Morgunblaðið - 21.07.2002, Qupperneq 31
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 31
EUROPE
V I Ð K Y N N U M
Hillusamtæður og
einingar
Margir röðunarmöguleikar
Framúrstefnuleg ítölsk
hönnun
Massívar einingar
GOTT VERÐ
NÝLEGA hefur birst álit kæru-
nefndar jafnréttismála um ráðn-
ingu í stöðu leikhússtjóra hjá
Leikfélagi Akureyrar (LA). Álit
þetta er sem minnisvarði um mis-
heppnað og mannskemmandi inn-
legg í jafnréttisumræðuna. Það er
reyndar smekksatriði mannorð
hvers þeirra sem tengist málinu er
verið að reyna að eyðileggja: Ný-
ráðins leikhússtjóra, vonsvikins
umsækjanda um stöðuna, leikhús-
ráðs LA með formann þess í far-
arbroddi (sem jafnframt er fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu) eða
hvort meðlimir kærunefndar, sem
eru þrír lögfræðingar, séu hrein-
lega að fremja faglegt sjálfsmorð
og þá líklega í þeirri hugsjón sinni
að sýna fram á hvað framkvæmd
jafnréttislaga getur tekið á sig fá-
ránlega mynd. Hver veit? Skoðum
málið ögn.
Mjúk og
hörð gildi
Vinkona mín ein sem vel þekkir
til mála á Ítalíu heyrði einu sinni
af sambærilegu máli og hváði og
sagði: „Á Ítalíu myndi svona lagað
aldrei geta gerst, því þar er
rótgróin í menningu þeirra sú vitn-
eskja að hver listamaður sé ein-
stakur. Enginn listamaður kemur
fullkomlega í stað annars.“ Þar er-
um við einmitt komin að kjarna
þessa máls. Ráðning einstaklings
til þess að gegna starfi listræns
stjórnanda er vandmeðfarið ferli.
Fyrst og fremst er verið að velja
einstakling sem hefur listræna
hæfileika til brunns að bera sem
taldir eru að muni nýtast í starfinu
og enginn annar býr yfir, því hver
listamaður er einstakur. Auk þessa
þarf hann að kunna að fylla starfs-
félaga sína eldmóði og virkja þá til
listrænna átaka og hafa framtíð-
arsýn sem forráðamenn stofnunar-
innar geta að fullu tekið undir.
Hér er verið að lýsa eiginleikum
sem menn búa yfir og hafa ekkert
endilega með menntun eða reynslu
að gera. Þetta er það sem leik-
húsráð eða aðrir sem fara með
ráðningamál leikhússtjóra leita
eftir. Og trúið mér, þeim er mikið í
mun að finna slíkan „einstakan
listamann“ og leggja mikla vinnu í
að komast að „réttri“ niðurstöðu.
Ekkert nema tíminn getur leitt í
ljós hvort ákvörðunin var rétt eða
ekki. Ekkert annað. Kærunefnd er
blind fyrir slíkum viðhorfum sem í
eðli sínu eru huglæg. Hún kallar á
hin hörðu gildi – og kynferði. Hún
vill eingöngu líta á hið hlutlæga;
starfsferil og prófskírteini um-
sækjenda. Vandamálið er að nú
tekur ekki betra við. Því kæru-
nefnd hefur ákaflega vanþroskaða
vitneskju um listaskóla hér heima
og erlendis sem og í hverju list-
rænt starf er fólgið og fellur því
algjörlega á því prófinu. Lítum á
það.
Leiklistarnám
til vansa
Nú er komið að því að vitna í hið
makalausa álit kærunefndar jafn-
réttismála í þessu máli. Þar sem
lögfræðingar skipa þessa nefnd, og
hafa þeir vendilega látið strika yfir
nöfn einstaklinga sem koma við
sögu málsins, þori ég ekki fyrir
mitt litla líf annað en að nota þau
gælunöfn málsaðila sem þeir við-
hafa: kærandi, sá sem ráðinn var
og kærði. Fyrst er til að taka að
vendilega eru tilgreind nám og
störf kæranda og þess sem ráðinn
var.
