Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hrefna DóraTryggvadóttir
húsmóðir, kölluð
sínu seinna nafni
Dóra, fæddist í
Reykjavík 7. júlí
1925. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut aðfara-
nótt 2. júní síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 10. júní
1901, d. 8. október
1983, og Tryggvi
Gunnar Júní Gunn-
arsson, smiður og vörubifreiða-
stjóri, f. 10. júní 1895, dáinn 26.
október 1967. Dóra ólst upp í
stórum systkinahópi á Lokastíg
6 í Reykjavík. Alls voru systk-
inin tólf, tvö dóu ung en tíu
komust á legg. Af systkinum
hennar eru látnar Svava, Lilja,
Edda og Stella, eftirlifandi eru
Gunnar, Sveinn, Guðmundur,
Kristján og Erla.
Dóra giftist 22. júní 1952
Einari Sveini Erlingssyni, vél-
stjóra og vörubifreiðastjóra, f.
3.mars 1926. Þau skildu. Dóra
og Einar áttu sex börn, þau
eru: 1) Sveinbjörn Reynir, f. 3.
febrúar 1953, sóknarprestur á
Blönduósi, maki Ingibjörg
Jónsdóttir, dóttir þeirra er
Guðrún Dóra. Fyrir á hann
soninn Guðbjart Einar af fyrra
hjónabandi með
Guðrúnu Ágústu
Hólmbergsdóttur.
2) Kristjana, f. 26.
mars 1954, ljós-
móðir og hjúkrun-
arfræðingur, maki
Jóhannes Sólmund-
arson, dætur
þeirra eru Hrefna
Dóra og Þórhildur.
3) Erla Guðrún, f.
12. júlí 1955, loft-
skeytamaður og
símritari, maki Jón
Ingi Pálsson, börn
þeirra eru Einar
Sveinn, Páll Birgir og Selma
Lind. 4) Lilja Kristín, f. 26.
september 1958, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur, sambýlis-
maður Axel Andrés Björnsson,
sonur þeirra er Tjörvi Freyr.
Fyrir á Lilja dótturina Kristínu
Björk Kristjánsdóttur. 5) Birgir
Óli, f. 22. janúar 1962, við-
skipta- og hagfræðingur. Sam-
býliskona Guðlaug Erla Gunn-
arsdóttir, börn þeirra eru
Gunnar Oddgeir og Þórunn
Hvönn. 6) Dagný, f. 30. maí
1966, sjúkraliði og tækniteikn-
ari, maki Jón Reynir Vilhjálms-
son, synir þeirra eru Vilhjálm-
ur, Kristinn og Stefán.
Útför Hrefnu Dóru verður
gerð frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Í ljóði skáldsins Einars Bene-
diktssonar ,,Móðir mín“, er eitt er-
indi á þessa leið.
Og þegar ég leiddi í langför mitt skip
og leitaði fjarlægra voga,
ég mundi alltaf þinna anda og svip.
– Þú áttir hjarta míns loga.
Og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn boga.
Þetta fallega erindi er mér of-
arlega í huga þegar ég kveð móður
mína.
Minningu hennar og mynd varð-
veiti ég í þakklátum huga og hjarta.
Ég bið góðan Guð að leiða hana
inn í ríki sitt, blessi hann minningu
Hrefnu Dóru Tryggvadóttur móður
minnar.
Sveinbjörn Einarsson.
Elsku mamma mín.
Við fæðumst og hverfum. Við horfum
í húmið í fáein ár.
En örlögin rista rúnir
í rökkrið bros og tár.
En þegar mannssálir mætast,
– þótt myrkrið sé autt og kalt –
þá ganga þó titrandi geislar
í gegnum rökkrið og allt.
(Guðmundur I. Kristj.)
Guð blessi minningu þína.
Kristjana.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Með þessum orðum langar mig
að kveðja mömmu mína, Hrefnu
Dóru Tryggvadóttur, sem var yf-
irleitt kölluð Dóra. Ótal minningar
sækja á hugann, litríkar og góðar
bernskuminningar. Þótt vega-
lengdin í kílómetrum á milli okkar
mömmu hafi verið löng vorum við
góðar vinkonur og spjölluðum sam-
an símleiðis nánast daglega, að
ógleymdum öllum heimsóknunum.
