Morgunblaðið - 21.07.2002, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
hér sérðu
debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort
og alþjóðlegt stúdentaskírteini.
4kort
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
SKÝLI veita skjól, eins og nafnið
gefur til kynna. Þess vegna geta
þau verið betri en engin. Sér-
staklega þegar regnið dynur á
borginni og atorkusamir krakkar
hafa verið við leik og störf. Þá get-
ur verið notalegt að ræða aðeins
um það sem ungt fólk ræðir um.
Kannski var Guðrún að láta lita á
sér hárið, Bergur að fá sér ógeðs-
lega flotta skó eða Gunni að koma
heim frá útlöndum. Að minnsta
kosti er Sigga „þokkalega svöl“.
Morgunblaðið/Kristinn
Skjólgóðar
umræður
TÓNLISTARHÁTÍÐIN árlega Ice-
landic Airwaves verður haldin í
fjórða sinn hér á landi dagana 16. til
20. október næstkomandi.
Fjöldi hljómsveita og tónlistar-
manna mun koma fram á hátíðinni,
bæði innlendir og erlendir.
Að sögn Kára Sturlusonar, hjá Hr.
Örlygi sem skipuleggur hátíðina,
verða þar fremstir meðal jafningja
breski tónlistarmaðurinn Fatboy
Slim, sænska hljómsveitin The Hiv-
es og íslenska hljómsveitin Gus Gus.
Fatboy Slim
og The Hives
á Airwaves
Fatboy Slim/52
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra telur það sjálfgefið
að ræða þurfi mál sparisjóðanna á
Alþingi vegna niðurstöðu Fjármála-
eftirlitsins í málefnum SPRON. Um
stórt mál sé að ræða. Hún vill ekki
kveða upp úr með það nú hvort laga-
breytinga sé þörf en segir að sér sýn-
ist í fyrstu að áform stofnfjáreigenda
gangi ekki upp óbreytt.
Valgerður segir að ráðuneyti
hennar muni fara gaumgæfilega yfir
málið eftir helgi. Hún segist einnig
ætla að fela nefnd, sem er að yfirfara
löggjöf um starfsemi fjármálafyrir-
tækja, að fara í gegnum niðurstöð-
una.
„Það er afgerandi í niðurstöðunni
að hagsmunir sparisjóðsins eru hafð-
ir í fyrirrúmi, sem er í sjálfu sér gott,
og teknir fram yfir hagsmuni stofn-
fjáreigenda,“ segir Valgerður.
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, segir það mikil-
vægt að missa aldrei sjónar á því
grundvallaratriði að sparisjóðirnir
hafi sprottið upp úr félagslegum
samtökum og byggðarlögum til þess
að þjóna þeim en ekki að skapa eig-
endum sínum arð. Síðan hafi stofn-
fjáreigendur komið til sögunnar og
enginn beri brigður á að þeir geti
fengið greitt út stofnfé sitt. Þeir eigi
hins vegar ekki tilkall til meginhluta
eigna sparisjóðanna.
„Hjá Fjármálaeftirlitinu kemur
einkum fram tvennt. Annars vegar
að ekki virðist vera hægt að banna
það að stofnfjárhlutir séu seldir á yf-
irverði og hins vegar er skýrt tekið
fram að stofnfjáreigendur eigi ekki
tilkall til eigna sparisjóðanna á sama
hátt og hlutafjáreigendur í hluta-
félagi. Af yfirlýsingum talsmanna
stóru bankanna, ekki aðeins Búnað-
arbanka heldur einnig Landsbanka
og Íslandsbanka, má ráða að þeir
vilji komast yfir eignir sparisjóðanna
fyrir milligöngu stofnfjáreigend-
anna. Þetta tel ég vera rangt og ósið-
legt og ekki í samræmi við stofn-
skrár sparisjóðanna. Verið er að
hlunnfara raunverulega eigendur
sparisjóðanna með þessu brölti,“
segir Ögmundur.