Nám kæranda
(kona) eftir stúdents-
próf er franska við
Háskóla Íslands í eitt
námsár, BA-próf í ís-
lenskum bókmenntum
og um eins og hálfs
árs magisternám við
háskóla í Englandi í
praktískum leikhús-
fræðum sem var lokið
árið 2000 sem er hið
eiginlega leiklistar-
nám kæranda. Sá sem
ráðinn var (karl) hóf
leiklistarnám eftir
stúdentspróf við há-
skóla í Bandaríkjunum
og stundaði það í eitt
ár. Undirbúningsnám í leiklist hjá
Leiklistarskóla Helga Skúlasonar í
einn námsvetur. Að því loknu
stundaði hann leiklistarnám við
Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár
og lauk því námi 1991.
Kærandi hefur semsé stundað
eiginlegt leiklistarnám í eitt og
hálft ár en sá sem fékk starfið í
fimm ár. Í áliti kærunefndar segir
um þetta mál: „... verður að telja
hafið yfir vafa að kærandi hafi á
grundvelli háskólamenntunar sinn-
ar haft meiri menntun en sá sem
ráðinn var, á því sviði sem um
ræðir.“ Nú þykir mér týra! Hér
virðist sem háskólamenntun
beggja hafi verið borin saman, þá
hið eiginlega háskólanám í leiklist
sem fór fram hjá báðum aðilum við
erlenda háskóla, þar hefur kær-
andi vinninginn vissulega – um
hálft ár. Algjörlega er látið undir
höfuð leggjast að meta fjögurra
ára nám þess sem ráðinn var við
Leiklistarskóla Íslands. Þar virðist
vanþekking lögfræðinganna í
kærunefnd algjör og það sem
verra er, að þeir virðast ekki hafa
reynt að afla sér vitneskju um þá
menntun og gildi hennar. Að ég
best veit leituðu þeir ekki upplýs-
inga hjá þeim þremur skólastjór-
um Leiklistarskólans sem veittu
honum forstöðu þann aldarfjórð-
ung sem hann starfaði né hjá rekt-
or Listaháskólans sem nú starfar
og tók við Leiklistarskólanum eða
deildarforseta leiklistardeildar
Listaháskólans. Það hefðu þeir
betur gert. Með úrskurði sínum
hafa þeir vanvirt alla þá sem hafa
starfað við, sem og þá sem hafa út-
skrifast, Leiklistarskóla Íslands og
leiklistardeild Listaháskóla Ís-
lands. Með áliti sínu hafa þeir gert
kærunefnd jafnréttismála að
skrípafyrirbæri og afhjúpað eigið
getuleysi í starfi.
Um heimspeki, lögfræði
og annað nýtilegt
Til þess að fá inngöngu í Leik-
listarskóla Íslands þurftu umsækj-
endur að þreyta inntökupróf ásamt
100-130 öðrum umsækjendum og
að lokum stóðu 8 eftir sem nýir
nemendur skólans. Inntökupróf
þessi hafa jafnan tekið margar vik-
ur fyrir þá sem lengst náðu. Nem-
endur skólans voru að jafnaði með
stúdentspróf. Skóladagurinn var
mjög strangur og skiptist í bæði
praktískt og fræðilegt nám og stóð
alla jafna í um 7-8 tíma á dag fyrir
utan heimavinnu. Námið tók fjög-
ur ár. Það var alltaf tímaspursmál
hvenær skólinn yrði formlega sett-
ur á háskólastig. Það varð þegar
Listaháskólinn stofnaði leiklistar-
deild fyrir þremur árum og yfirtók
þá bekki sem stunduðu nám í
Leiklistarskólanum á þeim tíma.
Námið hefur síðan verið í grunn-
inn það sama, þó svo
það taki sjálfsögðum
breytingum eins og
gera má ráð fyrir.
Þetta er semsé alvöru
fjögurra ára leiklist-
arnám í fjölmörgum
þáttum leiklistar á
háskólastigi.
Fyrir utan hið eig-
inlega leiklistarnám
hefur sá sem ráðinn
var verið á leiklistar-
námskeiði hjá Helga
Skúlasyni og nam
eina önn í Kvik-
myndaskólanum sem
hvort tveggja mun
örugglega nýtast hon-
um eins og margt annað. Kærandi
nam frönsku við Háskóla Íslands
og lauk BA-prófi í íslenskum bók-
menntum (þar á meðal leikbók-
menntum) við sama skóla. Þetta
síðasttalda greip kærunefnd á lofti
þegar formaður LA skrifaði í
greinargerð (tilv. álit kærunefndar
bls. 6) að „hafi getað nýst vel í
starfi leikhússtjóra“ og breytir óð-
ar í mikilvæga leiklistarmenntun.
