Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 27 ÓPERAN var samin að beiðni Austurríkiskeisara sem ku hafa beð- ið da Ponte um að taka fyrir í efni óperunnar hneyksli sem átti að hafa átt sér stað innan hirðarinnar. Hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Vínarborg 26. janúar árið 1790. Ekki fer miklum sögum af viðtökum óp- erugesta en flutningi óperunnar var skyndilega hætt eftir einungis fimm sýningar í kjölfar fráfalls keisarans. Hún var þó sýnd fimm sinnum til viðbótar og síðan færð upp í öðrum borgum Evrópu. Sýningar óperunn- ar urðu þó aldrei margar því efni hennar þótti mörgum ósiðlegt. Lud- wig van Beethoven mun t.a.m. hafa fundist hún allt að því klámfengin en kunni þó vel að meta tónsmíðina. Segja má að vinsældir óperunnar hafi ekki náð neinum tiltakanlegum hæðum lengi vel og sumir gengu jafnvel svo langt að kalla hana mestu mistök Mozarts. Þó eru þeir fleiri sem telja Cosi fan tutte bestu óperu hans, hún sé sinfónískari en hinar og ákaflega vel uppbyggð. Í henni er að finna guðdómlega spretti eins og tríóið „Soave sia il vento“ þar sem sérstaða eða sérkenni Mozarts í upp- byggingu á laglínu rís hvað hæst. Viðhorf fólks breyttist þó um miðja síðustu öld þegar frjálslyndi mannsins jókst og vilja einhverjir þakka það vinsældum sálgreiningar- stefnu Freuds. Líkt og efni margra ópera fjallar þessi um ástina. Hér segir frá því hvernig heimspekingurinn Don Alf- onso skorar á þá Ferrando og Guil- ielmo að láta reyna á staðfestu ást- kvenna sinna, systranna Fiordiligi og Dorabellu. Sá gamli reynist vera hinn mesti refur, leikur tveimur skjöldum með dyggri aðstoð þjón- ustustúlkunnar Despinu og hafa þau mikið gaman af. Þótt ástin sé heit er hún brothætt eins og þunnur ís sem auðveldlega brotnar eða bráðnar. Don Alfonso, sem er dauðleiður á að hlýða á hjal ungu mannanna tveggja um tryggð og hreinlyndi ástmeyja sinna, segist auðveldlega geta séð til þess að þær verði ástfangnar af öðr- um mönnum á augabragði. Fullvissir um trúfestu systranna taka þeir fé- lagar áskorun hins slæga. Það er ákveðið á samri stundu að þeir Ferr- ando og Giulielmo láti sem þeir hafi verið kallaðir burt í stríð. Eftir ímyndaða brottför þeirra koma þeir dulbúnir sem Albanar og fara á fjörur við Dorabellu og Fiordiligi en skipta þó um ástmey. Þeim stöllum líst nú ekkert illa á þessa framandi, ástleitnu menn en láta þó ekki glepjast fyrr en þeir segjast munu taka líf sitt í örvæntingar- fullri ást sinni. Á örlaga- stundu snúa þeir félagar til baka úr stríðinu og láta að sjálfsögðu sem þeir hafi komist að því á hverju hafi gengið með- an þeir voru fjarverandi. En þrátt fyrir þetta litla glappaskot kvennanna ákveða þeir samt að kvænast þeim því „cosi fan tutte“ – allar eru þær eins. Inn í þennan söguþráð spinnast auðvitað ærsl og örvænting á köflum þannig að hægt er að kalla óperuna „Opera comic“ eða farsa en auðvitað fer það eftir uppfærslunni sjálfri hversu ýkt fjörið og á stundum fá- ránleikinn verður. Keith Reed kýs að setja óperu upp á taflborði – skákborði lífsins. Leik- mynd og búningar eru í svart/hvítu nema þar sem komið er fram í dul- argervum. Sem kannski á að sýna okkur fram á að hlutirnir eru ekki alltaf svart/hvítir heldur eru ýmsir tónar þar á milli. Persónunum er stýrt af börnum sem jafnframt má túlka hið innra sjálf persónanna. Þetta finnst mér leysa oft á tíðum vandræðalegar senur þar sem söngvari fer afsíðis og syngur um sína innri líðan. Yfirtaflmeistarinn í þessari sýningu er að sjálfsögðu Don Alfonso (Herbjörn Þórðarson) sem sér fyrir hvern leik. Herbjörn skilar sínu vel en gerir gamla refinn kanski heldur of virðulegan þannig að stundum skortir á slægðina. Hann hefur byggt neðra svið fallegrar raddarinnar mjög vel en er enn að vinna með hæðina og mætti syngja meira út. Það var hrein unun að hlýða á Hallveigu Rúnarsdóttur í hlutverki Fiordiligi, sem var að þreyta frumraun sína á óperusviði á Íslandi. Söngur hennar er fullkomlega áreynslulaus, hver tónn frá þeim dýpsta til þess hæsta óaðfinnanlegur og túlkun hennar falleg. Það er svo sannarlega von mín