Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 48
DAGBÓK
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Helgafell væntanlegt
og út fer Akraberg.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær komu Gerarda, Sel-
foss og Tasirmiut.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður í
Húsafell fimmtud. 13.
júní steinasafn Páls
skoðað og í gömlu kirkj-
una að Húsafelli. Um
nestisferð er að ræða,
þ.e. fólk taki með sér
nesti. Uppl. í Norð-
urbrún s. 568 6960 og í
Furugerði s. 553 6040.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 9.30 bað,
kl. 10.15 Búnaðarbanki
og kl. 13 vinnustofa.
Kirkjuferð, farið verður í
Seltjarnarneskirkju mið.
12. júní kl. 13.30. Kaffi-
veitingar í boði sókn-
arnefndar.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl. 13
opin smíðastofa. Bingó
er 2 og 4 hvern föstudag
í mánuði. Púttvöllurinn
er opin alla daga. Allar
uppl. í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna kl. 9–17 fóta-
aðgerð, kl. 14–15 dans.
Farið verður á Hólmavík
fim. 20. júní kl. 8. Skrán-
ing í s. 568 5052.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund, kl.
14 félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 13 fönd-
ur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Golf-
námskeiðið hjá GKG
byrjaði í gær mánudag-
inn 10. júní og verður
næstu 4 daga. Mæting
hjá Golfskálanum í Vetr-
armýrinni kl. 13.
Fótaaðgerðarstofan
tímapantanir eftir sam-
komulagi s. 899 4223.
Félagsstarf aldraðra í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi
og Kjós. Jónsmessuferð
á Þingvöll, Selfoss og
Stokkseyri, mánudag-
innn 24. júní. Lagt af
stað kl. 15 frá Damos.
Uppl. og skráning hjá
Svanhildi í síma
558 68014 e.h.
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum og tóm-
stundastarf eldri borg-
ara fara í sameiginlega
óvissuferð miðvikudag-
inn 19. júní. Þátttaka til-
kynnist fyrir 15. júní.
Farin verður 4 daga ferð
á Vestfirði, Suðurfirðina,
22., 23., 24. og 25. júlí,
nánar auglýst í Suð-
urnesjafréttum.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Í dag,
brids og frjáls spila-
mennska kl. 13.30. Pútt á
Hrafnistuvelli kl. 14. Á
morgun línudans kl. 11
og pílukast kl. 13.30. Op-
ið hús „Sumarfagnaður“
fimmtudag 13. júní kl.
14. Fjölbreytt skemmti-
atriði og kaffisaga. Dags-
ferð að Skógum miðviku-
daginn 19. júní. Allar
uppl. í Hraunseli í síma
555 0142. Vest-
mannaeyjaferð 2.-4. júlí.
Munið að greiða farmið-
ana í ferðina í dag eða á
morgun kl. 13 í Hraun-
seli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl. 10–
13. Kaffi, blöðin og mat-
ur í hádegi.
Vestmannaeyjar 11.-
13.júní. Brottför frá Ás-
garði Glæsibæ kl. 10.30 í
dag þriðjudag. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Hlemmi kl. 9.45. Línu-
danskennsla Sigvalda kl.
19.15. Fimmtudagur:
Brids kl. 13.00. Fundur
með fararstjóra Vest-
fjarðaferðar verður í Ás-
garði Glæsibæ fim. 13.
janúar kl. 14. Söguferð í
Dali 25.júní, dagsferð.
Skráning hafin.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikud. kl.
10-12. í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Farið til Vest-
mannaeyja mán. 24. júní
með Herjólfi og komið til
baka mið. 26. júní. Vin-
samlega skráið ykkur
sem fyrst. Rútuferð frá
Gjábakka kl. 10.15 og
Gullsmára kl.10.30, Þátt-
tökugjald greiðist til
Boga Þóris Guðjóns-
sonar fyrir 14. júni.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa m.a. tré-
skurður, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 10 leikfimi
kl. 12.40 Bónusferð, kl.
13.15 bókabíll.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar,kl. 13.30 „Mann-
rækt, trjárækt“ Gróð-
ursetning í „Gæðareit-
inn“ með börnum frá
Leikskólanum Hraun-
borg. Á eftir bjóða börn-
in upp á veitingar. Kaffi-
húsastemmning í
Hraunborg. Uppl. á
staðnum og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 14 þriðjudagsganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17 há-
degismatur alla virka
daga, heitt á könnunni
og heimabakað meðlæti.
