Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 50

Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 50
UNDIRBÚNINGUR fyrir brúðkaup fyrrverandi Bítilsins Sir Pauls McCartneys og Heather Mills hefur verið í fullum gangi síðustu daga en þau verða gefin saman í dag. Hjónaleysin ræddu við fjölmiðla í gær en talsmaður Sir Pauls sagði að parið hefði ákveðið að ræða við aðdáendur og blaðamenn í þakk- arskyni fyrir þolinmæði þeirra en fjöldi manna hefur haldið sig við kastalann síðustu daga. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með framkvæmd brúðkaupsins en ein- hverjir þorpsbúar í Glaslough hafa kvartað yfir því að hjónakornin til- vonandi styðji ekki nægilega við bakið á verslun í héraðinu og flytji alltof mikið af hlutum inn fyrir at- höfnina. Blómasölukona í þorpinu, Aileen Scott, kvartaði yfir því að blómin væru sérstaklega flutt inn frá Hol- landi. „Þau versla ekkert á svæð- inu. Það er meira að segja búið að senda starfsfólk kastalans í burtu,“ sagði hún. Leslie-kastali, sem er nú lúx- ushótel, hefur verið umsetinn blaðasnápum síðan fregnir láku út í síðustu viku um að brúðkaups- veislan færi þar fram. McCartney, 59 ára, og Mills, 34 ára, verða gefin saman í St. Salva- tor-kirkju, sem er inni á landareign Leslie-kastalans í Monaghan-sýslu á Írlandi. Um 300 gestum er boðið til brúð- kaupsveislu í kastalanum að athöfn lokinni en í boðskortinu er þó farið þess á leit við gestina að skilja myndavélarnar eftir heima. Fyrrverandi Bítillinn Ringo Starr flaug frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddur brúðkaup fé- laga síns en hann mun að sögn flytja ljóð brúðhjónunum til heið- urs. Ljóðið er frumsamið en byggt á textanum við lagið „All You Need Is Love“, sem einhverjir telja sig hafa vissu um að sé uppáhalds Bítlalag McCartneys. Sir Paul McCartney og Heather Mills Pússuð saman í dag Reuters Kastalinn í Monaghan-sýslu þar sem veislan mun fara fram í dag. Hjónin tilvon- andi kysstust innilega er þau ræddu við blaðamenn utan við kastalann góða í gær. FÓLK Í FRÉTTUM 50 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fi 13. júní kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning JÓN GNARR Fi 13. júní kl 20 - SÍÐASTA SINN Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI Í kvöld kl 20:30 í Miklagarði Stóra svið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is LEIKFERÐ 3. hæðin                                 Í HLAÐVARPANUM „Pure grass“ Bruce Noll flytur dagskrá ljóð- skáldsins Walt Whitman Í kvöld, þriðjudaginn 11. júní kl. 21.00                             "  #  $ %  &          %    %  '  % HÁPUNKTUR sumarsins er í margra hugum árleg tónlistarhátíð í bænum Hróarskeldu í Danmörku. Sem fyrr munu Íslendingar eiga sína fulltrúa á svæðinu, bæði meðal gesta og gangandi, en einnig munu tvær ís- lenskar hljómsveitir leika fyrir við- stadda, Mínus og múm. Mikill spenningur er yfirleitt fyrir því hvaða hljómsveitir muni láta sjá sig á hátíðinni og hafa þær stærstu verið að staðfesta komu sína á síðustu vikum. Endanlegur listi yfir þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem fram koma á hátíðinni liggur nú fyrir og telur hann tæplega 160 nöfn. Stærstu númerin í ár eru án efa til- vonandi Íslandsvinirnir í Travis, fyrr- verandi Íslandsvinirnir í Garbage og Rammstein auk Red Hot Chili Pep- pers, The Cemical Brothers, P. Diddy, Primal Scream, Pet Shop Boys og Manu Chao. Auk þessara stóru nafna munu heiðra samkomuna með nærveru sinni hinn sænskættaði Bob Hund, söngkonurnar Erykah Badu, Aimee Mann og Nelly Furtado, Alec Emp- ire, The Beta Band, Spiritualized, Starsailor, Kent, þungarokkarsveit- irnar Manowar og Slayer, dúettinn White Stripes svo fátt eitt sé nefnt. Fulltrúar Íslands eru að þessu sinni tveir eins og áður sagði. Þar er um að ræða rokk og raftónlist, Mínus og múm. Þó að tónlistin verði vissulega í að- alhlutverki