Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 29

Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 29 SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar B.S. rit-gerðar í íþróttafræðum um notkun efedríns meðal íþróttamanna í handbolta,körfubolta og knattspyrnu á Íslandi hafa um 34% karla og 39% kvenna notað fæðubótarefni sem inniheldur efedrín. Fram kemur í könnuninni að neyslan sé mest hjá körfuboltaiðkendum. Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir og Hrönn Árna- dóttir eru höfundar ritgerðarinnar sem jafnframt er lokaverkefni í íþróttafræðum við Íþróttafræða- setur Kennaraháskóla Íslands við Laugarvatn. Í ritgerðinni, sem ber heitið Notkun efedríns í íþrótt- um á Íslandi, voru valin af handahófi sex hand- knattleikslið, sex körfuknattleikslið og sex knatt- spyrnulið og var skiptingin jöfn milli kvenna- og karlaliða. Alls voru lagðar spurningar fyrir 255 íþróttamenn (133 karla og 122 konur) og var svar- hlutfall 100%. Af þeim töldu 84% að notkun fæðu- bótarefna gæti bætt árangur þeirra í íþróttum og 73% hafa notað fæðubótarefni í þeim tilgangi. Hvað efedrín snertir hefur um helmingi íþrótta- manna, 53%, verið boðið efedrín. Af þeim sem ekki hafa prófað efnið sögðu 17,5% geta hugsað sér að nota það í framtíðinni. Þá telur um 21% þeirra sem þátt tóku í könnuninni að leyfa eigi sum lyf án eft- irlits til að bæta árangur í einstökum íþróttagrein- um. Íþróttamenn meðvitandi um aukaverkanir efedríns Hrönn Árnadóttir, annar af tveimur höfundum ritgerðarinnar, segir að komið hafi í ljós að íþrótta- menn séu vel meðvitaðir um hætturnar af inntöku efedríns. Þannig svöruðu 88% rétt þegar beðið var um að merkja við hverjir væru fylgikvillar efnisins. „Fólk veit alveg hvað það er að gera og áttar sig á að þetta þrengir æðar, hækkar blóðþrýsting, o.s.frv,“ segir Hrönn. Einnig voru þeir sem hætt höfðu neyslu efedríns spurðir um ástæður þess. Langalgengast var að íþróttamenn hættu vegna þess að þeir töldu að það hefði skaðleg áhrif á líkam- ann en einnig fundu margir fyrir aukaverkunum. Í ritgerðinni styðjast Hrönn og Margrét við kandídatsritgerð Páls Magnússonar í lyfjafræði frá árinu 2000 en þar kemur fram að einungis 5,1% þeirra íþróttamanna sem spurðir voru á þeim tíma höfðu notað ólögleg lyf. Spurð um ástæður þessarar miklu aukningar segir Hrönn að framboðið af ólög- legum efnum hafi stóraukist. Báðar þekkja þær vel til á líkamræktarstöðvum og bendir Hrönn á að hún hafi horft upp á neysluna stóraukast á undanförn- um árum. Hrönn undirstrikar að efedrín sé bara eitt af mörgum ólöglegum lyfjum og því sé aukn- ingin mjög mikil sé litið til könnunar Páls. Þegar skoðuð er neysla á fæðubótarefnum al- mennt eftir íþróttagreinum kemur fram að hún er áberandi mest í körfubolta og minnst í handbolta. Hrönn segir að þetta hafi komið á óvart í ljósi þess að íþróttirnar geri svipaðar líkamlegar kröfur til íþróttamanna. Þegar skoðaðar eru tölur yfir þá sem neytt hafa efedríns kemur fram að langflestir eru í körfubolta eða 43,6% að meðaltali hjá báðum kynjum og 46,5% karla. Í knattspyrnu er hlutfallið 34,4% að meðaltali yfir bæði kyn og 32,1% í handbolta. Meðal karla sem hafði verið boðið efedrín voru flestir í körfubolta, eða tæp 42%, en fæstir í hand- bolta eða tæp 27%. Hjá konum voru flestar í knatt- spyrnu eða tæp 42% og sömuleiðis fæstar í hand- bolta eða rúm 25%. Þegar íþróttamenn voru spurðir hver hefði boðið þeim efedrín svöruðu 9 af 10 að vin- ir þeirra hefðu boðið þeim efnið. Næst á eftir komu