Handuvinnustofan er op-
in kl. 9.15–16 á þriðju-
dögum og mið. kl. 13-16
og fim. kl. 9.15–16.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 10:30 Söng-
stund við píanóið, kl. 13
handavinna. Fótaaðgerð,
hársnyrting.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskuður og trémálun,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl. 13
myndlist, kl. 13–17 hár-
greiðsla. Mið. 12. júní
verður farið í Seltjarna-
neskirkju, lagt af stað
frá Hraunbæ kl. 13.15.
Kaffiveitingar. Jóns-
messuferð. 20. júní. Ekið
til Þorlákshafnar – Eyr-
arbakka – Selfoss og
komið við í Kaupfélag-
inu. Jónsmessukaffi í
Skíðaskálanum. Kaffi-
hlaðborð – skemmti-
atriði – dans. Lagt af
stað frá Hraunbæ kl.
13.30. Skráning á skrif-
stofu eða í síma:
587 2888.
Háteigskirkja eldri
borgarar. Á morgun
miðvikudag, samvera,
fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 9–17 hárgreiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 almenn
handavinna, kl. 13 spila-
mennska. Dagsferð 19.
júní kl. 9. Ekið að Skóg-
um með viðkomu í kaup-
félaginu á Selfossi. Létt-
ur hádegisverður
Fossbúanum við Skóg-
arfoss. Byggðarsafnið á
Skógum skoðað. Farið í
rjómabúið á Baug-
stöðum og leiðsögn þar.
Ekið um Eyrarbakka,
Stokkseyri og Óseyr-
arbrú að Hótel Örk í
Hveragerði þar sem
snæddur verður kvöld-
verður. Heitir pottar og
sundlaug á staðnum.
Dansað undir stjórn Sig-
valda. Leiðsögumaður
Nanna Kaaber. Ath. tak-
markaður sætafjöldi.
Uppl. í s. 562 7077.
Sækja miða í síðasta lagi
14. júní.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 morgunstund, og
handmennt, kl. 10 leik-
fimi, kl. 10.30 boccia, kl.
14 félagsvist. Mið. 19.
júní verður farið í rútu-
ferð og ekið umÁlftanes,
Hafnarfjörð, Heiðmörk,
Hafravatn, Mosfellsbæ
og nýju hverfin í Graf-
arvogi. Kaffihlaðborð
verður í Ásláki í Mos-
fellsbæ. Allir velkommn-
ir. Uppl. í síma 561 0300.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa salnum.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið. kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Rangæingafélagið í
Reykjavík. Gróðursetn-
ingarferð í Heiðmörk, í
dag 11. júní. Félagar
hittast við reit félagsins
við Landnemaslóð kl. 20.
Uppl. í síma 847 2548.
Í dag er þriðjudagur 11. júní, 162.
dagur ársins 2002. Barnabasmessa.
Orð dagsins: Ef von vor til Krists
nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér
aumkunarverðastir allra manna.
(I.Kor. 15, 19.)
LÁRÉTT:
1 kom við, 4 sveia, 7 lestr-
armerki, 8 dánarafmæli,
9 lík, 11 numið, 13 púkar,
14 sitt á hvað, 15 líf, 17
þyngdareining, 20 rösk,
22 tálga, 23 sameina, 24
háðsk, 25 tré.
LÓÐRÉTT:
1 veiru, 2 sár, 3 spilið, 4
falskur, 5 garfar, 6 gróði,
10 hæðin, 12 guð, 13
stefna, 15 snauð, 16 rög-
um, 18 lýkur upp, 19
hafni, 20 veit, 21 ávíta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bagalegur, 8 legil, 9 auður, 10 ann, 11 týnir, 13
sorti, 15 dreng, 18 smára, 21 lát, 22 nugga, 23 unaðs, 24
lastabæli.
