefnur á vegum SÞ, eru hins vegar skyld til að leyfa öllum þjóðarleiðtog- um að sitja þær þótt þau geti tak- markað ferðafrelsi þeirra við við- komandi flughöfn og sjálfan ráðstefnustaðinn. Talið er, að allt að helmingur Zimbabwebúa líði hungur og horfur eru á, að maísuppskeran, uppistaðan í mataræðinu, verði ekki nema 510.000 tonn á þessu ári. Er það að- eins 28% af meðaluppskeru síðasta áratugar. Er ástæðan þurrkar og þau hervirki, sem Mugabe og menn hans hafa unnið í landbúnaðinum. Hafa hvítir bændur verið flæmdir burt af jörðum sínum og stundum drepnir og þær afhentar stuðnings- mönnum Mugabes. Við það hefur framleiðslan hrunið. Við þessar hörmungar bætist síð- an alnæmisfaraldurinn en fjórði hver landsmaður er sýktur. Búist er við, að hungrið og vannæringin muni stórauka mannfallið af völdum sjúk- dómsins. Kofi Annan setur matvælaráðstefnu SÞ og hvetur þjóðir heims til að standa við stóru orðin 300 milljónir barna þjást af hungri Mugabe til Róm- ar þrátt fyrir ferðabann Róm. AP, AFP. Reuters Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, á Matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm. Hann situr ráðstefnuna þrátt fyrir ferðabann ESB. TAÍLENSKIR byggingaverkamenn klifra á vinnupöllum í Bangkok. Byggingaverkamenn í Taílandi geta fengið 300 bat, andvirði 630 króna, í laun á dag. Lágmarksdaglaunin í landinu eru andvirði 360 kr. Klifurfimi í Bangkok AP HÓFSAMIR hægriflokkar, sem fylgja Jacques Chirac Frakklandsforseta að málum, unnu afgerandi sigur í fyrri umferð þingkosninganna er fram fór í Frakklandi á sunnudaginn, samkvæmt end- anlegum tölum, er birtar voru í gær. Flokkar sem styðja Chirac, er var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði, fengu 43,6% atkvæða, en vinstriflokkar, með sósíalista í broddi fylkingar, hlutu 36%. Þjóðernisöfgamenn hlutu um 12% atkvæða, samkvæmt upplýsingum innanríkisráðu- neytisins. Seinni umferð kosninganna fer fram næstkomandi sunnu- dag, en í ljósi úrslitanna um helgina eru allar líkur á að Chirac fái nú fullan stuðning á þinginu, en síðasta kjör- tímabil voru andstæðingar hans, vinstrimenn, með meiri- hluta á þingi og sósíalisti for- sætisráðherra. Fari sem horf- ir getur Chirac nú ótrauður fylgt þeirri stefnu sinni að auka veg viðskipta og herða á löggæslu. Þjóðernisöfgamenn guldu afhroð Líkt og vinstrimenn guldu þjóðernisöfgamenn afhroð á sunnudaginn, en um mánuður er síðan einn helsti leiðtogi þeirra, Jean-Marie Le Pen, kom öllum á óvart með því að komast ásamt Chirac áfram í aðra umferð forsetakosning- anna. Margir kjósendur tóku þann kostinn að mæta ekki á kjörstað núna um helgina, tæplega 35% greiddu ekki at- kvæði, og telja fréttaskýrend- ur að þetta geti þýtt að eitt- hvað óvænt komi í ljós þegar talið verður upp úr kjörköss- unum eftir síðari umferðina á sunnudaginn kemur. Afger- andi sig- ur hægri- manna AFP, AP. Fyrri umferð þing- kosninganna í Frakklandi HERINN á Filippseyjum hóf í gær liðsflutninga til suðurhluta eyjanna og hyggur á stórsókn gegn skærulið- um Abu Sayyaf. Hafa þeir ekki leng- ur neina gísla á sínu valdi en í síðustu viku féllu tveir gíslar í átökum skæruliða við stjórnarhermenn en einum tókst að bjarga. Filippseyska konan Ediborah Yap og Bandaríkjamaðurinn Martin Burnham biðu bana er stjórnarher- menn reyndu að koma þeim til bjarg- ar síðastliðinn föstudag en Gracia, eiginkona Burnhams, komst lífs af nokkuð særð. Hélt Gracia Burnham heim til Bandaríkjanna í gær og sagði við brottförina, að múslímsku skæru- liðarnir, sem höfðu haldið þeim hjón- um í meira en ár, væru ekkert annað en glæpamenn og skyldi refsað í samræmi við það. Ernesto Carolina hershöfðingi sagði í gær, að nú þegar skæru- liðarnir hefðu enga gísla á sínu valdi yrði látið til skarar skríða gegn þeim af fullum þunga. Filippseyjar Stórsókn gegn skæru- liðunum Zamboanga. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.