Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 56
Morgunblaðið/RAX
Migel Lamb frá Ródesíu reynsluflaug flugvél Arngríms Jóhannssonar.
NÝRRI sérsmíðaðri listflugvél var
reynsluflogið í Mosfellsbæ í gær og
var Arngrímur Jóhannsson, annar
eigandi Flugfélagsins Atlanta og
eigandi vélarinnar, hinn kátasti að
fluginu loknu.
Um íslenska smíði er að ræða og
hafa 11 manns komið að verkinu, að
sögn Arngríms. Vélin er byggð á
svonefndri Pitts S2C vél, sem var
fyrst smíðuð 1954, en henni hefur
verið gjörbreytt með stærri vél og
stærra stýri. „Þessi vél hefur verið
fimm ár í smíðum og við köllum
hana Pitts S2X því hún er miklu
meiri en allar aðrar,“ segir Arn-
grímur og bætir við að hjartað hafi
hætt að slá þegar hann hafi horft á
vélina fara í loftið í fyrsta sinn.
Vélin er tveggja manna og fékk
Arngrímur kennara sinn í listflugi,
Ródesíumanninn Migel Lamb, til að
reynslufljúga henni, en Arngrímur
sýnir hana á Oshkosh-flugsýning-
unni í Wisconsin í sumar. Sýningin
stendur frá 23. til 29. júlí og er
áætlað að um ein milljón gesta sæki
hana.
Horft til himins á eftir vélinni í gær. Frá vinstri: Hilary Lamb, Arngrímur Jóhannsson, Lárus Atlason, flug-
rekstrarstjóri Atlanta, og Tristan Holbrook, flugmaður hjá Atlanta.
Reynslu-
flugið
tókst vel
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VÍSINDATÍMARITIÐ Nature
Genetics birtir í júlíhefti sínu og á vef-
síðu í gær grein eftir vísindamenn Ís-
lenskrar erfðagreiningar þar sem lýst
er hinu nýja erfðakorti, sem unnið var
innan fyrirtækisins. Eins og Morgun-
blaðið greindi frá 30. nóvember síð-
astliðinn varð ÍE fyrst fyrirtækja til
að ljúka gerð nákvæms erfðakorts af
erfðamengi mannsins. Ákváðu stjórn-
endur fyrirtækisins að erfðakortið
yrði aðgengilegt vísindamönnum um
allan heim þegar grein um smíði
kortsins hefði birst í vísindatímariti.
Í greininni kemur meðal annars
fram að vísindamennirnir fundu 104
villur í útgefinni raðgreiningu á erfða-
mengi mannsins, sem Human Gen-
ome Project (HGP) og fyrirtækið Cel-
era birtu upphaflega árið 2000. Í
umfjöllun New York Times um erfða-
kortið í gær kemur fram að ÍE hafi
bent á villurnar og að leiðréttinga sé
þörf á raðgreiningunni. Vísindamenn
sem talað er við eru sammála um að
erfðakort ÍE sé miklu nákvæmara en
fyrri kort sem gerð hafa verið. Haft er
eftir dr. Hungtington F. Willard,
erfðafræðingi og fyrrverandi forseta
Bandarísku mannerfðafræðisamtak-
anna, að ekki komi á óvart að leiðrétt-
inga sé þörf en þegar í ljós hafi komið
svona margar villur vakni spurningar
hvort takast megi að ljúka erfða-
mengisrannsókninni fyrir apríl á
næsta ári eins og vísindamenn hafa
gert ráð fyrir.
Erfðakortið er talið afar þýðingar-
mikið við greiningu á erfðaþáttum
sem tengjast sjúkdómum og skv. upp-
lýsingum ÍE er það fimm sinnum ná-
kvæmara en þau kort sem notuð eru í
mannerfðafræðirannsóknum í dag.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði
vísindamenn ÍE afar stolta af að geta
nú gert kortið aðgengilegt vísinda-
mönnum um allan heim.
Gengi hlutabréfa í deCODE Genet-
ics, móðurfélagi ÍE, hækkaði um
1,03% á Nasdaq-markaðinum í New
York í gær, eða um fjögur sent hlut-
urinn.
NY Times fjallar um erfðakort ÍE
Nákvæmara
en fyrri kort
Byggist á/28
Meirihluti Húsa-
smiðjunnar seldur
Fyrirtæk-
ið metið
á 5,3
milljarða
BÖRN Snorra Halldórssonar, stofn-
anda Húsasmiðjunnar, hafa selt allan
eignarhlut sinn í fyrirtækinu, um 55%
fyrir tæplega 3 milljarða króna. Enn-
fremur hefur Íslandsbanki selt eign-
arhlut sinn en samtals tekur salan til
70% hlutafjár í Húsasmiðjunni. Kaup-
endur eru Árni Hauksson, fjármála-
stjóri Húsasmiðjunnar, og Hallbjörn
Karlsson, starfsmaður á fyrirtækja-
sviði Kaupþings, auk ónafngreindra
fjárfesta. Greiða þeir rúma 3,7 millj-
arða króna fyrir hlutinn í heild og er
virði félagsins samkvæmt þessu met-
ið á röska 5,3 milljarða.