að þessi stúlka hætti fljótlega að vinna hjá Póstinum og snúi sér alfarið að því sem hún gerir betur en margir: Syngja! Þetta er sannkallaður „gæsa- húðarsöngvari“, Hall- veig er einstaklega músíkölsk og tekur tillit til stöllu sinnar, Erlu Dóru Vogler, sem lauk 6. stigi í söng í vor og skortir þar af leiðandi þá reynslu og kunnáttu sem Hallveig býr yfir. Samsöngur þeirra var hreint ótrú- lega góður þrátt fyrir þennan mikla stigsmun. Erla Dóra er einstaklega dugleg að takast á við þetta mikla hlutverk sem er stórt stökk frá Barbarínu sem hún túlkaði ákaflega fallega í Brúðkaupi Fígarós fyrir ári. Hún sýnir hér að hún er ört vaxandi söngkona. Hún þarf að vinna aðeins betur með öndun, en að öðru leyti hefur hún allt til að bera sem prýðir besta söngvara. Þeir félagar Þor- björn Björnsson (Giuglielmo) og Þorsteinn Helgi Árbjörnsson (Ferr- ando) áttu stórkostlegan samleik á sviðinu. Þeir komu eins og ferskur vorvindur inn á svið og eru þeir gott dæmi um söngvara sem hafa alist upp í Óperustúdíóinu. Þorbjörn, sem lauk burtfararprófi í vor, sýnir enn og sannar að hér er mikið efni á ferð og skilaði hann sínu óaðfinnanlega. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Þorsteinn Helgi er ekki kominn jafnlangt fé- laga sínum í námi en það má sjá og heyra að þessi ungi maður er á hár- réttri leið. Röddin situr rétt, þ.e. framarlega, þannig að bjartur ten- órtónninn nýtur sín vel. Það má glöggt heyra að rödd hans er að vaxa, enda maðurinn ungur að árum. Lindita Óttarsson (Despina) söng hlutverk sitt með miklum ágætum, röddin falleg og vel mótuð. Hún mátti kanski vera aðeins öruggari í túlkun sinni á hlutverki grallarans Despinu og láta bara vaða. En það má kannski skrifa það á frumsýning- arskjálfta. Hljómsveitin, undir dyggri leið- sögn Ara Þórs Viljálmssonar, lék oft af miklu öryggi, sérstaklega í finale- köflunum. En þarna eru á ferð enn sem fyrr ungir hljóðfæraleikarar að takast á við mikið verkefni – Mozart á Eiðum. En eins og tónlist hans virðist einföld, þá er hún erfið eða óvægin því leikmaður getur heyrt hvort hún er vel eða illa flutt. Leikmynd þeirra Björns Krist- leifssonar og Keiths Reeds var sér- staklega smekklega unnin og hent- aði vel litlu sviðinu. Eins var með búninga, sem Kristrún Jónsdóttir (Dúrra) sá um, svo og lýsingu Þor- steins Sigurbergssonar. Samspil þessara atriða, sem vega að sjálf- sögðu þungt, hljómaði vel, þannig að úr varð sýning, ekki bara fyrir eyr- að, heldur líka augað. Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að fá tækifæri til að fylgjast með þróun Óperustúdíós Austurlands, frá því það sýndi Töfraflautu Mozarts fyrir fjórum ár- um og til þessa dags. Keith Reed og hans fólk veit glöggt hvað það er að gera og maður finnur öryggið vaxa með hverri sýningu. Undirrituð leit t.a.m. inn á lokaæfingu og varð að viðurkenna að ýmislegt vantaði upp á, en Keith Reed veit greinilega hvar hann hefur sitt fólk, því það var ekki annað að sjá á frumsýningu en að svona hefði þetta alltaf verið. Þetta var daginn sem sumarið kom (hiti 23°C) og birtan náði hámarki sínu í hug og hjarta okkar sem hér búum. TÓNLIST Bjartar nætur á Eiðum Cosi fan tutte – fyrri frumsýning – ópera í tveimur þáttum eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperutextinn eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Óperustúdíó Austurlands ásamt kammersveit og kór. Í aðalhlutverkum: Fiordiligi – Hallveig Rúnarsdóttir, Dorabella – Erla Dóra Vog- ler, Despina – Lindita Óttarsson, Ferr- ando – Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, Guli- lelmo – Þorbjörn Björnsson og Don Alfonso – Herbjörn Þórðarson. Leikmynd: Keith Reed og Björn Kristleifsson. Bún- ingar: Kristrún Jónsdóttir. Lýsing: Þor- steinn Sigurbergsson. Konsertmeistari: Ari Þór Vilhjálmsson. Hljómsveitar- og leikstjóri: Keith Reed. COSI FAN TUTTE Dagurinn sem sumarið kom Keith Reed Ingveldur G. Ólafsdóttir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S RU N 18 06 4 06 /2 00 2 – s l á ð u í g e g n á s a u t j á n d a n u m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.