Mamma var einstök kona, hún kom
til dyranna eins og hún var klædd,
til þín frá mér var hún vön að segja
og enga væmni. Hún var vön því að
vera veitandi, þarfir annarra setti
hún oftar ofar sínum eigin. Hún var
mjög stolt af börnum sínum og
barnabörnum, var amma fram í
fingurgóma og vildi allt fyrir alla
gera. Hún fylgdist vel með því sem
var að gerast í fjölskyldunni og með
þjóð- og heimsmálum.
Það var gott að leita til mömmu
með allt mögulegt, alltaf studdi hún
mig og hvatti þegar þess var þörf,
hún hefur alltaf verið til staðar og
mun verða áfram.
Mamma greindist með krabba-
mein síðastliðið sumar og fór í
mikla skurðaðgerð og geislameð-
ferð í kjölfarið. Á sama tíma flutti
hún í nýja íbúð í Gullsmáranum í
Kópavogi sem hún var mjög ánægð
með, kom hún sér þar vel fyrir og
naut sín. En í fyrstu viku maí var
hún lögð inn á Landspítala og fyrir
hvítasunnu var okkur systkinunum
tjáð í hvað stefndi. Þegar ég sat við
sjúkrabeð hennar sá ég hversu
mjög dró af henni þar til hún
kvaddi þennan heim 2. júní síðast-
liðinn.
Þú hlærð svo himnarnir ljóma.
Á heillandi dans minna öll þín spor
orð þitt er ilmur blóma
ást þín gróandi vor.
Sál þín ljósið sem ljóma vefur
löndin bræðir og hjartað kalt.
Ein og sama eilíf tengir
allt sem var og koma skal.
Í hvílunni enginn jafn sólhvít sefur
þú gefur
og gefur allt.
(Davíð Stef.)
Elsku mamma, hvíl þú í friði. Guð
blessi þig.
Þín dóttir
Erla.
Hvernig kveður maður móður
sína? Ég kvaddi hana með kossi og
sagði henni hvað mér þætti vænt
um hana. Mamma vildi engar lof-
ræður eða skrif um sig, en hún átti
svo marga góða kosti. Mamma mín
var vel gefin og falleg kona. Hún
var oft á undan sinni samtíð í hugs-
un og orði og þar að auki mikill
femínisti. Þó var hún ekki ánægð
með hag kvenna og hvernig okkar
kynslóð hefði klúðrað hlutunum, og
mátti maður hafa sig allan við til að
verja sig hvað það snerti. Í hennar
forgangsröðun í lífinu voru börnin
hennar fremst og lagði hún kapp á
að við menntuðum okkur, enda öll
systkinin vel menntuð. Mamma var
mjög pólitísk og snerust umræður
oft um pólitík og var reyndar oft
rifist ef því var að skipta. Hún var
ekki ánægð ef maður kaus vitlausan
flokk, en gladdist ef maður þrosk-
aðist og kaus rétta flokkinn að
hennar mati. Mamma var ekki fé-
lagslynd kona, þó fannst henni allt-
af gaman að fara ýmislegt og vera
innan um börnin sín, en oftast kaus
hún frekar að fá sér göngutúra og
lesa góðar bækur sem hún hafði
mjög gaman af og gat maður gengið
að því vísu að fá upplýsingar hjá
mömmu um margar bækur, og
hafði hún gaman af því að segja
manni frá góðum bókum sem hún
hafði lesið. Í spjalli við mömmu
gegnum tíðina fann ég hvað hún gat
komið vel fyrir sig orði ef henni
sýndist svo, og alltaf var hún hrein-
skilin. Hún fylgdist vel með þjóð-
málum og tók virkan þátt í þjóð-
félagsumræðum, og þegar hún var
orðin mjög veik undir lokin vildi
hún fylgjast með fréttum og út-
komu úr sveitarstjórnarkosning-
um.
Ég er þakklát móður minni fyrir
margt, og þó sérstaklega fyrir hvað
hún hugsaði vel um og annaðist
Kristínu dóttur mína þegar hún var
lítil og studdi mig í veikindum
hennar. Kristín á um sárt að binda
við fráfall hennar og syrgir hana
sárt.
Mikið á maður margar minning-
ar um mömmu, en þær verða ein-
ungis geymdar í hjartanu, ekki á
blaði. Þegar hún greindist með
krabbamein og fór í aðgerð fyrir ári
vonaði maður að allt gengi vel, hún
var svo dugleg og æðrulaus í veik-
indum sínum. Hún átti þokkalegt
ár, og það voru ekki nema þrjár vik-
ur sem við systkinin fengum til að
kveðja hana. Gangur sjúkdómsins
var hraður þegar hann tók sig upp.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að vera hjá henni og hlúa að
henni eins og ég gat síðustu vikur
og daga ævi hennar. Þar fann ég
þann mikla styrk sem bjó innra
með henni.