Lóðrétt: 2 angan, 3 aular, 4 efans, 5 Urður, 6 hlýt, 7 grói,
12 inn, 14 orm, 15 dund, 16 eigra, 17 glatt, 18 stubb, 19
áfall, 20 ansa.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
LÍFIÐ er fótbolti. Helstu spark-endur þessa heims hafa heldur
betur haldið manni við efnið í Japan
og Suður-Kóreu. Heimsbikarmótið
fer vel af stað. Það vekur ekki
minnsta athygli hversu böksulega
mörgum af „stóru“ sparkþjóðunum
gengur að fóta sig þar eystra. Þjóð-
verjar eru hvergi öruggir um að
komast áfram í 16 liða úrslit, Ítalir og
Argentínumenn eru í vandræðum í
sínum riðlum og líf sjálfra heims-
meistaranna, Frakka, hangir á blá-
þræði. Þeir þurfa að leggja Dani,
með tveimur mörkum, til að skríða
áfram. Og það verður hvorki létt
verk né löðurmannlegt, eins og við
Íslendingar vitum þjóða best. Þar að
auki hafa blessaðir heimsmeistar-
arnir ekki enn gert mark í keppninni,
eru þar samskipa Sádum, sem seint
teljast til framsækinna sparkenda.
Frakkar eiga þó tromp á hendi, Zin-
edine Zidane, ókrýndan knattkóng
heimsins, sem gróinn er sára sinna
og reiðubúinn að klekkja á Dönum.
Víkverji vonar að Frakkar skili góðu
dagsverki, því jafnvel þó hann sé al-
inn upp við ást og virðingu fyrir Dön-
um, eru heimsmeistararnir, þrátt
fyrir allt, með sprækustu sparksveit
heims, þegar sá gállinn er á þeim.
x x x
ANNARS er Víkverji á bandiEnglendinga í keppninni. Hann
varð því ekkert lítið glaður þegar
örgustu andstæðingarnir, Argent-
ínumenn, voru beygðir í torf fyrir
helgina. Þar var komið fram sætum
hefndum – loksins. Argentínumenn
gerðu Englendingum nefnilega þann
óleik að slá þá út úr heimsbikar-
mótinu árin 1986 og 1998. Kunni Vík-
verji þeim litlar þakkir fyrir. Enn jók
það á beiskjuna að báðir sigrar voru
umdeildir. 1986 gekk sjálft almættið
í lið með Argentínu, tók sér bólfestu í
fyrirliðanum, Diego Maradona, og
gerði útslagið. Fyrst með höndinni,
en almættið gegnir bersýnilega ekki
lögmálum sparksins, og síðan með
ógleymanlegum einleik. Ræðir hér
um tvö af frægustu mörkum heims-
bikarmótssögunnar. 1998 þurfti síð-
an vítaspyrnukeppni til að skilja
sveitirnar að eftir að David Beckham
var vikið af velli að undangengnum
lævísum látbragðsleik Diegos Sim-
eone. Rivaldo er ekki fyrsti Suður-
Ameríkumaðurinn sem særir rétt-
lætiskennd manna á HM.
En hefndin er sæt og hafi almætt-
ið gengið í lið með Jakobi lambhærða
forðum var réttlætið svo sannarlega
við völd er Beckham skaut erkióvin-
inn niður að þessu sinni. Fjögurra
ára farg fauk út í vindinn.
x x x
OG FYRIR þá sem fylgja forlög-unum má geta þess að síðast
þegar England lagði Argentínu á
HM, með marki Geoffs Hurst 1966,
kom heimsbikarinn sjálfur í kjölfar-
ið. Engin lognmolla var yfir þeim
leik, frekar en endranær, og er hans
helst minnst fyrir eina umdeildustu
brottvísun sem um getur á heimsbik-
armóti. Fyrirliði Argentínu, Rattin,
var þá sendur í bað af þýskum dóm-
ara leiksins, öllum á óvörum. Upp-
hófst mikil rekistefna. Eftir dúk og
disk gekk Rattin af velli, hægum
skrefum, felmtri sleginn, enda lag-
anna verðir farnir að baða út öngum
á hliðarlínunni. Og ástæða brottvís-
unarinnar? „Ég kunni ekki við
augnaráðið,“ sagði dómarinn. Áfram
England!
Er þetta leyfilegt?
ELLILÍFEYRISÞEGI
kom á Tryggingastofnun
með nótur fyrir læknishjálp
og fékk endurgreiðslu og af-
sláttarkort. Var hann rukk-
aður um kr. 300 fyrir kortið.
Er þetta leyfilegt?
Stefana.
Fyrirspurn
HVERNIG gengur smíði
nýs varðskips, hvenær er
von á því til landsins og hvar
er verið að smíða það?
Þar sem óhöppin gera
ekki boð á undan sér, af
hverju eru ekki áhafnir
þyrlunnar á vöktum úti á
flugvelli í staðinn fyrir að
vera heima hjá sér og bíða
eftir útköllum?
