Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 29 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is BLANDARAR FYRIR NUDDPOTTA OG STURTUR 55 90 140 Heildsala - Smásala L/Min fyrir 6 sturtur L/Min fyrir 11 sturtur L/Min fyrir 25 sturtur Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A KARLAKÓR Reykjavíkur, eldri fé- lagar, tókst á hendur tónleika- ferðalag til Gautaborgar á dög- unum. Héldu þeir þrenna tónleika í förinni ásamt því að syngja í messu íslenska safnaðarins í Gautaborg. Stjórnandi eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur er Kjartan Sig- urjónsson og stjórnaði hann kórn- um í ferðinni. Undirleikari var Bjarni Þór Jónatansson. „Við vorum að endurgjalda heimsókn,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvernig ferðin hafi verið til komin. „Fyrir tveimur árum kom hingað kór frá Gautaborg sem heitir Par Bricole. Hann hélt tónleika ásamt okkur í Reykholti í Borgarfirði og í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur. Þá var talað um að við myndum endurgjalda heimsóknina, og sú ferð var farin núna í apríl.“ Alls voru 45 kórfélagar í ferðinni ásamt stjórnanda og undirleikara, auk þess sem eiginkonur margra voru einnig með í för. Áður en lagt var af stað í ferðina hélt kórinn tónleika í Ými, en fyrstu tónleikar kórsins á sænskri grundu voru haldnir í kirkju á Styrsö, sem er eyja í skerjagarð- inum fyrir utan Gautaborg. Eru engir bílar notaðir á eyjunni, og ferðast menn þar um á sérstökum skellinöðrum sem notaðar eru til ferða á eyjunni. Aðrir tónleikar kórsins voru haldnir í sal Par Bric- ole-kórsins, sem nefnist Valand. „Báðir kórarnir tóku þátt í þessum tónleikum,“ segir Kjartan og bætir við að Svíum hafi þótt mikið til söngs íslenska kórsins koma. „Eftir tónleikana var okkur svo haldin glæsileg veisla. Þar var mikið sung- ið, en sænsku söngvararnir eru af- skaplega söngglaðir í veislum og ferst það mjög vel.“ Síðasti dagur ferðarinnar, sem var sunnudagur, hófst með guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Gautaborg. Þar söng kórinn íslenskt stólvers ásamt Svövu Ingólfsdóttur söngkonu, sem búsett er þar í borg, auk þess sem Kjartan lék á orgelið, en hann er organisti að aðalstarfi og mennt. Síðar um daginn hélt kórinn sam- eiginlega tónleika í kirkjunni með íslenska kórnum í Gautaborg, sem tókust með glæsibrag. „Ferðin í heild var virkilega vel heppnuð og allir kórfélagar voru mjög ánægðir með hana,“ segir Kjartan. Hann segir að sú umræða hafi komið upp í hópnum að gera Kanadaferð að næsta viðfangsefni kórsins, þó að ekkert hafi verið ákveðið um það enn. Sá hluti Karlakórs Reykjavíkur er fór í þessa ferð nefnist Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar. Er hann þannig til kominn að menn sem eru hættir í Karlakór Reykjavíkur starfa þar áfram, ef þeir vilja áfram taka þátt að nokkru leyti í kórstarfinu. „Þetta þýðir ekki að menn séu í raun neitt eldri,“ út- skýrir Kjartan. „En æfingar eldri félaga eru ekki eins miklar og henta því sumum betur. Í vetur störfuðu með okkur 53 félagar og starfið hefur verið mjög ánægju- legt.“ Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, á góðri stundu á tónleikunum á Valand. Endurguldu tón- leikaheimsókn ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir í tólfta sinn, dagana 9., 10. og 11. ágúst. Í fréttatilkynningu segir að þessi tónleikaröð hafi skapað sér fastan sess í íslensku tónlistarlífi yfir sum- armánuðina. Mismunandi efnisskrá er á hverj- um tónleikum og hafa tónlistarunn- endur komið og dvalið á Kirkjubæj- arklaustri þessa helgi til að njóta tónlistarinnar, sumir hverjir ár eftir ár. Flytjendur í ár verða þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Sigurður Flosason saxófónleikari, Pétur Grét- arsson slagverksleikari, Sif Túlíníus fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdótt- ir víóluleikari, Scott Ballantyne selló- leikari, Richard Simm píanóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem er einnig listrænn stjórnandi tón- leikanna. Í fréttatilkynn- ingu segir enn- fremur að efnis- skráin verði fjölbreytt að vanda þar sem saman fléttast ljóðatónlist og kammerverk. Í ár verður í fyrsta skipti á efnis- skránni spuni þar sem þeir Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson munu sækja efni í þjóðlegan tónlistararf okkar Íslend- inga og spinna frjálslega við gamlar upptökur með stemmum, sálmum, sögum og kvæðum. Loks er tekið fram í fréttatilkynn- ingu að tónleikagestum sem óska eft- ir að dvelja á svæðinu þessa helgi er ráðlagt að panta gistingu með góðum fyrirvara. Klassík og spuni á Kirkjubæjar- klaustri í sumar Edda Erlendsdóttir ANNA Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari var tilnefnd sem bæj- arlistamaður Mosfellsbæjar 2002. Í fréttatilkynn- ingu segir meðal annars að Anna Guðný hafi verið dugleg við að efla tónlistarlíf í Mosfellsbæ, bæði með eigin tónlistarflutningi og jafnframt með því að vera talsmaður og þátt- takandi í verkefnum eins og Tónlist fyrir alla, sem miðar að því að efla uppfræðslu og áhuga barna og ung- menna á tónlist. Hún er, að því er segir í tilkynningu, mjög eftirsóttur samstarfsaðili við flutning á marg- víslegri tónlist, hvort sem um er að ræða þátttöku í léttu veislutríói, kammermúsík, samleik í sinfóníu- hljómsveit, einleik með eða án hljómsveitar, eða undirleik hvers konar. Ennfremur segir í tilkynningu að í slíku samstarfi komi fram styrk- leiki hennar. Þá hefur hún yfir að ráða miklum sveigjanleika og lipurð, sem byggð er á mikilli tónlistarlegri yfirsýn, sem gerir henni kleift að aðlaga sig að hverju því tónlistar- formi og tónlistarflytjanda sem hún starfar með hverju sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem bæj- arlistamaður Mosfellsbæjar er út- nefndur en áður hafa hlotið útnefn- ingu Skólahljómsveit Mosfells- bæjar, Leikfélag Mosfellssveitar, Inga Elín myndlistarmaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Sigurður Þórólfsson silfursmiður, Karlakór- inn Stefnir og hljómsveitin Sigur Rós. Anna Guðný bæjarlista- maður Mosfellsbæjar Anna Guðný Guðmundsdóttir KARÍBAHAF - sept. uppselt Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.