líkamsræktarstöðvar. Í ályktunarkafla undir lok ritgerðarinnar kemur fram að engin augljós skýring sé á því af hverju körfuboltaiðkendur neyti frekar efedríns en fólk í öðrum íþróttum. Hrönn og Margrét benda hins vegar á í ritgerðinni að samkvæmt óbirtum við- tölum sem þær áttu við íþróttamenn sé mjög auð- velt að nálgast fæðubótarefni sem innihalda efedrín á svæði Varnarliðsins þar sem það sé ekki ólöglegt. Í lok ritgerðarinnar koma höfundar með tillögur að framtíðarrannsóknum. Benda þær á að áhuga- vert gæti verið að kanna notkun á fæðubótarefnum meðal þeirra sem stunda reglubundnar æfingar hjá félagi og þeim sem æfa á eigin vegum. Benda þær á að ekkert eftirlit sé með neyslu einstaklinga sem æfi á eigin vegum. Leikmenn sem verða uppvísir að neyslu umsvifalaust reknir Friðrik Ragnarsson, þjálfari Íslandsmeistara karla hjá Njarðvík í körfubolta, segist hafa heyrt að neysla á efedríni hafi tíðkast í einhverjum keppnisliðum í körfubolta. Hann segir að farið hafi verið yfir þessi mál í liði Njarðvíkur og að enginn liðsmanna þess noti slík efni. Hann segir að verði það raunin að upp komist um slík mál verði viðkom- andi leikmaður umsvifalaust rekinn úr liðinu. „Ég talaði við mína menn fyrir tímabilið í fyrra og gerði þeim grein fyrir því að ef menn væru að taka efedrín eða myndu falla á lyfjaprófi fari þeir frá félaginu með skömm,“ segir Friðrik. Að sögn Friðriks gerir ÍSÍ lyfjapróf á leikmönn- um einu sinni á ári og stundum á tveggja ára fresti. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að fjölga lyfja- prófum en ÍSÍ hafi á móti bent á að kostnaðurinn sé of mikill. Friðrik segist hafa heyrt að í þeim til- vikum sem körfuboltamenn noti efedrín sé það oft- ast á undirbúningstíma þegar engin lyfjapróf séu gerð. Friðrik bendir jafnframt á að það sjáist mjög auðveldlega ef leikmenn noti efedrín, t.d. á und- irbúningstíma. Úthald aukist til muna og meðal- leikmenn auki úthald verulega og verði betri leik- menn á skömmum tíma. „Ég hef séð menn á Ripped fuel og hrist hausinn yfir því hvað þeir geta gert.“ Aðspurður hvort einhvern tímann hafi vaknað grunur um að einhver leikmanna liðsins hafi notað efedrín segir Friðrik að grunsemdir hafi vitaskuld verið á kreiki en að það hafi aldrei fengist staðfest. „Menn sverja allavega fyrir það og segja að enginn sé á þessu. Ég held að þetta sé eins í öllum liðum. Þjálfarar eru náttúrlega að reyna að sporna við þessu,“ segir Friðrik. Sigurður Ingimundarson, þjálfari úrvalsdeildar- liðs Keflavíkur í körfubolta, segist telja að umræða um notkun efedríns í körfubolta byggist að mestum hluta á að sögusögnum og á að giska einn og einn leikmaður noti efnið að staðaldri. Hann fullyrðir að enginn í liði Keflavíkur neyti efedríns að staðaldri eða hafi notað efnið. „Ég held að þessi efni hafi mjög lítið að segja fyrir íþrótt- irnar. Það er ekki nema menn fari í einhver miklu sterkari efni sem þá eru líka hættulegri,“ segir Sig- urður. Niðurstöður lokaritgerðar um notkun efedríns í knattíþróttum á Íslandi Rúmur þriðjungur aðspurðra segist hafa neytt efedríns Hrönn Árnadóttir Margrét Agústa Þorvaldsdóttir Friðrik Ragnarsson Sigurður Ingimundarson ARNAR Hafsteinsson, einkaþjálfari hjá World Class og keppnismaður í vaxtarrækt og hreysti til margra ára, segir notkun örvandi og ólög- legra efna meðal líkamsræktariðk- enda mun algengari en af sé látið. Hann áætlar að rösklega helmingur þeirra sem sækja líkamrækt- arstöðvarstöðvar séu að nota ólög- leg efni á borð við efedrín eða hafi notað þau einhvern tímann. Arnar