Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 21

Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 21 Á góðum bíl í Evrópu Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga) Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Bretland kr. 3.000,- á dag Ítalía kr. 3.700,- á dag Frakkland kr. 3.000,- á dag Spánn kr. 2.200,- á dag Portúgal kr. 2.600,- á dag Danmörk kr. 3.500,- á dag www.avis.is Við reynum betur SAMKOMU afganska þjóðarráðs- ins, Loya Jirga, var frestað í gær um sólarhring vegna krafna um, að Mohammed Zahir Shah, fyrrver- andi konungi landsins, yrðu falin æðstu völd. Hann lýsti því hins veg- ar yfir í gær, að hann sæktist ekki eftir því og styddi Hamid Karzai, núverandi forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar. Þeir, sem sæti eiga í ráðinu, um 1.550 ættbálkahöfðingjar og öld- ungar, tóku frestuninni með stó- ískri ró og sögðu, að dagsbið skipti engu fyrir þá, sem búið hefðu við stanslausan ófrið og ofbeldi í 23 ár. „Fólki er alveg sama um frest- unina. Það lætur fara vel um sig í búðunum, snæðir saman og skiptist á skoðunum,“ sagði einn þátttak- endanna. Samkomunni var frestað vegna þess, að sumir vildu, að konung- urinn fyrrverandi tæki aftur við völdum, og rökstuddu það með því, að hann einn gæti tryggt stöð- ugleika í landinu. Sjálfur hefur Zahir Shah oft lýst yfir, að hann vilji ekki verða konungur á ný og styðji Hamid Karzai sem oddvita nýrrar stjórnar. Zalmay Khalilzad, sérstakur sendimaður Bandaríkjastjórnar í Afganistan, sagði í gær, að Zahir Shah ætlaði að staðfesta þennan vilja sinn með yfirlýsingu og lýsa jafnframt yfir stuðningi við Karzai. Gerði konungurinn það nokkru síð- ar og ítrekaði, að hann sæktist hvorki eftir völdum né hefði hann hug á að endurreisa konungdæmið í landinu. Kvaðst hann eiga þá einu ósk að geta orðið löndum sínum að liði með einhverjum hætti. Karzai sagði, að litið yrði á kon- unginn fyrrverandi sem eins konar „landsföður“ og honum sýnd virð- ing í samræmi við það. Fundur þjóðarráðsins verður í geysistóru, loftræstu tjaldi við tækniháskólann í Kabúl og hafa hinir kjörnu fulltrúar verið að streyma til borgarinnar, ekki að- eins frá Afganistan, heldur einnig frá hinum fjölmennu flótta- mannabúðum í nágrannaríkjunum. Konungurinn styður Karzai AP Um 200 konur voru kjörnar í afganska þjóðarráðið en þar ætla þær að berjast fyrir auknum réttindum kvenna í landinu. Þessar tvær konur eru meðal fulltrúanna, Malalai Eshaqzai og Nadia Salih. Kabúl. AFP. DOMINGO Cavallo, fyrrverandi efnahags- ráðherra í Argentínu, var sleppt úr fangelsi fyrir síðustu helgi en þá vísaði alríkisdóm- stóll frá ákærum gegn honum fyrir aðild að vopnasmygli. Var það gert vegna skorts á sönnunum. Cavallo, höfundur þeirrar efnahags- stefnu í tíð forsetanna Carlos Menems og Fernandos de la Rua, sem leiddi að lokum til kreppu í landinu, var handtekinn fyrir rúmum tveimur mánuðum og sakaður um aðild að vopnasmygli til Ekvadors og Króatíu á árunum 1991 til 1995. Þá var vopnasala til þeirra ólögleg samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna. Átti Cavallo yfir höfði sér 12 ára fangelsi yrði hann fund- inn sekur. Alríkisdómstóllinn vísaði mál- inu frá vegna sannanaskorts og áminnti jafnframt dómarann, sem lét handtaka Cavallo í aprílbyrj- un. Ekki er þó ljóst hvað verður um það fé, um 22 millj. ísl. kr., sem lagt var hald á er hann var fangelsað- ur. Fleiri sakargiftir Cavallo er ekki laus allra mála þrátt fyrir þetta því að hann er sakaður um að hafa ekki staðið rétt að skuldaskipt- um, er vörðuðu meira en 2.700 millj- arða ísl. kr. í ríkis- skuldabréfum í júní í fyrra. Þá er hann einnig sakaður um að hafa ráðið bönkunum að hunsa dómsúrskurð í desember sl., sem kveðinn var upp til að takmarka fjárstreymi frá Argentínu. Menem, fyrrverandi forseti, var í stofufangelsi vegna vopnas- myglsins í 167 daga en hæstirétt- ur landsins ákvað þá, að honum skyldi sleppt. Vakti sá úrskurður furðu en skýringin sögð sú, að fimm dómarar af níu eru fyrrver- andi skjólstæðingar Menems og skipaðir af honum. Ákærur um vopnasmygl fyrr- verandi ráðamanna í Argentínu Cavallo laus vegna skorts á sönnunum Buenos Aires. AFP. Domingo Cavallo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.