Stefnt er að því að gera yfirtöku-
tilboð í hlutabréf minnihluta í félaginu
þegar áreiðanleikakönnun og fjár-
mögnun kaupanna liggur fyrir. Gert
er ráð fyrir að það verði í ágúst en í
kjölfarið verður félagið tekið af skrá
Verðbréfaþings Íslands.
Hlutabréfin voru seld á 19 krónur á
hlut en lokaverð í viðskiptum á VÞÍ í
gær var 18,6. Lokagengi föstudagsins
var 18,2 en þá hafði verð bréfanna
hækkað um 30% frá áramótum.
Keyptu 70% hlut /17
Á FUNDI með lögreglu í gær ósk-
uðu félagar í Falun Gong m.a. eftir
því að fá að mótmæla í Hljómskála-
garðinum fyrir framan skrifstofur
forseta Íslands, á Austurvelli og við
Tjörnina í Reykjavík í tengslum við
heimsókn Jiang Zemin, forseta
Kína. Stefán Eiríksson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir
að ráðuneytið hafi ekkert við þetta
að athuga.
Stefán segir að yfirlýsingar frá
Falun Gong um hvernig mótmæl-
unum verði háttað séu mjög misvís-
and og talsmenn hreyfingarinnar
séu orðnir nokkuð margir. Sumir
segist ætla að hlíta fyrirmælum lög-
reglu í einu og öllu og ætli aðeins að
stunda æfingar. Aðrir segi að fái
Falun Gong ekki þau svæði sem þau
hafa óskað eftir muni þau reyna allt
til að komast eins nálægt kínverska
forsetanum og hægt er.
Dómsmálaráðuneytið býst við
miklum fjölda Falun Gong-félaga til
landsins í dag og á morgun og hefur
verið rætt um að halda fólkinu í
Njarðvíkurskóla meðan það bíður
eftir fari til baka. Dagskrá heim-
sóknar kínverska forsetans verður
væntanlega ekki birt opinberlega.
Ingimundur Einarsson, varalög-
reglustjóri í Reykjavík, og fleiri yf-
Falun Gong vill skipuleggja mótmæli í Hljómskálagarði, á Austurvelli og við Tjörnina
Ráðuneyti gerir ekki at-
hugasemdir við staðarvalið
Morgunblaðið/Arnaldur
Zhi-ping C. Koulouch og Joel Chipkar, fulltrúar Falun Gong, á fundi með þeim Ingimundi Einarssyni, vara-
lögreglustjóra í Reykjavík, Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Jóni Ólasyni aðalvarðstjóra.
irmenn hjá lögreglunni áttu fund
með tveimur liðsmönnum Falun
Gong í gær þar sem þeir settu fram
óskir um að fá ákveðin svæði til að
stunda æfingar sínar meðan á heim-
sókn forseta Kína stendur. „Í þeirra
máli kom fram að þau myndu alfarið
fara eftir fyrirmælum lögreglu,“
segir Ingimundur. Ákvörðun um
hvar þau fái að mótmæla þarf að
taka í samráði við borgaryfirvöld og
gatnamálastjóra og ætlar lögreglan
að ganga frá erindi til þeirra í dag.
Þýskur karlmaður, iðkandi Falun
Gong, sem kom með síðdegisfluginu
frá Frankfurt, var stöðvaður við
Leifsstöð í gær í samræmi við
ákvörðun íslenskra stjórnvalda um
að synja Falun Gong-félögum um
landgöngu hér á landi. Þar sem
hann var þegar kominn inn í landið
þegar hann var stöðvaður, var að
betur athuguðu máli ákveðið að
leyfa honum að halda för sinni
áfram.
Á blaðamannafundi sem Falun
Gong-iðkendur héldu í Reykjavík í
gær, kom fram að þeir hyggist í
einu og öllu hlíta íslenskum lögum
og reglum meðan þeir koma boð-
skap sínum á framfæri hér á landi.
Einnig kom fram að aðgerðir ís-
lenskra stjórnvalda, að meina iðk-
endum Falun Gong inngöngu í land-
ið meðan á heimsókn Jiang Zemin
stendur, séu einsdæmi að Hong
Kong undanskildu.
Rætt um að halda/10–11
SKIPULAGSSTOFNUN telur að
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
geti ekki ákveðið að flytja Reykja-
víkurflugvöll í trássi við stefnu
stjórnvalda.
Stofnunin mælir með því við um-
hverfisráðherra að hann setji fyrir-
vara við staðfestingu á Svæðisskipu-
lagi höfuðborgarsvæðisins
2001–2024, sem nú bíður staðfesting-
ar hans, vegna þessa.
Flutningur
ekki á valdi
sveitar-
stjórna
Sveitarfélög/12
Reykjavíkurflugvöllur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