Um það er bara eitt að segja; nám
í sálfræði og heimspeki gæti mjög
vel nýst í starfi lögfræðinga en
kemur ekki á neinn hátt í staðinn
fyrir lögfræðimenntun.
Svo er bara eitt eftir varðandi
menntunarmál leikhússtjóra; það
er ekkert slíkt nám í boði í heim-
inum. Það er einstaklingurinn og
það einstaka sem í honum býr sem
ræður úrslitum. Kynferði hefur
þar ekkert að segja.
Er einhver munur á
ellefu árum og tveimur?
Næst er tekið fyrir í áliti kæru-
nefndar jafnréttismála starf kær-
anda og þess sem ráðinn var. Eins
og kom fram hér á undan lauk
kærandi sínu námi fyrir tæpum
tveimur árum og sá sem fékk
starfið fyrir um ellefu árum. Bæði
hafa þau verið ötul við að vinna á
sínum vettvangi, en eðli málsins
vegna má mjög miklu meira koma
í verk á ellefu árum en tveimur.
Eftir að námi lauk hefur kær-
andi unnið þrjú styttri leikverk
með unglingum og leikstýrt einni
stuttmynd fyrir unglinga. Kennt á
tveimur leiklistarnámskeiðum.
Eftir að leikhússtjóri LA var ráð-
inn vann hún heilskvöldssýningu
með unglingum og var aðstoðar-
leikstjóri í sýningu í atvinnuleik-
húsi sem telst ekki til höfundar-
réttar á listaverki.
Sá sem var ráðinn hefur síðan
eiginlegu leiklistarnámi lauk leik-
ið, að mér telst til, níu hlutverk í
atvinnuleikhúsi og þrjú hlutverk í
kvikmyndum. Hann hefur sett á
svið ein 15 leikverk með áhuga-
mönnum (oftast unglingum) og
a.m.k. eitt með atvinnumönnum.
Hann hefur unnið að gerð stutt-
mynda og þátta til sýninga í sjón-
varpi, verið ýmist höfundur hand-
rits, leikstjóri eða framleiðandi.
Hann hefur haldið fjölmörg leik-
listarnámskeið, leikið í útvarps-
leikritum, leikstýrt smærri verk-
efnum fyrir áhugamenn, kennt
leiktúlkun við Leiklistarskóla Ís-
lands, svo eitthvað sé nefnt.
Um þetta segir í áliti kæru-
nefndar jafnréttismála: „Verður
því að telja að kærandi og sá sem
ráðinn var hafi að þessu leyti haft
nokkuð jafna stöðu.“ Hvaða reik-
nikúnstum var þarna beitt? Með
þessu sýnir kærunefnd algjörlega
vankunnáttu í störfum leikhús-
listamanna og þeirra sem fást við
kvikmyndir. Enn sem fyrr hefur
hún ekki leitað álits hjá þeim sem
búa yfir sérþekkingu á þessu sviði,
enda virðist eitthvað allt annað
vaka fyrir henni en að komast að
sanngjarnri niðurstöðu. Svo mjög
er henni í mun að fella þann dóm
sem hún ætlar sér að hún lætur
eins og hún taki ekki eftir því hvað
sá sem ráðinn var hafði náð að af-
kasta miklu meira á ellefu árum en
kærandi á tveimur árum, sem
skyldi þó engan undra.
Hinn raunverulegi
ójöfnuður
Ég vil taka fram að ég hef enga
skoðun á því hvort er hæfara til
starfans, kærandinn eða sá sem
var ráðinn. Ég vona að hann muni
stjórna LA farsællega á næstu ár-
um og hafi hæfileika til að fara vel
með vald sitt og efla starf LA og
auka því enn frekari álits sem eins
af atvinnuleikhúsum okkar. Við
kæranda vil ég segja: Það tekur
sinn tíma að stælast í listum. Hver
stundarósigur er ávísun á styrk ef
rétt er höndlaður. Tíminn mun þá
vinna með þér.
