Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 29 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is BLANDARAR FYRIR NUDDPOTTA OG STURTUR 55 90 140 Heildsala - Smásala L/Min fyrir 6 sturtur L/Min fyrir 11 sturtur L/Min fyrir 25 sturtur Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A KARLAKÓR Reykjavíkur, eldri fé- lagar, tókst á hendur tónleika- ferðalag til Gautaborgar á dög- unum. Héldu þeir þrenna tónleika í förinni ásamt því að syngja í messu íslenska safnaðarins í Gautaborg. Stjórnandi eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur er Kjartan Sig- urjónsson og stjórnaði hann kórn- um í ferðinni. Undirleikari var Bjarni Þór Jónatansson. „Við vorum að endurgjalda heimsókn,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvernig ferðin hafi verið til komin. „Fyrir tveimur árum kom hingað kór frá Gautaborg sem heitir Par Bricole. Hann hélt tónleika ásamt okkur í Reykholti í Borgarfirði og í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur. Þá var talað um að við myndum endurgjalda heimsóknina, og sú ferð var farin núna í apríl.“ Alls voru 45 kórfélagar í ferðinni ásamt stjórnanda og undirleikara, auk þess sem eiginkonur margra voru einnig með í för. Áður en lagt var af stað í ferðina hélt kórinn tónleika í Ými, en fyrstu tónleikar kórsins á sænskri grundu voru haldnir í kirkju á Styrsö, sem er eyja í skerjagarð- inum fyrir utan Gautaborg. Eru engir bílar notaðir á eyjunni, og ferðast menn þar um á sérstökum skellinöðrum sem notaðar eru til ferða á eyjunni. Aðrir tónleikar kórsins voru haldnir í sal Par Bric- ole-kórsins, sem nefnist Valand. „Báðir kórarnir tóku þátt í þessum tónleikum,“ segir Kjartan og bætir við að Svíum hafi þótt mikið til söngs íslenska kórsins koma. „Eftir tónleikana var okkur svo haldin glæsileg veisla. Þar var mikið sung- ið, en sænsku söngvararnir eru af- skaplega söngglaðir í veislum og ferst það mjög vel.“ Síðasti dagur ferðarinnar, sem var sunnudagur, hófst með guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Gautaborg. Þar söng kórinn íslenskt stólvers ásamt Svövu Ingólfsdóttur söngkonu, sem búsett er þar í borg, auk þess sem Kjartan lék á orgelið, en hann er organisti að aðalstarfi og mennt. Síðar um daginn hélt kórinn sam- eiginlega tónleika í kirkjunni með íslenska kórnum í Gautaborg, sem tókust með glæsibrag. „Ferðin í heild var virkilega vel heppnuð og allir kórfélagar voru mjög ánægðir með hana,“ segir Kjartan. Hann segir að sú umræða hafi komið upp í hópnum að gera Kanadaferð að næsta viðfangsefni kórsins, þó að ekkert hafi verið ákveðið um það enn. Sá hluti Karlakórs Reykjavíkur er fór í þessa ferð nefnist Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar. Er hann þannig til kominn að menn sem eru hættir í Karlakór Reykjavíkur starfa þar áfram, ef þeir vilja áfram taka þátt að nokkru leyti í kórstarfinu. „Þetta þýðir ekki að menn séu í raun neitt eldri,“ út- skýrir Kjartan. „En æfingar eldri félaga eru ekki eins miklar og henta því sumum betur. Í vetur störfuðu með okkur 53 félagar og starfið hefur verið mjög ánægju- legt.“ Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, á góðri stundu á tónleikunum á Valand. Endurguldu tón- leikaheimsókn ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir í tólfta sinn, dagana 9., 10. og 11. ágúst. Í fréttatilkynningu segir að þessi tónleikaröð hafi skapað sér fastan sess í íslensku tónlistarlífi yfir sum- armánuðina. Mismunandi efnisskrá er á hverj- um tónleikum og hafa tónlistarunn- endur komið og dvalið á Kirkjubæj- arklaustri þessa helgi til að njóta tónlistarinnar, sumir hverjir ár eftir ár. Flytjendur í ár verða þau Signý Sæmundsdóttir sópran, Sigurður Flosason saxófónleikari, Pétur Grét- arsson slagverksleikari, Sif Túlíníus fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdótt- ir víóluleikari, Scott Ballantyne selló- leikari, Richard Simm píanóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem er einnig listrænn stjórnandi tón- leikanna. Í fréttatilkynn- ingu segir enn- fremur að efnis- skráin verði fjölbreytt að vanda þar sem saman fléttast ljóðatónlist og kammerverk. Í ár verður í fyrsta skipti á efnis- skránni spuni þar sem þeir Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson munu sækja efni í þjóðlegan tónlistararf okkar Íslend- inga og spinna frjálslega við gamlar upptökur með stemmum, sálmum, sögum og kvæðum. Loks er tekið fram í fréttatilkynn- ingu að tónleikagestum sem óska eft- ir að dvelja á svæðinu þessa helgi er ráðlagt að panta gistingu með góðum fyrirvara. Klassík og spuni á Kirkjubæjar- klaustri í sumar Edda Erlendsdóttir ANNA Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari var tilnefnd sem bæj- arlistamaður Mosfellsbæjar 2002. Í fréttatilkynn- ingu segir meðal annars að Anna Guðný hafi verið dugleg við að efla tónlistarlíf í Mosfellsbæ, bæði með eigin tónlistarflutningi og jafnframt með því að vera talsmaður og þátt- takandi í verkefnum eins og Tónlist fyrir alla, sem miðar að því að efla uppfræðslu og áhuga barna og ung- menna á tónlist. Hún er, að því er segir í tilkynningu, mjög eftirsóttur samstarfsaðili við flutning á marg- víslegri tónlist, hvort sem um er að ræða þátttöku í léttu veislutríói, kammermúsík, samleik í sinfóníu- hljómsveit, einleik með eða án hljómsveitar, eða undirleik hvers konar. Ennfremur segir í tilkynningu að í slíku samstarfi komi fram styrk- leiki hennar. Þá hefur hún yfir að ráða miklum sveigjanleika og lipurð, sem byggð er á mikilli tónlistarlegri yfirsýn, sem gerir henni kleift að aðlaga sig að hverju því tónlistar- formi og tónlistarflytjanda sem hún starfar með hverju sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem bæj- arlistamaður Mosfellsbæjar er út- nefndur en áður hafa hlotið útnefn- ingu Skólahljómsveit Mosfells- bæjar, Leikfélag Mosfellssveitar, Inga Elín myndlistarmaður, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Sigurður Þórólfsson silfursmiður, Karlakór- inn Stefnir og hljómsveitin Sigur Rós. Anna Guðný bæjarlista- maður Mosfellsbæjar Anna Guðný Guðmundsdóttir KARÍBAHAF - sept. uppselt Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.