Morgunblaðið - 21.07.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.07.2002, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIKARINN Tony Curtis hyggst fara á ný með hlutverk í Some Like it Hot, sem nú stendur til að setja á svið í Dallas. Flestir unnendur kvik- mynda ættu að kannast við mynd- ina þar sem þau Curtis, Jack Lem- mon og Marlyn Monroe fóru með aðalhlutverkin. Curtis mun þó ekki fara með sitt upprunalega hlutverk en þeir Lem- mon slógu svo eftirminnilega í gegn sem ólukkupésar sem neyðast til að klæða sig upp sem konur til að sleppa undan illræmdum bófa- flokki. Curtis mun í uppfærslunni leika milljónamæringinn Osgood Fielding sem verður ástfanginn af Daphne sem er jú í raun karlmaður en það var Lemmon heitinn sem túlkaði fröken Daphne svo eft- irminnilega í upprunalegu mynd- inni. Hinn 77 ára gamli Curtis greindi frá því í viðtali á dögunum að hon- um hundleiddust þau kvikmynda- hlutverk sem honum væru boðin í dag. „Mér er bara boðið að leika gam- almenni. Ég hef engan áhuga á því að leika gamalt fólk. Gary Grant gerði það ekki svo því skyldi ég þurfa þess?“ sagði hann í samtali við Dallas Morning News – dag- blaðið. Vill ekki leika gamalmenni Reuters „Ég er sko ekki gamall!“ Tony Curtis aftur í Some Like it Hot BANDARÍSK kona var fyrir rétti í Edinborg í Skotlandi sökuð um að áreita J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna. Konunni er gert að sök að hafa hringt ítrekað í Rowling, sent henni bréf og bank- að upp á heima hjá rithöfundinum. Melissa Cho, 41 árs, var ákærð í lokuðum réttarhöldum 21. júní sl. fyrir áreitni og að spilla friði rit- höfundarins, að því er starfsmaður dómsins greindi frá í dag. Dómari úrskurðaði Cho í óskil- orðsbundið fangelsi. Hún var svo send út landi viku síðar þar sem hún hafði ekki dvalarleyfi í Skot- landi. Ákæran var þá dregin til baka. Cho kom frá Hawaii til Bret- lands og var send úr landi til Los Angeles. Hún var jafnframt sökuð um að villa á sér heimildir og segj- ast hafa gefið í sjóð sem Rowling stofnaði, til þess að komast að per- sónulegum upplýsingum um rithöf- undinn. Áhang- andi ákærður J.K. Rowling. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves í Reykjavík verður haldin í fjórða sinn í haust. Hún er öðrum þræði haldin til að koma íslenskum hljómsveitum á framfæri við útsend- ara erlendra útgáfufyrirtækja og er- lenda blaðamenn sem hafa fjölmennt á hátíðina hingað til að sögn Kára Sturlusonar hjá Hr. Örlygi, sem skipuleggur hátíðina. Mikill fjöldi al- mennra ferðamanna á vegum Flug- leiða er einnig væntanlegur á hátíð- ina og má reikna með að þeir muni telja um 1.500 manns. Kári segir að meðal annars hafi Airwaves átt allstóran þátt í upp- gangi margra hljómsveita og má nefna Sigur Rós og Quarashi sem dæmi. Samt sem áður sé það alltaf tónlistin og fólkið á bak við hana sem skiptir mestu máli. Að þessu sinni verður Airwaves- hátíðin haldin 16. til 20. október næstkomandi. 16. til 18. október verða tónleikar á Gauki á Stöng, Nasa, Iðnó og Vídalín þar sem ís- lenskar hljómsveitir verða í aðalhlut- verkum. Laugardaginn 19. október verða síðan tónleikar í Laugardals- höllinni þar sem m.a. koma fram breski tónlistarmaðurinn Fatboy Slim, sænska hljómsveitin The Hi- ves og íslenska hljómsveitin Gus Gus. Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi þessa dagana og má vænta nánari upplýsinga um þær ís- lensku hljómsveitir sem fram koma von bráðar. Sænska hljómsveitin The Hives. Fatboy Slim. Fatboy Slim og The Hives á Airwaves Ljósmynd/Hamish Brown BRITNEY Spears féll nýlega í yf- irlið eftir að hafa haldið tónleika í Bandaríkjunum og var meðvitundar- laus í allt að mínútu. Vinir söngkonunnar eru sagðir ótt- ast að hún hafi gengið of nærri sér en hún mun vera að reyna að losa sig við sjö kíló sem hún hefur bætt á sig að undanförnu. Söngkonan, sem nýlega réð hjónin Bobby Storm og Nancy Kennedy til að koma sér í form, er nú eingöngu sögð nærast á kalkúnakjöti, hráu grænmeti, korn- meti og fitusnauðri jógúrt. Þá mun hún gera 1.000 magaæfingar á hverj- um morgni. Spears á víst ekki sjö dagana sæla þessa dagana því auk þess sem hún er í strangri megrun mun hún eiga erfitt með að sætta sig við nýlegan skilnað foreldra sinna auk þess hún er enn að vinna úr sambandsslitun- um við Justin Timberlake. Spears á ekki sjö dag- ana sæla Reuters Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Mán kl. 4. Vit nr. 370. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Mán kl. 4, 5, 6 og 7. Vit 398Sýnd kl. 5.45, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400 1/2 Kvikmyndir.is Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýn d á klu kku tím afr est i Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. ATH! AUKASÝNING KL. 9.30. Sýnd kl. 8.05. Vit 393. Kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák  1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 20 þúsund áhorfendur www.sambioin.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10. Mán kl. 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Yfirnáttúruleg spennumynd byggð á sönnum atburðum í anda The Sixth Sense og The X-Files. Frá leikstjóra Arlington Road. Með Richard Gere (Primal Fear) og Laura Linney (The Truman Show) Hið yfirnáttúrulega mun gerast. Með hinum frábæra Frankie Muniz úr „Malcolm in the Middle“ Frábær og hressileg gamanmynd fyrir alla. FRUMSÝNING Sýnd sd kl. 2 og 4. Ísl tal. vegna fjölda áskorana. 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Ugla Egilsdóttir vann tilverðlauna á dögunum sem besta aðalleikona. Aðrir leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjorg Kjeld ofl Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Mán kl. 6, 8 Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. Bi. 14.Sýnd sd kl. 2 og 3.45. Ísl tal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.