Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 25
BRÚÐUBÍLLINN, sem
ferðast milli gæsluvalla
og útivistarsvæða borg-
arinnar á sumrin og sýnir
brúðuleikrit fyrir börn,
hóf aksturinn um götur
borgarinnar í síðustu
viku. Í ár eru tvær nýjar
sýningar á dagskránni,
Óþekktarormar, sem
sýnd verður í júní, og
Týnda eggið, sem sýnd
verður í júlí. Við sögu
koma nokkrar af ástsæl-
ustu persónum Brúðubíls-
ins, en einnig eru nýjar
persónur kynntar til sög-
unnar. Helga Steffensen hefur
verið forsvarsmaður Brúðubílsins
frá árinu 1980 og haft sýningar á
hverju sumri síðan þá. Með henni
starfa að sýningunni í ár þau Edda
Björk Þórðardóttir, sem er brúðu-
stjórnandi ásamt Helgu, og Birgir
Ísleifur Gunnarsson, sem er bíl-
stjóri og tæknimaður. Leikraddir
eru í höndum Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur, Felix Bergssonar og
Júlíusar Brjánssonar, auk Helgu
sjálfrar, og tónlist og upptaka í
umsjá Vilhjálms Guðjónssonar.
„Ég sem handrit að nýjum sýn-
ingum á hverju ári. Ég sest niður í
janúar og skrifa og bý til brúð-
urnar, en svo eru sumar sem
verða svo vinsælar að þær verða
helst alltaf að vera með, eins og til
dæmis Úlfurinn, trúðurinn Dúskur
sem er kynnir, og Lilli,“ segir
Helga í samtali við blaðamann,
sem að sjálfsögðu man eftir Lilla
úr eigin barnæsku. „Svo eru alltaf
margar nýjar brúður og þannig er
það líka í ár. En ef vissar persónur
eru ekki með vakna alltaf spurn-
ingar hjá krökkunum um afhverju
úlfurinn sé ekki með, eða Lilli, og
svo framvegis.“
Helga telur mikilvægt að sýn-
ingarnar fræði um leið og þær
skemmti. „Ég reyni meðal annars
að vera með lög sem þau kunna og
geta sungið með. Einnig er gaman
að vera með góð gömul íslensk
kvæði. Til dæmis finnst mér alveg
sjálfsagt að öll börn læri Guttavís-
ur eftir Stefán Jónsson,“ segir hún
en þær eru einmitt hluti af sýning-
unni Óþekktarormar sem er sýnd
nú í júní. Auk þess eru í sýning-
unni tvær sögur sem Helga hefur
snúið í leikrit, og leikrit sem hún
hefur samið sjálf, um Úlfinn og
hænuna Lóu Lipurtá. „Í því er al-
veg sígild atburðarás, þar sem úlf-
urinn setur hænuna í poka og hún
reynir að sleppa, og krakkarnir
hjálpa svolítið til,“ útskýrir hún.
Margir af áhorfendum Brúðu-
bílsins eru fastagestir á hverju
sumri. Börn á öllum aldri fylgjast
með sýningunum, allt niður í eins
til tveggja ára gömul, og fyrir
marga er þetta þeirra fyrsta leik-
húsferð. „Það er því ákveðið upp-
eldisstarf sem í þessu felst, börnin
læra að hlusta og horfa og sitja
kyrr. Í raun eru þau að læra að
fara í leikhús,“ segir Helga og
bætir við að framkoma hópsins í
dag, sem er sá fyrsti í sumar, beri
þess greinilega merki að þau
þekki til sýninga Brúðubílsins.
„Þetta er alveg yndisleg atvinna.
Börn eru þakklátir áhorfendur en
um leið kröfuharðir. Þú getur ver-
ið viss um að ef þeim þykir ekki
gaman þá standa þau bara upp og
fara. Þau eru ekkert að horfa á
sýninguna í þykjustunni,“ segir
hún að lokum.
Á ferð enn á ný
Þessir ungu áhorfendur Brúðubílsins fylgdust með af einbeitingu.
Trúðurinn Dúskur og bræðurnir úr hinni
ástsælu sögu um Stúf.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hópurinn sem stjórnar Brúðubíln-
um í sumar: Edda Björk Þórðar-
dóttir og Birgir Ísleifur Gunnars-
son, ásamt Helgu Steffensen.