segir ekki óalgengt að fólk sem stundi engar íþróttir noti slík efni jafnvel til að grennast eða þegar þegar það fer út að skemmta sér. Arnar varð í þriðja sæti á Íslands- mótinu í vaxtarrækt í sínum flokki árið 2000 og í fimmta sæti í Fitness Galaxy sama ár. Hann segist hafa freistast til að nota örvandi efni fyr- ir þessi mót til að bæta eigin árang- ur en hann hafði áður snúið baki við allri lyfjanotkun fyrir sjö árum. Á þeim tíma notaði hann stera og örv- andi efni áður en hann ákvað loks að hætta eftir mikla neyslu í um tvö ár. „Það sem gerist þegar menn eru að keppa [í hreysti] er að þeir sjá ekki nokkra leið að árangri nema nota í það minnsta örvandi efni, og jafnvel stera,“ segir Arnar. „Og þetta er miklu meira en það. Ég sem einkaþjálfari er vitni að því að almenningur, frá 14 ára krökk- um sem eru að fara að djamma upp í fimmtuga leikskólakennara, eru að nota þessi efni til að ná af sér fitu og halda sér vakandi í prófum,“ segir hann. Maður á fimmtugsaldri hringdi vegna hjartsláttartruflana Arnar segir að oftar en einu sinni hafi verið hringt á líkamsrækt- arstöð til sín og spurt hvort hann gæti útvegað Ripped fuel, sem er vinsælasta örvandi efnið á mark- aðnum, og inniheldur efedrín. Þá hafi hann líka lent í því að fólk hafi hringt í sig og spurt ráða vegna aukaverkana af inntöku Ripped fuel; m.a. vegna hjartsláttartrufl- ana. Meðal annars hafi maður á fimmtugsaldri hringt, vegna hjart- sláttartruflana, og óskað eftir upp- lýsingum um lyfið hjá stöðinni. Þeg- ar hann var inntur eftir því af hverju hann hefði ekki samband við heimilislækinn sinn sagðist maðurinn ekki þora það. Arnar segir að sumt af því fólki sem hann þjálfi spyrji annaðhvort um örvandi efni eða noti þau að staðaldri. Hann segist ekki útvega nein slík efni og segir sínum kúnnum und- antekningarlaust frá eigin reynslu af notkun þeirra. Arnar segir að líkt og með önnur örvandi efni, byggi neytendur upp þol gegn þeim sem aft- ur kallar á meiri neyslu til að ná fram samskonar áhrifum. Hann seg- ist hafa heyrt þess dæmi að fólk sé að taka allt upp í 20 töflur af örv- andi efnum á dag, bæði við íþrótta- iðkanir og þegar það fer út að skemmta sér, þegar ráðlagður dag- skammtur er á að giska tvær töflur. „Það sem vantar er fræðsla. Fólk heldur að af því þetta er selt í versl- unum í Bandaríkjunum þá sé það meinlaust og þetta sé fyrst og fremst þröngsýni hjá íslenskum yf- irvöldum að selja það ekki,“ segir Arnar. Hann bendir á að efnin séu alls ekki hættulaus og vísar þar til aukaverkana á borð við hjartaó- reglu, háþrýsting, svefnleysi, þung- lyndi og kvíðaköst. Arnar segist sjálfur hafa fundið fyrir þessum einkennum þegar hann neytti efnanna, einkum í kringum keppnismót þegar hann neytti meira af þeim í þrjá til fjóra mánuði í senn Einnig hafi neysla á sterum og örvandi efnum á sínum tíma gengið mjög nærri heilsu hans en hann var þá einungis 23 ára. Fólk fer ekki leynt með neysluna Arnar hefur stund- að lyftingar í yfir tíu ár og starfað sem einkaþjálfari síðast- liðin sex ár. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun fyrir um einu og hálfu ári að hætta allri notkun örvandi efna og ná árangri á eigin for- sendum og án allra efna. Engu að síður blasi það við honum á degi hverjum að menn séu að neyta örv- andi efna og fólk sé ekki að fara leynt með neysluna. Sjálfur missti hann félaga sinn fyrir tveimur árum sem var á kafi í neyslu stera og örv- andi efna. Hann segir mjög auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um þessi efni sem margir freistist til að flytja til landsins frá Bandaríkjunum þar sem þau eru lögleg. Hann segist einnig hafa heyrt að einhverjir flytji inn og dreifi efnunum með skipu- lögðum hætti en að sér sé ekki kunnugt um hverjir þar séu að verki. Arnar Hafsteinsson einkaþjálfari segir neyslu efedríns algenga meðal fólks Ungmenni frá 14 ára aldri nota efedrín um helgar Arnar Hafsteinsson til að nsókn- það sé a slík- ar, þar muni hrif á ræði í búum u for- efur í a jafn- u sviði , eða ugbún- þessa . Með akorti kkar í ði al- kmiðið dóms- lyfja- gu erfða- ð auk upp- stað- erfða- flokki tungla ellites) breyti- t á 104 ngu á því í rhorni u nið- erfða- ð sér- ð. Við r stað erfða- endur- að af- væmar . Með ést að r mjög u hlut- End- ra 1,6 m en körlum, en auk þess er þessi tíðni breytileg milli mæðra og jafnvel meðal eggfrumna sömu móður. Þetta á hinsvegar ekki við um karlmenn þar sem end- urröðunartíðnin virðist alltaf vera sú sama. Endurröðun er nokkurs konar erfðafræðileg afleiðing af kyn- bundinni æxlun og sem slík mik- ilvæg í þróun mannsins eins og annarra lífvera og samkvæmt þessum niðurstöðum má e.t.v. segja að kon- ur hafi gegnt stærra hlutverki í þróun mannsins en karlmenn. Þessar niðurstöður benda líka til að endur- röðunartíðninni sé að einhverju leyti stjórnað af þáttum utan erfðamengis- ins,“ segir í frétta- tilkynningu ÍE. Athyglisverður munur á erfða- kortum kynjanna Kári segir þenn- an mun á endur- röðunartíðni kynjanna mjög áhugaverðan, bæði í sjálfu sér og vegna þeirra spurninga sem hann vekur. ,,Þjón- ar hann einhverj- um tilgangi, sem við eigum eftir að finna, eða er hann afleiðing af einhverjum mun á körlum og konum? Eru konur viðkvæmari fyrir um- hverfisáhrifum á stöðugleika erfðamengisins en karlmenn?“ segir Kári. Vísindamenn ÍE benda einnig á í kynningu á smíði erfðakorts- ins að fyrirtækið hafi yfir að ráða stærstu miðstöð til arf- gerðagreininga í heiminum, ætt- fræðiupplýsingum um alla Ís- lendinga og hugbúnaði til að halda utan um og greina arf- gerðir mikils fjölda einstaklinga. Við smíði kortsins voru greindar arfgerðir 5.136 örtungla í sam- tals 869 einstaklingum, foreldr- um og börnum þeirra í 146 ís- lenskum fjölskyldum. Þannig tókst að smíða erfðakort sem er 5 sinnum nákvæmara en þau kort sem notuð eru í dag. ,,Með því að greina hvernig þessi örtungl erfast í fjölskyld- um var hægt að greina með meiri vissu en áður hefur verið mögulegt hvar endurraðanir eiga sér stað og setja niður nákvæma staðsetningu á örtunglunum. Á það kort var síðan hægt að bæta upplýsingum um staðsetningu yfir tveggja milljóna einbasa breytileika, segir í kynningu ÍE á erfðakortinu. Eins og fyrr segir verður erfðakortið nú birt og öllum að- gengilegt á Netinu. ,,Frumgögn- in sem að baki búa verða send þeim vísindamönnum sem vilja og heita því að nota þau ein- göngu til vinnu við rannsóknir sem lúta þeim vísindasiðfræði- legu meginreglum sem menn vilja að farið sé að,“ segir Kári. Fjallað var um greinina í Nat- ure Genetics og þann vísinda- áfanga sem ÍE hefur náð með smíði erfðakortsins í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum í gær. Skv. upplýsingum Kára hefur kynn- ing erfðakortsins vakið mikil við- brögð í vísindaheiminum og margir haft samband við fyrir- tækið til að afla frekari upplýs- inga um þessar niðurstöður vís- indamannanna. rar erfðagreiningar eika sem gvíslega aðinu 30. nóvember sindaakademíu New a í vísindaheiminum annsins. sínu ngar gð ðum r að- m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.