Frumvarp lagt fram í haust
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, segist ekki geta tjáð sig efn-
islega um niðurstöðu Fjármálaeftir-
litsins um málefni SPRON þar sem
hann hafi ekki haft tækifæri til að
lesa hana. Hann bendir á að löggjöf
um starfsemi fjármálastofnana sé til
endurskoðunar. Til standi að flytja
frumvarp á Alþingi um fjármálafyr-
irtækin og um leið verði málefni
sparisjóðanna tekin fyrir og m.a.
hvernig fara beri með hluti stofnfjár-
eigenda. Vilhjálmur reiknar með að
ríkisstjórnin muni leggja þetta frum-
varp fram í upphafi þings í haust.
Sjálfgefið að
málið verði
rætt á Alþingi
Viðskiptaráðherra um niðurstöðu
Fjármálaeftirlitsins í máli SPRON
ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún-
aðarbanka Íslands, vísar því alfarið
á bug í samtali við Morgunblaðið
að bankinn hafi brotið lög um
bankaleynd eins og fram kemur í
kæru Norðurljósa til
Fjármálaeftirlitsins á hendur bank-
anum. Hann segir að kæra Norður-
ljósa hafi komið sér verulega á
óvart. Bankinn hafi ekki með nein-
um hætti farið með upplýsingar að
fyrra bragði út um hagi einstakra
viðskiptavina. Það sé af og frá, eft-
ir að hann hafi rætt við þá starfs-
menn sína sem hann náði sambandi
við í gær.
„Sigurður G. Guðjónsson vísar í
kærunni til samkomulags sem við
erum sagðir hafa gert. Hann kom
að máli við mig fyrir tveimur vik-
um og sýndi mér þessi plögg. Mig
rak í rogastans að sjá þau. Á þeim
virtist þetta einhliða yfirlýsing frá
tilteknum aðilum þar sem bankinn
kom hvergi að. Ég gat heldur ekki
séð neina undirritun á þeim,“ segir
Árni.
Hann segist hafa komið að þeirri
ákvörðun bankans að setja umrætt
lán til Norðurljósa í innheimtu. Það
hafi gerst eftir að Landsbanki Ís-
lands ákvað að gjaldfella lán til fé-
lagsins í apríl sl. Sigurður hafi þá
verið kallaður á fund og krafinn
um ársreikninga.
Gjaldfelling heimil samkvæmt
skilmálum í lánasamningi
Árni segir að í lánasamningum
hafi verið skilmálar sem Búnaðar-
bankinn og lögfræðingar hans
töldu gefa heimild til þess að gjald-
fella lánið. Vegna laga um banka-
leynd segist hann ekki geta greint
frá þessum skilmálum.
„Sigurður sagðist á þessum
fundi ætla að senda okkur árs-
reikning innan skamms tíma. Þeg-
ar sá tími leið og enginn reikningur
barst kom ég að því að gjaldfella
lánið. Á fundinum fyrir hálfum
mánuði sagði ég Sigurði síðan að ef
um eitthvert meint samkomulag
væri að ræða væri það ekki meira
samkomulag en svo að ef hann
gæti sýnt fram á að þær trygg-
ingar sem voru fyrir láninu væru
góðar skyldi ég samstundis aftur-
kalla gjaldfellinguna. Það eina sem
bankinn hefur áhuga á er að fá lán-
ið greitt. Þetta tilboð stendur
ennþá en síðan hef ég ekkert heyrt
frá Sigurði,“ segir Árni.
Annarra úrræða leitað
Aðspurður vísar Árni því einnig
á bug að Búnaðarbankinn og
starfsmenn hans hafi þá fyrirætlun
uppi að knýja Norðurljós í gjald-
þrot í þágu þriðja manns, eins og
það er orðað í kærunni. Eina
markmið bankans sé að fá skuldina
greidda eða einfaldlega tryggða.
Komi fram fullnægjandi tryggingar
verði gjaldfelling á láninu dregin
samstundis til baka.
„Ef einhver getur ekki borgað
skuldir sínar eða lagt fram trygg-
ingar fyrir þeim leita menn ann-
arra úrræða, eðli málsins sam-
kvæmt,“ segir Árni Tómasson.
Bankastjóri Búnaðarbankans um kæru Norðurljósa
Bankinn braut ekki
lög um bankaleynd
Höfum engan/4
Markmið bank-
ans að fá lánið
greitt eða trygg-
ingar fyrir því