Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ R ANNSÓKNIR á faralds- fræði skarða í góm og vör hafa verið í gangi á Íslandi um áratugaskeið. Þessar rannsóknir hafa aukið skilning á sjúkdómnum og í október á síðasta ári voru birtar merkar niðurstöður þar sem tilkynnt var að bú- ið væri að finna stökkbreytingar sem valda kynbundnum holum gómi. Á Íslandi er stærsta kynbundna holgómaætt í heimi og eftir að hún var skilgreind vaknaði áhugi manna á þessum fræðum víða um heim. Árni Björnsson, fyrrum yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans, hefur ásamt Alfreð Árnasyni erfðafræðingi stundað rannsóknir á þessu sviði í yfir þrjátíu ár. Aðeins er hægt að greina alvarlegri góm- skörð á fósturstigi en í flestum tilfellum grein- ist skarð í góm og vör fyrst við fæðingu. Tilfelli eru misalvarleg og segir Ólafur Einarsson lýtaskurðlæknir að börn geti þurft að fara í allt frá einni aðgerð og upp í átta eða fleiri. „Ef þetta er einfalt skarð í vör þá er oft nóg að gera eina aðgerð við þriggja til fjögurra mánaða aldur. Sömuleiðis ef það er lítið skarð í gómn- um, þá er það ein aðgerð, gerð aðeins seinna eða við sjö til tíu mánaða aldur. Ef þetta er al- skarð og tanngarðurinn skakkur og opinn, þá getur þurft margar aðgerðir. Það er mikil vinna í kringum erfiðustu tilvikin og er sam- vinnuverkefni margra aðila.“ Að ýmsu er að hyggja ef um gómklofa er að ræða. Ólafur segir að þá sé meiri hætta á að fæða berist upp í nefkokið, í kokhlust og inn í miðeyra. Þetta veldur því að tíðni eyrnabólgu er hærri hjá þessum börnum. „Foreldrum er kennt að næra börnin hálfuppisitjandi og gefa þeim nægan tíma svo fæðan fari síður upp í eyrun og láta þau ekki liggja út af með pelann. Meðal annars af þessum ástæðum er heppilegt að loka gómnum sem fyrst. Það þarf líka að fylgjast mjög vel með eyrum þessara barna og setja í þau rör snemma ef fer að bera á eyrna- bólgu.“ Aðgerðirnar eiga sér langa sögu Árni Björnsson lýtalæknir sá um að lagfæra skörð í góm og vör mestallan sinn starfsaldur, allt þar til hann lét af störfum árið 1994 en það var í Svíþjóð sem hann komst upphaflega í kynni við aðgerðir af þessu tagi. Búið er að stunda skarðaaðgerðir hér á landi allt frá því á þar síðustu öld og jafnvel enn lengur því frá- sögn er til af skarðaaðgerð í Noregi árið 1242 á Þorgilsi skarða, einum af Sturlungum. Árni segir þá frásögn líklega þá elstu en í henni er aðdraganda aðgerðarinnar lýst svo og árangr- inum, þótt í grófum dráttum sé. Þrátt fyrir að gert hafi verið við skörð í vör hér á landi frá því fyrir þar síðustu aldamót tókst mönnum ekki að gera við skörð í góm fyrr en Snorri Hallgrímsson skurðlæknir kom frá Svíþjóð í byrjun seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Árni segir að Snorri hafi verið sá fyrsti sem gerði heppnaða aðgerð á klofnum góm á Ís- landi. „Snorri notaði sömu aðferð og Svíar höfðu notað og eru ekki mikið frábrugðnar því sem notað er í dag. Þegar Snorri kom hingað heim var hér enginn menntaður svæfinga- læknir en ein af grundvallarforsendunum fyrir því að vel takist til við að gera við klofinn góm er að til staðar sé góður svæfingalæknir,“ seg- ir Árni. Eftir að Árni var alkominn heim úr námi um 1960 afhenti Snorri Hallgrímsson honum lýtalækningarnar og hætti sjálfur. Í London hafði Árni unnið með lækninum David Mathews sem stundaði skarðaaðgerðir. Árni segir hann hafa notað aðra aðferð við að sauma saman varir en svipaða aðferð við að laga góminn. „Það eru til fleiri aðferðir við þetta en ég hef notað í gegnum öll þessi ár en sú aðferð sem ég notaði er enn notuð af Ólafi Einarssyni sem tók við af mér 1994.“ Ólafur Einarsson segir að í grundvallar- atriðum hafi ekki orðið mikil breyting á að- ferðum en segir aðferðir milli landa þó mis- munandi. „Ef maður fer milli staða þar sem fengist er við þetta þá er bæði tímasetningin á aðgerðunum og röðin á þeim töluvert mismun- andi. Menn geta náð svipuðum árangri samt sem áður þannig að það er ekki endilega nein ein rétt leið í þessu,“ segir Ólafur. „Við hefjum meðferðina fyrr en til dæmis í Svíþjóð. Ég tel rétt að loka gómnum snemma upp á málþrosk- ann að gera og ég miða við sjö til tíu mánaða aldurinn. Í Skandinavíu víða var þetta gert al- veg upp undir tveggja ára aldur en þeir hafa fært sig neðar líka.