á Hróarskelduhátíðinni verður margt annað í boði fyrir tón- leikagesti. Hátíðina ber að þessu sinni upp á helgina 27. til 30. júní og glöggir knattspyrnuáhugamenn gefa því trúlega gaum að heimsmeist- arakeppninni í fótbolta verður ekki lokið þá. Áhugasamir geta þó fylgst með leikjum helgarinnar á stórum skjám sem komið verður fyrir víðs- vegar um tónleikasvæðið. Einnig gefst tónleikagestum kostur á að fara í bíó og eyða tímanum í alls komar útivist á borð við körfubolta og blak. Það eru Stúdentaferðir, Exit.is, sem sjá um að útvega íslenskum Hró- arskelduförum aðgöngumiða þetta árið. Að sögn Ingu Engilberts hjá Stúdentaferðum hafa þegar selst um 200 miðar og er hún sannfærð um að talan eigi eftir að hækka þegar líða tekur á mánuðinn. „Salan hefur verið aðeins dræmari en í fyrra en þá seldust á sjötta hundrað miðar,“ segir Inga. „Ég ímynda mér að þetta verði svona í kringum 300 manns sem fara frá Ís- landi en það er alveg hægt að verða sér úti um miða fram að brottför.“ Miðinn á Hróarskeldu kostar 12 þúsund krónur og tryggir hann eig- andanum aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar og plássi á tjaldstæði svæðisins. Hróarskelduhátíðin í Danmörku Rokkað í Danaveldi Shirley Manson mun leiða hljóm- sveitina Garbage á Hróarskeldu- hátíðina í sumar. TENGLAR ..................................................... www.exit.is www.roskilde-festival.dk ÞAÐ sem einkennir vinsælustu bíó- myndirnar vestanhafs síðustu helgi er fjölbreytnin. Njósnamynd með tilheyrandi hasar og hryðjuverka- ógn, ljúf „kvennamynd“, grínlöggu- hasar, geimstríðsmynd, teiknimynd um frelsisþrá hesta og kolrugluð gamanmynd í anda lélegra blökku- mannalöggumynda áttunda áratug- arins. Eitthvað fyrir alla, eða því sem næst. The Sum of All Fears hélt örugg- lega í efsta sæti tekjulistans eftir að talið hafði verið upp úr peninga- kössum kvikmyndahúsanna í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld- ið. Myndin er nú komin yfir 60 milljóna dollara markið í tekjum, eða 5,4 milljarða króna, og er við það að hala inn fyrir kostnaðin- um sem var tiltölulega lágur mið- að við það sem Hollywood eyðir orðið í gerð stórra hasarmynda. Velgengni myndarinnar kom mönnum lítið á óvart enda hefur hún almennt mælst mjög vel fyrir, bæði meðal gagnrýnenda og al- mennra áhorfenda. Tvennt kom þó verulega á óvart þegar tekjur myndanna sem frumsýndar voru um helgina lágu fyrir. Annars veg- ar velgengni litlu „konumyndarinn- ar“ Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood og hins vegar dræmar viðtökur við Bruckheimer-fram- leiðslunni Bad Company með Chris Rock og Anthony Hopkins. Menn höfðu jafnvel búist við að síð- arnefnda myndin, sem er löngu tilbúin en var frestað vegna atburð- anna 11. september, yrði ein af stóru myndum sumarsins en að lenda í fjórða sæti um frumsýning- arhelgina með 10 milljónir dollara (890 milljónir króna) í tekjur hlýtur að teljast mikið áfall fyrir aðstand- endur, enda hafa fjölmiðlar vestra talað um að fyrsti stóri skellur sum- arsins sé orðinn að veruleika. Spekingar telja skýringuna á vel- gengni Divine Secrets of the Ya-Ya Sister- hood, sem er stjörnum hlaðin og skartar m.a. Söndru Bullock, Ashley Judd, Ellen Burstyn og Maggie Smith, liggja í augum uppi, allt íþróttaefnið sem er í boði þessa dagana, úrslitakeppni í íshokkíi og körfubolta vestanhafs, bardagi Lewis og Tyson og HM í knatt- spyrnu hljóti hreinlega að hafa hrakið konur úr húsi og í bíó, en samkvæmt aðstandendum sást varla karlmaður á myndinni um helgina. Bíóaðsókn í Bandaríkjunum Hryðju- verk og sauma- klúbbur                                                                          !  "#"$$$  % & !' $$$ ()*+ , + )#- +  &    *  . )!(  /   0 1 2 (,             Bandarísk kvenþjóð tók Leyndarmál Ya Ya-saumaklúbbsins fram yfir íþrótta- veislu helgarinnar. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.