Elsku besta mamma mín,
mjúk er ávalt höndin þín.
Tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Vertu sæl, mamma mín. Hvíl þú í
friði.
Þín dóttir
Lilja.
Morgunmaturinn bragðaðist
misjafnlega þennan dag þegar lítill
hnokki smakkaði leifar af morgun-
mat systkinanna sem farin voru í
skólann. Á boðstólum var hálfklár-
að kornflex í skál sem var gegn-
blautt í volgri mjólk og lint. Honum
þótti það heldur betra nýtt og
stökkt með kaldri mjólk eða nýr-
istað brauð með rúllupylsuáleggi og
beið þess vegna eftir að móðir hans
kæmi til þjónustu reiðubúin eins og
endra nær. Þegar svo var komið til-
kynnti hann að nú væri kominn tími
til að hann færi í skólann líkt og
stóru systkinin og smurði hún þá
líka nesti í poka fyrir hann í skóla-
tösku sem í var bók og blýantur.
Eftir að hafa kvatt móður sína fór
hann út í kofa sem var í smíðum á
lóðinni heima og kláraði samlok-
una. Heldur fór lítið fyrir lestri og
skrift þennan daginn því þegar
mjólkurflaskan var tæmd var at-
hyglin kominn í verklegar fram-
kvæmdir sem ekki máttu bíða leng-
ur. Farið var að moka sandi á
pallinn á þríhjólinu og rótast í
drullupolli sem hafði mikið aðdrátt-
arafl fyrir peyja á þessum aldri.
Ekki leið á löngu fyrr en honum var
orðið kalt enda hreinu fötin hans öll
orðin útötuð í mold og blaut í gegn
en þá var bara farið heim þar sem
ný og pressuð föt biðu rétt eins og
þau byggjust við því að svona færi.
Ekki var alltaf skynjað hvaðan gott
kom og þakklætið lét oft á sér
standa.
Svona minningabrot streyma nú í
gegnum hugann þessa síðustu og
erfiðu daga eftir að móðir mín
kvaddi þennan heim eftir erfið
veikindi. Hún ólst upp í hópi níu
systkina þar sem æskuheimilið ein-
kenndist af miklum gestagangi og
mannlífi. Þar undi amma sér vel í
eldhúsinu og var heimilishaldið þá
með allt öðrum hætti en tíðkast nú
á dögum. Með sama hætti var
mamma heimavinnandi húsmóðir
og lagði allan sinn metnað í heimilið
og þjónustu við sína nánustu. Hún
hafði mikla þörf fyrir að hafa allt í
röð og reglu og var mjög öguð í því
sem hún tók sér fyrir hendur. Með
alúð og umhyggju vann hún verk
sín í hljóði en var jafnframt skap-
mikil og ákveðin að eðlisfari. Henni
var mjög umhugað um að börnum
hennar vegnaði vel, öfluðu sér
menntunar og tileinkuðu sér sam-
viskusemi í því sem þau tækju sér
fyrir hendur. Þegar veikindi henn-
ar fóru að ágerast kom svo enn og
aftur í ljós úr hverju hún var gerð.
Með hugrekki og æðruleysi tókst
hún á við að undirbúa sig undir
langt ferðalag eins og hún orðaði
það. Ég vil með þessum orðum
þakka þér, elsku mamma mín, fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
vona að þú sért nú komin á leið-
arenda til himnaríkis.
Um jökla vafðist júnínóttin blá,
úr jörðu spruttu silfurtærar lindir.
Við áttum vor, sem aldrei líður hjá
og elda sína bak við höfin kyndir.
Ég þráði aldrei dagsins dyn og glaum,
mig dreymdi líf, sem æðri fegurð spáir,
og einni sál ég sagði þennan draum,
og síðan á ég vin, er hjartað þráir.
(Davíð Stef.)
Kveðja.
Óli.
Elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvert blóm sem grær við götu mína
er gjöf frá þér
og á þig minnir allt hið fagra
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
Hvert fótspor sem ég færist nær þér
friðar mig.
(Davíð Stef.)
Blessuð sé minning þín, elsku
besta mamma mín.
Þín dóttir
Dagný.
Amma okkar var frábær, hún var
svo góð við okkur.
Við fórum svo oft til hennar enda
vorum við alltaf velkomnir.