“ Á málþingum skurðlækna koma sífellt upp umræður um tímasetningu skarðaaðgerða. Ólafur segir að tvö sjónarmið togist á. Sumir telji að loka eigi gómnum snemma til að mál- þroskinn verði eðlilegur. Hann segir að á móti komi það að rífa slímhúð frá gómbeininu eins og gert er í aðgerðunum, geti truflað beinvöxt- inn þannig að efri kjálkinn verði hlutfallslega rýr. Sumir vilji meina að sé þetta gert of snemma þurfi fleiri að gangast undir kjálkaað- gerð á táningsaldri. Ólafur segir að breytt skurðtækni geri það að verkum að beinhimnan sé ekki tekin með þegar slím- húðarfliparnir eru búnir til heldur er hún skilin eftir á beininu. Hann segir að í aukn- um mæli sé farið að gera samanburðarrannsóknir milli landa til að komast að því hvaða aðferð reynist best til langs tíma og að Evrópusam- bandið hafi styrkt þessar rannsóknir. „Það er ein rannsókn í gangi núna sem heitir Scancleft en það er samanburðarrannsókn sem í taka þátt Norðurlandaþjóðirnar og Eng- land. Sjúklingum sem gengið hafa í gegnum mismunandi aðgerðaferli er fylgt eftir. Svo er meiningin að meta bæði málþroskann og vöxt beinanna og sjá hvort það er hægt að greina hvaða aðferð er best,“ segir Ólafur, en hann er sannfærður um að árangurinn hér sé sam- bærilegur við það sem gerist annars staðar. „Þótt ég segi sjálfur frá þá held ég að óhætt sé að segja að árangurinn hér er fyllilega sam- bærilegur, þá á ég við árangurinn af skurð- aðgerðunum. Það sem kannski má gagnrýna hjá okkur er að þjónustan er svolítið dreifð. Þessir krakkar sem eru hvað verstir þurfa skurðaðgerðir, háls- nef og eyrnaþjónustu, tannréttingaþjónustu og talkennslu. Það er erfitt fyrir fólk sem býr úti á landi að þurfa að fara á marga staði í Reykjavík til að fá þjónustuna. En það má hafa það í huga að þetta eru ekki nema tíu börn á ári og apparatið má ekki vera stærra en verkefnið,“ segir Ólafur. Það má segja að markviss- ar rannsóknir á skörðum í vör og góm hafi verið í gangi hér á landi frá því um miðjan sjö- unda áratuginn. Pálmi Möll- er, skólabróðir Árna Björns- sonar úr menntaskóla, starfaði sem tannlæknir í Bandaríkjunum mestan sinn starfsaldur. Pálmi fékk áhuga á skörðum og kom til Íslands og stundaði rann- sóknir á faraldsfræði þeirra. „Ég flakkaði með honum um allt land og við eltum uppi alla skarðsjúklinga sem við gátum fundið. Þeir voru skráðir og gerðin á skörðun- um,“ segir Árni. Pálmi skrifaði doktorsritgerð um rannsóknir sínar og varði hana árið 1967. Annar andmælandi Pálma við doktorsvörnina var Daninn Paul Fogh Andersen sem árið 1942 hafði skrifað doktorsritgerð um faraldsfræði skarða í Danmörku. Andersen setti á sínum tíma fram þá kenningu að erfðamynstur skarða væri mismunandi eftir gerðum þannig að skarð í góm eitt sér án þess að líka væri skarð í vör hefði öðruvísi erfðamynstur en skarð í vör eingöngu eða skarð í vör og góm. Árni segir þessa kennningu hans standast enn í dag. „Doktorsritgerð Paul Fogh Andersens er talin vera klassísk í fræðum um skörð. Hann gerði við nær öll skörð í Danmörku meðan hann var starfandi. Hann áttaði sig á að þetta væri að einhverju leyti ættlægt en þegar hann skrifar sína ritgerð árið 1942 þá vissu menn Yfir þriggja áratuga saga íslenskra vísindarannsókna á faraldsfræði og erfðum vara- og gómskarða Merkar rannsóknir ísl Saga íslenskra vísindarann- sókna á faraldsfræði og erfðum vara- og gómskarða nær nú orðið yfir meira en þrjá áratugi. Hér á landi er að finna stærstu kynbundnu holgómaætt í heimi. Björgvin Hilmarsson kynnti sér þessa merku sögu. Frá vinstri: Ólafur Einarsson læknir, Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir, og Alfreð Árnason erfðafræðingur. Snorri Hallgrímsson skurðlækn- ir var sá fyrsti sem gerði heppn- aða aðgerð á klofnum góm á Ís- landi. ’ Það má segja að þessar niðurstöður setjilokapunktinn á langan kafla í sögu þessara rannsókna. Án þess að sögulegar niðurstöður hafi náðst fyrr en nú í október á síðasta ári, hafa miklar tæknilegar og aðferðafræðilegar niðurstöður fengist og hafa nokkrir doktorar orðið til í tengslum við rannsóknirnar. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.