Hvað er langt í það að
nætursjónauki verði keypt-
ur fyrir þyrluna? Hvað er
það sem tefur? Hvar er fyr-
irhuguð framtíðarhafnarað-
staða varðskipanna?
Með von um að einhver
geti svarað þessum spurn-
ingum.
Hafliði Helgason.
Styttan lagfærð
SVOLEIÐIS er að í borg-
inni hafa margar styttur
verið lagaðar en ég hef tekið
eftir því að það er aldrei
neitt hlúð að styttunni af
Jóni Sigurðssyni á Austur-
velli en styttan er að grotna
niður. Fyrir 2 árum gekk ég
yfir Austurvöll og spurði þá
mig útlendingur af hverjum
styttan væri og sá ég þá að
styttan var ómerkt. Er ekki
kominn tími til að lagafæra
styttuna því þetta er til
skammar?
Jóna.
Sumarspegillinn
HVERNIG stendur á því að
Sumarspegillinn er auglýst-
ur í dagskrá dagblaðanna
en er ekki á dagskrá?
Kristín.
Dýrt í strætó
ÉG er ung stelpa sem
ferðast mikið með strætó
því að ég er ekki komin á
bílprófsaldur. Ég vil koma
því á framfæri hvað mér
finnst ótrúlega dýrt að kom-
ast leiðar sinnar nú til dags.
Ég þarf að borga 200 krón-
ur aðeins til þess að komast
aðra leiðina og svo aftur 200
krónur til baka.
Ég vil bara hvetja þá sem
ráða þessu að lækka þetta
verð.
Ein óánægð.
Sammála Björk
ÉG er hjartanlega sammála
Björk sem skrifar um
barnasíður Morgunblaðsins
og myndina Spiderman. Ég
las um daginn myndagagn-
rýni um Spiderman sem
bönnuð er innan 10 ára. Það
var 7 ára gamall gutti sem
sá um hana þann daginn!
Þetta tel ég algjörlega óvið-
eigandi af umsjónarmanni
barnasíðunnar.
Guðrún.
Tapað/fundið
Reebok-skór týndust
SVARTIR erobik-skór,
Rebook, týndust föstudag-
inn 17. maí, líklega í leigu-
bíl. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 552 3678.
Fundarlaun.
Gullkross og
vettlingar
á Seltjarnarnesi
FYRIR nokkrum vikum
tapaðist gullkross á Sel-
tjarnarnesi. Krossinn er
með faðirvorið áletrað á
bakhliðinni og hefur mikið
tilfinningalegt gildi fyrir
eigandann sem fékk kross-
inn í fermingargjöf. Einnig
töpuðust í vetur svartir ull-
arvettlingar með öðrum
hvítum ullarvettlingum inn-
aní. Skilvís finnandi vinsam-
legast hafi samband í síma
865 4859 eða 562 2176.
Gleraugu
GLERAUGU, með rauðri
spöng, í svörtu hulstri með
spegli, týndust sl. miðviku-
dag, sennilega í Heiðmörk á
Urriðavatnslandi. Skilvís
finnandi hafi samband við
Maríu í síma 557 1001 eða
824 6990.
Dýrahald
Dimma er týnd
DIMMA er eins árs læða,
hún hvarf að heiman frá
Garðhúsum 14 í Grafarvogi
aðfaranótt fimmtud. 30.
maí. Hún var með rauða ól
um hálsinn og gulllitaða
tunnu með nafni sínu í. Ef
þið sjáið hana eða hafið séð
hana, vinsamlegast hafið
samband í síma 557 9224
eða 847 0794. Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
ÞAÐ BER víst að þakka
fyrir það sem vel er gert.
Þess vegna ætla ég nú að
koma á framfæri innilegu
þakklæti til dag-
skrárdeildar Ríkissjón-
varpsins fyrir að taka
þáttinn Leiðarljós aftur á
dagskrá 1. ágúst. Svo
finnst mér að þeir sem
hafa verið að kvarta und-
anfarin ár yfir því að
Morgunblaðið kæmi ekki
út daginn eftir frídaga
ættu nú að stinga niður
penna og þakka fyrir mjög
svo bætta þjónustu blaðs-
ins í þessum efnum. Ég
ætla að nota tækifærið og
þakka nú fyrir frábært
framtak Morgunblaðsins.
Sævar Halldórsson.
Það sem vel er gert