Við gerðum margt skemmtilegt
saman. Stundum fórum við í strætó
í Kringluna eða í Mjóddina. Oft
horfðum við bara á sjónvarpið eða
spjölluðum saman.
Þegar við komum til hennar gaf
hún okkur alltaf eitthvað gott að
borða og snerist í kringum okkur
svo að mömmu þótti nóg um. Ekki
má gleyma því að við máttum líka
vasast í eldhúsinu hennar eins og
við vildum og var margt brallað
þar.
Amma átti alltaf nammi, það var
gaman að fá að fara með henni út í
búð og velja nammið í stóra nammi-
boxið hennar.
Amma var oft hjá okkur um jólin,
það var svo gaman að hafa hana hjá
okkur.
Hún var svo stolt af okkur og var
óspör á að segja okkur hvað við
værum góðir og duglegir strákar.
Já, hún amma okkar var besta
amma í heimi.
Elsku amma, við eigum svo
margar góðar minningar um þig
sem við munum geyma í hjörtum
okkar.
Þínir
Vilhjálmur, Kristinn og Stefán.
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt.
Sjá, nóttin er á enda
nú árdagsgeislar senda
um löndin ljós og yl.
Í nafni náðar þinnar
ég nú til iðju minnar
minn Guð, að nýju ganga vil.
(H. Hálfd.)
Hví í friði.
Þínar
Hrefna Dóra og Þórhildur.
Elsku amma mín, ég sakna þín
svo mikið.
Þegar ég kem til Reykjavíkur hef
ég enga ömmu til að heimsækja.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín
Selma Lind.
Elsku amma. Við kveðjum þig
með söknuði. Minningarnar koma
upp í hugann. Við bræðurnir minn-
umst þeirra ógleymanlegu stunda
þegar við komum í bæinn með
mömmu og pabba og vorum hjá þér
í Strandaselinu. Við brölluðum svo
margt. Hver dvöl rifjast upp fyrir
okkur eins og lítið ævintýri. Þú svo
hlýleg, elskuleg og passaðir að við
fengjum alltaf nóg að borða.
Eftir að við bræður fluttumst í
höfuðborgina til að stunda okkar
nám var þín einlæga gestrisni og
ástúð enn í fyrirrúmi. Við varla
komnir inn úr dyrunum þegar
brauð, bakkelsi og hálfur ísskápur-
inn var kominn á borðið. Þá var sest
niður og farið yfir þjóðmálin. Þótt
þú værir komin á efri ár náðirðu að
fylgjast með málum ungu kynslóð-
arinnar og lést ekkert framhjá þér
fara.Við grínuðumst alltaf með það
að amma ætti að vera á þingi.
Þegar við heimsóttum þig á spít-
alann, og þú orðin mjög veik, var
samt alltaf stutt í grín og glens hjá
þér. Gerðir grín að hversu litlum
skóm Palli klæddist og spaugaðir
með það að kominn væri tími á að
Einar færi nú að gifta sig. Þrátt
fyrir þín erfiðu veikindi áttum við
þar góðar stundir.
Elsku amma. Takk fyrir allt.
Guð blessi þig.
Einar Sveinn og Páll Birgir.
Elsku amma mín. Nú ertu farin
til guðs. Þó að ég eigi eftir að sakna
þín mjög, þá á ég svo margar góðar
minningar um þig. Þú varst dugleg
að passa mig þegar ég var veik eða
mamma þurfti að fara að vinna. Þú
komst mér alltaf til að hlæja, sama
hvað var að. Ég man að þegar ég
gisti hjá þér þegar ég var lítil vaktir
þú mig oft með tei eða heitu kakói
og ristuðu brauði, eða kandís sem
þú gafst mér í stað sælgætis. Hve
oft gátum við ekki setið saman yfir
kaffibolla og spjallað um allt milli
himins og jarðar. Ég man hvað það
var gaman að vera hjá þér, en nú
verðum við ekki saman aftur fyrr
en ég kem til guðs.
Þú varst yndisleg kona og ég
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Nú kveð ég þig að sinni
og bið guð að geyma þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín
Kristín Björk.
Elsku amma, því þurftir þú að
deyja svona fljótt, gast þú ekki lifað
aðeins lengur? Það var svo gaman
að vera hjá þér og þú varst alltaf
svo góð við mig. Þegar við komum í
heimsókn gafstu mér og Þórunni
kókópufs og nammi og svo passaðir
þú líka Tíst páfagaukinn minn.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Gunnar Oddgeir Birgisson.
HREFNA DÓRA
TRYGGVADÓTTIR