En mér finnst rétt að leikhúsráð
LA fá notið þeirrar vinnu og
ábyrgðar sem það hefur tekið á sig
við að finna þann sem það telur
hæfastan til að standa í stafni fyrir
listrænu starfi leikfélagsins næstu
ár. Þau hafa unnið vinnuna sína
samkvæmt bestu getu. Meira verð-
ur ekki krafist. Einhver kunnasti
baráttumaður fyrir jafnrétti
kynjanna hér á landi er formaður
leikhúsráðs LA og efast ég ekki
eitt augnablik um að hún hefur
gætt hins ítrasta að ekki hallaði á
eðlilegt jafnrétti kynjanna. Ef
kærandi hefði verið ráðinn hefðu
líklega velflestir hinna umsækj-
andanna geta kært ráðninguna á
þeim forsendum sem kærunefnd
jafnréttismála gefur. Það sýnir nú
kannski bara eitt og sér hvað svo-
kölluð jafnréttismál eru í miklum
skrípafarvegi á Íslandi að enginn
nema þessi eini kvenumsækjandi
gat kært ráðningu leikhússtjórans
– vegna kynferðis hans. Hinir kar-
lumsækjendurnir gátu það ekki
þótt þeir hefðu talið sig hafa betri
menntun og meiri starfsreynslu en
sá sem ráðinn var, vegna þess að
þeir hafa sambærileg kynfæri.
Þarna er lifandi kominn hinn raun-
verulegi ójöfnuður.
Vilt þú ráða
þá í vinnu?
Eftir að hafa lesið álit kæru-
nefndar jafnréttismála á þessu
máli vakna margar spurningar.
Augljóst er að það stangast á við
alla skynsemi. Hvað vakir þá fyrir
nefndinni? Helst dettur manni í
hug að verið sé að reyna að svipta
einhvern eða einhverja mannorð-
inu? Hvern? Hverja? Þann sem
ráðinn var með því að gera lítið úr
námi hans og störfum? Kæranda
með því að blása upp ungan aldur
hennar sem atvinnumanneskju í
leiklist og háðulega setja hana á
stall sem fórnarlamb? Leikhúsráð
LA fyrir að hafa ekki ráðið einu
konuna sem sótti um og kallað þá
yfir sig kærur frá alltað ellefu
karlumsækjendum? Eða er verið
að gera framkvæmdastýru Jafn-
réttisstofu vafasama og grafa und-
an heilindum hennar og starfs-
heiðri með lúalegum brögðum?
Hvað svo sem þarna er á ferðinni
þá tókst ekkert af þessu. Enda
ómaklega vegið að ágætu fólki.
Það sem eftir stendur er þá að það
er búið að afhjúpa fáranleika þess
farvegs sem jafnréttismál hafa
innan stjórnkerfisins og fram-
kvæmd þeirra með kærunefnd
jafnréttismála. Og það sem meira
er; þeir sem skipaðir voru í nefnd-
ina hafa sýnt svo forkastanleg
vinnubrögð að undrun sætir. Ef
einhvern tímann hefur þurft að
vanda mál í þessari nefnd var það
nú með tilliti til þess að fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu kem-
ur að málum. Eins og fyrr segir
eru engin nöfn einstaklinga sem
koma að þessu máli birt almenn-
ingi í áliti kærunefndar, þar er
eingöngu að finna nöfn þeirra lög-
fræðinga sem skipa kærunefnd
jafnréttismála. Þeir eru Andri
Árnason, Ragnheiður Thorlacius
og Stefán Ólafsson. Þeir lögfræð-
ingar sem sitja í kærunefndinni
hafa eflaust fínustu próf og jafnvel
frá erlendum háskólum og þeir
hafa eflaust fínar ferilskrár sem
nú sýna m.a. að þeir hafa setið í
kærunefnd jafnréttismála, skipaðir
ýmist af ráðherra eða Hæstarétti.
Lítur vel út á pappírunum en það
er ekki nóg. Ef þeir myndu sækja
um vinnu hjá mér liti ég ekki ein-
göngu á það. Ég myndi leitast eft-
ir að fá vitneskju um hverskonar
manneskju þeir hafa að geyma og
hvernig þeir vinna vinnuna sína.
Eftir skoðun á þessu máli myndu
þeir fá falleinkunn og ég myndi
ekki ráða þá í vinnu. Það skiptir
mig engu máli hvers kyns þeir eru.
Vilt þú ráða þá í vinnu?
Viðar
Eggertsson
Fyrst og fremst er
verið að velja ein-
stakling, segir Viðar
Eggertsson, sem hefur
listræna hæfileika til
brunns að bera sem
taldir eru að muni
njóta sín í starfinu og
enginn annar býr yfir,
því hver listamaður er
einstakur.
Höfundur er leikstjóri og
fyrrverandi leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar.
SKRÍPAÁLIT KÆRU-
NEFNDAR JAFN-
RÉTTISMÁLA